Alþýðublaðið - 11.06.1997, Page 1

Alþýðublaðið - 11.06.1997, Page 1
MÞYÐUBLMS Miðvikudagur 11. júní 1997 Stofnað 1919_74. tölublað - 78. árgangur ■ Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðufiokksins um afhendingu fiskveiði- heimilda Útgerðarmennirnir fá 20 milljarða á silfurfati Hlutabréfin hækka upp úr öllu valdi. Ætlar þjóðin að horfa upp á að auðlindinni sé ráðstafað með þessum hætti, - spyr Sighvatur Björgvinsson. Hvað fær fiskverkafólk? Hvað fá sjómenn? „Það hefði átt að leigja þessar við- bótarheimildir út. Að halda áfram að afhenda þessi verðmæti fyrir ná- kvæmlega ekki neitt gengur ekki. Þetta er spuming um skiptingu arðs- ins af auðlindinni. Fiskverkunarfólk fær ekki neitt, sjómenn mjög tak- markað og eru að hluta til neyddir til að greiða fyrir þær tilfærslur sem verða á þessum aflaheimildum, þeir sem hafa veiðiheimildir fyrir fá þetta gefms. Hver eru fyrstu viðbrögðin? Jú, hlutabréf fyrirtækja, sem fá þess- ar heimildir, hækka upp úr öllu valdi,“ sagði Sighvatur Björgvins- son, formaður Alþýðuflokksins, um þá ákvörðun Þorsteins Pálssonar, að ■ Alþýðublaðið Rekstur blaðsins á áætlun „Það hefur enginn beðið um upplýsingar um hvemig rekst- ur Alþýðublaðsins hefur geng- ið frá því nýtt félag hóf útgáfu þess,“ sagði Hrólfur Ölvisson, rekstrarstjóri Alþýðublaðsins. Hann sagðist heldur ekki vita hvaðan upplýsingar væru komnar unt að rekstur Alþýðu- blaðsins gengi mjög illa. Astæða þess að Alþýðublað- ið leitaði til Hrólfs voru full- yrðingar sem fram komu í ræðu formanns framkvæmda- stjómar Alþýðuflokksins, Magnúsar Norðdahl, á sumar- þingi Alþýðuflokksins á Akra- nesi um helgina. Alþýðublaðið birti í gær orðréttan þann kafla ræðu formanns framkvæmda- stjómarinnar, sem fjallaði um Alþýðublaðið. Meðal ýmissa fullyrðinga hans um rekstur Alþýðublaðs- ins var sú staðhæfmg, að enn- þá vanti mikið upp á að endar nái saman í rekstri blaðsins. Hrólfur Ölvisson, rekstrarstjóri Alþýðublaðsins, segir hinsveg- ar að upplýsingar í þessa vem séu ekki frá honum komnar. Hann segir ennfremur að rekstur blaðsins sé í ágætu samræmi við þær áætlanir sem gerðar voru þegar Alþýðu- blaðsútgáfan tók við rekstrin- urn í febrúar. Reksturinn standi vissulega í járnum ennþá, þró- unin sé hinsvegar jákvæð, og það sé ekki í samræmi við staðreyndir að halda því fram að það vanti ennþá rnikið upp á að endar nái saman. útdeila viðbótaraflaheimildum í þorski til þeirra sem hafa veiðiheim- ildimar fyrir. Sighvatur er þeirra skoðunar að rétt hafi verið að leigja viðbótina. “Ég er hissa á ef þjóðin ætlar að horfa á að verðmætustu auðlind hennar er ráðstafað með þessum hætti. Almenningur virðist ekki átta sig á hvað er verið að afhenta gríðar- lega mikið íjármagn með þessu. Besti þjálfari landsins er á lausu og því getur ekki annað komið til greina en að menn vilji skipta urn landsliðs- þjálfara," sagði heimildarmaður Al- þýðublaðsins innan knattspymu- hreyfingarinnar, en fátt er um meira rætt þessa dagana en að Logi Ólafs- son, landsliðsþjálfari í fótbolta, stýri landsliðinu jafnvel í síðasta sinn í kvöld. Reyndar er varla hægt að segja að Andstaðan við veiðileyfagjald sprett- ur ekki upp af neinum öðmm ástæð- um en að það er verið að takast á um mikla peninga. Sá sem hefur vanist við að fá þetta fyrir ekki neitt, hann vill halda því áfram, það sér hver sjálfan sig í því,“ sagði Sighvatur Björgvinsson. Á sumarþingi Alþýðuflokksins, sem haldið var á Akranesi, um síð- ustu helgi var samþykkt ályktun um Logi stýri landsliðinu á Laugardalsvelli í kvöld, því heimild- ir Alþýðublaðsins, segja