Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ skooanir FIMMTUDAGUR 26. JUNI 1997 MíMMÍDIB Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Utgáfufólag Rítstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Áskriftarverð kr. 1 Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Sigurjón M. Egilsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 HBK ísafoldarprentsmiðja hf. Sfmi 562 5566 562 9244 500 m/vsk á mánuði. Tíu veikleikar í þjóðfélaginu Hagvöxtur var til skamms tíma mun minni hérlendis en annars staðar. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af hagkerfi okkar vegna ýmissa veikleika í þjóðfélaginu. f fyrsta lagi er skipulag sjávarútvegs dragbítur á eflingu atvinnu- lífs. Það er brýnt að taka upp veiðileyfagjald til að mæta réttmæt- um kröfum almennings til þátttöku í afrakstri sameiginlegrar auð- lindar. Einnig er veiðileyfagjald nauðsynlegt til að efla annan út- flutning við hlið sjávarútvegs. I öðru lagi er landbúnaður þannig skipulagður að matvæli eru 30% dýrari hérlendis en að meðaltali í ESB-löndunum. Hérlendis er eitt umfangmesta styrkjakerfi landbúnaðar í heimi en íslenskir bændur eru þó einna fátækastir. Kerfi ríkisstjórnarflokkanna er fjandsamlegt, bæði neytendum og bændum. í þriðja lagi einkennist fjármálakerfið af fákeppni og spilltum áhrifum stjórnmálaflokka í ríkisbanka- og sjóðakerfinu. Vextir eru mun hærri hér en í nágrannalöndunum, bankastjórar með eina milljón í laun á mánuði og allt þetta í skjóli stjórnmálalegs valds. í fjórða lagi er menntakerfið að drabbast niður. Við höfum dreg- ist verulega aftur úr, eins og alþjóðlegur samanburður sýnir. Sjálf- stæðismenn hafa stjórnað menntamálum í 12 af síðustu 14 árum með hörmulegum afleiðingum. Brýnasta verkefni menntamála er að koma Sjálfstæðisflokknum út úr menntamálaráðuneytinu. í fimmta lagi er framleiðni fyrirtækja einna lægst hérlendis allra landa innan OECD. Fyrirtækjum hér er illa stjórnað. Þau greiða lág laun þrátt fyrir einna lægstu skatta fyrirtækja í Evrópu. Enda er samkeppnisstaða íslands mjög slök í alþjóðlegum samanburði. í sjötta lagi er útflutningsverslun alltof lítil. Hlutdeild útflutnings í verðmætasköpuninni hefur staðið í stað hérlendis í 30 ár. Annars staðar hefur hlutdeild útflutnings tvöfaldast. Aukin utanríkisversl- un er alls staðar aflvél framfara og hagvaxtar nema hér á landi. I sjöunda lagi er á íslandi lengstur vinnudagur í Evrópu. Venju- legur launþegi vinnur 30% lengri vinnuviku en í nágrannalöndun- um. Aðeins með þessum langa vinnudegi tekst fólki að ná sambæri- legum lífskjörum og erlendis. Fólk er víða búið að fá nóg af því að búa í eins konar þrælkunarbúðum. f áttunda lagi er skipulag á vinnumarkaði gamaldags og staðnað. Það einkennist af mikilli miðstýringu, einkum af hálfu vinnuveit- enda, og veikri verkalýðsforystu. Það þyrfti að leggja enn meiri áherslu á vinnustaðasamninga eða vinnustaðafélög. f níunda lagi er eldri borgurum sýnd fyrirlitning. Þeir eru fléflett- ir og niðurlægðir af ríkisstjórninni og verða að koma fram sem bón- bjargarfólk. Þetta fólk hefur lagt mjög mikið af mörkum til samfé- lagsins. Það á skilið betri framkoma en Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokkur sýna því. í tíunda lagi er sinnuleysi gagnvart þjáningum fólks áberandi eins og sést á löngum biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Slíkir biðlistar og virðingarleysi gagnvart sjúkum þekkist ekki í nágrannalöndunum. Sjúklingar og öryrkjar eiga ekki í önnur hús að venda. Þessi tíu atriði eru alvarleg. Það er ekki hægt að ráða bót á þeim nema með nýrri pólitískri stefnu. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja ekki breytingar. Þessir veikleikar munu draga smátt og smátt úr lífskjör- um. Ef fóik vill betri tíð þá verður það að leita nýrrar pólitískrar forystu. Jafnaðarmenn eru reiðubúnir að veita slíka forystu hér- lendis, eins og er víðast í Evrópu. Ríkisstjórnin hefur ásamt vinnuveitendum í VSÍ slegið skjald- borg um fsland í formi lágra launa, verndunar fákeppni og sérhags- muna og virðingar- og tillitsleysi gagnvart eldri borgunum, sjúk- lingum og öryrkjum. Hversu lengi ætlar íslenskt launafólk að láta bjóða sér þetta þrælahald með 30% lengri vinnutíma og á þessum lágu launum? Svari því hver fyrir sig. Snorri og Björk Sumarið 1995 dvaldist ég alllengi í París. Um þær mundir var Björk