Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1997 Guðmundur J. Guðmundsson - minning Mér hefur sjaldan verið jafn brugðið og þegar ég frétti að eldklerkurinn, vinur minn, Guð- mundur J. Guðmundsson væri fallinn frá, ég leyfi mér að segja langt um aldur fram. Margir urðu til að sam- fagna honum nýverið á sjötugsaf- mæli hans og ég veit að ýmsir deildu þeirri von minni að þau Elín gætu nú tekið við að njóta lífsins. Ég kynntist Guðmundi jaka seint, því miður alltof seint. Samband okk- ar hófst að hans frumkvæði á þann ánægjulega hátt að þegar mikið lá við, á litlu blaði sem ég ritstýrði, hringdi hann til að stappa í mig stál- inu. Hann hafði réttilega reiknað út að sumir af forystumönnum Alþýðu- flokksins, sem héldu að þeir ættu að stjóma Alþýðublaðinu, væru ekki allskostar ánægðir með skrif mín. Hann átti eftir að hringja oftar og ég átti eftir að njóta þeirra forréttinda að heyra hann ausa af gnægtarbrunni sagna um liðna tíð, menn og málefni, sem ég þekkti sjálfur einungis af sögubókum. Hann var frábær sögumaður og stílisti af guðs náð. Það er íslenskum bókmenntum óbætanlegur skaði að honum skyldi ekki gefast tóm til að skrifa rneira. Hann var skáld réttlæt- isins. Það var hans hlutskipti og þar skildi hann eftir sig þau verk sem munu geyma nafn hans um ókomna tíð. Við fráfall hans er mannlífið nú öllu litdaufara en áður, en þeir menn sem hafa gróðursett frækorn vinátt- unnar í hugum annarra lifa um alla tíð. Kvenskörungnum og hetjunni, Elínu, sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur, sem og börnum þeirra. Ég hygg að það sé ekki ofmælt að Elín hafi ekki síður verið formaður fom- frægasta verkalýðsfélags landsins og hún var jafnan virkur þátttakandi í símtölum okkar Guðmundar með skarplegum og hárbeittum athuga- semdum. I verkalýðsbaráttu sinni var Guð- mundur jaki fulltrúi lifandi fólks. Hann hafði innilegan vilja til að bæta kjör þess og berjast af krafti fyrir betra samfélagi. I samanburði við Jakann verða arftakar hans í verka- lýðshreyfingunni aldrei annað en ísmolar. Ég held að ég hafi verið síðasti maðurinn sem varð þeirrar ánægju aðnjótandi að tefla skák við Guð- mund jaka. Þar kom baráttulund hans best í ljós. Hann sagðist nú eiginlega ekkert hafa teflt eftir að Albert vinur hans dó, og þess sáust nokkur merki á taflmennsku hans. En að aflokinni hverri skák sagði hann djúpri og sannfærandi röddu: „Næst skal ég taka þig“. Nú er skák Guðmundar J. Guð- mundssonar lokið. Hann sigraði. Ég veit að í framtíðinni verður það svo að þá kemur mér hann í hug þeg- ar ég heyri góðs manns getið. Hrafn Jökulsson UTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í skiljuvatnsaöveitu fyrir 2. áf. Nesjavallavirkjunar. Verkið felst í niðurtekt eldri DN 150 og uppsetn- ingu og fullnaðarfrágangi á nýrri DN 700 skiljuvatnslögn frá skiljustöð að varmaskiptahúsi. Helstu magntölur í verkinu eru: Nýjar lagnir og undirstöður úr stáli: Einangrun og álklæðning: Forsteyptar undirstöður: Staðsteypt mannvirki: Gröftur: Eldri stállagnir sem fjarlægjast: Steyptar undirstöður sem fjarlægjast: Tengingum í skiljustöð og láglokahúsi skal vera lokiö 25. september 1997. Verkinu skal vera að fullu lokið í síðasta lagi 15. nóvember 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: kl. 11.00 þriðjudaginn 1. júlí 1997 á sama stað. hvr 96/7 103 t 1.500 m2 65 m3 420 m3 2.200 m3 9,5 t 50 t F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í innanhússfrá- gang í Sundlaug í Grafarvogi, Dalhúsum 2. Um er að ræða tréverk, málun og dúkalögn, hreinlætis-, hita- og loftræsilagnir, lagnir frá hreinsikerfum að laugum og pottum, raflagnir, lýsingu og nokkur smáspennukerfi. Verktími er frá 15. ágúst 1997 til 1. apríl 1998 fyrri verklok og 1. júlí 1998 seinni verklok. