Alþýðublaðið - 13.06.1997, Page 1

Alþýðublaðið - 13.06.1997, Page 1
Fimmtudagur 13. júní 1997 Stofnað 1919 ■ Deilan við Norðmenn útaf Sigurðarmálinu endurspeglar breytt vægi innan ríkisstjórnar Davíð gerir Halldór að varautanríkisráðherra Davíö hélt Halldóri frá Siguröarmálinu. Innan beggja stjórnarflokka er afgerandi frumkvæði Davíðs talið merki um vantrú hans á aðferðum Halldórs gagnvart Norðmönnum. Davíð hefur í vaxandi mæli flutt stefnumörkun í utanríkismálum frá Halldóri yfir í ráðuneyti sitt. Sjálfstæðis- menn telja að harka Davíðs hafi bjargað andliti íslendinga. Forystan, sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra, tók sér í sam- skiptum 'við Norðmenn vegna Sig- urðarmálsins, þar sem hann hélt Halldóri Ásgrímssyni algerlega utan við málið, er innan stjómar- liðsins túlkuð sem vaxandi efa- semdir Davíðs um getu Halldórs til að halda á málum gagnvart Norð- mönnum. Innan Framsóknar- flokksins eru menn meðvitaðir um að forsætisráðherra hefur undanfar- ið ítrekað tekið frumkvæði af Hall- dóri við mótun stefnu í mikilvæg- um utanríkismálum og staða Hall- dórs hafi að sama skapi veikst. Þró- un Sigurðarmálsins hafi þó tekið steininn úr, en þar hafi Halldóri meðvitað verið haldið frá málinu. Innan Sjálfstæðisflokksins er harka Davíðs gagnvart Norðmönn- um síðustu daga túlkuð af sumum þingmönnum sem úrslitatilraun af hálfu ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu Islands í samskiptum þjóðanna. En einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að „full mikill sveigjanleiki" af hálfu Hall- dórs hafi ef til vill leitt til þess að Norðmenn telji sig geta boðið ís- lendingum hvað sem er. Áhrifamenn f báðum stjómar- flokkunum staðfestu að eftir því væri tekið að Davíð hefði í vaxandi mæli fært stefnumótun í utanríkis- málum af Halldóri yfir í ráðuneyti sitt. „Á síðustu sex vikum hefur Halldóri eiginlega verið ýtt í stöðu varautanríkisráðherra," sagði áhrifamaður úr stjómarliðinu. Hann sagði til marks um þetta, að Davíð hefði haldið afar merka stefnuræðu um utanríkismál á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu þann 3. maí síðastliðinn. “Þar var það hann, en ekki Hall- dór, sem lagði fram yfirgripsmikla stefnumótun varðandi stækkun Nató, um Evrópusambandið, sam- skiptin við Bandaríkin og gagnvart Norðurlöndum. Þetta vakti til dæmis mikla athygli meðal diplómata hér í Reykjavík. Veiga- miklir hlutar stefnunnar vom síðan enn frekar útfærðir í annarri ræðu, ekki síður merkri, sem Davíð hélt við Uterikspolitiska Instituttet í Stokkhólmi meðan hann var í opin- berri heimsókn hjá Göran Person. Menn vom satt að segja undrandi á að hann, en ekki Halldór, legði fram þessa stefnumörkun, og ekki síður hissa á að Halldór léti bjóða sér það ítrekað, að Davíð flytti slík- ar stefnuræður um málaflokk Hall- dórs.“ Innan Framsóknarflokksins stað- festi áhrifamaður, að menn hefðu tekið eftir og undrast þessa þróun, og ekki færi hjá því að sumum fyndist sem vinnubrögð Davíðs í Sigurðarmálinu virtust til þess fall- in að styrkja forsætisráðherra á kostnað utanrfldsráðherrans. “Það getur vel verið að Davíð hafi tekið of stórt upp í sig, en var það ekki þetta sem þurfti?" sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Fóm Norð- menn ekki að taka mark á okkur eftir að við hættum að mjálma, og fómm að tala einsog alvömmenn? Auðvitað bjargaði þetta andliti okkar.“ Sjá leiðara bls. 2: HVER ER UTANRÍKISRÁÐ- HERRA? ■ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar Hrafn Jökulsson Stórsigur tjáningarfrelsisins segir Hrafn. „Kvörn réttlætisins snýst ekki alltaf rangsælis11 „Þetta er í senn óvænt og ánægjuleg niðurstaða og ber þess vott að kvöm réttlætisins snýst ekki alltaf rangsælis í málum af þessum toga. Mér er sagt að þau ánægjulegu tímamót hafi orðið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákæruvaldið í hafi í fyrsta skipti verið gert afturreka í slíku máli og geti ekki í framtíðinni verið athvarf móðgaðra opinberra möppudýra," sagði Hrafn Jökulsson fyrrverandi ritstjóri Al- þýðublaðsins eftir að dómur var upp- kveðinn í gær í máli ríkissaksóknara gegn honum. Forsaga málsins er sú að hinn 6. mars í fyrra birtist grein eftir Hrafn í Alþýðublaðinu um fangelsismál og aðbúnað fanga. Hrafn gagnrýndi opin- bera stefnu í fangelsismálum harka- lega og rak nýleg dæmi um hvemig réttindi fanga hefðu verið skert. Nið- urlagsorð greinarinnar