Guðmundsdóttir heimamönnum þar mjög ofarlega í sinni og eina vikuna gat að líta risavaxna mynd hennar á flestum blaðsöluturnum borgarinnar. Ég gekk um göturnar og reyndi að baða mig í frægð hennar. Samlandi Tvíhleypq | Þórarinn Eldjárn hennar og hafði meira að segja einu sinni talað við hana meðan hún var enn bara sérkennilegur unglingur við ysta haf. Og ég hugsaði sem svo: Sennilega er Björk frægasti íslend- ingur sem uppi hefur verið, ef frægð telst felast í því hversu mórgum er ljóst að maður sé til, eða hafi verið til. Hún er frægari en Halldór Lax- ness, frægari en Gunnar Huseby, frægari en Snorri Sturluson... Nokkru síðar átti ég því láni að fagna að geta rölt um Latínuhverfið og nágrenni þess undir leiðsögn Ein- ars Más Jónssonar, fjölfræðings og höfuðsnillings. Með okkur í för var annar Parísarbúi (nú 101 Reykvíkingur) Hall- grímur Helgason, fjöl- listamaður og höfuð- skáld. Er við stóðum við Panthéon gátum við virt fyrir okkur vegg hins mikla Bóka- safns heilagrar Genevíu, en sá er þak- inn nöfnum allra helstu andans manna Frakk- lands og alheimsins. Einar Már lét þess get- ið að einhvers staðar í þessu kraðaki gæti að líta nafn Snorra Sturlu- sonar: Eftir nokkra leit tókst okkur að hafa upp á því, mikið rétt: Snorro-Sturleson var þar klappað í steininn og Einar Már fræddi okkur á því að enginn annar íslendingur hefði náð svo langt. Um kvöldið orti ég í fram- haldi af þessu eftirfar- andi ljóð sem ég fékk birt í Morgunblaðinu seinna um sumarið: BJORK OG SNORRII PARIS A Bókasafiis heilagrar Genevffu vegg sem veit á móti sjálfu Panthéon mér bentifróður maður meður skegg á meitlað nafnið SNORRO- STURLESON. Við gengum þaðan niður á Saint Michel um Soufflot-gótu, út afþessu hrœrðir hve lóndum okkar getur vegnað vel sem vitrir, margfróðir og lœrðir. Sem búluvarðinn þar við áfram örk- uðum, nokkuð hratt en þó í vœrð þá skyndilega birtist okkur BJÖRK á blaðaturni ímeira en líkamsstœrð. Og þeirra Snorra viðureign hún vann. Hún vegur þyngra til að „kynna ísland". Við skildum þá að hún er meiri en hann á heimsins torgum, litla birkihríslan. Þarna er eins og sjá má ýmsu hnik- að til af listrænum ástæðum. Bjarkar- gangurinn á blaðaturnunum var í há- marki nokkru fyrr og við félagarnir upplifðum ekki saman þann mann- jöfnuð frægðarpersónanna tveggja sem lýst er í ljóðinu. Eins og áður er frá skýrt vorum við þrír en ekki tveir og það var reyndar Hallgrímur en ekki Einar Már sem á endanum fann nafn Snorra á veggnum, haukfránum augum drátthagyrðingsins. Einar var vissulega fróður, en ekki með skegg. Þetta eru smáatriði sem skipta ekki máli. Hitt er öllu verra að nýlega varð ég fyrir reynslu sem vegur að sjálfum grundvelli kvæðisins. Eg hef sennilega vanmetið heimsfrægð Snorra Sturlusonar stórlega, látið yf- irborðskennda auglýsingafroðu poppheimsins villa mér sýn. Þannig var að í byrjun þessa mánaðar vorum við Ari sonur minn eina viku í Lund- únum að skemmta okkur. Að lokinni dvöl skögruðum við út af hóteli okk- ar með töskur svo troðnar bókum, diskum og vídeóspólum að okkur óaði við langri túpuferð á flugvöllinn en veifuðum til okkar belgmiklum enskum taxa og föluðumst eftir fari í samfloti við ágæt hjón frá Eskifirði sem við höfðum kynnst í lobbíinu. Bílstjórínn tók okkur vel, glaðleg- ur maður um sextugt, og spurði okk- ur eins og fara gerir hvaðan við vær- um. Og ekki er að orðlengja það að jafnskjótt og ísland var nefnt gleikk- aði bros hans enn, hann breiddi út faðminn og mælti aðeins eitt nafn af vörum: SNORRE STURLASON, þekkið þið hann? Alla leiðina út á Heathrow hélt hann svo fyrirlestur um sögu Norður- landa og Englands, hann kom inn á orðsifjafræði örnefna og manna- nafna, hann fór með sögur og ljóð og síðan út um víðan völl, sumt í ræðu hans reyndar allnykrað. Ljóst var þó allan tímann hver var að hans mati aðalmaðurinn: Snorri Sturluson. Og ég fór að hugsa: Hvernig ætli það verði eftir 750 ár, skyldu einhverjir afkomendur okkar þá eiga eftir að fyrirhitta enskan leígubflstjóra (að breyttu breytanda) sem ekki vill um annað ræða en Björk Guðmundsdótt- ur og verk hennar? Varla. Ég kemst ekki hjá því að gera bragarbót: EFTIRMÁLI í LUNDÚNUM Leigubílstjóri gerður út aförk okkur tjáði: „Kœru vinir, sorrí, ég veit ekki neitt um neina Bjórk nafnið sem ég kann og skil erSNORRI. q i c r i o k f r q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.