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudeginum 24. júnl 1997, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa: þriðjudaginn 15. júlí 1997, kl 14.00 á sama stað. bgd 100/7 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboöum í kaldvatnsgeymi, skilju- og dælustöð fyrir 3. áfanga Nesjavallavirkjunar. Verkið felst í byggingu 1.100 m3 kaldvatnsgeymis úr stáli ásamt tilheyrandi tengingum lagna, lengingu skiljuhúss um 6 m og lengingu dælustöðvar um 5 m. Báðar bygg- ingarnar eru stálgrindarhús klædd með stáli. Heildargrunnflötur viðbygginga er um 84 m2 og rúmmál um 600 m3. Ytri frágangur er eins og á núverandi byggingum. Helstu magntölur í verkinu eru eftirfarandi: - Gröftur: - Fylling: - Steinsteypa: - Stálgeymir: - Stálgrind: - Stálklæðning utanhúss: - Stálklæðning innanhúss: - Lagnir: - Raflagnir: - Lóð: 1.600 m3 2,750 m3 110 m3 50 tonn 9,6 tonn 800 m2 100 m2 450 m 300 m 2.600 m2 Undirstöðu kaldvatnsgeymis skal vera lokið 15.10.1997. Verkinu skal vera að fullu lokiö 1.8. 1998. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá miðvikudeginum 25. júní 1997, gegn 25.000,- kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa: þriöjudaginn 22. júlí 1997, kl. 11.00 á sama stað. Hitaveita Reykjavíkur býður væntanlegum bjóðendum til vettvangsskoðun- ar á Nesjavöllum miðvikudaginn 2. júlí, kl. 14.00. hvr 101/7 ÍNNKÁ UPÁSTÖFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - S(mi 552 58 00 - Fax 562 26 16 um að skilja einhver óafgreidd mál eftir til næstu samninga án þess að fyrir því sé til neinn stafur. Þetta var aldrei neitt vandamál þegar Guð- mundur átti í hlut því treysta mátti hverju því orði sem hann lofaði, enda jafngilti ádráttur frá honum skrifleg- um samningi. Hann sagði einfald- lega: „Þetta er satt, þessu var lofað“ og eftir það hreyfði enginn neinum mótmælum, hvorum megin borðs sem menn sátu. Guðmundur hafði mikinn metnað fyrir hönd síns félags, Dagsbrúnar, og mesta hrós sem hann gat sagt um nokkum mann var: „Hann er Dags- brúnarmaður“. Allt sem ég kynntist í fari Guð- mundar í kjarasamningum sannfærði mig um hversu mikið lán og hve mikil nauðsyn það er hverri þjóð að eignast sterka, heiðarlega verkalýðs- leiðtoga. Guðmundur var hafsjór af sögum og afburða sögumaður og bjargaði mörgum samningafundum með því að koma með einhverja dæmisögu sem hitti beint í mark. Enginn sem Risinn með bamshjartað, sem ekkert aumt mátti sjá án þess að reyna að hjálpa, er fallinn, farinn yfir móðuna miklu þaðan sem enginn á afturkvæmt. En minningin um góðan dreng, í fyllstu merkingu þeirra orða, lifir áfram í hugum þeirra sem þekktu hann. Ekki er víst að allir viti að Guð- mundur rak umfangsmikla félags- málastofnun á eigin vegum á skrif- stofu sinni og í hvert sinn sem ég leit þar við sat