Alþýðublaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 skoðanir Hið göfuga markmið...? Laugardaginn 31. maí síðast liðinn heimsótti ég kunningjafólk mitt sem er öryrkjapar með ungling og leigir íbúð af hússjóði Öryrkjabandalagsins fyrir kr. 35 þúsund á mánuði. Konan sýndi mér myglublettina í loftinu og flögnun innanklæðningar, því húsið heldur ekki vatni. Hússjóður Ör- yrkjabandalagsins er sá af stærri leigusölum sem mest er kvartað und- an. Húsið er ekki það versta, sagði húsbóndinn og baðst afsökunar á því að geta ekki boðið mér kaffi því það var ekki til. Og það var ekkert til, ekki mjólk, brauð eða neitt annað nema vatnið úr krananum. Við þraukum til mánudags, sögðu þau, þá verða tryggingabætumar greiddar út. Pallborð Jón Kjartansson frá Pálmholti skrifar Ég gat ekki horft upp á þetta og fór út og keypti handa þeim smávegis nær- ingu. Verst er þó að unglingurinn kemst ekki í skóla í haust, sögðu þau og höfðu sem eðlilegt er mestar áhyggjur af því. Um daginn kom til mín Einar Jónsson matsfræðingur og trygginga- ráðgjafi en hann starfar meðal annars við að meta íbúðir við upphaf og lok leigutíma. Einar hóf þessi störf fyrir tæpum þremur mánuðum eftir próf í fyrmefndum fræðum. Hann tók í byijun kr. 7000 fyrir hveija skoðun, sem er sama verð og opinberir skoð- unarmenn taka eða tóku, því mér skilst að fólk sé að mestu hætt að leita til þeirra vegna kostnaðarins. Einar lækkaði svo gjaldið í kr. 5 þús- und því fólk gat ekki borgað og er nú kominn í 2 til 3 þúsund krónur eftir ástæðum. Hann sagði: Ég hefði aldrei trúað því ef mér hefði ekki verið sagt það, hve margt fólk býr hér við vonlausar aðstæður, sára fá- tækt, fáfræði og getuleysi Það er ör- bjarga. Og hann sagði mér sögu frá því fyrr um daginn. Þá fór hann að skoða húsnæði sem miðaldra kona tók á leigu skammt frá miðbænum. Þama var ekkert nema rúmbálkur, gamalt borð og nokkrir stólar og konan sat í einum þeirra og grét. Þeg- ar Einar vildi fá 2 þúsund krónur fyr- ir skoðunina kom í ljós að konan var allslaus. Hún hafði notað síðustu krónumar til að borga húsaleiguna. Þessu lauk eins og í fyrra dæminu, Einar fór út og keypti matvæli handa konunni í stað þess að taka gjald fyr- ir vinnu sína. Þessi kona lenti í snjó- flóðinu á Flateyri og missti þar eigur sínar. Hún flutti suður og þar varð hjónaskilnaður og fleiri hremmingar. Nú situr hún allslaus í kompunni og grætur ein og úrræðalaus. Ég sagði Einari að þótt lýsingar hans kæmu mér ekki á óvart mætti hann búast við að vera kallaður lyg- ari eða annað ámóta reyndi hann að segja frá þessu því sældarliðið á ís- landi nútímans vildi ekkert af svona sögum vita. Ég hefði líka neitað að trúa þessu sjálfur, sagði hann. Það er fyrst og fremst fólk eins og það sem hér er lýst sem býr í leiguí- búðum sveitarfélaganna og flest komið þangað eftir langan baming. Það hefur fram að þessu talið sig hólpið að komast þar í höfn, því leig- an hefur oftast verið sanngjöm og fólk hefur getað frestað greiðslum eða sleppt þeim þegar í harðbakka slær og án þess að sæta ofbeldisað- gerðum. Þeim „sælutíma" lauk eftir að „félagshyggjumenn“ tóku við völdum í Reykjavík. Nú sækir Búseti fast að komast yfir nýstofnuð hluta- félög um leiguíbúðir og kallar það félagsvæðingu. Menn horfa mjög til thatcherisma á Bretlandi sem nú virðist helsta fyrirmynd „félags- hyggjumanna" hér sem annars staðar á Vesturlöndum. Stefna Mrs. Thatcher bitnaði harkalega á fátæku fólki. Það veit ég frá fólki sem bjó á hennar