Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 2
2 ALP YÖUBLAÖIÖ PHIOJUUACiUH 24. JUNI 1Ö97 skoðanir Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Utgáfufélag Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Ðreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Áskriftarverð kr. 1 Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Sigurjón M. Egilsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 HBK ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 .500 m/vsk á mánuði. Foringi kvaddur í gær var til moldar borinn Guðmundur J. Guðmundsson, einn ást- sælasti foringi íslenskra erfiðismanna. Sumir menn eru fæddir leiðtog- ar. Guðmundur var einn þeirra. Hann spratt upp úr hinum sjálfsána akri verkalýðsbaráttunnar, sem á fyrri hluta þessarar aldar framleiddi hvem leiðtogann á fætur öðmm. Forystugáfan var honum að sönnu með- fædd. En hún var frá fyrstu tíð hnoðuð á afli harðvítugra stéttaátaka, því frammistaða hins unga eldhuga í hörðu sex vikna verkfalli árið 1955 leiddi til þess að reykvískir verkamenn ýttu honum fram úr röð- um sínum og gerðu að leiðtoga. Allar götur síðan var Guðmundur J. Guðmundsson sá leiðtogi, sem reykvískt erfíðisfólk byggði mestar væntingar á, þegar skarst í odda með þeim og atvinnurekendum. Hann varð að sönnu ekki formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fyrr en árið 1982, en var löngu áður orðinn hinn óskoraði leiðtogi reykvísks launafólks. Áhrifa hans naut þó langt út fyrir vinnusvæði Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, og eft- ir að hann varð formaður þess varð hann í raun sá leiðtogi sem ófaglært verkafólk um land allt leit til, þegar stefndi í vinnudeilur. Guðmundur var mikill að vallarsýn. En það var fleira en útlitið sem gerði hann stóran í augum þessa fólks, sem átti stundum afkomu sína undir visku hans og dómgreind. Guðmundur hafði nefnilega líka skap og lyndiseinkunn íslenskra vflcinga. Örlæti og stórhug, viðkvæmni og djúpa réttlætiskennd, - jafnvel innsæi skáldsins einsog Egill. Þetta tvennt, vallarsýn anda og efnis, leiddi til þess að verkamenn við höfn- ina festu við hann gælunafnið Jakinn. Það undirstrikaði ekki síst þá skoðun þeirra, að leiðtoga reykvískra daglaunamanna væri ekki auð- velt að hnika, væri hann því mótfallinn sjálfur. Uppeldisfélagi hans og brekabróðir úr Verkamannabústöðunum undir styttunni af Héðni var Ólafur H. Hannesson. í stjómmálum átti hann eftir að fara þveröfuga leið við Jakann, og er því trúverðugt vitni. í minningargrein meitlar hann kjamann í farsæld Jakans sem verka- lýðsleiðtoga: „Hann samdi aldrei af hrœðslu en var heldur aldrei hrœddur við að semja. “ Þessir eiginleikar, kjarkur og næmt stöðumat, leiddu til þess að árin 1963-65 var fyrir áhrif Guðmundar J. Guð- mundssonar samið um lágar kauphækkanir, verðtryggingu launa en jafnframt það stórvirki sem fólst í byggingu 1.250 íbúða í Breiðholti. í því fólust gagnger umskipti fyrir fjölmargar fjölskyldur verkafólks í Reykjavík. Sama lyndiseinkunn gaf Guðmundi þorið til að verða einn af arkitektum hinnar margfrægu þjóðarsáttar. Nú er hún undirstaða þess stöðugleika sem Islendingar búa við, og að því leyti eiga Islend- ingar hinum fallna foringja ennþá mikið upp að unna. Sögulegar sættir eru alltaf Ég sá það á laugardeginum fyrir viku að Matthías Johannessen hafði skrifað leiðara í Sunnudags-Moggann sinn um Mál og menningu. Og um morguninn hafði Mogginn birt í Lesbókinni opnuviðtal við Halldór Guðmundsson, útgáfustjóra Máls og menningar. Þetta kallast sögulegar sættir. Mogginn — höfuðvígi borgaralegrar menningar, blað allra landsmanna — og höfúðvígi vinstri menningarmafíunnar — sjálf Mál og menning — fallast í faðma. Er þetta ekki frétt? Tvískiptingu íslenskrar menningar er lokið með fullum sáttum beggja