Alþýðublaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 1
MMIBLMÐ Miðvikudagur 25. júní 1997 Stofnað 1919 81. tölublað - 78. árgangur ¦ Samkeppnisráð er með mál vegna samkeppni á flutningamarkaði Sendibílstjórar hafa kært Eimskipafélagið - segja þá reka sendibílastöö þar sem gjald fyrir akstur er tekið í hafi „Við kærðum til Samkeppnisstofh- unar 30 prósent álag sem er á þunga- skatti, sem allir sem eru með gjald- mæla í bflunum greiða. Það er bull- andi samkeppni við skipafélögin, þau eru að vísu með eitthvað af sendibfl- stjórum í vinnu, en þeir eru lfka með eigin bfla sem eru ekki með gjald- mæla. Þar með er samkeppnisaðstað- an ójöfn. Það eru um fjórir mánuðir frá því við sendum þetta erindi til Samkeppnisstofnunar. Við höfðum áður fengið umsögn fjármálaráðu- neytisins þar sem tekið var undir með okkur," sagði Eyrún Ingadóttir, fram- kvæmdastjóri Trausta, félags sendibfl- stjóra, en auk þeirra eru Frami, félag leigubflstjóra og vörubifreiðastjórar með í.kærunni vegna samkeppninnar við skipafélögin, og þá sérstaklega Eimskip. En hvernig má það vera að sendi- bílstjórar eru með mœla íbílunum, en ekki skipafélögin þó barist sé að hluta á sama markaði? , ,Það er nú svo margt skrftið í henni veröld. Þetta eru fyrirtækjabflar og því heitir þetta ókeypis flutningur. Við vit- um að þeir eru með innifalinn heimakstur í fraktverðinu, það er að verðlagning á flutning í hafi er látin dekka keyrsluna hér heima. Þeir eru ekki með þetta aðskilið. Okkar menn eru einyrkjar sem eru að keppa við risa og þetta er erfið samkeppnisað- staða. Það má segja að Eimskip reki sendibflastöð og þetta gengur út á hvernig er hægt að koma sér undan lögum." Eyrún segir að þau hafi rekið á eftir erindinu, þar sem mikið liggur við að fá úrskurð. „Það er liðinn ótrúlega langur tími frá því erindið barst til Samkeppnisstofunar. Þetta er sagt í eðlilegum farvegi þar. I þessu máli hefur fjármálaráðuneytið sagt að ekki taki að gera breytingar vegna 30 pró- sent álagsins, þar sem til standi að þetta falli allt f olíugjaldið, en það er búið að fresta því aftur í eitt ár og kemur því ekki tíl framkvæmda fyrr en l.janúar 1999." Reykjavíkurborg og Knattspyrnusambandið MPÍDDBUDID- sme Yfirbyggt fótboltahús verður við hlið Laugardalshallar Búið er að skipa þriggja manna vinnuhóp sem ætJað er að skoða möguleika á fjármögnun, fram- kvæmdum og rekstri yfirbyggðs knattspyrnu- og sýningarhúss í Laug- ardal. Ingvar Sverrisson, varaformaður Iþrótta- og tómstundaráðs segir að afgreiðslu tillögunnar, sem Steinunn V. Óskarsdóttir formaður ráðsins lagði fram, hafi verið frestað. Ingvar sagðist sannfærður um að af bygg- ingu fótboltahússins verði. Hann segist jafnframt vera viss um að á næstu árum verði einnig byggt yfir skautasvellið og að fimmtíu metra yfirbyggð sundlaug komi við hlið Laugardalslaugarinnar. „Ef ekki hefði verið slök fjármála- stjóm Sjálfstæðisflokks á undanförn- um áratugum væri búið að byggja þessi mannvirki. En þau koma, það er ég viss um," sagði Ingvar Sverris- son. Hann segir ástæðu þess, að knatt- spyrnuhúsið verði byggt við hlið Laugardalshallar og væntanleg yfir- byggð sundlaug verði byggð við hlið Laugardalslaugar, vera þá að þá verði hægt að samnýta búningsað- stöðu, böð og fleira. wm ÆSt-..\ Asgerður Bjarnadóttir látin Mánudaginn 23. þessa mán- aðar lést á Sjúkrahúsi Reykja- vflcur Asgerður Bjarnadóttir, bankafulltrúi, sem um langt skeið var í hópi ötulustu félags- manna Alþýðuflokksfélags Reykjavfkur. Ásgerður var fædd á ísafirði 17. júní 1929 og ólst þar upp, dóttir Bjarna Ás- geirssonar og Unnar Guð- mundsdótttur. Hún varð stúdent frá Verslunarskóla íslands og starfaði eftir það lengst af í Ut- vegsbanka íslands, síðar ís- landsbanka. Hún var gift Þor- steini Jakobssyni, stýrimanni og síðar hafnarverði, og varð þeim fjögurra barna auðið. Þau eru: Unnur, doktor í líffræði, Bjarni, aðalritstjóri hjá Vöku- Helgafelli, Haraldur, sem er í doktorsnámi í sálarfræði í Bandaríkjunum, og Jabob, fræðslustjóri ÍTR. Ásgerðar Bjarnadóttur verð- ur betur minnst í Alþýðublað- inu síðar. Eg var að koma frá honum vini mínu, Hannesi Bjarnasyni bif- vélavirkja á Flúðum, þar sem ég fékk mikið og gott að borða. Það veitir ekki af að hjóla af sér ofátið. Þú get- ur séð að malbikið hefur hækkað þar sem ég er búinn að hjóla, sagði Reynir Pétur Ingvason, landsþekktur göngugarpur, þegar Alþýðublaðið hitti hann, þar sem hann var á hjóli skammt frá Flúðum. Reynir Pétur var búinn að leggja tugi kílómetra að baki á hjólinu, blés ekki úr nös og gaf sér góðan tíma til að spjalla. „Það eru tólf ár sfðan ég gekk hringveginn. Ég verð 49 ára í haust og labba mikið og svo hjóla ég líka," sagði kappinn og brosti sínu breið- asta. Það var suðvestan fimm til sex vindstig, beint á móti, er ekki erfitt að hjóla á móti vindinum? „Nei, ekki svo. Þegar ég kem að Laugarási verður vindurinn á hlið. Þú verður að senda mér eintak af Al- þýðublaðinu," kallað kappinn þegar hann lagði aftur af stað. Degi var tek- ið að halla og enn langt heim að Sól- heimum. Jói íMjóanesi Alþýðublaðið brá sér á neta- veiðar á Þingvallavatni með Jóa í Mjóanesi. Sjá bls. 4 og 5.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.