Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRIL 1997 Ml A*>l« ALÞYÐUBLAÐIÐ az I i n Guðfræðilöggan í Görðum Ungur guðfræðingur, Hans Markús Hafsteinsson, er búinn að gera allt vit- laust innan kirkjunnar með því að vera vinsælli en hinn drottins smurði frá Biskupsstofunni, sem hann vann öllum á óvart, mest sjálfum sér, í almennum kosningum um næsta prest sóknarinn- ar. Þessi óttalega staða kom upp, eftir að kjörmenn í sóknarnefndum ýmissa smákirkna sem falla undir hið fom- fræga kall að Görðum völdu fyrst prest úr Eyjum, sem féll hvorki í kram Bisk- upsstofu né nokkurra sérvitringa úr sókninni sem voru á bandi Biskups- stofu. Flétta mandarínanna Valið á hinum óþekkta Eyjaklerki, sem var byrjunin á farsanum, kom mörgum á óvart. Hann var allt önnur ella en Biskupsstofa hafði ætlað sér. Biskupsellan var séra Örn Bárður Jóns- son, sem hefur um skeið setið í traustu skjóli herra Olafs og gegnt embætti fræðslustjóra þjóðkirkjunnar. Með þessu uppátæki róstumanna sóknar- nefndanna, sem afsögðu sendingu herra Ólafs, raknaði upp löng flétta mandarínanna á Biskupsstofu, sem sér- hver lævi sleginn stjórnmálaskúmur hefði getað hreykt sér af. Biskupsstofa er nefnilega einskonar friðarhöfn presta, sem eru orðnir þreyttir á nöldrandi sóknarbömum. Þegar þeir eru orðnir uppgefnir er þeim kippt inn á Biskupsstofu, þar sem þeir sitja í hægum sessi meðan fundið er handa þeim rólegt brauð. Séra Öm Bárður Jónsson var búinn með tímann sínn í embætti fræðslustjóra þjóðkirkj- unnar og ágætur prestur vestan af fjörðum, séra Guðrún Edda, var orðin leið á vaðlinum í Vestfirðingum og vildi komast í hlýjuna fyrir sunnan þar sem sóknarbörnin eru ekki sífellt að röfla um kvóta og setja á vonlaus verk- föll. Marrið í mulningsvélinni Óþarfa sjálfstæði sóknarnefhda- manna kom hinsvegar babbi í bát herra Ólafs. Þeir vildu ekki send- ingu Biskupsstofu, og völdu sér prestinn úr Eyjum, þrátt fyrir að hann nyti meðmæla Áma Johnsen. Biskup líkaði þetta stórilla, enda þýddi þetta að hann yrði neyddur til að sitja enn lengur uppi • með séra Öm Bárð, og séra Guðrún Edda yrði enn um sinn að þola leiðindi Vestfirðinga. Stuðningsmenn séra Amar sáu því sitt óvænna, heimtuðu al- mennar kosningar um prestinn, og töldu sig fara létt með að sigra strákinn úr Eyjum. Biskup brosti í kamp. Hann hafði hinsveg- ar ekki reiknað með Framsóknarflokknum. Úfinhærður veðurfræðingur, Einar Sveinbjömsson, sem sjálfviljugur hef- ur tekið að sér það vonlausa verk að vera fulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, sá þegar í stað sendiboða satans á sveimi, og komst að þeirri full- komlega rökréttu niðurstöðu í fréttum sjónvarpsins að þeir birtust Garðbæ- ingúm í gervi Sjálfstæðisflokksins, og kyaðst heyra marrið í mulningsvél þeirra, sem þegar væri farin að mala fyrir séra Örn Bárð. Nú er það svo, að Garðabæjaríhald- ið undir forystu Engeyjarættarinnar með ættarlaukinn Benedikt Sveinsson í broddi fylkingar er eitthvert skelfileg- asta kosningabatterí sem uppi hefur verið. Þeir vinna allar kosningar. Þess- ar upplýsingar Framsóknarflokksins urðu því þegar í stað til þess að hver einasti af keppinautum séra Amar Bárðar dró sig til baka, enda höfðu þeir lítinn áhuga á að líða opinbert píslar- vætti a golgata kolkrabbans í Garðabæ. Biskup tók því gleði sína á ný. Ástamál Garöbæinga Um tíma leit út fyrir að kandídat biskups yrði sjálfkjörinn, en þá spurð- ist út, að óvígður strákur úr guðfræði- deildinni neitaði að draga sig til baka. Enginn þekkti pilt, enda hafði hann fátt sér til afreka unnið annað en hafa ver- ið í umferðarlöggunni í Garðabæ af því hann fékk hvergi brauð, og nælt sér þar í