tíð í Liverpool og Manchest- er. Þó er sá munur á Mrs. Thatcher og frú Ingibjörgu Sólrúnu að sú fyrr- nefnda seldi fyrst og fremst það sem við myndum kalla almennar leiguí- búðir, en sú síðamefnda neyðarat- hvörf Félagsmálastofnunar, sem ætl- ar að verða helsta afrek R-listans í húsnæðismálum og ömgglega það sem lengst verður munað. Þegar allt verður komið í kring verður víða grátið í allsleysi og einsemd í fyrr- verandi leiguíbúðum borgarinnar. Nú er mikið talað um dulda hús- næðisaðstoð. Eini duldi húsnæðis- styrkurinn hér á landi er gróðinn af verðbólgulánunum, en hann hefur mér vitanlega aldrei verið reiknaður. Leigjendur sveitarfélaganna fengu ekki þennan gróða, en þeir sem mest fengu vaða nú fram að verja eignir sínar með því að níðast á þeim sem fengu ekkert. Er þetta hið göfuga markmið jafnaðarstefnunnar? Þegar Einar vildi fá 2 þúsund krónur fyrir skoð- unina kom í Ijós að konan var allslaus. Hún hafði notað síðustu krónurnar til að borga húsa- leiguna. Eðlilega er mikið rætt um hvað gangi á hjá KR. Það eru margar kenningar á lofti. Hinn kunni lög- maður og Framari, Jón Steinar Gunnlaugsson er með nokkuð góða tilgátu, en Jón Steinar hefur sagt að KR-ingar séu að undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmótið næsta vor... Sjaldan er ein báran stök. Það fékk slökkviliðið á Selfossi að reyna um síðustu helgi. Tvö íbúðar- hús gjöreyðilögðust i bruna, annað á Selfossi og hitt á Eyrarbakka. Það var slysalegt á Selfossi þar sem brunahanar voru ekki til staðar, þeir voru í áhaldahúsi bæjarins. Slökkvi- liðsstjórinn, Kristján Einarsson, sem jafnframt er fréttaritari DV, skrif- aði fréttir i blaðið sitt og lét bara vel af árangri sínum i sínu aðalstarfi, það er sem slökkviliðsstjóri. í annarri fréttinni sagðist Kristjáni fréttaritara svo frá að Kristján slökkviliðsstjóri og hans menn hafi unnið gott verk, slökkvistarfi hafi gengið mjög vel, en reyndar hafði allt bninnið sem brunnið gat, en eins og fréttaritarinn sagði af slökkviliðsstjóranum, þá gekk slökkvistarf eigi að síður mjög vel... Laxveiðin er þegar hafin sum- staðar en annars staðar eru stangaveiðimenn sem óðast að búa sig undir opnun ánna. Einna mestu spenna tengist Rangánum, en þar hefur Þröstur Elliðason í góðu samstarfi við veiðifélag heima- manna náð árangri i ræktun ánna, sem hefur vakið athygli langt út fyrir landssteinana. í fyrra var sleppt þar jafn miklu magni og samanlagt síð- ustu fimm árin þar á undan. Margir spá þessvegna að Rangárnar verði meðal efstu veiðiánna og menn eru eðlilega spenntir fyrir því, hvort svo verði. Fyrsti veiðidagurinn verður 20. júní, og nú verður auðveldara að fylgjast með fjölda laxa sem ganga í ána, því neðan við Ægis- síðufoss er Þröstur að koma upp laxateljara. Laxinn er þegar farinn að ganga, því í fyrradag sáust fimm stórlaxar neðan við Ægissiðufoss- inn.... Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að séra Karl Sigurbjörns- son, prestur í Hallgrímskirkju, verði innan skamms ávarpaður með titlin- um herra, því æ fieiri prestar hyggj- ast Ijá honum atkvæði sitt í komandi biskupskjöri. Meðal þungavigtar- manna úr klerkastétt sem fylgja honum að málum eru nú nefndir tveir höfuðklerkar úr Reykjavík, þeir séra Vigfús Þór Árnason i Grafar- vogi og séra Pálmi Matthíasson í Bústaðasókn. Það er annars til marks um hversu sterk biskupsgen fyigja ættboga gamla biskupsins, herra Slgurbjörns Einarssonar, föður séra Karts, að þegar prestar eru beðnir um að nefna aðra sem