Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. JUNI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ brotin, en ekki að fyrirgefa þau. Og sá sem þarna tekur að sér dómsvaldið er ríkið, og í hinum kristna heimi, gerir það þetta í nafni Guðs. Brot gegn mönnum, brotin gegn náunganum, gegn meðbróðurnum, og meðsysturinni verð ég víst að segja, til þess að komast hjá vífilengjum og útúrsnúningum, þau eiga menn að fyrirgefa ekki sjö sinnum, heldur sjölíu og sjö sinnum, það er að segja án takmarkana. Þetta var hörð ræða. Hún er það. En nú eru brotin oft í senn brot gegn Guði og gegn náunganum. Þolandinn á að fyrirgefa það sem á honum er brotið, én ríkisvaldið að refsa fyrir þann hlutann, sem er brot gegn Guði. Afbrotamaðurinn á að bæta handleggsbrotið, hin rifnu föt og fara í steininn. Löggjafínn og dómarinn hafa enga hcimild til að fyrirgefa, aðcins að útdeila réttlæti. Annað sem að þolandanum snýr, verður hana að fyrirgefa, svo erfitt sem það kann að vera. Þetta verður hann að gera, vilji hann sjálfur fá fyrirgemingu hjá Guði fyrir eigin syndir. Inntak kristninnar Kirkjan byggir ekki á kenningum Jesú einum, heldur á kenningum Biblíunnar, nema þeirra sem ætluð eru Gyðingunum sérstaklega, þar með á boðorðunum tíu, og lagar þær að þjóðfélagi síns tíma. Þarna er inntak kristninnar. Það er að sjá að biskupsstofan viti þetta ekki. Vonandi skilur lesandinn, hvers- vegna ég er harðorður um skrif Sigurmars. Hann er löglærður maður. Ég ætlast til skýrari hugsunar hjá honum, en guðfræðingunum. Þar eru kröfur mínar ekki eins miklar, þar sem ég þekki lítilsháttar til kennsl- unnar sem þeir hafa fengið seinustu áratugina. Utúrsnúningar og háð Sigurmars fara honum illa. Þær gera lítið annað en afhjúpa skort þessa löglærða manns á skýrri hugsun. Guðlast í Aðför leikmannanna og þjóna kirkjunnar að séra Flóka í Lang- holtssókn, er eitt regin hneyksli. þessu samhengi, er ekki „móðgun við kærleikann" eins og hann segir. Það er ekki farið fram á refsingu vegna þessarar ímynduðu „móðg- unar við kærleikann". Kærleikurinn er ekki persóna né guð. Guðlast er brot gegn boðum guðs, í þessu sam- bandi Guðs Biblíunnar. Það er því ekki mannanna að fyrirgefa guð- lastið. Og þó! Hinn vígði prestur hefir vald til að fyrirgefa brotin, syndirnar, geri hann það í nafni Jesú. Hvaða brot? Brotin gegn boðum Guðs. Hvaða refsingum getur hann af létt? Presturinn getur ekki komið í veg fyrir að þrjóturinn fari í steininn eða morðinginn í gálgann. Hann getur fyrirgefíð eða gefið eftir þá refsingu sem bíður syndarans annars heims. Sigurmar segist hafa unnið það afrek á Biskupsstofu, að koma kenn- ingum kirkjunnar í rétt horf. Hann fann þar „inntak kristninnar" og hlaut fögnuð hinna „hálærðu manna" þar að launum. Það er ekki seinna vænna, að menn fái að vita hvert sé „inntak kristninnar", og því ástæða til að fagna. Það er ánægjulegt, að Annars vil ég benda á það, að páfinn studdist við viðteknar skoðanir vísindamanna síns tíma. Nú hefir páfinn endurskoðað þessi mál, í Ijósi nýrri og betri vísinda, sem sýnir að hann er mjög svo vísindalega hugsandi maður. Sigurmar virðist njóta þessara launa, því að laun fá menn stundum úr fleiri en einni átt, og þá misjafnlega ánægjuleg, eins og