fjöldi manna á biðstofunni niðri á Lindargötu og beið eftir því að fá að tala við Guðmund og biðja hann ásjár. Hann reyndi að leysa vanda hvers þess manns sem til hans leitaði og þá oft, því miður, meira af vilja en mætti, þannig að hans eigin fjárhagur beið stórtjón af. I nokkur ár sátum við sitt hvoru megin við samningaborðið og ég játa það fúslega að ég kveið því þegar ég átti að ræða við goðsögnina Guð- mund jaka í fyrsta sinn. Sá beigur reyndist óþarfur því í ljós kom að Guðmundur var ljúfur maður, fastur fyrir en velviljaður, og þekkti innviði atvinnulífsins betur en flestir aðrir og hafði að auki það jarðsamband við sína menn að hann vissi nákvæmlega hvar hann stóð hverju sinni og hverju hann þurfti að ná fram til að fá samn- ingana samþykkta af sínum mönn- um. Við samningaborðið virtist mér skoðun hans vera: Við stöndum hér frammi fyrir ákveðnu vandamáli og það er okkar hlutverk að leysa málið. Og þá var „bara að sippa sér í það“, eins og hann orðaði það. Það var Guðmundi jafnan mikið metnaðarmál að fá Dagsbrúnarmenn til að samþykkja þá samninga sem hann hafði undirritað og vitnaði þá gjaman til Eðvarðs, þess formanns Dagsbrúnar sem samningar hefðu aldrei verið felldir fyrir. Hann þurfti oft að skrifa undir samninga, sem hann var ekki fullkomlega ánægður með, en þegar hann hafði skrifað undir þá barðist hann eins og ljón og lagði allt undir til að fá þá samþykkta þvt' hann áleit að á sér hvfldi sú drengskaparskylda að fá þá sam- þykkta. Og þetta tókst honum. Eins og Eð- varðs mun hans verða minnst sem formanns Dagsbrúnar, sem jafnan tókst að fá þá samninga samþykkta sem hann hafði gert. Oft er það svo að menn sammælast heyrði til hans þegar honum tókst best upp mun nokkum tíma gleyma því. Guðmundur var skapmikill en hafði hamið skap sitt aðdáunarlega vel. Ég sá hann einu sinni reiðast ofsalega og missa stjóm á skapinu andartak og er sannfærður um að sú sjón mun aldrei gleymast neinum þeirra sem viðstaddir vom. Það er mjög sjaldgæft að menn bindist vináttuböndum eftir að full- orðinsaldri er náð, en þó að við Guð- mundur höfum sést fyrst á miðjum aldri taldi ég hann til trúnaðarvina minna og vona að hann hafi líka litið á mig sem vin sinn. Nú er þessi vinur minn mér horf- inn og vildi ég óska þess að við hefð- um getað átt fleiri stundir saman, en eitt veit ég og það er að ég mun sakna hans það sem ég á eftir ólifað. Ég veit ekki hvemig næsta gamlárs- kvöld á eiginlega eftir að ganga fyrir sig án þess að við tölum saman í klukkustund eða svo, því það er svo ótalmargt sem ég á ósagt við hann. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur leitað ráða hjá honum og ég á líka eftir að sakna þess að nú getur hann ekki lengur sagt mér til synd- anna þegar þörf krefur. ísland er fátækara þegar slíkur sonur sem Guðmundur var Islandi er horfinn en rnest er þó sú sorg og sá missir sem Elín, sólargeislinn í lífi hans í meira en hálfa öld og stoð hans og stytta sem aldrei brást, stend- ur nú skyndilega frammi fyrir. Um leið og við minnumst og sökn- um góðs vinar sendum við Steffí þér, Elín, hugheilar samúðarkveðjur og þætti okkur vænt um að þú nefndir nafn okkar ef þér er einhvem tíma einhvers vant. Davíð Scheving Thorsteinsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.