Alþýðublaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1997 Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Ingibjörgu Björnsdóttur fyrrum bóndakonu og verkakonu sem nú dvelur á elliheimilinu Eg hef alls staðar < Mig langar til að biðja þig Ingi- björg að segja mérjýrstfrá uppruna þínum. „Eg fæddist í Borgarfirði eystra árð 1919 og foreldrar mínir settu mig komunga í fóstur til afa míns og seinni konu hans. Sú kona hafði alið upp móður mína og þráði að fá að ala upp annað bam. Eg hef alltaf lit- ið svo á að móðir mín hafí verið að friðþægja með því að láta mig frá sér, henni hafi fundist hún eiga skuld að gjalda þessari fósturmóður minni. Það var örstutt á milli bæjanna og ég hitti foreldra mína oft og lék mér við systkini mín. En ég fann alltaf fyrir vissu sambandsleysi við báðar þessar konur, móður mína og fóstur- móður. Fyrst þegar ég man eftir mér hélt ég að mamma mín væri systir mín, af því hún kallaði fósturmóður mína mömmu og í hjarta mínu fannst mér systkini mín vera eins og hálfsystkini mín. Það eina sem var heilt fyrir mér var hann afx miirn. Hann var aldrei annað en afi minn. Hann er sú persóna sem hefur haft mest áhrif á mig í lífinu. Afi minn var fom í skapi og sér- vitur. Drakk alltaf úr sama bolla og notaði ævinlega sömu teskeið. Hann gat verið harður í hom að taka og gerði ætíð kröfur til þess að menn ynnu verk sín vel. Þegar kom að reglusemi var þýskur heragi í gildi, það varð að láta hlutinn á sama stað og maður tók hann. Æ síðan hefur mér þótt vont að vera innan um fólk sem ekki hefur reglu á hlutunum. Afi minn kenndi mér að tala sæmilegt mál. Samferðafólk mitt talaði fallegra mál en fólk gerir al- mennt nú. Fyrir utan allar málvillur þá er fólk orðið svo óðamála, það er eins og því liggi lífxð á að koma því út úr sér sem það ætlar að segja. Ég hef verið að ímynda mér að þetta stafi af því að áreitið í þessu þjóðfé- lagi er svo mikið að fólki finnst það verða að koma hlutunum frá sér sem fyrst til að geta tekið á móti ein- hverju nýju.“ Hvemig maður var faðir þinn? „Faðir minn var mikilhæfur mað- ur, sjálfstæður og hörkuduglegur en hann þjáðist af parkinson-veiki sem dró hann til dauða 49 ára gamlan. Það sem helst situr í kollinum í mér af því sem pabbi sagði við okkur systkinin var: „Þið verðið að læra að vera heiðarlegt fólk, standa á eigin fótum og vera sjálfstæð". Þessi orð voru mjög lýsandi fyrir hann sjálf- an.“ Hvaða mark setti það á þig að al- ast upp hjá afa þínum ogfóstru? „Fósturforeldrar mínir hefðu ekki getað verið betri við mig, en reynsl- an segir mér samt að það sé ekki gott að setja bam í fóstur til eldra fólks. Ég einangraðist vegna þessa. Ég tamdi mér sömu tilsvör og fóst- urforeldrar mínir, sömu takta, klæddist gamaldags klæðnaði. Allt þetta setti mig út í hom.“ Finnst þér þú kannski hafa alla tíð verið eilítið á skjön við aðrar manneskjur? „Sumir segja að ég sé félagslynd, aðrir segja að ég sé svo mikill sér- vitringur að ég eigi ekki samleið með neinum." Hvað flnnst þér sjálfri? „Mér finnst það réttara að ég sé sérvitringur og eigi ekki samleið með neinum. Ég er ekki háð fólki. Ég er meira háð umhverfmu, en ekki meira en það að ég hef alls staðar getað verið.“ góða lampa, en keyptum loks litla ljósavél. Búskapur okkar þama var svosem aldrei neitt neitt, þijár kýr og sextíu kindur. Það virtist ekki vera mikið til að lifa af. En ég hef oft sagt að innan um grjótið á Vestfjörðum leynist mörg matarholan. Að sumrinu höfðum við bæði rauðmagaveiði og silungsveiði. Maðurinn minn fór mikið með byssu, skaut fugla og sel. Ég ræktaði grænmeti í görðunum tíndi ber og gerði slátur. Við vomm þama í tuttugu ár og þetta var spenn- andi líf. Eina tímabil ævinnar sem mig mundi langa til að lifa upp aftur em árin sem ég var á Kleifum." Þið voruð svo langtfrá öðrufólki, hljóp aldrei leiði í hjónabandið? „Aldrei varð ég vör við það, hvorki hjá mér né honum. Ég elskaði aldrei annan mann.