einhvern glæsilegasta lögregluvarð- stjóra sem sést hefur í úníformi norðan Mundíufjalla. Svo vel giftur prestskandídat gat ekki annað en geng- ið vel í Garðbæinga, sem alltaf hafa kunnað að meta stjómsamar og mynd- arlegar konur, ekki síst ef þær kunna líka að sveifla kyflu. Vera má, að æska og reynsluleysi löggunnar hafi leitt til þess að stuðn- b az I i n g a r ingsmenn Biskupsstofu sátu auðum höndum, og töldu sigurinn vísan. Kanski var þeim greitt náðarhöggið af veðurfræð- ingnum, sem laug íhaldinu upp á séra Öm Bárð, sem enginn sérstakur fótur var fyrir. Hvað sem því leið, þá vann prestlingurinn yf- irburðasigur á frambjóð- anda herra Ólafs Skúla- sonar. Sennilega var enginn jafn hissa og Hans Markús sjálfur. Hann náði varla að hemja hissu sína í sjón- varpinu, enda hafði hann áður þau kynni helst af Garðbæingum að horfa í gegnum fingur sér við þá ef þeir fóm yfir á rauðu ljósi eða óku á full mörg- um prómillum. Alltént taldi hann sigur sinn helst mega rekja til þess, að það orð hefði af honum staðið í umferðarlöggu Garðbæinga, að þar færi milt yfirvald. Þama liggur sennilega grafinn hund- urinn. Sóknarbörnin í Garðaprestakalli vissu að sem andleg umferðarlögga yrði kandídatinn ekki líklegur til að vera með óþarfa afskiptasemi ef konur sýndu óþarflega mikla fýsn til ásta með öðrum en eiginmönnum sínum, eða karlar rötuðu í óhóflegum mæli í svefndyngjur annarra en þeirra eigin kellinga. Óneitanlega má telja þetta nokkra bölvabót fyrir Biskupsstofu. Eftir allt saman vora Garðbæingar nefnilega ekki að kjósa gegn biskupnum, heldur að hlýða kalli holdsins með því að kjósa það andlega yfirvald, sem líklegt væri til að skipta sér minnst af umferð ástalífsins, og allra síst að sekta hina breysku, sem annað veifið fara út af hinu kristilega spori þegar húmar að í Garðabænum... Minn tími kemur áreiðanlega aft- ur, sagöi Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, þegar hún féllst á að færa sig niður í fjórða sæti á lista Al- þýðubandalagsins og gerast þannig varamaður á þingi. Nú er Ijóst, að tími hennar kemur í haust. Þá fer aðalmaður hennar, Bryndís Hlööversdóttir, i bameignarfrí og stefnir að þvi að fjölga félögum i hinum nýja jafnaðarmannaflokki um að minnsta kosti tvo. Það eru raun- ar ekki einu breytingamar á högum hennar og manns hennar Hákonar Gunnarssonar, sem stýrði HM-96 á sínum tíma, því Hákon er að taka við starfi framkvæmdastjóra hjá Samsölubakaríunum... r Anæstu misserum þarf Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra að skipa nýjan forstjóra Ríkisspítal- anna, en eftir að Davíð Á. Gunn- arsson hvarf úr því starfi til að verða ráðuneytisstjóri hennar hefur Vlgdís Einarsdóttir, gamalreyndur hjúkrunarforstjóri, gegnt starfinu. Hún kemst hinsvegar á aldur innan skammst. Sá sem velst til starfans þarf að hafa góða þekkingu á heil- brigðismálu, helst að þekkja vel til starfa Alþingis og hafa góð sam- bönd við hina mikilsráðandi fjárlaga- nefnd Alþingis. Vitaskuld væri eng- inn betur til slíks starfa fallinn en maður, sem hefur gegnt starfi heil- brigðisráðherra. Samkvæmt heim- ildum okkar hefur Framsókn kallsað starfið við engan annan en einkavin Alþýðublaðsins, Svavar Gests- son... Vinur okkar Svavar Gestsson er raunar víða í umræðu, þegar rætt er um nýjar vegtyllur. Hann hef- ur þannig verið orðaður við nýtt sendiráð sem á að stofna í Helsinki í Finnlandi innan skamms, og fara einnig meö málefni Eystrasaltsríkj- anna. Sumir telja þó að það emb- ætti færi öðrum virðulegum stjóm- málamanni betur en Svavari, og hver veit nema raunin verði sú, að Halldór Ásgrímsson hafi eftir alll saman nægilega mikinn húmor til að bjóða hinum