Alþýðublaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Menn velta talsvert fyrir sér, hvernig Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ætlar að bregðast við þeim ummælum, sem höfð eru eftir sendiherra Kína á íslandi, Wang Jian Xing við Arnþór Helgason formann Kínversk-Ís- lenska Menningarfélagsins. En fé- lagið hafði í sak- leysi sínu beint þeim bamalegu tilmælum til rík- isstjómarinnar að hún reyndi að koma á fundi hér á landi milli stjórnvalda í Beijing og Dalai lama um stöðu hans sem trúar- leiðtoga Tíbet- búa. Amþór seg- ir að sendiherr- ann hafi ausið sig gífuryrðum, meðal annars sagt hann taka fram sjálfum Bill Ciinton um skepnuskap! Þó hér sé vasklega mælt af hálfu sendi- herrans, sem á sín- um tíma var fórnar- lamb menningar- byltingarinnar og kallar síðan ekki allt ömmu sína, þá geta íslensk stjómvöld tæpast setið und- ir því að sendiherra erlends ríkis komi fram með þær hótanir í garð íslendinga, sem Amþór hafði eftir. Menn bíða því eftir að sjá hvort Halldór muni bregðast við með ein- hverjum hætti, eða hvort hann sé ennþá með Noregsskjálftann í hnjánum... Olánið eltir flesta ráðherra Framsóknarflokksins, einsog sást best á skelfilegri útreið Hall- dórs Ásgrimssonar í höndum Davíðs Oddssonar í síðustu viku, en sá þeirra sem hefur verið einna óheppnastur er Guðmundur Bjarnason sem gegnir bæði stöðu landbúnaðar- og umhverfisráð- herra. Meðal yngri manna í Fram- sóknarflokknum er æ meira talað um að Guðmundur muni ekki Ijúka kjörtfmabilinu, heldur hverfa í aðra stöðu, og vangaveltur um það eru þegar hafnar. Svo rammt kveður að sögusögnum um brotthvarf Guðmundar, að í landbúnaðarráðu- neytinu taka menn það sem gefið, að hann kunni að fara, og velta þar fyrir sér í hvaða friðarhöfn hann muni lenda. Með tilliti til þess að Steingrímur Her- mannsson er að renna skeið sitt á enda í Seðlabank- anum veðja æ fleiri innan Stjórnar- ráðsins á að Guðmundur verði arf- taki Steingríms fyrr en seinna, enda gamall bankastjóri Samvinnu- bankans á Suðumesjum... að eru einkum harðir stuðn- ingsmenn Si- vjar Friðieifsdótt- ur, sem virðast miklir áhugamenn um að skipta Guð- mundi út. Þeir segja fullum fetum að í þeirri þröngu stöðu sem Hafl- dór Ásgrímsson er kominn í með Framsóknarflokkinn kæmist hann ekki hjá því að taka inn unga konu til að reyna að friska upp á útlit gömlu maddömunnar. Framsóknar- menn í Reykjanesi eru þeirrar skoðunar að það sé úrslitaatriði fyr- ir Siv að fá þá lyftingu og vigt, sem fylgdi ráð- herradómi, því megi marka skoðanakannan- ir hefur henni tekist á hálfu kjörtímabili að tapa um helm- ingi fylgisins. Siv er fylgin sér, og því líklegt að hún muni ekki spara atfylgi sitt við að koma Guðmundi Bjarnasyni á öskuhauga sög- unnar hið allra fyrsta í von um að komast i ráðherrastól... Fólk gerir sér glatt með ýmsu móti, og í lok vikunnar verður haldið með merki- legum hætti upp á 25 ára giftingaraf- mæli hjónakorn- anna Guðrúnar Eyjólfsdóttur, gamalkunns frétta- manns RÚV, og doktors Helga Þórssonar, tölvu- fræðings, (sonar Ragnhildar Helgadóttur fyrn/erandi mennta- málaráðherra Sjálfstæðisflokksins og Þórs Vilhjálmssonar prófess- ors og Evrópudómara). Þau bjóða vinum og vandamönnum í fjögurra daga veislu á faraldsfæti um Grafn- ing þar sem fjölskylda Helga á lönd frá því fyrr á öldinni, þegar ættfaðir- inn Helgi Tómasson yfirlæknir á Kleppi, keypti þarjarðir. Fyrsta daginn er boðið upp á gönguferð um Hengil, annan dag á veiðiskap í Hagavík sem endar með harm- oníkuballi, þriðja daginn er ferðalag á vatninu á nýja Þingvallabátnum, og loks er fjórða kvöldið hin raun- verulega veisla i sumarbústað hjónanna. Auk harmónika er sér- lega óskað eftir því að gestir hafi með sér fiðlur og óbó... Af fréttamanninum Guðrúnu Eyjólfsdóttur er það annars að frétta, að eftir að hafa sagt landsmönnum tíðindi af slori og grút í áratug eða svo, en hún hefur sérhæft sig í sjávarútvegi, þá hefur nú sjávarútvegsráðuneytið stolið henni frá ríkisútvarpinu. Hún mun