Alþýðublaðið - 26.06.1997, Page 3

Alþýðublaðið - 26.06.1997, Page 3
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐiÐ 1 R œ 1 i n 2 o r. . . Palli var einn í heiminum Alþýðublaðið hefur að sönnu taug- ar til Helgarpóstsins, sem óx úr grasi undir móðurlegum armi þess. Seinna var það tekið í fóstur af öðrum, og nú er svo komið, að enginn vill kannast við krógann. Kanski honum verði á endanum skilað til Alþýðublaðsins, - hver veit? Að þessu kvað svo rammt að raun- verulegt eignarhald Helgarpóstsins var öllum dulið fram á síðustu daga. Það tókst að lokum að draga fram í dagsljósið, að blaðið óháða var ekki eins óháð og menn höfðu áður talið. Það reyndist ekki aðeins þrautmýlt, heldur nánast í eigu stjómmála- flokks. Það kom semsagt í ljós, að hið hreinlífa og siðavanda Alþýðu- bandalag átti næstum þvf meirihluta í Helgarpósti Páls Vilhjálmssonar. Málið varð enn neyðarlegra þegar kom í ljós, að fæstir í forystu flokks- ins vissu nokkuð um þessa merku eign Alþýðubandalagsins. Kristinn H. Gunnarsson, sómakær endurskoð- andi að vestan og þingmaður í and- stöðu við Margréti Frímannsdóttur, taldi foráttuvitlaust að flokkurinn væri að eyða fjármagni í Helgarpóst- inn. Flestir töldu innihald blaðsins ennfremur með þeim hætti, að það væri óðs manns æði að leggja nafn flokksins við slíkan hégóma. Hjör- leifur Guttormsson átti þar kollgát- una, einsog svo oft áður. Týnd er æra, töpuð sál Hversvegna sór hver forystumaður Alþýðubandalagsins á fætur öðrum Helgarpóstinn af sér? Vísast vegna þess, að blaðið hefur helst unnið sér það til frægðar að ganga með eggjárn á æru manna og freista þess í sölu- skyni að notfæra sér mistök fólks til ábata. Óhjákvæmilega hefur það orð- ið til þess að lemstra enn frekar þá sem sárir voru fyrir. Svona lágt geta markaðsöflin teymt menn ef þeir gæta ekki að sér, og efalítið hefði þetta á sælum dögum Þjóðvilja og róttæks sósíalisma verið lagt út sem dæmi um hversu markaðsöflin spilla. Það var því afar neyðarlegt fyrir Alþýðubandalagið þegar kom í Ijós að blað, sem svona var grátt leikið af markaðsöflunum, er rekið á siðferði- legri ábyrgð flokksins. Engum dettur til hugar að forysta Alþýðubandalagsins hafi nokkru sinni haft hönd í bagga um beina rit- stýringu blaðsins. En árásir Helgar- póstsins á einstaklinga, einelti blaðs- Jón Ólafson fékk afsökunarbeiðni. ins gagnvart einstökum mönnum, sem voru í þeirri stöðu að eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, svívirðingar um pólitísk skyldmenni Alþýðubandalagsins í leiðurum Helgarpóstsins, hljóta óhjákvæmi- lega að setja stærsta eigandann í vægast sagt óþægilega stöðu. Það ber ekki vott um dómgreind þeirra forystumanna, sem fara með forsjá eignarhluta Alþýðubandalags- ins í blaðinu, að hafa ekki rænu á að losa sig við óþrif af slíku tagi, áður en þau smita yfir á flokkinn. Sorrí Nonni Þetta aðgerðarleysi hefur nú leitt forystu Alþýðubandalagsins í heldur kynduga stöðu. Helgarpósturinn hef- ur sem kunnugt er helgað undanfarin tölublöð áberandi einstaklingi í þjóð- félaginu, sem gegnir valdamikilli stöðu og virðist því í augum blaðsins vera sjálfsagt skotmark. Þetta hefur blaðið gert með þeim hætti, að sér- hvert sóðarit í útlöndum gæti talist fullsæmt af, og má raunar óska Helg- arpóstinum til hamingju hversu langt það hefur náð á þessari vafasömu braut. Þessi maður er Jón Ólafsson, sem hefur einsog þjóð veit ekki ver- ið efstur á vinsældalista forystu Al- þýðubandalagsins, og engin ástæða heldur til þess. En þegar tengsl flokksins við Helgarpóstinn komu í ljós upp settu árásir blaðsins á Jón Ólafsson flokkinn í heldur nöturlegt ljós. Þetta hefur nú leitt til þess að í gær sendi forysta Alþýðubandalagsins frá sér magnaða yfirlýsingu, sem jafn- gildir iðrandi afsökunarbeiðni gagn- vart Jóni og fjölskyldu hans. Undir þetta rita þau Margrét Frímannsdótt- ir og Valþór Hlöðversson, formaður útgáfufélagsins Tilsjár. Þar segir meðal annars: „Hvorki formaður, útgáfufélagið Tilsjá né stofnanir Alþýðubandalagsins eiga nokkuð sökótt við Jón Ólafsson og hafa einsog áður segir ekkert með rit- stjórn Helgarpóstsins að gera. Undir- rituð harma að þetta mál, sem kann að hafa bitnað á málsaðilum og fjöl- skyldum þeirra, skuli hafa verið tengt Alþýðubandalaginu með þeim hætti sem gert hefur verið í fjölmiðl- um.