Alþýðublaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.06.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Logalausir og í öfugum skónum „Þú mættir að mæta á æfingar, helvískur". Seinna átti eftir að koma í Ijós að verkfallsþrjót- urinn í markinu reyndist sennilega bjargvættur þjóðarinnar. Já, bjargvættur þó svo við sigruðum ekki. Hann mun hafa bjargað okkur frá tapi. Það gengur margt okkur Islending- um á móti. Frammistaða fót- boltalandsliðsins er sennilega mesta áfallið síðustu vikurnar. I 40 ár hafa íslenskir fórboltaáhugamenn ekki verið spenntari, ekki frá því Laugar- dalsvöllur var vígður. I dag er völlur- inn glæsilegur, mannvirki sem fær þjóðarstolltið til að aukast. Þótti flestum það samt nægt fyrir. Loksins getum við boðið upp á aðstæður sem sæma. Völlurinn glæstur og landslið- ið gekk ákveðið til leiks gegn Lithá- um, í nýjum búningum. Allt var svo glæsilegt, meira að segja veðrið var gott, sérstaklega ef mið er tekið af Smáþjóðaleikaveðrinu. Landsliðs- mennimir fóru vel með nýju búning- ana. Haft er fyrir satt að aðeins hafi þurft að þvo tvo þeirra, það er bún- inga númer eitt og tíu. Þegar leikurinn byrjaði var greini- legt að markmaðurinn, sem mun vera á ntála hjá KR, virtist óöruggur. Enda ekki nema von, nýkominn úr verk- falli. Enda byijuðu áhorfendur að öskra: „Þú mættir að mæta á æfingar, helvískur". Seinna átti eftir að koma í ljós að verkfallsþrjóturinn í mark- inu reyndist sennilega bjargvættur þjóðarinnar. Já, bjargvættur þó svo við sigruðum ekki. Hann mun hafa bjargað okkur frá tapi. Það vantar loga Logi Ólafsson og hans menn, það er landsliðið, ollu miklum vonbrigð- um með frammistöðu sinni. Fólk var hundóánægt og meira að segja var baulað á landsliðið, bæði í hálfleik og eftir leikinn. Fólk kunni ekki að meta framlag landsliðsins. „Það seg- ir mér enginn að þetta séu úrvalslið tveggja þjóða, það er sama hvað hver segir, ég trúi því ekki“. Þetta var at- hugasemd eins áhorfandans. Það vantar loga í landsliðið. Það leggur sig ekki nógu vel fram, það var eins og viljann vantaði. Já, það vantar loga í landsliðið. Forsetinn og hans frú, Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín, mættu á völlinn. Þau hafa ekki langa reynslu af þessu háa embætti og enn minni af því að horfa á fótbolta. Þau hafa sennilega sjaldan, sennilega aldrei. heyrt jafn marga tslendinga púa á móti þeim og þegar þau sátu í heiður- stúkunni. Eðlilega voru þau í heiður- stúkunni, sem er framarlega og fyrir miðri eldri stúku vallarins. Þúsundir íslendinga sátu á móti þeim, í nýju stúkunni og bauluðu af lífs- og sálar- kröftum, en baulið var ekki ætlað forsetanum og hans ágætu konu. Hvar finnum við loga? Allir sem koma nálægt jafn merku fyrirbæri og landsliði verða að finna þann loga sem vantar til að styrkur landsliðsins aukist. Finnið loga sem dugar. Kannski dugar ekki logi, kannski þarf eitthvað öflugra en loga. Leitið og þér munið finna. Jæja, er það svo? Öll munum við frammistöðu hand- boltastrákanna í Japan. Þeir einu sem reyndu að gera lítið úr árangri þeirra voru einstaka fótboltafíklar. Þeir sögðu sem svo að það séu nú ekki margar þjóðir sem stunda sem hand- bolta og helmingur þeirra komist