taka við sérstöku kynningarstarfi á vegum þess og Fiskistofu... Uhelgina var Jón Baldvin Hannibalsson á ferðalagi um Norðurland eystra og kom meðal annars á Þórhöfn. Sama dag var að- alfundur Hraðfrysti- húss Þórshafnar, sem er eitt helsta spútnikfyrirtæki landsins á sviði sjávarútvegs. Framkvæmdastjóri þess er Jóhann A. Jónsson og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Einsog höfðingjum sæmir Halldór: „Með Noregs- skjálftann í hnjánum..." sótti hann Jón Baldvin að loknum aðalfundinum og bauð honum heim til skrafs og ráðagerða þar sem staddirvoru 10-12 manns sem Jón Baldvin kallaði víkinga- sveit Jóhanns. Jóni mun hafa líkað vel við víkingana en hafði eftirá orð á því, að líklega væru þeir flestir í nokkuð brýnni þörf fyrir pólitískt staðsetningarkerfi. Þeir hefðu nefnilega allir talið sig einskonar framsóknarallaballa, en þegar leið á kvöldið og talið barst að efna- hagsmálum hefðu allar ræður þeirra bent til að þeir ættu hvergi heima nema tiltölulega hægra megin í Alþýðuflokknum... Innan Framsóknarflokksins grefur nú um sig mikil gremja í garð Davíðs Oddsson- ar forsætisráð- herra, sökum þess hvernig hann setti Halldór Ásgríms- son algerlega á hliðarlínurnar í Sigurðarmálinu. Framsóknarmenn segja að innan- lands hafi framganga Davíðs skað- að Halldór mjög því hann hafi f rauninni dregið upp þá mynd af Halldóri, að hann væri ekki fær um að sinna samskiptunum við Norð- menn, svo vel færi. Þeir segja jafn- framt að framkoma Davíðs hafi verið vanhugsuð, því hann hafi komið samskiptum þjóðanna á nýtt og miklu verra stig en áður með því að ausa þá gífuryrðum. Það komi síðan í hlut Halldórs að reyna að koma samskiptunum aftur upp fyrir frostmark, sem verði mjög erfitt eftir munn- söfnuð forsætis- ráðherrans. Fram- sóknarmenn rekja einnig hörku Sjálf- stæðisflokksins í málinu til þess, að útgerðarmaður Sigurðar sé Sig- urður Einarsson sem er helsti leið- togi flokksins í Eyj- um, og nánasti stuðningsmaður Þorsteins Páls- sonar... Magnus Skaaden, sveitar- stjóri á Sviðu í Noregi er væntanlegur á víkingahátíð í Hafnarfirði. Eiginkona hans Jór- unn Skaaden stundaði á sínum tíma nám í norrænum fræðum, og raunar eru bæði hjónin miklir áhugamenn um íslenska menn- ingu. (slending- ar sem komust í tæri við þau hjón fyrir skömmu sögðu að þau mættu vart vatni halda af hrifningu yfir tveimur íslensk- ,um höfundum, þeim Einari Má Guðmunds- syni og Einari Kárasyni... r Isænska velferðarríkinu situr nú prófessor Þorvaldur Gylfason að rannsóknum á efnahagsmálum Svía og granna þeirra til austurs. Þorvaldur er hinsvegar maður ekki einhamur og er einnig virkur í þvf að skrifa handrit að þáttum um tvo merka íslenska frumkvöðla, sem Sagafilm ætlar að gera innan tíðar. Annar þeirra er Einar Benedikts- son, skáld og einn af fyrstu ís- lensku jafnaðar- mönnunum að því er sumir segja, en mikill áhugi er á honum um þessar mundir og þannig er Guðjón Friðriksson að skrifa um hann mikla ævisögu. Hinn frumkvöðull- inn er enginn ann- ar en afmælisbarn dagsins, sjálfur Jón Sigurðs- Uéí r Ifróðlegu viðtali við kvennablað- ið Allt segir Björn Halldórsson fyrrverandi yfirmaður fíkniefnalög- reglunnar margt sem kemur á óvart. Til dæmis það að af sínu áliti sé Marihuana um margt heppilegra vímuefni en áfengi, það er ef sterk efni fylgdu ekki í kjölfarið eins og spítt og herófn. Bjöm sem mun taka við starfi að- stoðaryfirlögregluþjóns hjá Ríkis- lögreglustjóra er annars á leið til fyrrum Júgóslavíu þar sem hann mun aðstoða innlenda löggæslu- menn við að halda uppi lögum og reglu. Siglfirðingar fá senn nýjan bæj- arstjóra eftir að Björn Valde- marsson hættir f haust eftir fast að sjö ára setu í starfinu. Bjöm fer til starfa hjá Þormóði ramma hf, en forsvarsmenn þess fyrirtækis eru valdamestu menn bæjarins. Auk ítakanna í gegnum Þormóð ramma, sem er langöflugasta fyrir- tæki bæjarins, og afburða vel rekið, ráða þeir bænum meira og minna f gegnum F-listann, sem er í meiri- hluta ásamt Alþýðuflokknum. En