Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 1
OTBUBLMB Þriðjudagur 24. júní 1997 Stofnað 1919 80. tölublað - 78. árgangur ¦ Verði ríkisábyrgð tekin af húsbréfum mun það hafa mikil áhrif á verð húseigna Er aðför að aleigu landsbyggðarfólks segir Birgir Dýrfjörð, stjómarmaður í Húsnæðisstofnun „Verði ríkisábyrgð tekin af hús- bréfum þýðir það aðför að eignum fólks á landsbyggðinni," sagði Birgir Dýrfjörð, einn stjórnarmanna í Hús- næðisstofnun ríkisins, um þær hug- myndir að ríkisábyrgð verði tekin af húsbréfum þegar og ef kerfið verður flutt til viðskiptabankanna. „Það er sannfæring mín, verði rík- isábyrgðinni aflétt, að þá verði lands- byggðinni veitt dýpra svöðusár í einu hnífsbragði en við höfum hingað til séð. Rökin getum við sótt til félags- málaráðherra, vegna þess að í svari sínu á Alþingi við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur, sagði ráðherr- ann og skýrði út að lítið bæri á milli sín og ríkisendurskoðunar. Ríkisend- urskoðun styðst við kostnaðar- og endurmatsverð, sagði ráðherrann. Hann sagðist styðjast við markaðs- verð, þar sem það væri réttara. Sem- sagt, bankarnir eru sama sinnis. Þeir munu styðjast við markaðsverð rétt eins og ráðherrann. Það munu þeir gera þegar þeir fara að meta veðhæfi íbúða. Tökum dæmi af íbúð til dæm- is á fsafirði, íbúð sem allir geta verið sammála um að kosti sjö til átta milljónir, þá mun bankinn meta hvað fæst fyrir fbúðina á nauðungarsölu, það er ef greiðandi bregst. Það eru sennilega tuttugu auðar íbúðir á ísa- firði og því fengist ekkert fyrir íbúð- ina, og þetta veit bankinn. Þar af leiðandi mun banki sennilega ekki veita neitt húsbréfalán út á hús á öll- um Vestfjörðum, þar sem þar er fullt af auðum íbúðum. Það er þetta sem ég á við. Með því að afnema ríkisá- byrgðina þá mun verð á íbúðum á landsbyggðinni hrynja. Til hliðar við þetta, má benda á og verið er að henda gaman af í blöðum að hús í Hrísey hafi verið selt langt fram yfir markaðsverð. Það er vegna þess að Húsnæðismálastofnun verður að styðjast við markaðsverð og samning um húsið. Þar með er eignin verðlög. Ef leið ráðherrans og bankanna hefðí verið farin, þá hefði ekkert verið lán- að út á þetta hús. Stofnunin er að fara samkvæmt lögum, ef þetta verður flutt til bankanna, þá hefði ekkert verið lánað í þessu tilfelli. Það er ekki það skelfilega. Það skelfilega er, að öll önnur hús á svæðinu eru senni- lega óseljanleg, eða falla verulega í verði. Við höfum horft upp á að fólk í sveitum landsins hefur verið að flytja í kaupstaði. Æviarfur þess er verðlaus, það á varla fyrir kjallaríbúð í kaupstað. Nú er það að verða svo að öll landsbyggðin fellur undir það sama, fólk mun ekki eiga fyrir íbúð í Reykjavík ef það selur húsin sín á landsbyggðinni. Markaðsverð verður látið ráða þegar væntanlegur kaup- andi vill fá'lán til að kaupa hús á ísa- firði, eða á Blönduósi þar sem ráð- herrann þekkir vel til." Þetta er kannski kuldalegt, en er ekki verið að viðurkenna staðreyndir, íbúðir á þessum stóðum eru þœr meira virði en fœst fyrir þœr? „Það er falskst verð þegar það er langt frá kostnaði, það er falskst verð. Rétta verðið er það verð sem kostar að búa til íbúðirnar. Falska verðið er þegar það fellur um sinn vegna aðstæðna." Birgir Dýrfjörð segist ekki trúa að framsóknarmenn láti þetta yfir sig ganga og trúir að þeim snúist hugur þegar þeim verður ljóst hvaða afleið- ingar þetta mál muna hafi í för með sér. ¦ Bæjarstjóri Snæfells- bæjar Eigum 36 af 42 félagslegum íbúðum Guðjón Pedersen, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir bæinn eiga 36 af 42 félagslegum íbúðum sem eru í bæjarfélaginu. Eftirspurn er engin, og af þeim 36 íbúðum sem bærinn á, standa sex auðar þar sem ekki hefur einu sinni tekist að leigja þær. A síð- asta ári varð bæjarsjóður að greiða sex milljónir með fbúðunum. „Það eru miklir peningar fyrir okkur," sagði bæjarstjórinn. Hann segir það munu hafa alvar- legar afleiðingar fyrir íbúa Snæfells- bæjar verði veðhæfi íbúða miðað við markaðsverð, í stað brunabótamats, en algengt er að íbúðir og hús í Snæ- fellsbæ seljist á 70 til 80 prósent af brunabótamati og því sennilegt að húsbréfaláni lækki sem því nemur. „Það er alvarlegt mál fyrir okkur verði húsbréfalánin skert," sagði bæjarstjórinn. Útför Guðmundar Jóhanns Guðmundssonar, fyrrum formanns Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Fjölmenni var