Alþýðublaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1997 MtfBUBLMD Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Hver er utanríkisráð- herra? Það hefur ekki farið framhjá neinum, að Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, var eini talsmaður ríkisstjómar fslands í deilunni vegna töku Norðmanna á nótaskipinu Sigurði. Hann taldi greini- lega nauðsynlegt að setja utanrfldsráðherra til hliðar, og kaus að gera það með áberandi hætti, til að undirstrika gagnvart Norð- mönnum breyttar áherslur í samskiptum við þá. Það má vissulega deila um aðferðir forsætisráðherra. Hann tók þann kost að spila fast á þjóðemiskennd íslendinga og þjappa þeim þannig saman í málinu. Efalítið gerði hann það til að draga athygl- ina frá sldpbroti þeirrar stefnu sem rekin hafði verið í samskiptun- um við Norðmenn, og hlaut óhjákvæmilega að verða skotspónn fjölmiðla og almennings. Það er vissulega ekki stórmannlegt að nota slíkar aðferðir til að fela fyrri aumingjahátt ríkisstjómarinnar gagnvart Norðmönnum. En tæpast er hægt að deila um ,að ólíkt er harka Davíðs árangursríkari en kurteisi og stimamýkt Halldórs. Steinn Steinarr orti í frægu kvæði, að sumir ynnu sína bestu sigra á undanhaldinu. Utanríkisráðherra íslands gaf tvisvar eftir í sfldarmálinu og átti skelfilegan fmgurbrjót í taflinu við Norðmenn, þegar þeir færðu einhliða út grunnlínur sínar við Kong Karls land á Svalbarða. Samkvæmt mælikvarða Steins Steinarr er því utanrík- isráðherra sigursæll maður. Sífelld eftirgjöf gagnvart Norðmönnum skapaði hinsvegar andrúmsloft í samskiptum þjóðanna, sem Norð- menn hafa notfært sér til hins ítrasta. Sigurðarmálið er uppskera okkar af rangri stefnu utanrfldsráðherra. Norðmenn töldu bersnýni- lega að þeir gætu komist upp með hvað sem er. Af þessum sökum taldi Davíð sig ekki eiga annan kost en taka málið úr höndum Hall- dórs. Þetta er hinsvegar langt frá því eina dæmið um vaxandi frum- kvæði forsætisráðherra þegar mótun utanríkisstefnunnar er annars vegar, sem vissulega getur ekki annað en veikt tiltrú og stöðu utan- ríkisráðherrans. Þannig vekur eftirtekt, að merkustu stefnuræðum- ar um utanríkismál íslendinga, þar sem mörkuð er ítarleg stefna, em samdar í forsætisráðuneytinu og haldnar af forsætisráðherra. Davíð Oddsson flutti þannig athyglisverða yfirlitsræðu um öll helstu málefni utanríkistengsla íslands þann 3. maí síðastliðinn, á fundi Samtaka um vestræna samvinnu. Þar fjallaði hann ekki ein- ungis um málefni Nató og samskiptin við Bandaríkin, heldur einnig um Evrópusambandið og Norðurlandasamstarfið. Ræðan vakti mikla eftirtekt, enda var hún ítarlegasta stefnuræða um utanrfkis- mál sem haldin hefur verið af hálfu rfldsstjórnarinnar á þessu kjör- tímabili. Hún vakti hinsvegar ekki síst athygli fyrir að það var Dav- íð sem hélt hana, en ekki utanrfldsráðherrann. Skömmu síðar, eða þann 20. maí, hélt forsætisráðherra enn á ný merka ræðu um utanrfldsmál íslendinga, að þessu sinni í Utri- kespolitiske Instituttet í Stokkhólmi, þar sem hann var staddur í op- inberri heimsókn hjá Göran Person, forsætisráðherra Svía. Þar út- færði hann í enn frekari smáatriðum stefnu rfldsstjómar sinnar varðandi stækkun Nató og samstarfið við Bandaríkin. Ræðan vakti verðskuldað lof, en ekki síður athygli vegna þess, að með henni var gefin enn ein vísbending um að stefnumótun í utanríkismálum sé ekki lengur í höndum utanríkisráðherrans, heldur komin á ábyrgð forsætisráðuneytisins. Davíð Oddsson hefur því bersýnilega kom- ist að þeirri niðurstöðu, að stefnumótun í utanríkispólitík Islend- inga sé best komin í hans höndum. Sigurðarmálið sýnir ennfremur svart á hvítu að Davíð Oddsson sé ekki sáttur við tök Halldórs Ás- grímssonar á samskiptunum við Noreg, þó eðlilega geti hann ekki játað því upphátt meðan stjórnarsamstarfíð varir. Þetta undarlega ástand í utanrfldsmálunum, þar sem forsætis- ráðherra hefur í rauninni lækkað Halldór Ásgrímsson niður í það að vera einskonar varautanríkisráðherra, skapar hinsvegar óvissu. Það er eðlilegt að menn spyrji: Hver er utanríkisráðherra íslands? skoðanir Prófkjör og andatengsl í Alþýðuflokknum í Alþýðublaðinu þann 11 .júní síð- ast liðinn er að fmna grein eftir Rún- ar Geirmundsson, formann Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, sem heitir „Prófkjör og opinn Alþýðuflokkur'*. Greinin er rituð í tilefni þeirra til- lagna til lagabreytinga, sem lágu fyr- ir nýloknu aukaþingi