Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 26. JUNI 1997 ALÞYÐUBLAÐiÐ ce I i n q o r. Palli vareinn í heiminum Alþýðublaðið hefur að sönnu taug- ar til Helgarpóstsins, sem óx úr grasi undir móðurlegum armi þess. Seinna var það tekið í fóstur af öðrum, og nú er svo komið, að enginn vill kannast við krógann. Kanski honum verði á endanum skilað til Alþýðublaðsins, - hver veit? Að þessu kvað svo rammt að raun- verulegt eignarhald Helgarpóstsins var öllum dulið fram á síðustu daga. Það tókst að lokum að draga fram í dagsljósið, að blaðið óháða var ekki eins óháð og menn höfðu áður talið. Það reyndist ekki aðeins þrautmýlt, heldur nánast í eigu stjórnmála- flokks. Það kom semsagt í ljós, að hið hreinlífa og siðavanda Alþýðu- bandalag átti næstum því meirihluta í Helgarpósti Páls Vilhjálmssonar. Málið varð enn neyðarlegra þegar kom í ljós, að fæstir í forystu flokks- ins vissu nokkuð um þessa merku eign Alþýðubandalagsins. Kristinn H. Gunnarsson, sómakær endurskoð- andi að vestan og þingmaður í and- stöðu við Margréti Frímannsdóttur, taldi foráttuvitlaust að flokkurinn væri að eyða fjármagni í Helgarpóst- inn. Flestir töldu innihald blaðsins ennfremur með þeim hætti, að það væri óðs manns æði að leggja nafn flokksins við slíkan hégóma. Hjör- leifur Guttormsson átti þar kollgát- una, einsog svo oft áður. Týnd er æra, töpuð sál Hversvegna sór hver forystumaður Alþýðubandalagsins á fætur öðrum Helgarpóstinn af sér? Vísast vegna þess, að blaðið hefur helst unnið sér það til frægðar að ganga með eggjárn á æru manna og freista þess í sölu- skyni að notfæra sér mistök fólks til ábata. Óhjákvæmilega hefur það orð- ið til þess að lemstra enn frekar þá sem sárir voru fyrir. Svona lágt geta markaðsöflin teymt menn ef þeir gæta ekki að sér, og efalítið hefði þetta á sælum dögum Þjóðvilja og róttæks sósíalisma verið lagt út sem dæmi um hversu markaðsöflin spilla. Það var því afar neyðarlegt fyrir Alþýðubandalagið þegar kom í ljós að blað, sem svona var grátt leikið af markaðsöflunum, er rekið á siðferði- legri ábyrgð flokksins. Engum dettur til hugar að forysta Alþýðubandalagsins hafi nokkru sinni haft hönd í bagga um beina rit- stýringu blaðsins. En árásir Helgar- póstsins á einstaklinga, einelti blaðs- Jón Olafson fékk afsökunarbeiðni. ins gagnvart einstökum mönnum, sem voru í þeirri stöðu að eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, svívirðingar um pólitísk skyldmenni Alþýðubandalagsins í leiðurum Helgarpóstsins, hljóta óhjákvæmi- lega að setja stærsta eigandann í vægast sagt óþægilega stöðu. Það ber ekki vott um dómgreind þeirra forystumanna, sem fara með forsjá eignarhluta Alþýðubandalags- ins í blaðinu, að hafa ekki rænu á að losa sig við óþrif af slíku tagi, áður en þau smita yfir á flokkinn. Sorrí Nonni Þetta aðgerðarleysi hefur nú leitt forystu Alþýðubandalagsins í heldur kynduga stöðu. Helgarpósturinn hef- ur sem kunnugt er helgað undanfarin tölublöð áberandi einstaklingi í þjóð- félaginu, sem gegnir valdamikilli stöðu og virðist því í augum blaðsins vera sjálfsagt skotmark. Þetta hefur blaðið gert með þeim hætti, að sér- hvert sóðarit í útlöndum gæti talist fullsæmt af, og má raunar óska Helg- arpóstinum til hamingju hversu langt það hefur náð á þessari vafasömu braut. Þessi maður er Jón Olafsson, sem hefur einsog þjóð veit ekki ver- ið efstur á vinsældalista forystu Al- þýðubandalagsins, og engin ástæða heldur til þess. En þegar tengsl flokksins við Helgarpóstinn komu í ljós upp settu árásir blaðsins á Jón Ólafsson flokkinn í heldur nöturlegt ljós. Þetta hefur nú leitt til þess að í gær sendi forysta Alþýðubandalagsins frá sér magnaða yfirlýsingu, sem jafn- gildir iðrandi afsökunarbeiðni gagn- vart Jóni og fjölskyldu hans. Undir þetta rita þau Margrét Frímannsdótt- ir og Valþór Hlöðversson, formaður útgáfufélagsins Tilsjár. Þar segir meðal annars: „Hvorki formaður, útgáfufélagið Tilsjá né stofnanir Alþýðubandalagsins