“ Þarmeð hefur forysta Alþýðu- bandalagið kastað Páli Vilhjálmssyni fyrir ljónin, afneitað honum opinber- lega, og harmað skrif hans um Jón Ólafsson. Það var viturlega gert. Við borð liggur þó, að jafnvel þeir sem hafa fengið að kenna á mannelsku Páls ritstjóra finni til með honum að sitja einn í skjóli slflcra samstarfs- manna. Meðan hann veltir fyrir sér hollustu eigendanna rifjar hann kanski upp söguna um Palla, sem var orðinn alveg aleinn í heiminum... Kenning Páls Vilhjálmssonar í yfirlýsingunni segir líka: „Al- þýðubandalagið hefur ekki á nokkum hátt komið að ritstjóm Helgarpóstsins, né reynt að hafa áhrif á ritstjómarstefnu þess blaðs.“ Guð láti gott á vita. En þarmeð er ekki sagt, að eignar- hald Alþýðubandalagsins á stærstum hluta Helgarpóstsins hafi ekki haft áhrif á skrif blaðsins. I heimi ís- lenskra fjölmiðla er nefnilega uppi kenning. Hún segir fortakslaust, að eignarhald hljóti ævinlega að hafa áhrif á ritstjómarstefnu fjölmiðils. Samkvæmt þessari kenningu stenst því ekki, þegar Páll Vilhjálms- son segir, einsog hann gerði í síðustu viku, að vegna fagmennsku sinnar hefði eignaraðild Alþýðubandalags- ins engin áhrif á ritstjórnarstefnu Helgarpóstsins. Grá er öll kenning, sagði Goethe, og nú gætu flestir ritstjórar í sjálfu sér leyft sér þann munað, að hafna þessari tesu og taka undir með Páli Vilhjálmssyni. Það er hinsvegar einn maður sem ekki getur það, án þess að vera kominn í eins grófa mótsögn við sjálfan sig og frekast er unnt. Það er ritstjóri Helgarpóstsins. Það vill nefnilega svo til, að höfundur um- ræddrar kenningar er enginn annar en Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Helg- arpóstsins.... b œ I i n Ekki hafa farið fram hjá neinum þær mikiu yfirstandandi breyt- ingar sem eru á útvarpinu við sameiningu ritstjóma Rásar 1 og Rásar 2. Flestir starfsmenn verða þó endurráðnir með nokkrum und- antekningum og svo virðist sem Andrea Jónsdóttir dagskrárgerð- armaður á tónlistardeild sé ein þeirra. Það hefur vakið mikla furðu en Andrea er einn virtasti ís- lenskur dagskrárgerðarmaður á tónlistarsviðinu sem við eigum og hefur verið á Rás 2 frá upphafi. Sérþekking hennar á sviði dægur- tónlistar er óumdeild og það er óskiljanlegt að fóma þeirri þekk- ingu á altari þeirra breytinga sem nú fara í hönd á rásinni. Sá ágæti prestur Jón ísleifs- son í Árneskirkju í Stranda- sýslu er elskaður af sóknarböm- um sínum en jafnframt er stranda- mönnum ekkert heilagt og spauga þeir stundum með prestinn sinn að góðum sveitasið. Ein sagan af Jóni segir að hann sé mjög dug- legur við hverskyns viðhald og viðgerðir á heimili sínu en fari ekki alltaf troðnar slóðir. Hann ætlaði til dæmis einu sinni að gera við hurð en honum dugði ekki venjuleg vél- sög þannig hann brá á það ráð að setja hjólsagarblað í slípirokk og hugðist þannig fá meiri kraft í tæk- ið og flýta fyrir afköstum. Prestur klifraði svo upp á stólkoll með tryllitækið og kveikti á þvi en ekki vildi betur til en svo að krafturinn var svo mikill að prestur kastaðist aftur á bak og datt á rassinn og fékk loks sögina á kaf í hendina... Prestur lét ekki staðar numið í viðgerðum eftir að saumað hafði verið fyrir sárið og búið um handlegginn. Með spaðann í fatla hélt hann áfram að dytta að hinu og þessu innanhúss sem utan og smám saman gránaði fatlinn og varð loks gauðrifinn og skítugur. Þá þurfti að skíra lítið bam í sveit- inni. Prestur baðar sig hátt og lágt og fer síðan hreinn og strokinn I skrúðann. Það var þó einn hæng- ur á, fatlinn stóð gauðrifinn og brúnn af skít undan annarri hempuerminni og góð ráð dýr því