Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ1997 MMBLKBIB Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guömundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Fiskifræðingur ríkisstjórnarinnar Það á að reyna á þolrif réttlátra fslendinga. Það á að afhenta enn og aftur örfáum útvöldum milljarða á silfurfati. Hinn almenni ís- lendingur má ekki láta sem ekkert sé. Það er ekki hægt að mismuna frekar en gert hefur verið. Samt hefur sjávarútvegsráðherra tekið þá ákvörðun að styrkja stöðu kvótahafa um milljarða á milljarða ofan. Það gerði hann þegar hann ákvað að sú viðbót sem leyfð verður í þorskveiðum á næsta fiskveiðiári gangi til þeirra sem þegar njóta ótrúlegra forréttinda. Jafnvel þeim gráðugustu í þeim hópi þykir sjálfum komið nóg. En ekki ráðherranum. Þeir sem eru ofurseldir lögum um stjóm fiskveiða, það er sjó- mönnunum sem á stundum ekki getað stundað sína atvinnu án þess að greiða stórfé fyrir, er nú nóg boðið. En það er ekki aðeins að ráð- herrann sé að auka enn á misnunun. Fleira orkar tvímælis hjá hon- um við úthlutunina. Það ber miJáð á milli fiskifræðinga og skip- stjóra þegar þær ræða um ástand þorskstofnsins. Skipstjórar segja að lengi hafi ekki verið eins mikið af þorski í sjónum og um þess- ar mundir, og vilja þess vegna aukinn afla. Fiskifræðingar segja hinsvegar að þorskurinn sé veiðilegri. Skipstjórar hafa áhyggjur af ýsunni, og benda á að það hefur ekki náðst tilsettur kvóti ár eftir ár. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt, þegar hann er spurður um þorsk- kvótann, að rétt sé að taka mið af því sem færustu vísindamenn, það er fiskifræðingar hjá Hafrannsóknastofnun, segja. Það em í sjálfu sér rök. Ef hann vill treysta á þá og taka ekki þá áhættu að hlusta á aðra, sem vissulega era líka vísindamenn. En það er þó ekki hægt að neita því að skipstjóri sem hefur stundað sömu miði í áratugi er líka sérfræðingur á sínu sviði og sínu svæði. Ráðherrann má velja þann kostinn sem hann vill. Ráðherrann verður hinsvegar að vera sjálfum sér samkvæmur. En er hann það? Nei, ekki alltaf. í tilviki tveggja stofna veit hann betur. Fiskifræðingar mæla með að ýsukvóti næsta árs verði 40 þúsund tonn, rétt eins og þeir sögðu að þorskkvótinn ætti að vera 218 þúsund tonn. Þá kom hinsvegar að ráðherranum. Hann fór að ráðgjöf fiskifræðinganna hvað varðar þorskinn, þrátt fyrir deildar meiningar um stærð og styrk stofnsins. Þegar kom að ýsunni, þar sem engar deilur era uppi, vissi ráðherrann afturámóti betur en all- ir aðrir. Þá taldi hann óhætt að veiða 45 þúsund tonn, en lét ekki nægja að hafa kvótann 40 þúsund tonn eins og þeir sem hann kall- ar okkar færastu vísindamenn mæltu með. Samkvæmt þessu hefur Þorsteinn Pálsson 12 prósent betra vit en allir aðrir á ástandi ýsu- stofnsins. Svipað er að segja um úthafsrækjuna, þó umframvissa ráðherrans væri innan við 10 prósent í rækjunni. Hvað veldur að ráðherra gerir þetta? Hann einn getur svarað því. Það liggur hinsvegar alveg ljóst fyrir, að Þorsteinn Pálsson er gróflega ósamkvæmur sjálfum sér. í einu orði segir hann nauðsyn- legt að fara að ráðum fískifræðinga, en í hinu breytir hann útaf þeim að eigin geðþótta. Óneitanlega er granur um að hann sé að ganga erinda þeirra sömu og hann gerði þegar hann ákvað að við- bótarþorskkvótinn yrði fáum útvöldum til ráðstöfunar. Enn einu sinni birtist sú staðreynd með nöturlegum hætti, að stjómkerfi físk- veiða er beitt til að auka hagsmuni hinna fáu - á kostnað fjöldans. Frá þeim sjónarhjóli má segja, að Þorsteinn Pálsson sé þó sjálfum sér samkvæmur. skoðanir Prófkjör og opinn Alþýðuflokkur Löngu áður en ég gekk til liðs við Alþýðuflokkinn hreifst ég af mönn- um einsog Vilmundi Gylfasyni, sem þá voru pólitískar hetjur í augum ungra manna. í mínum huga var Vil- mundur einsog ferskur gustur inn í pólitískt andrúmsloft, sem var staðn- að, gamalt - og lokað. Það var líka annað, sem mér fannst þá aðlaðandi við Alþýðuflokkinn umfram aðra flokka. Það voru prófkjörin. Hvort sem það var nú rétt eða rangt, þá tengdi ég prófkjörin við Vilmund. Opnunina, sem þeim fylgdi, skrifaði ég hikstalaust í huga mínum honum til tekna. Einhvem veginn hefur mér þessvegna alltaf fundist prófkjörin vera hluti af arf- leifð Vtlmundar Gylfasonar. Úrelt aðferð Eitt af því sem gerði það að verk- um, að ég gekk til liðs við Alþýðu- flokkinn, var að mér fannst hann vera opnari en