Alþýðublaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 1
MÞY9UBLMB Fimmtudagur 12. júní 1997 Stofnað 1919 75. tölublað - 78. árgangur Alvarlegar ásakanir leigjenda á Öryrkjabandalagið Hafa uppi svívirðingar um skjólstæðinga sína - segir formaður Leigjendasamtakanna, en hann segir Öryrkjabandalagiö vera sá af stærri leigu- sölum sem mest er kvartaö yfir. Leigjandi þorir ekki að segja frá við ótta um að verða úthýst „Það er mikið um kvartanir leigj- enda af íbúðum hjá Öryrkjabanda- laginu. Þeim hefur verið skrifað og reynt að ræða þessi mál við fram- kvæmdastjóra Hússjóðs Öryrkja- bandalagsins, en það hefur ekki dug- að, sama er að segja um forystumenn Öryrkjabandalagsins. Helgi Seljan, sem er félagsmálafulltrúi þeirra, seg- ist ekkert geta gert í málunum," sagði Jón Kjartansson frá Pálmholti, for- maður Leigjendasamtakanna, en samtökin hafa fengið til sín mörg til- felli þar sem leigjendur hjá Hússjóði Öryrkjabandalagsins, hafa kvartað undan hinum ýmsu málum og ekki síst samskiptum sínum við talsmenn Hússjóðsins og Öryrkjabandalagsins. Hann segir bandalagið vera sá af stærri leigusölum sem mest er kvart- að yfir. "Ég get nefnt dæmi, sem ég er einmitt að skrifa þeim vegna, en þar er verið að innheimta hjá konu máln- ingu á íbúð upp á 38 þúsund krónur. Konan var í íbúðinni í átta mánuði og það var ekki gerður neinn samningur. Samkvæmt lögum þarf að semja um svona hluti sérstaklega og ef leigj- andi tekur svona hluti að sér, þá er það hann sem sér um að það verði málað. Þama var enginn skriflegur samningur gerður og því ekki samið um neitt. Öryrkjabandalagið leitar síðan til fyrirtækis, sem heitir Sig- urður og Kjartan, og það er látið mála á hennar kostnað. Ef hefði ver- ið samið um að konan skilaði fbúð- inni málaðri þá er það leigjandi sem hefði átt að mála á sinn kostnað, en ekki eigandi á kostnað leigjenda. Það á ekki að vera hægt að hringja í fyr- irtæki og láta það vinna á kostnað leigjenda," sagði Jón frá Pálmholti. En er þessi saga einstök í sam- skiptum við Öryrkjabandalagið? „Nei, hún er það alls ekki. Fram- koma framkvæmdastjóra Hússjóðs- ins þeirra er fyrir neðan allar hellur, hún er nánast með svívirðingar um fólk." "Ég er mjög óánægð, en þori ekki að segja neitt undir nafni. Ég er hrædd um að lenda á götunni ef ég geri það. Ég veit að það er margt fólk sem þarf á íbúðum að halda en kemst ekki að. Svo veit ég að Öryrkja- bandalagið leigir hjónum þriggja herbergja íbúð þó þau vinni bæði fulla vinnu. Þetta er allt svo skrítið," sagði leigjandi sem alls ekki vildi láta nafns síns getið. Leigjendasamtökin hafa reynt hvað þau geta til að rétta hlut margra leigjenda og grunur er um að fleiri tilfelli séu þar sem fólk hefur ekki leitað aðstoðar til að ná fram rétti Hnúfubakur leikur listir sínar Hvalaskoðunarferðir hófust þann fyrsta maí á Húsavík en það er báturinn Knörrinn sem siglir með áhugasama hvalaskoðendur, tvisvar á dag yfir sumarmánuðina, klukkan hálf tvö og klukk- an átta. Alls komast fjörutíu og fimm manns í bátinn í hverri ferð og aðsókn hefur verið góð. Veðurguðirnir hafa verið fremur óblíðir undan- farið og afstýrt sumum ferðum en aðstandendur reyna þó að gefa út pottþétta ferðaáætlun strax í morgunsáríð. fslendingar hafa orðið atkvæðameiri hvala- skoðarar en áður og sækja nú í jafnmiklum mæli og útlendingar í þessar ferðir. Ferðin kostar 2500 fyrir manninn en hægt er að fá ódýrari ferðir á 1800 krónur út í Lundey. í 98 prósentum ferða sést hvalur og þá oftast fleiri en ein tegund. Hrefnan lætur mest á sér kræla en Hnúfubökum, eins og þessum hér á myndinni og fágætari hvölum bregður lfka fyrir, ásamt því sem höfrungurinn lætur jafnan sjá sig. Ferðin tekur þrjá til fjóra tíma, en það er selt kakó um borð, og einnig er hægt að panta mat á hótelinu deginum áður og taka með sér í ferð- ina. ¦ Eiður Guðnason, sendiherra í Noregi, um deilur okkar við Norðmenn Taka út af velvildar- bankanum - kann samt vel viö sig í Osló „Þetta starf hefur verið öðruvísi en ég gerði mér í hugarlund," sagði Eið- ur Guðnason, sendiherra íslands í Noregi, þegar hann var spurður um afskipti hans vegna þeirra deilumála sem hafa komið upp milli Norð- manna og íslendinga, sem öll tengj- ast sjávarútvegsmálum, eins og Eið- ur benti á. Hann segir að órieitanlega hafi hann sinnt öðrum verkum en gerist og gengur hjá sendiherrum. Fyrir utan Sigurðarmálið nefnir hann þeg- ar togarinn Már frá Ólafsvfk fékk ekki að leita hafhar þrátt fyrir bilun og eins mál togarans Klakks frá Grundarfirði og Hágangsmálið. En þykir sendiherranunm sem frœndskapur sé hverfandi milli þjóð- anna? „Það má segja að Norðmenn hafi tekið vel út af velvildarbankanum. Það skiptist í tvö horn hvernig Norð- menn líta á þessi mál. I Osló og ná- grenni þykir fólki þessi mál öll vera smá og skilur ekkert í því hvers vegna samkomulag þeirra og okkar er með þessum hætti. Norðar í land- inu er þetta litið allt öðrum augum, enda er lífið þar saltfiskur. Almenn- ingur þar lítur þess mál alvarlegum augum. Fjólmiðlaumræðan í Noregi hefur alltaf verið þannig, þegar þessi mál koma upp, að fyrstu dagana á eftir er málstaður Norðmanna áber- andi, en eftir því sem frá líður fáum við meiri skilning. Það endurtekur sig í Sigurðarmálinu." En hvernig kann Eiður við sig í Noregi? „Ég kann eins vel við mig hér og hægt er að kunna við sig þegar mað- ur er ekki heima hjá sér." ¦ Fátækt í Reykjavík Ekkert nema vatnið í krananum "Húsið er ekki það versta, sagði húsbóndinn og baðst af- sökunar á því að geta ekki boðið mér kaffi því það var ekki til. Og það var ekkert til, ekki mjólk, brauð eða neitt annað nema vatnið úr kranan- um. Við þraukum til mánu- dags, sögðu þau, þá verða tryggingabæturnar greiddar út. Ég gat ekki horft uppá þetta og fór út og keypti handa þeim smávegis nær- ingu," þetta segir meðal ann- ars í grein sem Jón frá Pálm- . holti skrifar í blaðið í dag og er á blaðsíðu 3. Þar er að finna fleiri átakanlegar sögur um fátækt fólk. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.