“ Fálm í myrkri Afhverju fóruð þið frá Kleifum? „Maðurinn minn orðixm heilsulítill og hvorugur sona okkar vildi binda sig á Kleifum, annar vildi fara á sjó og hinn varð bifvélavirld. Við flutt- um til Súðavíkur og bjuggum þar í rúm tuttugu ár áður en við fluttum á elliheimilið á ísafirði. Nú er maður- inn minn látinn og ég bý hér ein. í Súðavík vann ég mest í frystihús- inu. Mér fannst það ekki bara erfitt, mér fannst það vont og leiðinlegt. Það er sú vinna sem ég hefði helst viljað losna við á ævinni. Ég gekk í verkalýðsfélagið og var kosin í stjóm þess. En alltaf fannst „Sumir segja að ég sé félagslynd, aðrir segja að ég sé svo mikill sér- vitringur að ég eigi ekki samleið með neinum... Mér finnst það rétt- ara að ég sé sérvitringur og eigi ekki samieið með neinum." Án rafmagns í sex ár Skólaganga þín var ekki löng, þú hefðir líklega viljað hafa hana lengri. „Skólaganga mín var lítið meira en bamaskólanám. Vissulega þótti mér það leitt, en það hefur margur orðið að bíta í það súra epli. Hvað var það verra fyrir mig en marga aðra? En það er langt síðan ég uppgötvaði með sjálfri mér að ég hefði átt að fara í garðyrkjuskóla. Ég hef alltaf verið að bögglast við að gera garða. Á stríðsámnum var ég í kvenna- skóla Ámýjar Filippusdóttur í Hvera- gerði. Fyrsta árið við nám og annað árið vann ég við skólann. Ámý var merkileg kona sem gekk ekki endi- lega þær götur sem aðrir fóm. Ég man eftir því að eitt sinn þegar við vomm að borða hádegismatinn var sagt frá því í fréttum að bandamenn hefðu unnið stórsigur á þýsku her- liði. Ámý leit upp og sagði: „Mikil synd er þetta. Þar hefur fallið margur ljóshærður, bláeygur og fallegur Þjóðveiji“. Ég held að Ámý hafi ekki verið nasisti, en hún hafði dvalið um tíma í Þýskalandi og þar leið henni mjög vel. Ég held að hún hafi, rétt eins og Knut Hamsun, verið lirifnari af þýska heiminum en þeim enska. Ég hef oft hugsað um það hvað Norðmenn fóm illa með Hamsun. Það mætti segja mér að nú vildu þeir ekki tala mikið um það, ekki frekar en um Quisling sem þeir skelltu á dauðadómi bara til þess að geta drep- ið hann. Hvað þénuðu þeir á því? Ná- kvæmlega ekkert. Það þénar enginn á drápum." Heldurðu að illska sé hluti af mannnlegri náttúru? „Ég held að illskuverk stafi nær alltaf af geðbilun. Manninum er ekki eðlilegt að vera illur fremur en spen- dýmnum í kringum okkur. Við eram hluti af náttúmnni þótt við viljum stundum gleyma því. En vond eram við ekki.“ Þú bjóst sem bóndakona á af- skekktum bœ, Kleifum í Skötufirði, í tvo áratugi. Afhverju fórstu þangað? „Ég giftist 23 ára gömul, Bjama Helgasyni, jámsmiði og vélstjóra. Hann var 16 ámm eldri en ég, ekkill og átti tvær ungar dætur. Við bjugg- um í Fossvogi í 8 ár en fluttum svo að Kleifum. Það var maðurinn minn sem tók þá ákvörðun og ég fylgdi honum. Ég var ekki ósátt við ákvörð- un hans því ég var ekki hrifin af borgarlífinu. Ég held ég hafi litið á þennan flutning sem upphaf að miklu ævintýri. Og það er ekki svo fjarri sanni að þannig hafi það verið.“ En þið bjugguð mjög afskekkt? „Þama var enginn vegur, það tók á annan klukkutíma að ganga að næsta bæ og til að komast að bænum sem var hinum megin fjarðarins þurfti að fara yfir á. Yfir hana lá ekki brú með- an við bjuggum þarna, en á vissum stöðum var hægt að vaða hana ef að- stæður vom hagstæðar. Húsið var timburhús byggt rétt fyrir aldamót, lítið og lélegt. Við vor- um án rafmagns í sex ár, höfðum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.