kæmu hugsanlega til greina eru tveir títtnefndastir, þeir séra Árni Bergur Sigurbjörnsson og guð- fræðiprófessorinn Einar Sigur- björnsson. Þeir eru báðir bræður séra Karis... Af séra Pálma Matthíassyni er það annars helst að frétta, að fyrir utan að vera orðinn helsta hald- reipi og raunar sérstakt leynivopn islenska landsliðsins i handknatt- leik, þá er hann enn langvinsælasti prestur landsins þegar kemur að hverskyns prestverkum. Sagt er að hann sé á sérstökum samning við lögregluna, sem heimilar honum að aka yfir löglegum hámarkshraða um helgar, til að hann komist í tæka tíð á milli skírna í hinum ýmsu kirkjum bæjarins... Elsku sonur, til að skilja hvað gerðist, þá verðurðu að vita að árið 1968, notuðum við mikið að fíkniefnum. fimm á f ö r na m vcgi Þykir þér að vöruverð hafi hækkað eftir gerð kjarasamninga? Torfi Geirmundsson, hárgreiðslumeistari: Hvernig á ég að vita það? Ég hef nánast ekkert verslað síð- an. Sólveig Benjamínsdóttir, strætisvagnabílstjóri: Já. Amalía Magnúsdóttir, húsmóðir: Já. Vilhjálmur MacDonald, strætisvagnabílstjóri: Ég hef ekki tekið eftir því. Guðbjörg Benediktsdóttir, húsmóðir: Það er ekki marktækt ennþá. Annars held ég að hækkanir haft orðið áður en samningar voru gerðir. v i t i m e n n Leikmenn voru of bráðir og tóku rangar ákvarðanir í send- ingarvali. Þá voru menn ragir að fara fram því sókninni lauk svo snemma. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, að skýra síðasta tapleik liðsins, í Moggan- um. Ég get vel sofið yfir þessu, enda alltaf átt gott með svefn. Ég er ekki að leika mér að tapa þessum leikjum.“ Logi Ólafsson landsliðsþjálfari í Moggan- um. Telja stjórnarmenn í Garða- sókn sig svo vel hæfa og þess umkomna að standa við þá staðhæfingu og yfirlýsingu sína, að guðfræðingur frá Há- skóla íslands sé vart hæfur eða komi ekki til með að valda því starfi, sem hann hefur menntað sig til og sótt um og verið kosinn til.“ Geir H. Þorsteinsson, læknir og sóknar- barn í Garðasókn, í Mogganum. Þetta ætl- ar að verða flókið hjá þeim í Garðabæn- um. Ég var beðinn um að skrifa undir áskorun um almenna prestskosningu hér um dag- inn. Ég neitaði því á þeirri for- sendu, að stjórn Garðasóknar hefði beinlínis sofið á verðin- um, sem sagt ekki gætt þess, að miðað við mannfjölda var kjörmannafjöldi Garðasóknar af og frá. Geir H. Þorsteinsson í Mogganum. Látum það ekki henda, að taka á móti nýjum presti með grjótkasti í fjörunni. Láti Guð gott á vita! Geir H. Þorsteinsson i Mogganum. Það er eins og ofbrirtu slái í augu manna þegar í Ijós kem- ur að tuttuguogtvöföld sala allrar íslenskrar tónlistar kæmist fyrir í ársyfirliti Bjark- ar einnar. Nú er lag, gerum út, klónum Björk!!! Pétur Grétarsson tónlistarmaður í Mogg- anum. Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera fyrrverandi sjón- maður, fyrr en í dag. Guðbjöm Jónsson í Mogganum að skrifa um þegar vestfirsk fiskiskip héldu til veiða meðan á verkfalli verkafólks stóð. Kjalnesingar, gerum 21. júní að sjálfstæðisdegi okkar í framtíðinni og horfum stollt á fjallið okkar, Esjuna. Berjumst fyrir sjálfstæði okkar af sama krafti og áræði og krían sem er í merki Kjalarneshrepps en hún ræðst óhrædd á andstæð- ing í varplandi sínu þótt hann sé 1.000 sinnum stærri og þyngri en hún. Magnús Jónsson, á Gili á Kjalarnesi, f Mogganum. Sérhver maður er eins og Guð gerði hann, og stundum töluvert verri. Spænski rithöfundurinn Miguel de Cervantes.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.