eiga nokkuð sökótt við Jón Ólafsson og hafa einsog áður segir ekkert með rit- stjórn Helgarpóstsins að gera. Undir- rituð harma að þetta mál, sem kann að hafa bitnað á málsaðilum og fjöl- skyldum þeirra, skuli hafa verið tengt Alþýðubandalaginu með þeim hætti sem gert hefur verið í fjölmiðl- um." Þarmeð hefur forysta Alþýðu- bandalagið kastað Páli Vilhjálmssyni fyrir ljónin, afneitað honum opinber- b <b I i n lega, og harmað skrif hans um Jón Ólafsson. Það var viturlega gert. Við borð liggur þó, að jafhvel þeir sem hafa fengið að kenna á mannelsku Páls ritstjóra fmni til með honum að sitja einn í skjóli slíkra samstarfs- manna. Meðan hann veltir fyrir sér hollustu eigendanna rifjar hann kanski upp söguna um Palla, sem var orðinn alveg aleinn í heiminum... Kenning Páls Vilhjálmssonar í yfirlýsingunni segir líka: „Al- þýðubandalagið hefur ekki á nokkurn hátt komið að ritstjórn Helgarpóstsins, né reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess blaðs." Guð láti gott á vita. En þarmeð er ekki sagt, að eignar- hald Alþýðubandalagsins á stærstum hluta Helgarpóstsins hafi ekki haft áhrif á skrif blaðsins. I heimi ís- lenskra fjölmiðla er nefhilega uppi kenning. Hún segir fortakslaust, að eignarhald hljóti ævinlega að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðils. Samkvæmt þessari kenningu stenst því ekki, þegar Páll Vilhjálms- son segir, einsog hann gerði í síðustu viku, að vegna fagmennsku sinnar hefði eignaraðild Alþýðubandalags- ins engin áhrif á ritstjórnarstefnu Helgarpóstsins. Grá er öll kenning, sagði Goethe, og nú gætu flestir ritstjórar í sjálfu sér leyft sér þann munað, að hafna þessari tesu og taka undir með Páli Vilhjálmssyni. Það er hinsvegar einn maður sem ekki getur það, án þess að vera kominn í eins grófa mótsögn við sjálfan sig og frekast er unnt. Það er ritstjóri Helgarpóstsins. Það vill nefnilega svo til, að höfundur um- ræddrar kenningar er enginn annar en Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Helg- arpóstsins.... Ekki hafa farið fram hjá neinum þær miklu yfirstandandi breyt- ingar sem eru á útvarpinu við sameiningu ritstjóma Rásar 1 og Rásar 2. Flestir starfsmenn verða þó endurráðnir með nokkrum und- antekníngum og svo virðist sem Andrea Jónsdóttir dagskrárgerð- armaður á tónlistardeild sé ein þeirra. Það hefur vakið mikla furðu en Andrea er einn virtasti ís- lenskur dagskrárgerðarmaður á tónlistarsviðinu sem við eigum og hefur verið á Rás 2 frá upphafi. Sérþekking hennar á sviði dægur- tónlistar er óumdeild og það er óskiljanlegt að fóma þeirri þekk- ingu á altari þeirra breytinga sem nú fara í hönd á rásinni. Sá ágæti prestur Jón ísleifs- son í Árneskirkju í Stranda- sýslu er elskaður af sóknarbörn- um sínum en jafnframt er stranda- mönnum ekkert heilagt og spauga þeir stundum með prestinn sinn að góðum sveitasið. Ein sagan af Jóni segir að hann sé mjög dug- legur við hverskyns viðhald og viðgerðir á heimili sfnu en fari ekki alltaf troðnar slóðir. Hann ætlaði til dæmis einu sinni að gera við hurð en honum dugði ekki venjuleg vél- sög þannig hann brá á það ráð að setja hjólsagarblað í slípirokk og hugðist þannig fá meiri kraft í tæk- ið og flýta fyrir afköstum. Prestur klifraði svo upp á stólkoll með tryllitækið og kveikti á því en ekki vildi betur til en svo að krafturinn var svo mikill að prestur kastaðist aftur á bak og datt á rassinn og fékk loks sögina á kaf I hendina... Prestur lét ekki staðar numið í viðgerðum eftir að saumað hafði verið fyrir sárið og búið um handlegginn. Með spaðann í fatla hélt hann áfram að dytta að hinu og þessu innanhúss sem utan og smám saman gránaði fatlinn og varð loks gauðrifinn og skítugur. Þá þurfti að skíra lltið bam (sveit- inni. Prestur baðar sig hátt og lágt og fer síðan hreinn og strokinn í skrúðann. Það var þó einn hæng- ur á, fatlinn stóð gauðrifinn og brúnn af skít undan annarri hempuerminni og góð ráð dýr því enginn læknir eða