að Eggert Magnússon, formaður Knattspymu- sambands fslands, hafi sett Loga stólinn fyrir dymar og hann hafi sjálfur, með aðstoð manna sem hann treystir, valið þá leikmenn sem hefja leikinn. Mikið er rætt um að Guðjón Þórðarson verði næsti þjálfari lands- liðsins. Það er óumdeilt að enginn ís- lenskur þjálfari hafi náð betri árangri þetta mál, þar segir meðal annars: „Alþýðuflokkurinn vekur athygli ís- lensku þjóðarinnar á því, að með við- bótarúthlutun sjávarútvegsráðherra til útgerðarmanna þorskveiðiskipa upp á 32 þúsund tonn er verið að af- henda þessum aðilum endurgjalds- laus verðmæti, sem á gangverði í viðskiptum þeirra á milli með varan- legar aflaheimildir em metin á 18 til 20 þúsund milljónir króna“. en Guðjón. Þá er sérstaklega horft til hversu liðum undir hans stjóm hefur gengið vel í Evrópukeppnum. Þar minnast menn glæsilegrar frammi- stöðu Skagamanna gegn Feyenoord frá Hollandi og KR gegn Everton frá Englandi. Innan knattspymuhreyfmgarinnar var strax deilt á ráðningu Loga. Ekki hefur dregið þar úr, þar sem árangur liðsins þykir ekki boðlegur. Samn- ingur Loga við KSÍ er út þetta ár. ■ Siglufjörður Bæjar- stjórinn hættir Bjöm Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði, hyggst hætta núverandi starfi sínu þann fyrsta október í haust. Bréf hans varðandi starfslok verður tekið fyrir á fundi bæjarráðs í dag, miðvikudag, en á morgun, fimmtudag, verður málið kynnt á fundi bæjarstjómar. Bjöm hefur gegnt starfi bæjarstjóra á áttunda ár, og að allra dómi reynst útsjónarsam- ur og duglegur bæjarstjóri. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins er Bjöm þó fráleitt á föram frá Siglufirði, því ástæða þess að hann hugsar sér nú til hreyfings úr stóli bæjarstjóra er nýtt starf á vegum Þormóðs ramma, hins sterka sigl- firska útgerðarfyrirtækis, sem mun einkum eiga að felast í markaðsmál- um á vegum fyrirtækisins. Hinir dug- miklu forsvarsmenn Þormóðs ramma hafa átt mikið og gott samstarf við bæjarstjómina, þar sem Bjöm bæjar- stjóri hefur verið í forsvari, og þótt það mikill slægur í honum að þeir af- réðu að munstra hann um borð í eig- in skútu. Meirihluti bæjarstjómar á Siglu- firði er settur saman af Alþýðu- flokknum og F-listanum, en að hon- um standa Alþýðubandalagsmenn og óháðir. Bjöm var á lista F-listans við síðustu kosningar, en á þeim lista vora einnig áhrifamenn sem tengjast Þormóði ramma. Þar sem ekki er búið að kynna bæjarstjóm formlega starfslok Bjöms Valdimarssonar er eðlilega ekki heldur búið að ganga frá því hver verður næsti bæjarstjóri. Örlátur ráðherra Þorsteinn Pálsson er gróf- lega ósamkvæmur sjálfum sér, segir í leiðara Alþýðu- blaðsins í dag. Þó hann kveði sjálfur nauðsynlegt að fara að ráðum fiskifræðinga, og skýli sér jafnan á bak við ráðgjöf þeirra þegar úthlutun hans á aflaheimildum í þorski er gagnrýnd, þá beitir hann samt geðþótta þegar kemur að úthlutun á ýsukvóta og rækjukvóta. Þar úthlutar hann mun meira en fiski- fræðingar telja ráðlegt. Hversvegna, spyr leiðari Al- þýðublaðsins: „Óneitanlega er granur um að hann sé að ganga er- inda þeirra sömu og hann gerði þegar hann ákvað að viðbótarþorskkvótinn yrði fáum útvöldum til ráðstöfun- ar. Enn einu sinni birtist sú staðreynd með nöturlegum hætti, að stjórnkerfi fiskveiða er beitt til að auka hagsmuni hinna fáu - á kostnað fjöld- ans.“ Sjá bls. 2 ■ Logi Ólafsson landsliðsþjálfari verður ekki endurráðinn Stillir ekki upp liðinu Guðjón Þórðarson fyrsti kostur í leit að næsta þjálfara „Árangurinn liðsins er lélegur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.