Alþýðublaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 2
2 AL»y»U»UWt FðSTUDAQUR 20. JÚN< 1997 Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Utgáfufélag Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Áskriftarverð kr. 1 Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Sigurjón M. Egilsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 HBK ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 .500 m/vsk á mánuði. Holl hugvekja að norðan Það ríkir kreppa í menntamálum á Islandi. Vissulega er þjóðin að vakna til vitundar um þá vá sem að okkur steðjar í menntamálum en hætt er við að það sé brugðist við of seint og of illa. Segja má að lesa megi félagslegar áherslur hvers þjóðfélags af því hvemig launakjör hinna ýmsu starfsstétta em. Ef við lesum af þessum mælikvarða fær íslenska velferðarþjóðfélagið ekki háa ein- kunn. Störf sem snúa að umönnun sjúkra, uppeldi bama og kennslu em yfir- leitt láglaunastörf og í engu samræmi við þær félagspólitísku áherslur sem jafnaðarmenn hafa í þjóðfélagsmálum. í græðgisþjóðfélaginu njóta þessi störf ekki nægilegrar virðingar, þar er heldur ekki mikið rými fyrir þá þjóðfélags- hópa sem þarfnast umönnunar og uppeldis. Kreppan í menntakerfmu nær til flestra þátta skólastarfs. Segja má að að- stæður krefjist algerrar viðhorfsbreytingar í samfélaginu gagnvart forgangs- röðun og áherslum í menntakerfmu. Fjöhnargir þeirra þátta sem bíða umbylt- ingar í skólakerfinu em þess eðlis að þurfa ekki að kosta mikið fjármagn. Oft og iðulega er um að ræða spumingu um tilfærslu á notkun fjármagns og breytt- ar áherslur sem krefjast einskis umframfjármagns. Á hinn bóginn er ljóst að ís- lenska þjóðin verður að kosta meim til menntamála. Það er við helstu valda- flokka í landinu að sakast, ekki síst Sjálfstæðisflokkinn sem ráðið hefur mestu og alltof miklu um fjármál og menntamál í íslensku þjóðfélagi á lýðveldistím- anum. Ágúst Einarsson þingmaður jafnaðarmanna minnir á að sjálfstæðis- menn hafi setið í stóli menntamálaráðherra í 12 af 14 síðustu ámm. Hann seg- ir í blaðagrein í gær, að laun kennara hafi ekki einungis dregist aftur úr, held- ur sé kennarastarfið orðið láglaunastarf og þar ríki vonleysi. „Kennarar lands- ins em almennt vel menntað fólk með metnað fyrir sína starfsgrein en hvað eiga þeir að halda þegar hið pólitíska vald undir forystu Sjálfstæðisflokksins metur menntamál svona lítils? Skilaboð Sjálfstæðisflokksins hafa verið skýr síðustu 12 árin. Menntamál mega drabbast niður.“ Skólamenn hafa verið iðnir við það að undanfömu að benda á nauðsyn þess að hækka laun kennara. Skólameistari MA, Tryggvi Gíslason var ómyrkur í máli í skólaslitaræðu sinni fyrir norðan: „Bein hækkun á kaupi kennara, er að mínum dómi verkefni númer eitt, tvö og þrjú og það verkefni sem er mest að- kallandi í íslensku skólakerfi - og þá á ég við alla kennara: leikskólakennara, gmnnskólakennara, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Ef kaup kenn- ara verður ekki hækkað getum við gleymt öllum umbótum í skólakeríinu." Það er auðvelt að taka undir með skólameistaranum nyrðra um nauðsyn þess að hækka laun fólks sem vinnur að uppeldis og kennslustörfum. Vond hugmynd að norðan Markaðsriddaramir í íslenska þjóðfélaginu hafa iðulega hrokkið undan rök- ræðu um launamál uppeldisstéttanna með því að vísa til samkeppni og að aflétta samfélagsábyrgð. Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri klappaði þann stein sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til verið iðnastur við, nefni- lega að vísa nauðsyninni á hækkun kennaralauna frá samfélaginu til heimil- anna. Tryggvi sagði: „Það sem einnig kemur sterklega til greina, að mínum dómi, til að bæta kjör kennara er að taka upp bein skólagjöld í framhaldsskólum og háskólum." Og röksemdir meistara em þessar: „Skólagjöld vekja fólk til um- hugsunar um það hvort það vill kosta böm sín til langskólanáms, skólagjöld knýja menn líka til þess að forgangsraða og velja milli þess að kaupa dýran bíl eða fara í utanlandsferð þau ár sem verið er að koma bömum sínum til manns.“ Bjöm Bjamason menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins var fljótur að taka undir þessa hugmynd sem hann kvað líka vera sína og þeir skólar sem innheimtu skólagjöld vegnaði yfirleitt mjög vel. Þetta er vond röksemdafærsla - hjá báðum. Skólamir sem innheimta há skólagjöld fá þau til viðbótar við styrki frá ríkisvaldinu og standa þannig bet- ur að vígi en hinir skólamir. Ráðherrann gleymir að sjálfsögðu þeim nemend- um sem komast ekki inn í sérskóla sem hafa há skólagjöld. Með skólagjöld- um er þannig verið að mismuna nemendum. Það er sannarlega ástæða til að dusta rykið af forsendum þess að skólar em fjármagnaðir af samfélagssjóðum. Ástæðan er sú að þjóðin hefur gert með sér sáttmála um jafnrétti til náms. Böm ekkjunnar hafa ekkert val um utanlands- ferðir og nýja bfla. Slík forgangsröðun er einfaldlega út í hött hjá efnaminna fólki. Með því að gera menntun enn háðari efnahag heldur en hún er fyrir, væm íslendingar að stíga mörg skref aftur á bak - frá sjónarmiðum jafnræðis til forréttinda hinna efnuðu. Slíkt stríðir gegn almennum réttlætissjónarmiðum og þeim sáttmála sem þjóðin hefur þrátt fyrir allt reynt að halda. Þess vegna er hugmyndin um skólagjöldin vond hugmynd. s k o ð a n i r Opin prófkjör gegn lýðræðinu Það er orðin tíska í dag að menn komi ffam á síðum þessa blaðs og játi aðdáun sína á hinum mikil- hæfa stjómmálahugsuði Vflmundi Gylfasyni og er svo sem engin skömm að því. Ætli fyrstu pólitísku tilfinningamar sem bærðust í undir- rituðum hafi ekki einmitt verið tengdar áðumefndum Vilmundi, enda mínir nánustu meðal þeirra sem kusu Bandalag jafnaðarmanna undir forystu Vilmundar. Vinur minn Rúnar Geirmundsson skrifar pallborðsgrein í Alþýðublaðið þann 11. júní síðastliðinn og tengir þar réttilega hin opnu prófkjör Al- þýðuflokksins við nafn Vilmundar en ranglega við skilvirkni. Opin próf- kjör em að mínu mati ólýðræðisleg og afar óheppileg aðferð til að raða á framboðslista stjómmálaflokka. Mun ég nú færa rök að þeirri skoðun minni. 