hjúkrunarfræð- ingur var tiltækur. En prestur dó ekki ráðalaus þvi í vandræðum sínum hélt hann í eldhúsið og fann þar heljarmikinn grillhanska. Hann dró hann á fatlann og svona búinn hélt prestur til skírnar. Allt gekk að mestu snurðulaust þar til kom að því að blessa barnið, þá hefur prestur upp höndina ábúða- mikill og blessar... en var því mið- ur búinn að gleyma grillhanskan- um sem var í laginu eins og Svínka úr Prúðuleikumnum...og blessunarorðin dóu út í hlátri sóknarbarnanna... Meira af vestfirskum prestum, af því þeir eru svo skemmti- legir. Séra Baldur í Vatnsfirði, sá ágæti maður, hefur þann sérstaka sið að ganga jafnan út fyrir hús- gafl og pissa par kvöldpissið í samvistum við guðsgræna náttúr- una. Eitt kvöldið var prestur einn á bænum og brá ekki út af vanan- um fremur en endranær. Hann var nýkomin úr baði og hafði brugðið utan um sig örlitlu handklæði enda var svo sem ekki von á neinum. Þar sem hann stendur og pissar gerir kvöldgolan honum þann grikk að skella aftur úlidyra- hurðinni og það er ekkert nema það, að prestur er harðlæstur úti. Eftir að hafa fitlað við glugga og læsingar sér Baldur það eitt í stöðunni að bregða sér bæjarleið og ná þar í aukalykla að húsinu. Bíllyklamir voru hinsvegar læstir inni líka svo Baldur bregður á það ráð að láta gamlan traktor renna í gang í brekku og vippa sér síðan um borð. Sagan segir að ná- grönnum hans hafi brugðið í brún þegar þau sáu nakinn mann aka á traktor uþp bæjarhlaðið. Þeim brá þó sínu meir þegar þau sáu að þar fór presturinn... i n ti m q g i n "FarSlde" eftlr Gary Larson Látum okkur sjá, ætli ég prófi ekki mammútinn. f i m m förnum vegi Þykir þér sanngirni í þeim hagnaði sem kvótahafar hafa af sameigninni? Svavar Hauksson, raf- eindavirki: Hef ekki skoðun á málinu, þar sem ég bý í Gautaborg. Christof Wekmeirch, kynningarstjóri: Því ekki að leyfa þeim það. Brynjar Eydal, fyrrverandi Jónas Hallgrímsson, út- prentari: gerðarmaður: Ekki til í því. Já. Óli Jón Jónsson, sendi- bflstjóri: Ég vil afnema kvótann, ríkið á að eiga hann, leigja hann og lækka skattana. v 11 i m c n n Systirin þoldi ekki hljóö frá andstæöum fisksala en amað- ist ekki við hrotum elskaðs bróður. Eggert Ásgeirsson verkefnisstjóri í Mogg- Omar Ragnarsson er orðinn þjóðareign, hann á heima hjá ríkinu og nýtur sín best þar. Fjölmiðlarýni (DT. , Öskurstíllinn í íþróttaþáttum sljóvgar vafalaust smekk ungra og gamaila fyrir máli og kennir þeim að taka mótþróa- laust við tískumálfari ung- linga... Jón Hafsteinn Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari, í Mogganum. En illa væri komið fyrir okkur ef við litum ekki öðruvísi á starf okkar en aðrir þeir, sem stimpla sig til hefðbundinnar vinnu að morgni. Við erum kölluð. Herra Ólafur Skúlason að ræða prests- starfið við DT. Utan á Cheerios pökkum er stundum fullyrt að eitthvað ókeypis fylgi með í kaupunum. Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands, í Mogganum. Ég held að ástæðan sé ein- faidlega sú að ráðamenn halda að þegar kemur að börnum sé unnt að skilja botn- inn eftir suður í Borgarfirði, þetta reddast nokk. Björk Óttarsdóttir, leikskólakennari i Kópavogi, í Mogganum. Það er ekki á hverjum degi sem starfsmenn Morgunblaðs- ins drekka kaffi með forseta íslands á Bessastöðum. Víkverji Moggans. Vegir Guðs eru órannsakan- legir, það vitum við öll. Víkverji Moggans. Ég trúi því ekki að heill stjórn- málaflokkur sé að eltast við mig og mína persónu. Hins vegar virðist þessi stjómmála- flokkur vera svo óheppinn að hafa fest fjármagn í óvönduð- um ritstjóra sem stýrir þessu fyrirtæki. Jón Ólafsson í DT. Ég hef heyrt heilmikið raus um það að vondir menn horfist aldrei í augu við mann. En þú skalt ekki treysta á slíkar hugmyndir. Óheiðar- leikinn hikar ekki við að horfa beint framan í heiðarleikann alla daga vik- unnar ef hann aðeins hefur eitthvað upp úr því. Charles Dickens.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.