við athöfnina. Alþýðublaðið minnist Guðmundar í blaðinu í dag, en hann var einn af helstu bandamönnum blaðsins. ¦ Hrafn Jökulsson varaþingmaður Alþýðuflokksins og fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsíns segir sig úr flokknum Á ekki samleið með forystu flokksins segir Hrafn. ,,Yfirlýsingar einstakra manna hafa ekki eflt áhugann." „Skýringarnar á úrsögn minni úr Alþýðuflokknum eru nokkrar, en sú helst að mér þykir í seinni tíð að for- ystusveit flokksins hafi tileinkað sér baráttuaðferðir og málflutning sem sæma ekki hinum fornfræga flokki jafnaðarmanna," sagði Hrafn Jökuls- son varaþingmaður Alþýðuflokksins og fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðs- ins í samtali við blaðið, en hann hef- ur sagt sig úr Alþýðuflokknum. „Því er ekki að neita að yfirlýsing- ar einstakra manna, sem greinilega hafa mikinn en innistæðulítinn metn- að fyrir sjálfs sín hönd, hafa að und- anförnu lítt eflt áhuga minn á að vera skráður í þennan fornfræga flokk," segir Hrafn. „Þar að auki virðist Jón Baldvin því miður hafa tekið með sér þá djörfu hugmyndafræði og eldmóð sem til skamms tíma einkenndi Al- þýðuflokkinn. Þeir sem á síðasta flokksþingi voru kjörnir í æðstu emb- ætti eru því miður að minni hyggju ekki þeir kyndilberar sem lfklegir eru til að tendra elda jafnaðarstefnunnar hjá því fólki sem bíður með óþreyju eftir því að langþráðir draumar rætist um samfylkingu sem byggir á jöfn- uði, réttlæti og frjálsræði." Hrafn segir viðskilnaðinn við Al- þyðuflokkinn ekki vera sáran. „I Al- þýðuflokknum eru margir af mínum bestu vinum og samherjum og ég lít ekki svo á að ég sé að strika mig út af vinalistum þeirra þótt ég feli ein- hverjum formanni framkvæmda- stjórnar flokksins að afmá nafn mitt af félagaskrám Alþýðuflokksins." ¦ Sjúkraliðar með lausa samninga og ekkert ger- ist í viðræðum við við- semjendur Þetta er fokk - segir Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins „Það hefur sáralítið eða ekkert gerst, annað að það hafa verið fundir einu sinni í viku. Þetta er bara fokk," sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands, en sjúkraliðar settu fram kröfurgerð sína fyrir áramót og viðsemjendur þeirra vísuðu málinu til ríkissátta- semjara strax eftir áramótin. Á því hálfa ári sem liðið er hefur nánast ekkert gerst í viðræðum. „Við höfum verið að berjast gegn því að verða sett í þetta nýja launa- kerfi og nú virðist fyrst vera farið að athuga hvernig viðræðurnar eiga að fara fram, það er árangurinn eftir þennan tíma. Það eru allir mínir fé- lagsmenn ósáttir með hvernig málið hefur gengið og nú er allt útlit fyrir að ekki komist hreyfing á fyrr en í haust. Ég er bjartsýnismanneskja og vona að það rofi til og það verði rætt við okkur af alvöru. Þá getur margt gerst á stuttum tfma, það er ef vilji er til annars en bara að hittast." Nú lögðuð þið fram ykkar kröfur ( haust, hver hafa viðbrögðin verið við þeim? „Okkar viðsemjendur sendu deil- una til ríkissáttasemjara án þess að hafa farið yfrr kröfugerðina, hvað þá að svara henni. Við höfðum ekki átt neinn fund með þeim þegar málið var sent til sáttasemjara. Það er búið að fara yfir kröfugerðina munnlega, en ekkert svar hefur fengist og í raun og veru vitum við ekki þeirra við- brögð. Þetta er ótrúlegt." Kristín segir óvíst hvaða áhrif vinnutímatilskipunin muni hafa og eins samningar sem búið er að gera við aðra stéttir innan heilbrigðiskerf- isins. ¦ Síldveiðar íslendinga Júpíter með 750 milljónir Júpíter ÞH, frá Þórshöfn, var afla- hæst íslenskra sfldveiðiskipa á nýaf- staðinni vertíð í norsk-íslensku sfld- inni. Júpíter fékk rúm átta þúsund tonn, næstur kom Vfkingur frá Akra- nesi, með rúmlega 7.400 tonn. Verði settur kvóti miðað við veiðireynslu er Ijóst að útgerðir þessara skipa fá til ráðstöfunar ótrúleg verðmæti. Þá er gert ráð fyrir að farið verði með sfld- arkvótann eins og annan kvóta, það er óheft framsal og að útgerðir geti fénýtt sér hann að vild. Miðað við söluverð á sfldarkvóta má gera ráð fyrir að hlutur útgerðar Júpíters verði hátt í 750 milljónir króna, sem lætur nærri að vera árs- laun níuhundruð verkamanna. Út- gerð Víkings á von á að fá kvóta að verðmæti um 675 milljóna króna. Næstu sfldarbátar eru Börkur NK með kvótaverðmæti upp á 620 millj- ónir og Hólmaborg SU með verð- mæti upp á 580 milljónir króna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.