enginn læknir eða hjúkrunarfræð- ingur var tiltækur. En prestur dó ekki ráðalaus því í vandræðum sínum hélt hann í eldhúsið og fann þar heljarmikinn grillhanska. Hann dró hann á fatlann og svona búinn hélt prestur til skírnar. Allt gekk að mestu snurðulaust þar til kom að því að blessa barnið, þá hefur prestur upp höndina ábúða- mikill og blessar... en var því mið- ur búinn að gleyma grillhanskan- um sem var í laginu eins og Svínka úr Prúðuleikurunum...og blessunarorðin dóu út í hlátri sóknarbarnanna... Meira af vestfirskum prestum, af því þeir eru svo skemmti- legir. Séra Baldur í Vatnsfirði, sá ágæti maður, hefur þann sérstaka sið að ganga jafnan út fyrir hús- gafl og pissa þar kvöldpissið í samvistum við guðsgræna náttúr- una. Eitt kvöldið var prestur einn á bænum og brá ekki út af vanan- um fremur en endranær. Hann var nýkomin úr baði og hafði brugðiö utan um sig örlitlu handklæði enda var svo sem ekki von á neinum. Þar sem hann stendur og pissar gerir kvöldgolan honum þann grikk að skella aftur útidyra- hurðinni og það er ekkert nema það, að prestur er harðlæstur úti. Eftir að hafa fitlað við glugga og læsingar sér Baldur það eitt í stöðunni að bregða sér bæjarleið og ná þar í aukalykla að húsinu. Bíllyklarnir voru hinsvegar læstir inni líka svo Baldur bregður á það ráð að láta gamlan traktor renna I gang í brekku og vippa sér síðan um borð. Sagan segir að ná- grönnum hans hafi brugðið í brún þegar þau sáu nakinn mann aka á traktor uþp bæjarhlaðið. Þeim brá þó sínu meir þegar þau sáu að þar fór presturinn... ■ ■1,111,11MB “FarSide" eftir Gary Larson Látum okkur sjá, ætli ég prófi ekki mammútinn. 3 v i t i m c n n Systirin þoldi ekki hljóð frá andstæðum fisksala en amað- ist ekki við hrotum elskaðs bróður. Eggert Ásgeirsson verkefnisstjóri í Mogg- anum. Ómar Ragnarsson er orðinn þjóðareign, hann á heima hjá ríkinu og nýtur sín best þar. Fjölmiðlarýni í DT. Öskurstíllinn í íþróttaþáttum sljóvgar vafalaust smekk ungra og gamalla fyrir máli og kennir þeim að taka mótþróa- laust við tískumálfari ung- iinga... Jón Hafsteinn Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari, I Mogganum. En illa væri komið fyrir okkur ef við litum ekki öðruvísi á starf okkar en aðrir þeir, sem stimpla sig til hefðbundinnar vinnu að morgni. Við erum kölluð. Herra Ólafur Skúlason að ræða prests- starfið við DT. Utan á Cheerios pökkum er stundum fullyrt að eitthvað ókeypis fylgi með í kaupunum. Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands, í Mogganum. Ég held að ástæðan sé ein- faldlega sú að ráðamenn halda að þegar kemur að börnum sé unnt að skilja botn- inn eftir suður í Borgarfirði, þetta reddast nokk. Björk Óttarsdóttir, leikskólakennari í Kópavogi, f Mogganum. Það er ekki á hverjum degi sem starfsmenn Morgunblaðs- ins drekka kaffi með forseta íslands á Bessastöðum. Víkverji Moggans. Vegir Guðs eru órannsakan- legir, það vitum við öll. Víkverji Moggans. Ég trúi því ekki að heill stjórn- málaflokkur sé að eltast við mig og mína persónu. Hins Þykir þér sanngirni í þeim hagnaði sem kvótahafar hafa af sameigninni? Svavar Hauksson, raf- eindavirki: Hef ekki skoðun á málinu, þar sem ég bý í Gautaborg. Christof Wekmeirch, kynningarstjóri: Því ekki að leyfa þeim það. Brynjar Eydal, fyrrverandi prentari: Ekki til í því. Jónas Hallgrímsson, út- gerðarmaður: Já. Óli Jón Jónsson, sendi- bflstjóri: Ég vil afnema kvótann, ríkið á að eiga hann, leigja hann og lækka skattana. vegar virðist þessi stjórnmála- flokkur vera svo óheppinn að hafa fest fjármagn í óvönduð- um ritstjóra sem stýrir þessu fyrirtæki. Jón Ólafsson I DT. Ég hef heyrt heilmikið raus um það að vondir menn horfist aldrei í augu við mann. En þú skalt ekki treysta á slfkar hugmyndir. Óheiðar- leikinn hikar ekki við að horfa beint framan í heiðarleikann alla daga vik- unnar ef hann aðeins hefur eitthvað upp úr því. Charles Dickens.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.