aðrir flokkar. Opnu próf- kjörin skiptu þar líklega langmestu í mínum huga. Pallborð Rúnar Geirmundsson skrifar Hn. /k Ég hef alltaf fylgt heilbrigðri sam- keppni, og held að í réttum mæli sé hún líka góð í stjómmálum. Menn eiga að keppa um sæti á lista, sér- staklega þau sem mestu máli skipta. Þeir sem em duglegir, og sýna það með því að afla sér mikils stuðnings í prófkjömm, em búnir að sýna fram á að í þeim býr dugnaður. Stjóm- málaflokkar þurfa duglega einstak- linga. Mér finnst einnig ólíklegt, að mað- ur, sem hefur lítið til bmnns að bera, nái mjög langt í prófkjöri. Þessvegna tryggir sú aðferð ekki aðeins að helstu frambjóðendumir em duglegir og baráttugjamir einstaklingar, held- ur gefa þau líka ákveðna tryggingu fyrir því, að þeir séu vel gerðir sem einstaklingar. Það gildir hinsvegar um stjómmál- in, alveg einsog viðskipti, að sam- keppni gengur ekki upp, nema menn geti keppt fyrir opnum tjöldum. Allir eigi sama möguleika á því að keppa um hnossið. Hvemig var þetta áður? Þá vom framboðslistar ákveðnir af flokkseigendafélögum í reykfylltum herbergjum, þar sem það vom ekki endilega hæfileikar viðkomandi manna sem réðu úrslitum. Þá komust menn í framboð með því að vera duglegir að koma sér í mjúkinn hjá maskínunum, sem litu svo á að þær ættu heilu flokkana. Þessi aðferð er löngu úrelt í mín- um huga. Hún hélt flokkunum lokuð- um, og kom í veg fyrir að fólk, sem fylgdi þeim að málum, gæti haft úr- slitaáhrif á skipan framboðslista, með því að taka þátt í valinu. “Á sumarþingi flokks- ins á Akranesi um helgina kynnti formað- ur framkvæmdastjórn- ar, Magnús Nordahl, nýjar lagabreytingartil- lögur fyrir flokkinn sem fela í sér þreng- ingu á prófkjörum. Þessi tillaga er tíma- skekkja, og sýnir að kanski er þessi for- ystumaður ekki í eins miklum tengslum við andann í flokknum og æskilegt væri.“ Vilmundarskeiðið Hverjir innleiddu prófkjörin? Það var Alþýðuflokkurinn á Vilmundar- skeiðinu. Það tókst svo vel, að síðan hafa allir stjómmálaflokkar með ein- um eða öðrum hætti tekið upp próf- kjörin. Alþýðuflokkurinn galopnaði sjálfan sig með því að taka upp galopi'n prófkjör. Ég held að fátt megi finna í sögu flokksins síðustu áratugi, sem er jafn vel heppnað og þessi nýjung, sem hann innleiddi í stjómmál ís- lendinga. Hafa opin prófkjör gefist illa? Það finnst mér ekki. Ég bendi til dæmis á, að þau bjuggu til þann stjómmálamann, sem margir binda ffamtíðarvonir við í Alþýðuflokknum í dag, Össur Skarphéðinsson. Hann vann sitt sæti í galopnu próf- kjöri, af því Alþýðuflokkurinn tók hann fram yfir menn, sem höfðu verið miklu lengur í flokkstarfmu en hann. Reynsl- an hefur sýnt, að flokkurinn veðjaði þar á réttan hest. Á að loka flokkn- um? Ef prófkjörin hafa gefist vel, er þá einhver ástæða til að tak- marka þau? A sumarþingi flokksins á Akranesi um helgina kynnti formaður framkvæmdastjóm- ar, Magnús Nordahl, nýjar lagabreyt- ingartillögur fyrir flokkinn sem fela í sér þrengingu á prófkjömm. Þessi til- laga er tímaskekkja, og sýnir að kanski er þessi forystumaður ekki í eins miklum tengslum við andann í flokknum og æskilegt væri. Þó ég sé formaður stærsta félags Alþýðuflokksins, Reykjavíkurfélags- ins, þá hafði ég greinilega ekki kynnt mér tillögumar nægilega vel. Ég gerði mér ekki grein fyrir, að þær innihéldu hugmyndir um að þrengja að prófkjömnum. Ég ætla hinsvegar að beita mér fyrir því, að þær verði ræddar ítarlega í Reykjavíkurfélag- inu, og mun á næsta stjómarfundi leggja til að stór hópur verði skipað- ur til að fara ofan í þær. Það er lýð- ræðisleg aðferð, og vonandi verður niðurstaðan sú, að Reykjavíkurfélag- ið leggist gegn því að tillagan, sem formaður framkvæmdastjórnar kynnti, verði samþykkt. Prófkjör eru að mínu skapi, einsog ég hef sagt í þessari grein. Ég viður- kenni hinsvegar að þær aðstæður geta skapast, að það sé ekki ástæða tií að halda prófkjör. Stundum getur það líka verið, að flokksfélag vilji halda lokað prófkjör, sem takmarkast við flokksmenn eingöngu. Ég er hinsvegar á bandi opinna prófkjara. Þetta á hinsvegar að vera ákvörðun, sem er algerlega á valdi viðkomandi félags að ákveða. Það er mín tillaga. Ég vil vera í opnum flokki, þar sem valdið er dreift. Ég vil ekki að með lögum sé í eitt skipti fyrir öll ákveðið, hvemig eigi að velja menn á lista fyrir flokkinn. Rúnar Geirmundsson er formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.