Alþýðublaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 1
MPÍBUBLMB Þriðjudagur 17. júní 1997 Stofnað 1919 77. tölublað - 78. árgangur Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri um Sigurðarmálið Kristbjörn kunni ekki á tækin sín Þetta er rugl hjá Þórði, segir Kristbjörn Árnason skipstjóri „Hann fór eftir leiðbeiningum en kunni bara ekki á tækin sín, eftir því sem mér skilst. I leiðbeiningunum frá okkur var gefið upp telefaxnúmer og hann notaði það á sitt tæki sem er Inmersat. Hann á að vita að menn hringja ekki eins úr Inmersattæki og úr telefaxtæki. Við kunnum ekkert á Inmersat, en það á skipstjórinn að gera," sagði Þórður Ásgeirsson fiski- stofustjóri þegar hann var spurður hvort Fiskistofa fyndi ekki til ábyrgðar í Sigurðarmálinu, þar sem komið hefur fram að leiðbeiningum Blönduós og Skagaströnd ræða samein- mgu Sveitastjórnir Blönduóss og Skagastrandar hafa hist í kyrrþey til að ræða samstarf, sem gæti á næstu 4-5 árum leitt til sameiningar sveitar- félaganna. Síðastliðinn föstudag var á Blönduósi fundur með báðum sveitastjórnunum, þar sem næstum allir fulltrúar beggja mættu, og ræddu meðal annars sameiginlega hitaveitu. í dag starfrækir Blönduós hita- veitu, sem gæti nýst Skagstrending- um vel. Fyrir liggur vilji beggja aðila til að ráðast í samstarf á þessu sviði, en línan, sem rætt er um að leggja milli sveitarfélaganna, yrði 17 kíló- metra löng. Þá var einnig rætt um samstarf á sviði félagsþjónustu sveit- arfélaganna tveggja, og í skólamál- um, en gjörbreytt viðhorf hafa skap- ast eftir að sveitarfélögin yfirtóku grunnskólann, sem í mörgum tilvik- um hvetur nálæg sveitarfélög til að flýta sameiningu. Þorsteinn ber ábyrgð Mistök af hálfu sjávarútvegs- ráðuneytis virðast vera undirrót- in að töku Sigurðar VE, segir í leiðara Alþýðublaðsins. Af þessu tilefni spyr leiðara- höfundur: „Hvað munu íslenskir skattborgarar þurfa að greiða út- gerð Sigurðar VE mikið þegar upp er staðið fyrir klúður sjávar- útvegsráðuneytisins?" Sjá leiðara bls 2: BRAK- ANDI SNILLD SJÁVARÚT- VEGSRÁÐUNEYTISINS. frá þeim, við að tilkynna til norsku fiskistpfunnar hafi verið fylgt. Krist- björn Árnason, skipstjóri á Sigurði, fylgdi leiðbeiningum frá Fiskistofu þegar hann reyndi að tilkynna sig til norskra yfirvalda þegar hann var á sfidarveiðum utan íslenskrar lög- sögu. Þið finnið þá ekki til ábyrgðar í þessu máli? „Fjarri því, fjarri því. Við gáfum upp símanúmer og telefaxnúmer. Ef menn eru með önnur tæki hljóta þeir að vita sjálfir hvernig þau virka sam- anborið við til dæmis telefax. Finnst þér það ekki? Það þarf að hringja í tvö núll þegar telefax er notað en eft- ir því sem ég best veit þarf þess ekki þegar Inmersat er notað. Málið snýst samt ekki um þetta. Ég get ekki séð að svo sé. Það er sannað að maðurinn reyndi að melda sig, en það skilaði sér ekki einhverra hluta vegna. Hvort leiðbeiningar lágu fyrir eða ekki, á ekki að skipta máli. Það lágu engar leiðbeiningar fyrir um hvernig á að nota Inmersat," sagði Þórður Ás- geirsson fiskistofustjóri. „Þetta er rugl í Þórði. Ætli hann hafi ekki lesið leyfið sem hann gaf út? Ég vil ekki ræða þetta mál, þetta er tómt rugl. Það fer ekki á milli mála hvað á að gera þegar leyfið er lesið. Ég vil helst ekki ræða þetta mál frek- ar," sagði Kristbjörn Amason, skip- stjóri á Sigurði VE. Enþykir þér þá að Fiskistofa