deiluaðila. Mitt kæra Alþýðublað ætti í það minnsta að segja frá þessu. Um daginn las í blaðinu ífásögn af ímynduðum sáttum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar. Blaðið sá þá fyrir sér fallast í faðma, sjónarvotta tárast af tilfinningasemi og þjóðina alla kjósa sameiginlegan lista jafn- aðarmanna af einskærri gleði yfir þessu faðmlagi. Höfundur greinar- innar sá hvemig sættir þeirra félaga gátu af sér nýja og blómlega tíma fýrir þjóðina. Allt vont var að baki; framundan var ekkert nema eitt alsheijar húllumhæ. Hvað þá með sættir Moggans og MM? Eigum við ekki von á endur- sköpun íslenskrar menningar nú þeg- ar hún mætir óklofin til leiks? fortíðina; viðurkenning og lofræða og svo myndin sem gaf fyrirheit um hvað allt ætti eftir að verða gott og vinalegt. En hvers vegna fór þetta framhjá þjóðinni? Hvers vegna gladdist enginn þótt Mogginn og Mál og menning væru orðin sæl hvort með annað? Það er vissulega alltaf gaman þegar gamlir fjendur sættast en hafði þetta einhverja merkingu fyrir okkur hin? Ég veit ekki, en ef hún er einhver þá er hún líkast til þessi: Einu sinni vom átök í íslensku menningarlífi og Mogginn og Mál og menning vom sitthvom megin víg- Pallborð | Gunnar Smári Egilsson skrifar 0g sögulegt faðmlag Jóns Baldvins og Svavars mun týnast á blaðsíðu 24 í minni þjóðarinnar Halldór útgáfústjóri var bróður- partinn af viðtalinu að sverja af sér kalt stríð í íslenskri menningu. Ég kannaði hvort blaðamaður Moggans hefði hrakið hann út í þetta hom, en svo var ekki. Halldóri virðist hafa legið þetta á hjarta. Hvers vegna eyddi hann öllu þessi púðri í kalt stríð og tvískiptingu menningarinnar úr því þetta kemur honum ekki við? Matthías sagði í leiðaranum að það væri allt í lagi með Mál og menningu; þetta væri fínt forlag — næstum því alveg eins og Almenna bókafélagið hefði getað orðið ef það hefði mátt lifa. Matthías sagði Mál og menningu gefa út traustar og ódýrar bækur. Hann fyrirgaf forlaginu fortíðina. Kristinn E. Andrésson er þar með loksins opinberlega dauður í Mogganum. Annars staðar í Sunnudags-Mogg- anum var myndin sem vantaði með leiðaranum. Matthías stendur keikur á henni á milli Einaranna Kárasonar og Más Guðmundssonar eftir stormandi upplestur í Toronto — ef marka má frétt sem fylgir myndinni. Hefur Matthías endurheimt synina? Eða hafa þeir loks fundið sér föðurímynd eftir andlát Kristins? Allt hafði þetta yfir sér blæ sögulegra sátta; þama var uppgjör við línunar. Nú eru Mogginn og Mál og menning sömu megin. Mál og menn- ing hefur rekið af sér kommaorðið og við það varð það að borgaralegu forlagi — með öllu því sem Mogginn telur að felist í því orðalagi. Ef það eru einhver átök í íslensku menn- ingarlífi •— eða ef það verða einhvem tíma átök — þá em Mogginn og Mál og menning bandamenn; tveir brynvarðir tumar viðurkenndrar menningar. Og það er ágætt að hafa þetta á hreinu. Gallinn við sögulegar sættir er sá, að þær snúast um ekki neitt. Menn sættast sögulega þegar deiluefnin hafa fjarað undan þeim og þeir finna sér ekki annað að deila um. f Hálsaskógi em þetta góð tíðindi en í flestum mannlegum samfélögum em þetta fremur daufar fréttir. Deilur, átök og orðaskipti eru lífgjafar í samfélögum manna. Menn þurfa því að gæta að þeim og rækta eins og annað sem skiptir máli. Og menn þurfa að átta sig á því þegar gamlir átakapunktar hverfa og aðrir verða til. Hin ævagömlu átök Mogga og MM em fyrir löngu útkulnuð og stein- gerfð. Það vissu allir landsmenn fyrir tveimur áratugum eða meira. En átök um ekki neitt geta verið eins og ástin; stundum verður ástföngnu fólki seinast af öllum ljóst að ástin hafi kviknað í bijóstum þess og stundum er öllum ljóst að útlifuðum hjónum sé farsælast að skilja löngu áður en þau gera sér það ljóst sjálfum. Þannig er h'fið. Og þannig vom