urðu fleyg með hjálp ríkissaksóknara: „Haraldur Jó- hannessen er ekki fangelsismálastjóri. Hann er glæpamannaframleiðandi rfk- isins." Haraldur krafðist opinberrar máls- höfðunar og ákæra var gefin út hinn 29. október á afmælisdegi Alþýðu- blaðsins. Guðjón St. Marteinsson vís- aði málinu frá dómi í nóvember á þeim forsendum að það samrýmdist ekki jafnræðisreglu stjómarskrárinnar að ríkissaksóknari annaðist málflutn- ing fyrir opinbera starfsmenn. Ákæm- valdið áfrýjaði frávísuninni til hæsta- réttar sem í byrjun ársins kvað upp þann úrskurð að málið skyldi fá dóms- meðferð. Málið var því tekið fýrir á nýjan leik fyrir skömmu og dómur kveðinn upp klukkan 13.00 í gær. í dóminum segir meðal annars: “Hin tilvitnuðu niðurlagsorð blaðagreinarinnar em hvöss. Dómurinn telur hins vegar að þegar ummælin em skoðuð í sam- hengi verði ekki annað sagt en að þau séu ályktun ákærða, eða eins konar stflbragð, til að leggja áherslu á inni- hald greinarinnar í heild og þá gagn- rýni sem þar kemur fram.“ “Þetta em ánægjuleg tíðindi fyrir okkur sem emm úti á akrinum og höf- um ofan af fyrir okkur með því að hafa skoðanir og koma þeim á fram- færi. Fyrst og fremst er þetta þó stór- sigur fyrir tjáningarfrelsið og vonandi verður þessi dómur til þess að efla stfl- skyn ákæmvaldsins í framtíðinni," sagði Hrafn Jökulsson að lokum. 76. tölublaö - 78. árgangur ■ Ófremdarástand í sálfræðiþjónustu skóla Frammistaða stjórnvalda til háborinnar skammar - segir Margrét Frímanns- dóttir alþingismaður. „Mér finnst til háborinnar skammar hvemig íslensk stjómvöld hafa staðið að málum bama og unglinga," segir Margrét Frímannsdóttir alþingismað- ur. „Meðan ríkisstjómin samþykkir tillögu um stefnumótum í málefnum fjölskyldunnar, þar sem meðal annars er talað um fjölskylduráðgjöf og að- stoð við böm og unglinga, hefur hún neitað að afgreiða öll önnur frumvörp sem varða þennan málaflokk, til dæm- is fmmvarp sem ég flutti um að sál- fræðingar og félagsráðgjafar yrðu teknir inn í heilbrigðiskerfið, fyrir böm upp að 18 ára aldri. Eins og stað- an er í dag vantar gífurlega mikið uppá að ríki og sveitarfélög standi eðlilega að þeirri þjónustu. Það mátti vissulega finna einhveija formgalla á frumvarpinu og laga þá, ég bauð einnig upp á að inn í það væm sett skilyrði, til dæmis hefði mátt hámarka upphæðina fyrsta árið, meðan við væmm að skoða hver hinn raunvem- legi kostnaður væri. Meirihluti Heil- brigðis og tryggingamálanefndar féllst hins vegar ekki á að taka þetta inn, það var einfaldlega ekki vilji til þess. Á meðan er samþykkt að taka inn sjúkraþjálfun fyrir íþróttamenn. Það er auðvitað ljóst að ef það er vilji fyrir að taka á málum fjölskyldna og bama þá verður að forgangsraða í þá veru og í ljósi þess að marga alvarlega sálræna kvilla hjá fullorðnum má rekja til erf- iðleika í bemsku, er óskiljanlegt að vilja ekki leita leiða til úrbóta áður en hlutimir em komnir í óefni. Þegar skólastarf fluttist yfir á sveit- arfélögin og nýju grunnskólalögin komu til framkvæmda, skapaðist mjög slæmt ástand víða vegna skorts á sálfræðiþjónustu, en sálfræðingum var áður skylt að sinna meðferðar- starfi í skólum en er það ekki lengur samkvæmt nýrri reglugerð, heldur greina þeir einungis vandann og sinna ráðgjöf til skólana. Vandræði hafa því skapast hjá þeim einstaklingum sem hafa fengið greiningu en fá enga með- ferð. “Eins og staðan er í dag kostar tími hjá sálfræðingi milli 3000 og 4000 krónur og fyrir böm utan að landi sem þurfa að fara til Reykjavíkur gæti kostnaðurinn numið 20 til 30 þúsund krónum. Þetta ástand er hluti af vandamáli Bama og unglingageð- deildarinnar því að sálfræðingar em í auknum mæli famir að vísa fólki beint þangað og núna era biðlistamir orðnir svo langir, en deildin getur varla sinnt brýnum neyðartilvikum hvað þá hinu. Enda er hún í fjársvelti líkt og heilsu- gæslan sem annars gæti boðið uppá sálfræðiþjónustu. Margrét nefndi að lokum eina ánægjulega undantekningu sem væri Sauðárkrókur sem biði upp á ókeypis þjónustu sálfræðinga fyrir böm og fullorðna. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Samband sunnlenskra sveitarfé- laga ritað bréf til ráðuneyta heilbrigð- is og menntamála og óskað eftir fundi um málið þar sem fundin verði ein- hver lausn. Menntamálaráðuneytið hefur svarað erindinu en ekkert svar hefur fengist ífá Heilbrigðisráðuneyti.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.