gengur. Sjötta boðorðið segir: Þú skalt ekki morð fremja. Á öðrum stað stendur á þessa leið: Hver sá sem úthellir mannsblóði, hans blóði skal af manni úhellt verða. Og enn Eilífa lífið er ekki eilíft líf, heldur eigind. Eitt biskupsefnið, Karl Sigurbjörnsson, orðar þetta atriði svo, að eilífðin sé aðeins „mettað, þrungið andartak") v*S~s}! Því var tekið fagnandi á Bisk- upsstofu, og eins því sjónarmiði, að fyrirgefningin vseri eitt aðal elementið í kærleikanum. „Grín" Karls Ágústs og Spaug- stofunnar með heilaga kvöldmáltíð er því alvarlegt guðlast og mun samkvæmt því straffast í fyllingu tínians. stendur þelta: Ekki fæst fyrirgefning syndar nema fyrir úthellingu blóðs. Augljóslega er um að ræða táknmál Guðs. Guð leit með velþóknun á fórn Abels, það var sláturfórn, en ekki á fórn Kains. Hún var af jarðargróða. Öldum saman rann blóð fórnar- dýranna í stríðum straumum í Must- erinu í Jerúsalem.Þannig fengu Gyð- ingarnir fyrirgefningu synda sinna. Með falli musterisins var endir bund- inn á þessa uppsprettu fyrirgefning- Úthelling blóðs Jesú á krossinum var syndafórn fyrir þá sem veita boðskap þessum viðtöku í trú. Trúin á blóðfórn Jesú opnar hinum trúaða lind fyrirgefningarinnar, fyrirgefn- ingar Guðs. Þessa trú sína staðfesti syndarinn með þátttöku í heilagri kvöldmáltíð. Enginn er kristinn nema hann trúi á friðþægingardauða Jesú. Eg og Faðirinn erum eitt, sagði Jesús. „Grín" Karls Ágústs og Spaugstofunnar með heilaga kvöld- máltíð er því alvarlegt guðlast og mun samkvæmt því straffast í fyll- ingu tímans. Til þess að presturinn geti fyrir- gefið brot gegn boðum Guðs, verður syndarinn að iðrast og játa syndir sínar, stundum að lofa yfirbót og staðfesta trú sína á friðþægingar- dauða Jesú, sektarfórn eða syndafórn Jesú, með úthellingu blóðs hans á krossi. Það er því ekki lítið vald sem presturinn hefir, enda hlýtur hann sérstaka vígslu til embættisins. Ef allt er með felldu, þá nýtur hann handleiðslu Heilags Anda í starfi sínu. Þetta rhættu sóknarnefndirnar hafa í huga á þessari lýðræðisöld, svo að þær láti ekki glepjast af tíðarandanum. f framhaldi af þessu, þá vil ég segja það, að það ætti að láta biskup þjóðkirkjunnar skipa prestana í emb- ætti, jafnt og að færa þá til. I þessum málum eru leikmennirnir hvorki gjaldgengir né dómbærir. Aðför leik- mannanna og þjóna kirkjunnar að séra Flóka í Langholtssókn, er eitt regin hneyksli. Það er enginn djöfull til, ekkert að óttast. Enginn glatast. Etið og drekkið og verið glaðir. Allir menn frelsast, verða hólpnir. Elskið hver annan. Þegar dr. Sigurbjörn segir þetta seinasta, þá er brosað utan dyra við kirkjuhornið, og bœtt við í lágum hljóðum: Nokkurnveginn ein- hvernveginn. Biblían er mannaverk, ekki Guðs. Guð talar ekki við menn, þótt Biblían segi það. Spámenn Biblíunnar eru ekki raun- verulegir spámenn. Þeir segja engum neitt um hið ókomna, ókomna atburði, spá ekki um framtíðina, flytja ekki spádómsorð Guðs. Gamlatestamentið er ekki trúarbók kirkjunnar. Það er mest þjóðsögur. Dauði Jesú á krossi var ekki fórnardauði heldur sýnikennsla. Ríki Guðs sem er í nánd er ekki í nánd. Jesús kemur ekki aftur. Eilífa lífið er ekki eilíft líf heldur eigind.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.