á heimsmeistaramót og annað eftir því. Það var gefið í skyn að árangurinn væri ekki svo merkilegur, handbolti væri það ekki og því ekki íslensku handboltamennimir. En hafa fót- boltafíklar sem þannig láta efni á því sem þeir eru að segja, ó, nei. Aldeilis ekki. Vissulega er fótbolti útbreiddasta íþrótt veraldar. En hverjir eru jafn- ingjar okkar þar? Leitið og þið mun- uð kannski fmna. Frændur okkar Færeyingar hafa fengið helmingi fleiri stig en við í heimsmeistara- keppninni. Þeir em með sex stig, við þrjú. Við höfum aðeins skorað eitt mark, en Færeyingar margfalt fleiri. Dugar þetta ekki til að koma niður á jörðina? Þetta er staðreynd. Vissulega er handbolti ekki meðal útbreiddustu íþrótta veraldar. Samt dugar flestum Islendingum að eiga íþróttamenn sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum, það er í sinni keppnisgrein. Það er fleira, handboltastrákamir sýndu vilja, úthald og keppnisskap. Þeir vom ákveðnir að sigra andstæð- inga sína, sama hvað þeir heita. Það mættu fleiri gera. b œ I i n Leiftur á Ólafsfirði er að hagn- ast vel á Arnari Grétarssyni, sem félagið keypti fyrir skömmu frá Breiðabliki, þar sem Arnar hafði spilað allan sinn feril. AEK frá Grikklandi vill kaupa Arnar og ef samningar takast er Ijóst Leift- ur fær margfallt til baka það kaupverð sem þeir létu Blikana fá þegar þeir náðu sér i lands- liðsmanninn, en hann hefur til þessa aðeins spilað innan við tíu leiki með Ólafsfjarðarliðinu... Varla losnar það verslunar- pláss í miðbænum að ekki sé gert ráð fyrir að þar verði opn- uð krá. Óvissa er hvað kemur þar sem Egill Jacobsen er nú, en flestir reikna með að þar komi krá. Á horni Lækjargötu og Aust- urstrætis var til skamms tíma framköllunarþjónusta, sem hefur nú verið flutt við hliðina Ey- mundsson í Austurstræti, en á hornið kemur bar, engum á óvart... Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans Guðrún Katrín eru að undirbúa ferð í Dalasýslu. Frá því Ólafur Ragnar tók við embætti hefur hann ferðast innanlands og greinilega er ekkert lát þar á. Þau hjónin hafa vakið hrifningu þar sem þau hafa komið og rætt er um hversu léttara yfir heim- sóknum þeirra en forvera í emb- ætti... Trillukarlar eru allt annað en sáttir með fækkun sóknar- daga og hafa jafnvel í hótunum um að þeir hyggi á aðgerðir til að knýja fram breytingar. Það mun mikið mæða á þeim félögum; Arthúri Bogasyni, formanni trillukarla og Erni Pálssyni fram- kvæmdastjóra þeirra. Það eru ekki bara trillukarlar sem hóta. Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sandgerði og formaður Vísis, fé- lags skipstjórnarmanna á Suður- nesjum, og hans menn hafa hót- að að grípa til aðgerða nái þeir ekki eyrum ráðamanna vegna fiskveiðistjórnunarinnar. Það virð- ist því óðum styttast í þau átök sem talað hefur verið um, eða frönsku aðfarimar... Borgarstjóm Reykjavíkur lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna undir forystu Reykjavík- urlistans. (grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu var Sigrún Magn- úsdóttir þannig að skrifa um af- rek sín og sinna, og sagði meðal annars: „Borgarstjórn samþykkti að fjöldi vikuiegra kennsiustunda í grunnskólum borgarinnar skuli vera 319 á