Alþýðublaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 6
6 A I «-■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1997 ^ aiíri\/iu'i m/vrii id oc m if» fiskveiðar f n \ - f'M H Um aldir ríkti einungis eitt stýrikerfi við fiskveiðar: Frjálsar veiðar. „Frjálsar veiðar“ þýðir að allir mega kaupa eða byggja bát, halda til hafs og veiða eins og þeir vilja og geta. Það er ekki fyrr en á síðari hluta þessarar aldar sem þjóðir heims hófu að stjóma veiðum og var það fyrst og fremst vegna ofveiði. Margvíslegar leiðir eru til að vemda fiskistofna fyrir of- veiði. Helstar þeirra eru ákvæði um lágmarksstærð fiska, það er að fiskur verði að hafa náð tiltekinni stærð, ákvæði um möskvastærð, það er að net séu ekki of þéttriðin, og svæða- lokanir, það er að bannað sé að veiða á tilteknum svæðum, til dæmis vegna þess að þau eru uppvaxtarsvæði fisks. Einnig er oftast ákveðinn leyfi- legur heildarafli, til dæmis að aðeins megi veiða 100 þús. tonn af þorski á ári. Síðar var hugað að því að stjórn á veiðum er mikilvæg, ekki aðeins til að hindra ofveiði heldur til að tryggja hagkvæmni. Það er hagræn stjómun. Auðlindir sjávar hafa nokkra sér- stöðu. I fyrsta lagi em þær endumýjan- legar, það er sífellt nýir fiskar koma í stað þeirra sem em drepnir. I öðm lagi er um að ræða lífrænt hráefni sem skemmist mjög fljótt. í þriðja lagi er um auðlindir, fiski- stofna, að ræða sem veiðast á mjög mismunandi stöðum og flakka á milli. I fjórða lagi er um að ræða veiðar á villtum dýmm til matar sem er orð- ið nær einsdæmi í heiminum. I fimmta lagi em náttúmlegar að- stæður mjög ráðandi við viðgang og nýtingu fiskistofna, svo sem ástand sjávar, fæða, veðurfar og áhrif ann- arra dýra. Það em ekki nema 20 ár síðan Hafrannsóknastofnun hóf ráðgjöf um nýtingu þorskstofnsins. Hagræn stjómun fiskveiða er nú ráðandi. Þó má ekki gleyma því að stýrikerfi verður að uppfylla það skilyrði að komið sé í veg fyrir ofveiði. Fiskveiðistjómunin byggist á ákvörðun um leyfilegan heildarafla. Sú ákvörðun er tekin af sjávarútvegs- ráðherra að fengnum tillögum Haf- rannsóknastofnunar. Undanfarin ár hefur verið farið eftir tillögum Haf- rannsóknastofnunar en á ámm áður Ágúst Einarsson, þingmaður jafnaðarmanna skrifar var oft farið fram úr tillögum og ráð- gjöf stofnunarinnar. Fiskveiðiarður Hagkvæm nýting fiskistofna þýðir að veiðunum sé stýrt þannig að það myndist hagnaður, svokallaður fisk- veiðiarður. Mismunur á tekjum og kostnaði við veiðar er fiskveiðiarður. Ef tekjur af auðlindinni em 100 og kostnaður 80 þá er fiskveiðiarðurinn 20. Ef ekki em settar takmarkanir þá verða skipin mörg og kostnaður það mikill að heildartekjur verða jafnar heildarkostnaði. Þá er enginn hagn- aður og sóknin óhagkvæm. Þannig byggist hagræn stjómun á því að minnka flotann. Ef sókn er aukin þá hækkar kostnaður. Afkastageta flestra fiskiskipaflota í heiminum fer langt fram úr nýtingu fiskistofna. Þegar mest bil er milli tekna og kostnaðar við veiðar þá er talað um kjörsókn. Að henni stefna öll stýri- kerfi við fiskveiðar. Kjörsókn há- markar fiskveiðiarðinn. Við emm enn langt frá því að ná kjörsókn við veiðar á íslenskum fiskistofnum en við höfum náð verulegum árangri við veiðar á nokkmm fisktegundum. Má þar nefna loðnu og sfld og ýmislegt bendir til þess að skipulag okkar við botnfiskveiðar sé einnig að skila ár- angri. Nú em tekjur af fiskistofnum hér- lendis um 100 milljarðar og kostnað- ur er um 97 milljarðar. Hagnaður í sjávarútvegi er núna að minnsta koti 3 milljarðar á ári, það er núverandi fiskveiðiarður. Þessi hagnaður getur hins vegar aukist vemlega á næstu ámm ef haldið er rétt á spilunum. Stjórnkerfi við veiðar Helstu kerfi við stjómun veiða eru sex talsins, frjálsar veiðar, leyfilegur heildarafli og frjálsar veiðar þar til þeim heildarafla er náð, gjaldtaka við veiðar, takmörkun á skipum, sóknar- mark og aflamarkskerfi. Frjálsar veiðar þýða að allir mega veiða eins og þeir vilja og geta, en þær leiða til útrýmingar viðkomandi stofnum. Hagur einstakra útgerðar- manna og samfélagsins fer einfald- lega ekki saman. Sú stjómunaraðferð að ákveða leyfilegan heildarafla og leyfa