1. Stjómmálaflokkur er hópur fólks sem ber fram stefnu sem það vonast til að hljóti næga hylli kjós- enda til að hægt sé að hrinda henni í framkvæmd. Opin prófkjör em þess eðlis að í þeim geta allir fullveðja menn greitt atkvæði, fylgismenn sem andstæð- ingar flokksins og stefnu hans. Til að ná árangri í prófkjöri þurfa menn ekki endilega að vera duglegir, eins og Rúnar heldur fram í grein sinni, heldur fýrst og fremst þekktir. Þannig getur stjómmálamaður, sem tekur þátt í opnu prófkjöri, beinlínis hagnast á því að vera í stöðugri and- stöðu við stefnu þess flokks sem hann er í. Þannig heldur hann sér í sviðsljósinu og nær sér 1 vinsældir. Hægt er að nefna raunveruleg dæmi um þetta úr íslenskum stjómmálum og þeir sem eitthvað hafa fylgst með þeim þurfa ekki að hugsa sig lengi um til að finna þau dæmi. 2. Stjómmálaflokkar þurfa í þjóð- félagi dagsins í dag að geta stillt upp listum sem höfða til beggja kynja. Stundum heyrist jafnvel krafan um | fléttulista. Opin prófkjör em fjandsamleg konum og ungu fólki. Margsýnt er að helstu sigurvegarar opinna prófkjöra em karlmenn um fimmtugt. Opin prófkjör em og þess eðlis að þau henta frekar þeim sem fyrir em en þeim sem koma nýir inn. Þannig get- ur stjómmálaflokki reynst erfitt að losna við úr forystu sinni menn sem jafnvel hafa unnið blákalt gegn hags- munum flokks síns og gegn stefnu- skrám þeim sem em lýðræðislega samþykktar á flokksþingum og landsfundum. Ég vil taka það fram að flest þau dæmi sem mér sjálfum koma í hug er að finna í Sjálfstæðis- flokknum og þá sérstaklega í Kópa- vogi, sem er það sveitarfélag sem ég þekki best til. 3. Eitt stærsta vandamál stjóm- mála dagsins í dag em óeðlileg áhrif sterkra þrýstihópa á stjómmálamenn, sem hjálpa þessum hópum á kostnað skattgreiðenda. Þetta em allir Al- þýðuflokksmenn sammála um. Opin prófkjör búa til stjómmála- menn sem em afar háðir hinum öfl- ugu þrýstihópum. Þannig er ekki til- viljun að margir stjómmálamenn sækjast eftir forystu í íþróttahreyf- ingunni. Auðvelt er að aka rútuförm- um úr íþróttafélögunum á kjörstaði í opnum prófkjömm og hafa þannig úrslitaáhrif á útkomu þeirra. Það þarf ekki að geta þess að lítt er spurt um málefni eða hæfileika frambjóðanda sem stjómmálamanns við slíkar at- kvæðagreiðslur og ekki er gefið að þessi atkvæði skili sér til hans á kjör- degi. 4. Jafnaðarmenn leggja sérstaka áherslu á jöfn tækifæri borgaranna burt séð frá íjárhag. Opin prófkjör hygla augljóslega fjársterkum umfram fátækum. Þannig kostar mikla peninga að aug- lýsa í Morgunblaðinu eða litprenta bækling til að ná til hugsanlegra kjósenda í opnu prófkjöri, að ekki sé talað um að opna kosningaskrifstofu, bjóða upp á kaffi og með?ðví og leigja tíu símalínur svo hægt sé að hringja út um allar trissur. Reynt hef- ur verið að gera heiðursmannasam- komulag um að auglýsa ekki, en hvemig eiga nýir menn þá að kynna sig svo þeir standi jafnfætis þeim sem fyrir em? 5. Stjómmálabarátta í hlutfalls- kosningakerfi byggist upp á því að efstu menn á lista séu samhent sveit sem ekki er nýstigin upp úr innbyrð- is hildarleik. Opin prófkjör em þess eðlis að þau gera þá sem ættu að vera pólitískir samherjar að blóðugum andstæðing- um í erfiðum og persónulegum kosn- ingum. Burt séð frá því að menn standi upp frá prófkjörsslagnum með bros á vör og segi sig nú ætla að stilla saman strengi, þá er það alltaf sigur- vegarinn sem brosir breiðast. Þannig hafa prófkjör orðið að hreinni baráttu milli byggðarlaga innan kjördæmis og þegar á hólminn er komið hefur jafnvel reynst erfitt að fá flokksdeild- ir innan þeirra sveitarfélaga