átök Moggans og MM. Það var allur blossi farinn úr þeim. Hinar sögulegu sættir þeirra vom því lfkari skilnaði en giftingu; þau vom að viðurkenna fyrir sér að það var ekkert á milli þeirra lengur. Þegar fólk skilur eftir vont hjóna- band áttar það sig yfirleitt á því að það hefur meira og minna misst af lífínu á meðan það hékk í ófullnægjandi hjónabandi. Og þetta henti líka Mogg- ann og MM. Á meðan þau reyndu að halda lífi í átökunum sín á milli hélt íslensk menning áfram að lifa, þróast og dafna og kærði sig kollótta um hvað Mogganum eða MM þótti henni fyrir bestu. Þegar — og ef Svavar og Jón Baldvin fallast í faðma verður það því ekki af ást; heldur ástleysi. Það gerist þegar þeir em búnir að vera sem stjómmálamenn og em hættir að geta séð og greint íslenskt samfélag. Þeir munu því ekki ijúka hver á annan af tilhlökkun um komandi sælustundir heldur munu þeir dröslast í faðminn hvor á öðmm vitandi að pex þeirra em fyrir löngu orðið aðhlátursefni allra landsmanna. Og sjónarvottar munu ekki tárast af hrifningu. Ef einhverjir verða vitni af þessu munu þeir slá sér á lær og segja: Jæja, þá er það loksins frá. Og hverfa síðan til sinna hugðarefna. íslendingar þurfa ekki á samein- ingu jafnaðarmanna að halda. Jafn- aðarmenn mega svo sem sameinast ef þeir kjósa svo; en íslendingar þurfa fyrst og fremst pólitxk sem á eitthvert erindi við íslendinga; pólitík sem getur bætt samfélagið, aukið áhrif einstaklinganna á líf sitt og umhverfi og gefið fólki trú á að það eigi þetta samfélag. Þetta ætti að vera verkefni jafnaðarmanna fyrst og fremst; þeir bera mesta ábyrgð á hvemig samfélög þjóða á Vesturlöndum hafa þróast á þessari öld. Ef jafnaðarmenn þora ekki, geta ekki eða vilja ekki; þá munu aðrir sjá um að búa til pólitík fyrir nútímann og framtíðina. En jafnaðarmenn mega þá ekki telja sér frú um að annað fólk hafi áhuga á sáttum þeirra um deiluefni fortíðarinnar. Áhugi þess verður álíka og spenningurinn yfir sögulegum sáttum Moggans og MM. Og sögulegt faðmlag Jóns Baldvins og Svavars mun týnast á blaðsíðu 24 í minni þjóðarinnar; við hliðina á myndinni af Einurunum og Matthíasi. Guðmundur J. Guðmundsson var bæði í Sósíalistaflokknum og Al- þýðubandalaginu. Meðal síðustu embætta sem hann gegndi var seta í sfldarútvegsnefnd árin 1991-1994, og það er rétt að halda því til haga, að þar sat hann sem fulltrúi Alþýðuflokksins. Ein af fyrirmyndum Jakans var Héðinn Valdimarsson, sem hann taldi meðvitað ýtt til hliða í sögunni af báðum A-flokkunum. Héðinn var eins og Jakinn formað- ur Dagsbrúnar, og átti sér þann draum að allir jafnaðarmenn gætu gengið hlið við hlið í sömu hreyfíngu. Það fór ekki á milli mála, hvaða skoðun Guðmundur J. Guðmundsson hafði á því, og einsog Héðinn, þá leit hann á sig sem jafnaðarmann fyrst og fremst. Jakinn var tryggur vinum sínum, og Alþýðublaðið getur sagt með nokkru stolti: Hann var vinur minn. Á ögurstundu í sögu blaðsins, þeg- ar ættemisstapinn blasti við, kom hann því til liðsinnis. Sú vinátta var næstum því jafn gömul Jakanum, og böndin sem bæði tengdu voru hnýtt við móðurkné í skjóli Héðins vestur við Hofsvallagötuna. I ræðu sem Guðmundur J. Guðmundsson flutti sem heiðursgestur á 80 ára af- mæli Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands, sagði kempan meðal annars: „Það var óbreytt alþýðukona vestur í bæ sem gerði mig að jafnaðarmanni. Hún gekk ekki í neitt félag á ævi sinni, tók ekki þátt í neinum stjómmálaátökum og ég held að enginn flokkur hafi merkt sér hana á kjörskrá. Hún leyfði sér einn munað í lífinu í andstöðu við fjölskyldu sína - hún keypti Alþýðublaðið...alltaf kom Alþýðublaðið, sama hvað hver sagði.“ Að leiðarlokum kveður Alþýðublaðið góðan vin og vottar fjölskyldu hans sína dýpstu samúð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.