Alþýðublaðið - 19.06.1997, Page 1

Alþýðublaðið - 19.06.1997, Page 1
-J ■ Átök milli Alþýðubandalags og Jóns Ólafssonar vegna skrifa Helgarpóstsins Jón Ólafsson íhugar kæru á Helgarpóstinn Samstarfsmenn Jóns telja að í gangi sé ófrægingarherferð á hendur Jóni sem sé stjórnað úr Alþýðubandalaginu. Páll Vilhjálmsson: Við erum ekki í persónu- legum leiðangri gegn Jóni. Staðfestir að Alþýðubandalagið eigi 45% í Helgar- póstinum, en það jafngildir 4,5 milljónum í hlutafé. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins leggja samstarfsmenn Jóns Olafssonar, stjómarformanns Islenska útvarpsfélagsins, hart að honum að kæra Helgarpóstinn fyrir skrif hans í síðustu tveimur tölublöðum, þar sem Jón er borinn þungum sökum í tengsl- um við fíkniefnamál. Meðal annars er því haldið fram, að Jón sé grunaður um tengsl við stóra fíkniefnamálið svokallaða, og staðhæft, að ættingi Jóns rukki inn fíkniefnaskuldir í gegn- um Skífuna, fyrirtæki Jóns Ólafssonar. Stjómmálaflokkurinn Alþýðu- bandalagið á fast að helmingi hlutafjár í Helgarpóstinum, auk þess sem af- gangur hlutafjárins er í höndum manna sem styðja Alþýðubandalagið og hafa starfað á vegum þess. Samkvæmt heimildum blaðsins telja menn í kringum Jón Ólafsson að skrif HP tengist þessu. Jón vill þó ekki fullyrða það sjálfur. Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Helgar- póstsins, staðfestir eignaraðild AI- þýðubandalagsins í HP. „Það gerist þannig, að Tilsjá, sem er útgáfufélag Vikublaðsins og alfarið í eigu Alþýðu- bandalagsins, hefur átt kringum 45 prósent. Við, starfsmenn HP, emm hinsvegar að kaupa þennan hlut.“ Páll segir jafnframt rangt, að forystumenn flokksins eigi hluti í blaðinu: „Enginn forystumaður Alþýðubandalagsins átti persónulegan hlut þegar við keyptum, og á ekki enn.“ í hlutafélagaskrá var sami maðurinn, Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagins í Kópavogi, skráður stjómarformaður beggja blaðanna og Páll Vilhjálmsson er samkvæmt henni ennþá skráður framkvæmdastjóri Tilsjár. f sömu skrá kemur fram, að hlutafé sé alls 10 milljónir og samkvæmt því hefur AI- þýðubandalagið greitt 4,5 milljónir inn í Helgarpóstinn. Alþýðublaðið hefur hinsvegar heimildir fyrir því úr þingflokki Al- þýðubandalagsins, að þungavigtar- menn hafi ekki vitað um eignaraðild flokksins að Helgarpóstinum fyrr en á síðustu dögum, og telji blaðið þess eðlis, að það myndi skaða flokkinn, ef í hámæli kæmist að hann ætti aðild að útgáfu þess. Páll neitar alfarið, að það sé þessvegna, sem starfsmenn blaðs- ins hyggjast nú kaupa hlut flokksins. Jón Ólafsson vildi ekki ræða við Al- þýðublaðið um kæm. Hann sagði að skrif HP væru ærumeiðandi, þau kæmu afar illa við fjölskyldu sína og sjálfan sig. Hann vildi heldur ekkert segja um það, hvort hann teldi skrif HP tengjast þeirri staðreynd, að for- maður Alþýðubandalagsins hefur ekki farið dult með vandlætingu sína á hon- um og stöðu hans í fjölmiðlaheimin- um. Menn í kringum Jón, sem Alþýðu- blaðið ræddi við, sögðu hinsvegar fullum fetum, að þeir litu svo á að það væri í gangi ófrægingarherferð á hendur Jóni, sem ætti upptök sín og væri stjómað af formanni Alþýðu- bandalagsins og mönnum sem henni teljast nánir. Samstarfsmenn Jóns benda einnig á, að hann sé í þeirri sérkennilegu stöðu að eignarítök hans í fjölmiðla- heiminum torveldi honum að verjast á vettvangi fjölmiðlanna. Þá væri ein- ungis sagt, að hann væri að beita fjöl- miðlaveldi sínu í eigin þágu. Þeir töldu því, að Jón Ólafsson ætti ekki annan kost en kæra HP, þó kæra og sakfelling gæti í sjálfu sér ekki bætt þann miska, sem endurteknir upp- slættir með röngum sakargiftum yllu. Páll Vilhjálmsson kveðst ekki ótt- ast kæru: „Ég veit að lögreglan telur sig hafa nægilega sterkar grunsemdir til að vinna út frá þeirri kenningu að Jón Ólafsson sé viðriðinn fíkniefna- misferli. Þetta er hreint og klárt frettamat." Hann neitar því að HP sé í persónulegum leiðangri gegn Jóni Ólafssyni, og kveðst ekki bera kala til hans. ■ Nýstárleg dönsk þróunaraðstoð í burð- arliðnum íslendingar fræða lækna í Mongólíu um áfengis- meðferð Gizur Helgason og Guðrún íslandi voru með námstefnu í Ulan Bator. Tveir íslendingar, þau Gizur Helga- son og Guðrún íslandi voru nýlega í Ulan Bator í Mongólíu, þar sem kenndu þijátfu læknurn á þriggja daga námstefnu meðferð við alkólhólisma með hliðsjón af því hvemig hún geng- ur fyrir sig á Frederiksberg í Dan- mörku en þau stofnuðu meðferðar- stöðina Frederiks- berg Center- et. Tilefnið var feiknar- legt áfengis- vandamál í Mongólíu en um 30 pró- sent íbúanna misnota áfengi samkvæmt upplýsingum frá staðnum. Guðrún Islandi sem vann ásamt- Gizuri lengi vel á meðferðarstöðinni er nú orðin sendiherrafrú í danska * sendiráðinu í Peking og er maður hennar einnig sendiherra Mongólíu. Eftir að hafa fylgst með sjónvarpi og útvarpi frá Mongólíu fór áfengis- vandamál þarlendra fyrir bijóstið á Guðrúnu og eygði hún möguleika á útflutningi dönsku aðferðarinnar sem reyndar byggir á Minnesota - rnódel- inu líkt og áfengismeðferð á Islandi. Eftir að hafa fengið styrk frá tveim- ur dönskum fyrirtækjum sem eiga viðskipti við Kína, hafði hún samband við mongólsk heilbrigðisyftrvöld og skipulagði í gegnurn þau námstefnu fyrir lækna í Ulan Bator. Þau Gizur og Guðrún sögðu í sam- tali við danska blaðið Politiken að læknamir hefðu sýnt aðferðum þeirra mikinn áhuga en þar sem landið væri mjög fátækt hefði það ekki burði til að koma fótunum undir slíka starfsemi. Guðrún kannar nú möguleika á danskri þróunaraðstoð í formi kennslu til mongólskra lækna á Minnesota - aðferðinni og hefur verið í sambandi við danska utanríkisráðuneytið sökum þessa. Utför Guðmundar J. Útför Guðmundar J. Guðmundssonar, fyrrver- andi formanns Dagsbrún- ar, verður gerð frá Hall- grímskirkju mánudaginn 23. júní kl. 13.30.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.