flokksins á Akranesi. I greininni gætir nokkurs misskilnings um skoðanir og afstöðu mína til prófkjöra. Skal það leiðrétt. Fyrir 48.flokksþingi Alþýðu- flokksins-Jafnaðarmannaflokks ís- lands haustið 1996, lágu viðamiklar tillögur til breytinga á lögum flokks- ins. Gert var ráð fyrir í þeim tillög- um, að prófkjör yrðu með öllu af- numin. Tillagan var samin og sett fram af þeirri laganefnd, sem þá starfaði og skipuð var af síðustu stjóm flokksins. I þeirri nefnd átti ég ekki sæti. Rétt er að taka fram, að laganefnd er sjálfstæð nefnd og til- Pallborð | Magnús M. Norðdahl M&m skrifar lögur hennar ekki tillögur frá forystu flokksins. Á 48. flokksþingi kom í ljós, að margar tillögur nefndarinnar vom umdeildar. Ekki bara umdeildar heldur svo veigamiklar, að horfið var frá afgreiðslu þeirra og málinu frestað til sérstaks aukaþings. Því lauk á Akranesi um síðustu helgi. Fyrir það þing starfaði laganefnd. Ég kom inn í þá nefnd í stað Hervars Gunnarssonar. Fyrir því þingi lá nokkuð mildari tillaga, sem gerir ráð fyrir því að kjördæmisráð, fulltrúa- ráð eða flokksfélög geti ráðið því hvort prófkjör verði haldin eða ekki. I tillögunni eins og hún lá fyrir auka- þinginu segir orðrétt: „Kjördæmis- ráð, fulltrúaráð eða flokksfélög ákveða framkvæmd og fyrirkomulag niðurröðunar á framboðslista flokks- ins“. Með öðmm orðum, prófkjör, sem áður vom skylda, yrðu eftir breytingar nokkuð, sem viðeigandi stofnanir flokksins myndu ákveða eftir aðstæðum á hverjum stað. Það var meirihluti laganefndar, sem lagði þessa tillögu fram eins og skýrt er tekið fram í greinargerð með henni. Ég var ekki hluti þess meirihluta og trúi því, að prófkjör við val á fram- boðslista sé eitt af aðalsmerkjum Al- þýðuflokksins. Á þinginu var ákveð- ið, að laganefnd myndi starfa áfram og fram til 49. flokksþings, sem mun taka endanlega afstöðu til tillagn- anna. Á því þingi mun ég tala fyrir óbreyttri skipan mála og prófkjömm. Rétt er þó að taka fram að öll síðasta laganefnd var sammála um, að leggja til skýrari reglur um kosningarétt í prófkjömm og um prófkjör þar sem Alþýðuflokkurinn er hugsanlega að bjóða fram með öðmm flokkum. Þær hugmyndir em klæðskerasniðnar utan um þá samvinnu jafnaðar- manna, sem stefnt er að fyrir næstu Ég vil, eins og áður hefur komið fram, óbreytt ástand sem þýðir skyldubundin prófkjör og opinn Al- þýðuflokk. Sé það and- inn í Alþýðuflokknum, þá er hann í góðu sambandi við formann framkvæmdastjórnar. kosningar og em í takt við samþykkt- ir Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Ég vil taka undir með Rúnari Geir- mundssyni þegar hann segir í niður- lagi greinar sinnar, að hann vilji vera í opnum flokki þar sem valdi sé dreift. Ég tek hins vegar ekki undir með honum þegar hann segir, að hann vilji ekki, að með lögum sé í eitt skipti fyrir öll ákveðið hvemig eigi að velja menn á lista fyrir flokk- inn. Ég vil nefninlega, að bundið sé í lögum, að það skuli gert með próf- kjömm og engar undantekningar verði gerðar frá því. Ég tel, að þannig skapist, raunar eins og Rúnar segir, tækifæri fyrir hæfileikaríkt fólk til að hasla sér völl í pólitík. Við skulum samt ekki gleyma því, að þannig geta flokkar einnig skipað á framboðslista sína hugsjóna- og hæfileikasnauðu fólki, sem tryggt getur sér sæti með smölun, baknagi, peningum og tengslum út fyrir raðir þess flokks, sem boðið er fram fyrir. Einmitt um þetta snýst ágreiningurinn um próf- kjörin og í þessu liggur áhættan af þeim. Þessa áhættu tel ég rétt, að Al- þýðuflokkurinn haldi áfram að taka. Opinn og endumýjanlegur Alþýðu- flokkur hefur lifað áhættuna af. Ég trúi því, að hann muni gera það áfram að hasla góðu fólki völl í ís- lenskri pólitík en Rúnar nefnir í grein sinni gott dæmi um það. í fyrmefndri grein segist Rúnar Geirmundsson raunar viðurkenna, að þær aðstæður geti skapast, að ekki sé ástæða til þess að halda prófkjör og að sjálfur sé hann á bandi opinna prófkjöra. Aðalatriðið sé í hans huga, að viðkomandi félög hafi ákvörðun- arrétt hér um. Nákvæmlega út á þetta gengur tillaga meirihluta laganefndar og ég þykist vita, að margir taka und- ir hana. Ég er ekki í þeim hópi. Ég vil, eins og áður hefur komið fram, óbreytt ástand sem þýðir skyldu- bundin prófkjör og opinn Alþýðu- flokk. Sé það andinn í Alþýðuflokkn- um, þá er hann í góðu sambandi við formann framkvæmdastjómar. Höfundur er formaöur framkvæmdastjórnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.