sem „biðu lægri hlut“ í opnu prófkjöri, til að taka á sig jafnar skuldbindingar í kosningabaráttu og það sem átti sig- urvegarann. Þær tillögur til lagabreytingar sem nú liggja fyrir Alþýðuflokknum byggjast ekki á því að banna skuli opin prófkjör um sæti á framboðslist- um hans. Þar er einungis tekið út ákvæði sem kveður á um að ávallt skuli efnt til prófkjörs um sæti á þeim listum. I staðinn eru sett inn ákvæði um að fulltrúaráð, kjördæm- isráð eða flokksfélag skuli hverju sinni taka um það ákvörðun hvemig skuli stillt upp á listann. Kjósi það að viðhafa prófkjör skal tryggt að ein- ungis þeir sem eru félagar í Alþýðu- flokknum stilli upp þeirri sveit sem á að bera stefnu hans fram. Ef hins vegar sérstakar ástæður þykja til að viðhafa víðtækara prófkjör geta 2/3 hlutar til þess bærrar stofnunar kom- ið því til leiðar. Þetta ákvæði má bera saman við að aukinn meirihluta þarf yfirleitt hjá þjóðþingum til að framselja fúllveldi og ákvörðunarvald sitt í hendur vandalausum. Það er ástæðulaust að annað gildi um stjómmálaflokka sem taka stefnu sína alvarlega. Mig lang- ar til að biðja minn ágæta vin Rúnar Geirmundsson að íhuga þessi rök fyrir þeim lagabreytingum sem liggja fyrir flokknum. Rúnar er sigurvegari að eðlisfari og vitnar til þess, máli sínu til stuðnings, er hann var í sveit núverandi ritstjóra þessa blaðs í opnu prófkjöri fyrir allnokkrum árum. Rúnar bendir á að sigur ritstjórans f því prófkjöri hafi orðið flokknum til heilla. Ég get tekið undir að það var happ fyrir Alþýðuflokkinn að fá Öss- ur Skarphéðinsson í raðir sínar. En það er líklegt að ekki hefði þurft opið prófkjör til þess að sá ágæti maður skipaði sér í forystu íslenskrar jafn- aðarmannahreyfingar. Sumir menn em þannig gerðir að þeir veljast til forystu óháð kringumstæðum. Það er mín skoðun að ekki sé hægt að draga þá ályktun af þessu eina dæmi að opin prófkjör hafi ávallt verið flokknum heilladrjúg. Svanur Kristjánsson stjómmála- fræðingur skrifaði bók fýrir fáeinum ámm og hélt þar fram þeirri skoðun að íslensk stjómmál drægju meira dám af bandarískum stjómmálum en evrópskum. í Evrópu veljast til for- ystu menn úr ýmsum áttum, en hér á landi og í Bandaríkjunum er hinn dæmigerði stjómmálamaður mið- aldra lögfræðingur. Þetta vill Svanur kenna hinum opnu prófkjömm. Munurinn á Bandaríkjunum og ís- landi er hins vegar sá að Bandaríkin byggjast upp á einmenningskjör- dæmum. Þar tekur sigurvegarinn allt og það skiptir engu máli þó sá sem tapar fari í fýlu. Hér þarf hinsvegar sá sem tapar að vera á listanum, jafn- vel nánasti samstarfsmaður þess sem sigraði hann. Það sjá allir hvflíkri hættu það býður heim fyrir innra starf stjómmálaflokks. Það kann að hljóma sem mótsögn að segja að opin prófkjör skerði lýð- ræðið þegar þau virðast vera svo lýð- ræðisleg. Þau gera það á hinn bóginn að verkum að hver flokkurinn líkist öðmm, í stjómmálum verður eins- leitur hópur atvinnumanna og val- kostir kjósenda verða sífellt fátæk- legri. Ég þekkti ekki Vilmund Gylfa- son nema úr sjónvarpinu og af umtali mér eldri manna, en mér þykir lfldegt að slflc þróun hefði ekki verið honum að skapi. Höfundur situr I nefnd um endurskoðun laga Alþýöuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.