Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 8
=29iíf£r= WOMDW/BE EXPRESS "" Nýtt aðalnúmer 5351100 Miðvikudagur 11. júní 1997 UIHMIifiD 74. tölublað - 78. árgangur worujwioe express Nýtt aðalnúmer 5351100 Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Guðbergur Bergsson fær mjög góðar viðtökur í Bretlandi Times, segir - Ritverk sem neitar að hverfa úr huganum Eftir hreint út sagt frábærar viðtökur í Frakklandi heldur Svanur Guðbergs Bergssonar áfram ferðalagi sínu um heiminn. Nýlega kom bókin út í Bretlandi, hjá Mares Nest í þýðingu Bemards Scudder. Svanurinn kemur út á Spáni í þessum mánuði en er væntanleg í fleiri löndum. Áður hefur Svanurinn komið út í Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi og Tékklandi Bretar eru hrifnir af Svaninum, skáldsögu Guðbergs Bergssonar og fær bókin góða dóma í breskum blöðum. I blaðinu Independent on Sunday fer gagnrýnandinn mjög lof- samlegum orðum um bókina. Hann nefnir sérstaklega hvernig, „mynd- mál náttúrunnar getur endurspeglað samræmi og fegurð - eins og sterkur og fallegur texti skáldsögunnar sýnir. Gagnrýnandinn telur að skáldsöguna einkenni frumleiki og yfirburðir í ljóðrænni sýn á dauðann. í þessari dæmisögu haldi sérhver persóna ein- staklingseinkennum sínum en í stúlkunni megi greina ímynd hins kvenlega eðlis. I lokin tengi höfund- ur verkið þjóðsögum en lætur ekki í té neina einfalda skýringu, leyndar- dómurinn er alger. I Times Litterary Supplement seg- ir ritdómari bókina vera óvanalega frásögn af lífi níu ára gamallar stúlku og sveitadvöl hennar. Lesendur upp- lifa atburði gegnum skynjun hennar og fyndnum uppákomum eru gerð eftirminnileg skil þó að samtöl og hegðun persóna séu ekki alltaf auð- skilin. Ýmsar vísanir eru í frásagnar- hefð fslendingasagnanna en vana- Islenskir Bítlatónleikar Bæði gott og vont Það ríkti mikil gleði, undrun og aðdáun meðal þeirra sem fylltu Há- skólabíó þegar Sinfóníuhljómsveitin og rokkara höfðu lokið við flutning sinn á verkinu Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band, síðastliðið föstu- dagskvöld. Greinilegt var að flytj- endum og stjórnendum hafði tekist að gera viðstadda ólýsanlega glaða. Flutningurinn var vægast sagt stór- kostlegur. Sinfóníuhljómsveitin, undir stjórn Ólafs Gauks, vann sér virðingu fyrir sinn þátt. Það gerðu einnig rokkar- arnir undir stjórn Jóns Ólafssonar. Söngvararnir þrír; Daníel Ágúst Har- aldsson, KK og Stefán Hilmarsson stóðu sig mjög vel. Þessi hluti tón- leikanna var öllum sem að komu til fyrirmyndar. Það verður ekki sagt um allt það sem boðið var upp á í Háskólabíói þetta kvöld, því miður. Fyrir hlé komu hinir og þessir og spiluðu og sungu hin og þessi Bítlalög. Oftar en ekki tókst flytjendum illa upp. Reyndar á köflum mjög illa. í hléinu mátti heyra að hljómleikagestir voru nánast undrandi, alltof langur tími hafði farið í þessa illagerðu upphit- un. Flytjendur í fyrri hlutanum voru of margir og hann tók of langan tíma. Kannski hefur það gleymst hjá flestum, það var það skemmtilegt að vera í Háskólabíó eftir hlé. KK, Daníel Agúst Haraldsson, Björgvin Gíslason og Stefán Hjörleifsson á æfingu fyrir tónleikana. Þeim tókst vel upp og nánast ærðu áheyrendur af hrifningu. Greinilegt var að þeir ásamt Sinfóníunni, Jóni Ólafssyni, Stefáni Hilmarssyni og fleirum höfðu undirbúiðsig vel. Það verður ekki sagt um alla sem komu fram á annars mjög merkilegum og skemmtilegum tónleikum. Fyrir hlé var boðið upp á margt sem hefði betur hátt heima á krá þar sem gestir eru ekki allsgáðir. bundið lífið á bóndabænum er í al- gerri andstöðu við dramatíska fram- vinduna þar. Gagnrýnandinn segir söguna, „sérkennilega fremur en hryllilega leyndardómsfulla. Svanur- inn gengur upp í könnun á þeirri sér- stöku vitund þegar barnið er ekki al- gerlega saklaust en þó grunlaust. Gagnrýnandi The Mail on Sunday segir skáldsöguna vera „ljóðræna, súrrealíska og fyndna sögu um stúlku sem er send í sumardvöl í sveit. At- burðurinn leiðir stúlkuna inn í heim konunnar sem er eilítið upphafinn. En persónulýsingar og sýn á íslensk- an veruleika vegi þar á móti. Gagnrýnandi The Times telur Svaninn eitt tákn þeirrar nútímalegu og alþjóðlegu endurvakningar sem eigi sér stað í fslenskri menningu. I ritdóminum segir meðal annars að Svanurinn byggi á fornri íslenskri sagnahefð. „Svanurinn er ekki einföld, þægi- leg lesning, heldur grípandi og flók- in. Ritverk sem tekur sér bólstað í huga þínum og neitar að hverfa það- an." uimuin - þok Siglt um sundin blá Ekkert er eðlilegra en að fólki njóti sólar og blíðviðris eftir það veðurfar sem verið hefur hér á landi síðustu daga, eða jafnvel síðustu vikur. ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200 BEINNSlMI 553 1236 "^S. ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200 ISgSjllfn BEINNSlMI 553 1236 Velkomin um horð larferjuna Baldur > I Daglegar ferðir með viðkomu í Flatey W^Wj Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 433-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.