síðan frjálsar veiðar þar til þessum heildar- afla hefur verið náð er algeng. Hún er ekki góð. Sóknin verður of mikil, of mikið lagt í hana og þar með of kostnaðarsöm. Frægt er dæmið um lúðuveiðar í Bandaríkjunum þar sem mörg hund- mð bátar veiða takmarkað heildar- magn og veiðar em stöðvaðar eftir nokkra klukkutíma. Þess má reyndar geta að þetta kerfi notum við núna við veiðar úr norsk-íslenska sfldar- stofninum. Aðrar aðferðir em mögulegar við hagræna stjómun. Hægt er að leggja gjald á sóknina, til dæmis á veiði- heimildir, rúmlestatölu skipa eða olíu. Tilgangur þess er að knýja fram minni sókn með auknum kostnaði. Þetta er erfitt í framkvæmd og hefur ekki verið beitt að neinu ráði. Hugmyndin um veiðileyfagjald byggist ekki á gjaldtöku til að stýra sókninni. Þar liggja aðrar ástæður að baki, það er réttlætisrök og hag- kvæmisrök. Önnur leið er að takmarka fjölda skipa sem veiða eða stærð skipa, til dæmis að krefjast þess við endumýj- un að fyrir hverja eina nýja rúmlest séu tvær rúmlestir teknar úr umferð. Þetta er að hluta til inni í núverandi fiskveiðistjómun okkar. Það er mat fræðimanna að þetta eitt og sér geti ekki leitt til árangurs, meðal annars vegna þess hve tækniþróun er ör. Sóknarmark og afla- markskerfi Sóknarmarkskerfi er skilgreint þannig að úthlutað er sóknardögum, til dæmis að fiskiskip megi einungis vera 150 daga á sjó eða verði að veiða annað en þorsk í 100 daga. Annað heiti yfir sóknarmarkskerfi eða sóknarmark er sóknardagakerfi eða banndagakerfi. Þetta gildir að hluta til enn fyrir smábáta. Erfið- leikar við þetta kerfi em meðal ann- ars þeir að erfitt er að gæta þess að afli einstakra fisktegunda fari ekki yfir leyfilegt hámark. Einnig em erf- iðleikar í að ákvarða sóknardaga. Hætta er á að aukaafla verði fleygt við þessar aðstæður. Skip em vitaskuld ekki nýtt þá daga sem þau em bundin við bryggju og sóknarþunginn á leyfilegum dög- um er mjög mikill. Það er því kapp- kostað að ná afla og kostnaður getur farið úr böndum. Þetta stýrikerfi er víða notað þótt fræðimenn finni því ýmislegt til foráttu. Hægt er að hugsa sér þannig kerfi að mönnum séu úthlutaðir sóknar- dagar og heimilt sé að framselja þá. Það hefur ekki verið reynt hér á landi. Þá myndast markaður um sóknardaga eins og er í aflamarks- kerfinu og það leiðir til hagkvæmni. Vafalítið væri hægt að skoða þessa aðferð betur en gert hefur verið. Aflamarkskerfi er oftast kallað kvótakerfi. Hægt er að úthluta afla- marki eða kvóta með tvennum hætti. Annars vegar sem kvóta í tonnum, til dæmis 100 tonn af þorski. Það er aflamark eða kvóti. Hins vegar er út- hlutað hlutdeild í heildarafla, til dæmis 0,01% af leyfilegum heildar- afla í þorski. Það er hlutdeildarkvóti. Útgerðir veiða síðan sitt aflamark og hafa heimild til að framselja kvótann til annarra útgerðarmanna; þetta framsal getur verið innan ársins og er þá kallað kvótaleiga. Einnig er hægt að selja kvótann til annars útgerðar- manns og þá er um að ræða kvóta- sölu. Aflamarkskerfið er tiltölulega ein- falt; þá er úthlutað afla á hvert skip. Þá er í valdi útgerðarmannsins hvenær hann tekur þennan afla. Hann fær 100 tonnum úthlutað og það er hagur hans að veiða þessi 100 tonn með sem ódýrustum hætti. Eftirlit í þessu kerfi er tiltölulega einfalt að því tilskyldu að allur afli berist á vigtar. Galli kerfisins er sá að hætta er á brottkasti, það er að smá- fiski og verðlitlum fiski sé fleygt til að geta nýtt kvóta sinn betur. Þetta byggir á því að einn 6 kg fiskur er meira virði heldur en þrír 2ja kflóa. Fiskveiðistjórnun ís- lendinga Stýrikerfi okkar í botnfiski hófst fyrir 20 árum með sóknarmarki, það er svokölluðu skrapdagakerfi frá 1977 - 83. Þá var skipum bannað að sækja þorsk á tilteknum dögum og einungis lítið hlutfall af afla þeirra mátti vera þorskur. Skrapdagakerfið sem var reynt hér um 7 ára skeið leiddi til stækkunar flotans og afkoma veiðanna versnaði verulega. Eftirlit með kerfinu var mikið og erfitt að laga það að fleiri tegundum. Sóknarmark hefur einnig þann galla að það er oft erfitt að stöðva veiðamar þegar leyfilegum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.