gamla komma stöðu sendiherra í Washington, en láta Jóni Baldvin Hannlbalssyni eftir að byggja uþþ diplómatisk tengsl okkar við Eystrasaltið... Síðastliðið laugardagskvöld bauð Helgi Hjörvar og hin glæsilega eiginkona hans Þórhildur Elín Elín- ardóttir til samkvæmis í Perlunni i tilefni af því að bæði hafa nú náð þeim áfanga að sigla yfir á hinn hættulega fertugsaldur. Forseta- flokkurinn var allur samankominn í afmælinu, með sjálfan Bessastaða- bóndann herra Ólaf Ragnar Gríms- son í broddi fylkingar, en auk hans var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mætt og kosningahönn- uðurinn Einar Karl Haraldsson lét sig ekki vanta. Það vakti hinsvegar athygli að formaður Alþýðubanda- lagsins Margrét Frímannsdóttir var upptekin annars staðar en sendi í sinn stað varaformanninn Jóhann Geirdal. Auk hans var einnig mætt Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður Alþýðubandalagsins og einn af framtíðarleiðtogum hinnar nýju hreyfingar jafnaðarmanna. Sam- kvæmið logaði af pólitískum um- ræðum og framtíðaráætlunum, og Óskar Guðmundsson, sem áður var ein helsta sprauta Þjóðvaka en er nú orðinn einn af arkitektum nýja flokksins, var einsog eldibrandur á milli hinna einstöku umræðuhópa, sem gæddu sér einsog vera ber af miðaldra jafnaðarmönnum á kampavíni og kavíar... Jón miskildi orð föður síns á dánarbeðinu og eyddi ófáum árum í að gæta múldýra fjölskyldunnar. "FarSide" eftir Gary Larson hinamegin f i rn m forncim vegi Var rétt hjá Norðmönnum að færa Sigurð VE til hafnar í Noregi? Haukur Reynisson, málari: Rúnar Agústsson, málari: Hrafn Steindórsson, Nei. Svar mitt er eitt stórt nei. leigubílstjóri: Nei, nei, nei. Ólafur Hilmarsson, rafeindavirki: Nei, það var það ekki. Auður Ármannsdóttir, sjúkraliði: Eg hef ekki hugmynd um það. v i t i m q n n I sjálfu sér hefði engu breytt þótt brunahani hefði verið al- veg við húsvegginn. Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri á Sel- fossi I DT, að réttlæta að brunahanar voru geymdir í áhaldahúsi bæjarins í stað þess að vera til staðar og nothæfir til að létta slökkvistörf. Þessa ákvörðun var búið að taka fyrir verkfall. Það veit ég 100 prósent. Karítas Pálsdóttir, verkakona á (safirði, að ræða um uppsagnir hjá Básafelli þar [ bæ, ÍDT. Fólk hefur greinilega verið á móti sameiningu en ég veit ekki alveg hver skýringin er. Þórunn Arnórsdóttir, oddviti í Hrísey, að ræða úrslit sameiningarkosninga þar sem Hríseyingar kolfelldu tillöguna, í DT. Mér líst frábærleg á þetta og vitna til bandarísk ráðgjafa sem sat með mér á kaffihúsi á Eyrarbakka í fyrra. Níels Árni Lund að ræða um endurheimtur votlendis, í DT. Ég skammast mín fyrir það en mér er alveg lífsins ómögulegt að sjá rómantíkina við sjó- mennsku. Mér er alveg fyrir- munað að sjá andaktuga feg- urð í brælum, brotsjóum og slori. Jonni á Uþpsölum, í DT. Þess vegna ætti reynslan auð- vitað að hafa kennt mér að ég verð sennilega að láta mér lynda að synda gegnum lífið á helberi meðalmennskunni og stundum þreyttur, ef ekki beinlínis hundleiður á jobbinu mínu. Jonni á Uppsölum, í DT. Það er allt gott að frétta af Veiðidegi fjölskyldunnar. Valdór Bóasson, formaður Landssam- bands stangveiðifélaga, í Mogganum. Ég hef búið í Garðabæ í ára- tugi, góða mín, og aldrei ver- ið krafinn um skilríki á kjör- stað - það væri nær að þú sýndir mér skilríki. Margrét Heinreksdóttir, formaður kjör- stjórnar við prestkosningar í Garðabæ, að nefna dæmi um hroka kjósenda, í Mogg- anum. Orðið er laust, en staðreyndimar friðhelgar. C.P. Scott breskur ritstjóri og blaöamaöur um boðorð góðrar blaðamennsku. rk

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.