Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 4
+ ALÞYÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ1997 Fangelsin í Maricopa í Arizona sem Haneshjónin verða flutt til Tilgangslaust ofbeldi og niðurlæ Joseph M. Arpaio harðsvíraðsti lögreglustjóri Vestursins er þreyttur á glæpum og glæpamönnum, enda niðurlægir hann og kvelur fani Fangelsin í Maricopasýslu í Arizona hafa vakið mikla athygli fjölmiðla, fyrir harðræði og mann- réttindabrot, bæði á þessu og síðasta ári eins og komið hefur fram í Al- þýðublaðinu. Þetta eru sömu fangels- in og Haneshjónin Donald og Connie verða flutt í verði þau framseld. Hjónin hafa margoft lýst því yfir að þau telji eðlilegt að þau svari til Stéttin erfyreta skrefið inn... afheEum ogsteinum. Mjög gott verð. srln HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 saka í Bandarfkjunum og lýst sig reiðubúin til að mæta sjálfviljug fyr- ir rétt, og samþykkja hverskyns eftir- lit á leið sinni til Arizona. Vérði þau hinsvegar framseld án sérstakra ákvæða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar, verða þau hand- tekin strax við komuna til Bandaríkj- anna og flutt fangaflutningum í hin illræmdu Maricopafangelsi meðan beðið verður dómtöku málsins. Eins og kom fram í frétt Alþýðublaðsins fyrir helgi, úrskurðaði Héraðsdómur á þriðjudag, að skilyrðum til fram- sals hjónanna væri fullnægt, en bandarísk yfirvöld fóru fram á fram- sal þann 3 mars. síðastliðinn. I bréfi frá bandaríska dómsmála- ráðuneytinu, til yfirmanna fangelsis- mála í Arizonafylki er það tekið fram að aðstæður og meðferð fanga í fang- elsum í Maricopasýslu brjóti gegn bandarísku stjórnarskránni, varðandi valdbeitingu gegn föngum og skeyt- ingarleysi gagnvart læknisfræðileg- um þörfum fanganna. Tekið var fram að óþarfa valdbeiting hefði verið sér- staklega algeng þar sem nýir fangar voru teknir inn. Er til þess tekið að fangaverðir beiti fanga ofbeldi án ástæðu og sýnilegrar mótspyrnu, dæmi væru um raflost, spörk og hnefahögg. Dæmi voru einnig um notkun raflostsbyssa á eistu fanga og spörk í fanga í járnum. ófullnægjandi aðstoð vegna geðrænna vandamála getur ennfremur leitt til alvarlegs skaða segir í bréfinu, og á geðdeild- inni séu fangar sem hafi verið yfir- bugaðir iðulega látnir afskiptalausir tímunum saman. Tekið var fram að sérfræðingur frá ráðuneytinu hefði farið yfir sjúkraskrár 26 fanga. I næstum öllum tilvikum hefði sér- fræðingurinn fundið bresti, mikil- væga og stundum lífshættulega, á læknisfræðilegri meðferð. Tók ráðu- neytið fram að það hefði djúpstæðar áhyggjur af því hversu margir kynnu að hafa dáið af völdum gallaðrar heilbrigðisþjónustu eða synjunar á slíkri þjónustu. Amnesty International rannsakar nú dauða fangans Scotts Norberg sem var handtekin í Arizona árið 1996 tveimur mánuðum eftir að bréf ráðuneytisins barst yfirvöldum í Arizona, eftir að hafa sýnt af sér óeðlilega og hótandi hegðun á al- mannafæri. Hann var settur í fangelsi í Maricopasýslu í Arizona, þar sem hann lenti i átökum við tólf fanga- verði sem leiddu til dauða hans. Við krufningu kom í ljós að hann hafði verið skotinn tuttugu skotum með byssu sem veldur raflosti, þrátt fyrir að fullyrt hafi verið að um fá skot hefði verið að ræða. Hann var í átök- unum settur í þar til gerðan stól til að yfirbuga hann og handklæði vafið um munn hans en hann lést af með- ferðinni. Það fór fram innri rannsókn á dauðsfallinu þar sem 34 fangar voru meðal annars yfirheyrðir og sögðu flestir þeirra að fangaverðir hefðu stappað á andlit hans og slegið hann í andlitið. Niðurstaða rannsókn- arinnar var hinsvegar sú að allir fangaverðir voru hreinsaðir af ásök- unum og andlátið úrskurðað af slys- förum. Sú staðreynd að foreldrar Scotts eru bæði lögmenn og faðirinn hátt- settur leiddi til þess að málið fékk mikla athygli fjölmiðla, en þau fylgdu málinu fast eftir. Joseph M. Arpaio, lögreglustjóri sýslunnar og yfirmaður fangelsanna í Maricopa hefur áunnið sér vinsældir almennings í Arizonafylki fyrir andúð sína á glæpum og glæpamönn- um sem hann fer ekki í launkofa með. I framsalsbeiðni sýslunnar til Islands vegna Haneshjónanna er sér- staklega tekið fram að fela eigi hon- um umsjón þeirra eftir komuna til Bandaríkjanna. í viðtali við breska tímaritið Night and Day, lýsir hann viðhorfum sínum til fanganna og stefnu fangelsanna. Hann segist þar vera þreyttur á af- brotum og afbrotamönnum í sýslunni og vilji að á þessum málum sé tekið af hörku. Hann segir að þetta sé í góðu samræmi við vilja almennings og hann hafi boðið almennum borg- urum að taka þátt í refsigæslunni þar á meðal fangaflutningum og hafi 2600 manns nýtt sér boðið. Joseph M Arpaio hefur ennfremur lýst sjálfum sér í ævisögu sinni sem hann nefnir, „The Americas Toughest Sheriff. Þá kemur ennfremur fram í greininni að atkvæði almennings haldi honum í starfinu, yfirvöld hefðu fyrir löngu síðan viljað losna við hann. Arpaio hyggur loks á frama í stjórnmálum." í grein breska blaðsins kemur fram að tjaldbúðum hafi verið korriið upp í sýslunni til að bregðast við offjölgun í fangelsum, í hverju tjaldi séu tutt- ugu kojur. I tjöldunum eru vistuð, 1600 karlar og konur eða einn fjórði af föngum sýslunnar. Fangar í tjöld- unum eru ekki aðgreindir eftir eðli glæpanna eða hvort þeir hafi verið dæmdir eða ekki. Allir eru vistaðir saman. Matur og annar aðbúnaður er ömurlegur og ekkert kælikerfi er í tjöldunum þrátt fyrir hitakóf á sumr- in, á veturna hafi fangarnir þrjú þunn teppi til að halda á sér hita. Heitt vatn er ekki til staðar í búðunum. Fangar sem brjóta gegn agareglum tjaldbúð- anna mega velja milli þess að vera vistaðir fjórir saman í þröngum klefa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.