beri ábyrgð á þeim kostnaði sem varð vegna málsins? „Ég hef ekki rætt þetta mál við Fiskistofu, ég vil helst geta verið í fríi þá daga sem ég er í fríi." III Ofl|HÍP Táknrænn stuðningur við Agúst „Við höfum reiknað út að nákvæmlega núna í hádeg- inu er Agúst að ljúka þessu rosalega hlaupi sínu hinumegin á hnettinum," sögðu þessir galvösku hlauparar, sem í gær hittust til að sýna hlaupafélaga þeirra, Ágústi Kvaran, táknrænan stuðning. En Ágúst Kvaran, sem er prófessor í efnafræði við Háskólann, er staddur í Suður Afríku, og lagði í gær upp í 89 kíló- metra hlaup sem hann hefur undirbúið lengi, meðal annars með félögunum á myndinni. Af því tilefni hittust tíu hlaupafélagar Ágústs, sem tilheyra hinum fræga hlaupaklúbbi sundlaugarinnar í Vesturbæ, og hlupu 8,9 kílómetra, - eða samtals 89 kílómetra þegar vegalengdir allra eru lagðar saman. Undirbúningur Ágústs fólst meðal annars í því að hlaupa nokkur maraþonhlaup, og þegar Alþýðublaðið hitti hann að máli við Vesturbæjarlaugina áður en hann lagði í ferðalagið til Suður Afríku kvaðst hann hlaupa 20-25 kílómetra næstum daglega, og upp í maraþon- hlaup, sem eru liðlega 40 kílómetra, um helgar. Hlaupið í Suður Afríku er heimsfrægt þolhlaup, þar sem helstu hlaupakempur veraldar spreyta sig. Ekki var vitað í gær, þegar blaðið fór í prentun, hvernig Agústi tókst til í hlaupinu, en félagar hans í Vesturbæjarhópn- um voru vissir um að honum hefði tekist vel upp. „Hann lýkur öllu sem hann tekur sér fyrir hendur," sögðu þeir. Fyrirtíðar- spennan er hugarburöur Fyrirtíðarspenna sem er sögð valda milljónum kvenna skapgerðar- sveiflum, viðkvæmni og æsingi, er bara í kollinum á þeim ef marka á nýja breska rannsókn. „Þetta ástand er líklega bara afsök- un sem konur nota þegar þær eru í uppnámi vegna vinnunnar eða hvunndagslífsins," segja vísinda- mennirnir. Rannsóknirnar sýna að fyrirtíðar- spenna er í engum tengslum við tíða- hringinn, heldur er um að ræða frem- ur tilviljunarkenndar skapgerðar- svéiflur sem fela í sér pirring og þunglyndi og tengjast félagslegum kringumstæðum eða heilsufari. í Bretlandi er talið að níu af hverj- um tíu konum þjáist af fyrirtíðar- spennu og milljónum punda er eytt í ýmiskonar meðferð. Aætlað er að um þrjár billjónir punda tapist árlega í heiminum vegna fjarvista kvenna frá vinnu vegna fyrirtíðarspennu. Ein- kennin sem konurnar lýssa eru til dæmis taugaspenna, þreyta, þung- lyndi, mígreni, astmi, flog og heiftar- legar skapgerðarsveiflur. Dr Elishabeth Hardie, yfirmaður rannsóknanna sagði: „Ef þú ert mað- ur og þú ert reiður eða leiður, eða í uppnámi segistu þjást af streitu eða veikindum, ef þú ert kona og ert reið, leið eða æst, segistu þjást af fyrirtíð- arspennu. Þú ert búin að búa til af- sökun vegna þess að þjóðfélagið er Eg lifi! - segir Svavar Gestsson „Fréttir um pólitískt andlát mitt eru stórlega orðum aukn- ar," segir Svavar Gestsson í greininni „Kann sama og ekkert í finnsku." Tilefnið eru vangaveltur í ör- sagnadálki Alþýðublaðsins um að Svavar væri kandídat til sendiherra íslands í Finnlandi. .Alþýðublaðið hefur ákveðið að koma því slúðri á kreik að undirritaður sé á leið í sendi- herrastarf... Þó mér þyki í aðra röndina vænt um blað Össurar verð ég að viðurkenna að það dugir ekki sem trúnaðarbréf fyr- ir sendiherra." - Sjá bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.