F- listinn var kyndug blanda Alþýðu- bandalagsmanna og óháðra, en þeir voru flestir gamlir Sjálfstæðis- menn, og efsti maður F-listans var einmitt úr þeim hópi en það er Ólafur Marteinsson, sem er líka ein aðalsprauta Þormóðs ramma. Björn bæjarstjóri var raunar líka á F-listanum. Nú heyrist hinsvegar á Siglfirðingum að þeir séu orðnir þreyttir á veldi Þormóðs ramma, og telji kominn tíma til að draga úr tök- um þeirra á bæjarstjóminni. Á Siglufirði flýgur fyrir, að forvfgis- menn F-listans, ásamt Róbert Guðfinnssyni, vilji halda tökum sínum með því að ráða hver verður bæjarstjóri, og hafa augastað á ágætum ungum manni til starfans, sem vinnur á skrifstofum bæjarins. Hann hefur hinsvegar ennþá tiltölu- lega litla reynslu, og margir Siglfirð- ingar segja að neyti F-listinn að- stöðu sinna til að koma honum í starfið séu það feigðarmerki á list- anum... Gárungarnir eru iðnir við að spinna upp sögur um KR- inga. Margt skemmtilegt hefur verið sagt í kjölfar þjálf- araskiptanna. Eggert Skúlason, fréttamaður á Stöð 2, var fijótur að koma með at- hugasemd þegar hann heyrði að Haraldur Haraldsson, þjálfari 2. flokks tæki við þjálfun liðsins. Egg- ert sagði það tímabært að annars flokks lið fengi 2. flokks þjálfara... Búið er að fresta útkomu hins nýja Fjölnis. Til stóð að blaðið kæmi út í dag, 17. júní, en ætl- unin er að Gunnar Smári Egilsson og fé- lagar komi með nýja blaðið á þjóðahátíðardag Bandaríkjanna, það er 4. júlí... w Iviðtali við DV um helgina segir biskupsefnið Auður Eir meðal annars að henni hefði fundist að þeir Spaugstofumenn hefðu farið yfir strikið i þætti sínum sem herra Ólafur Skúlason biskup kærði fyrir guðlast. Hún bætir um betur og segir að ef hún hefði verið biskup hefði hún boðið þeim í kaffi uppá biskupsstofu og sagt: Strákar mínir, þetta skuluð þið ekki gera aftur. Þá höfum við það. Milt geistlegt yfirvald. ■IIUillHl “FarSlde” eftir Gary Larson Á að skipta um landsliðsþjálfara í fótbolta? Birgir Jónsson hársnyrtir: Bjartur hundur: Nei, mér finnst hann ágæt- Já. ur. Kristinn M. Jónsson iðn- fræðingur: Aldeilis ekki. Valdimar Tómasson: Aðaibjörg Árnadóttir Það var nú eitthvað til að starfsstúlka: spyrja mig um. Mér mér Mér er alveg sama. fmnst það ætti frekar að skipta um bolta. v i t i m e n n Börnin okkar eru léleg í reikn- ingi: Þau eru ári á eftir jafn- öldrum sínum í Síngapúr: Börnin okkar eru líka léleg í flestum öðrum greinum. Illugi Jökulsson í DT. Vonandi eru börnin okkar enn- þá betri í íslensku heldur en krakkarnir í Síngapúr en það er ekki éinu sinni víst. Þau virðast nefnilega kunna furðu margt fyrir sér þarna í Síngapúr. Ilugi Jökulsson í DT. Við gátum ekki einu sinni haldið smáþjóðaleikana án þess að lenda í slæmu klúðri. Illugi Jökulsson í DT. Ein kúlan eða kringlan sem keppt var um að þeyta út í loftið var af vitlausri þyngd. Illugi Jökulsson i DT. Og einn þjóðfáninn var líka vitlaus. Á þessum smáþjóða- leikum kepptu sjö þjóðir og okkur var um megn að leggja fram sjö rétta fána. Maður blygðast sín fyrir frammi- stöðuna. Illugi Jökulsson í DT. Og svo getum við ekkert í fótbolta. Illugi Jökulsson í DT. Við vorum svo heppin að í undankeppni næsta heimsmeistaramóts lentum við í lélegasta riðli sem um getur fyrr og síðar; þar er að vísu eitt gott lið, frá Rúmeníu, en öll hin liðin í riðlinum eru frekar léleg. Illugi Jökulsson í DT. Nú nálgumst við hraðbyri hundraðasta sætið. Og hvern munum við hitta fyrir í nítugasta og níunda sæti? - nema Síngapúr. Illugi Jökulsson í DT. Og þá er nú Bleik mínum brugðið; eitt er að vera lélegri en Síngapúr-búar í reikningi eða eðlisfræði, en að vera lélegri en þeir í fótbolta er fullmikið af því góða. Illugi Jökulsson í DT. En svona stefnum við norður og niður á öllum sviðum. Illugi Jökulsson í DT. Það að vera íslendingur er að halda í minningunni um vesöld og kulda og hungur, í lágu koti, í banvænni nátt- úru. Úr íslenska draumnum eftir Guömund Andra Thorsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.