alla árganga..." En áður en Reykjavíkurlistinn tók við voru sem kunnugt er ekki nema 168 klukkustundir í vikunni og væntanlega mun listinn ná end- urkjöri út á það eitt að hafa lengt vikuna allverulega... Um þessar mundir eru kórar norrænna strætisvagnastjóra með mót sitt hér á íslandi. I gær gengu þeir fylktu liði undir fánum um miðborg Reykjavikur. I fara- broddi var einn fulltrúa íslands, glæsilegur og tígulegur maður, sem héit með stakri reisn á ís- lenska fánanum. Þetta reyndist vera Guðmundur Erlendsson, sem enn er í kór íslenskra strætóstjóra en er að öðru leyti bílstjóri Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn hefur undanfarið verið erlendis en kom heim í gær, og líklega má vel skilja að Guð- mundur bílstjóri hafi frekar viljað vera með kórnnum en hanga yfir ráðherranum... hinumcgin "FarSide” eftir Gary Larson Inga Guðlaugsdóttir hús- móðir: Já, örugglega. Ég get ekki séð annað. Hálfdán Ingason stýri- maður: Já, Ólafur Ragnar hefur staðið sig ágætlega. Elísa Löve skrifst.tæknir: Ég veit það ekki, ég er ný- komin heim frá Svíþjóð. Hann stóð sig vel í heimsókn- inni til Danmerkur. Ólafur Jónas Sigurðsson nemi: Já. Helgi Pétur Jónsson: Örugglega. v i t i m c n n Áður var bara vaðið á eignirnar. Davíð Amljótsson, forstöðumaður Reykja- víkurdeildar Fasteignamats ríkisins, um endurmat eigna í miðbæ Reykjavíkur, í Mogganum. Okkur eiginlega sárnar að þessir menn geti ekki skilið um hvað málið snýst. Jóhannes Henningsson, trillukarl í Grfms- ey, að ræða um ráðamenn þjoðarinnar vegna fækkunar sóknardaga smábáta, í Mogganum. Menn láta ekki murka úr sér líftóruna möglunarlaust. Gunnar Hjaltason, formaður smábátaeig- enda á Austfjörðum, í Mogganum. Þorskurinn er nefnilega ekki aðeins skapari sinn, heldur einnig óvinur sinn. Sveinbjörn Jónsson, trillukarl á Suðureyri, f Mogganum. Utanríkisþjónunstan þarf að taka sig á, en ekki gleyma sér í síðdegisgleðskap sendiráða. Dr. Gunnlaugur Þórðarson í Mogganum. Að lokum við ég biðja Pál Pét- ursson vinsamlega að hætta að ýja að því að ég sé at- vinnulaus vegna þess að ég nenni ekki að vinna. Guðlaugur Smári Arnarson, í Mogganum. Þetta getur hlaupið upp og niður og það er m.a. vegna þess að í lögum segir að hafa skuli hliðsjón af fjárhag manna þegar þetta er ákveðið. Páli Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður í DT, að ræða vararefsingu Þórðar Þórðar- sonar, forstjóra og aðaleiganda ÞÞÞ á Akranesi en Þórði er gert að sitja af sér 40 milljóna króna sekt á einu ári, það er rúm- ar fjórar milljónir á mánuði eða 137 þús- und á dag. Svo eignaðist ég kærasta núna í lok febrúar sem er „the love“, skilurðu. Hann er Rauf- arhafnarbúi en býr hérna á Ak- ureyri hjá mér í sumar.“ Ásdfs Marfa Franklfn í DT. Þessa vegna var ég svo hissa eitt kvöldið þegar ég rakst á mann, afsakaði mig og leit upp og horfði beint á Dennis Hooper leikara. Hann virtist verta voða frjálslegur í þessu. Ég sá líka Vanessu Redgrave bara á röltinu. Klemenz Bjarki Gunnarsson í DT. Ef þú hirðir sveltandi hund upp af götu og gerir vel til hans þá mun hann ekki bíta þig á eftir. Það er stærsti munurinn á hundi og manni. Mark Twain.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.