Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ c s n . n FIMMTUDAGUR 2& JUNI 1997 ^-:!ö3S'*íK> Sumarlesefnið kbistwúivwhspOttib „Tinnabækurnar eru ómissandi," segir Kristín Ómarsdóttir rithöfund- ur. ,JÉg var að fá þrjár, Bláa Lótusinn, Tinna í Tíbet og Sjö kraftmiklar Kristalskúlur að gjöf og myndi taka þær með mér hvert sem ég færí. Sumarleyfið verður ekki langt, varla nema ein helgi svo ég kemst ekki yfir meira lesefhi í fríinu." tíammamaÉBm „Ég er með Leðurblökuna og Perutréð, hundrað og tuttugu hækur eftir Yosa B Buson, og ætla að lesa það," segir Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur. „Árni Óskarsson þýðir og ritar inngang. Kápan er falleg og nafnið og mér líst vel á þessa bók og hlakka til að lesa hana. Svo er ég með Björn og Svein Úr alfaraleið Bresk kaupsýslukona fékk gerviíim frá yfirmanni sínum og höfðaði mál Miðaldra kaupsýslukona í Bret- landi vann mál gegn fyrrum yfir- manni sínum en hún hætti í starfi sínu eftir að hafa fengið að gjöf tólf tommu gervilim úr tré frá yfir- manni sínum sem hún síðan stefndi fyrir kynferðislega áreitni. Maxine Brooks sem er fimmtíu og fimm ára gömul sagði fyrir rétti að yfirmaðurinn Paul Donney sem er giftur tveggja barna faðir hefði niðurlægt hana kerfisbundið þá ellefu mánuði sem hún starfaði fyrir fyrirtækið Charleroi Intemational Ltd, en hann hefði einnig gumað af framhjáhaldi sínu, lagt hana í einelti og móðgað hvenær sem tækifæri gafst. Þegar hann sfðan færði henni gervilim- inn hefði hún brotnað og orðið að komast burt. Eftir að dómur var fallin henni í vil sagði hún: „Þessi maður þurfti að læra ákveðna lex- eftir Megas, ég ætla að lesa hana í sumar. Ég sé ekki fleira á borðinu hjá mér. Jú nema, All Souls Rising, eftir Madison Smartt Bell, hún er um Þrælauppreisnina á Haiti, upp úr frönsku byltingunni, blóðug og góð, hún verður að vera með. Ég er sko í fríi núna heima hjá mér." BIBBIR „Ég myndi taka með mér fuglabók sem ég á og sennilega blómabók," segir Birgir Dýrfjörð. ,JÉg er nefni- lega alæta á lesmál. Svo myndi ég taka með mér krossgátublöð, tvö stykki, sennilega ekkert annað. Þetta yrði sumarfrí." Sumarlestur lan Flemming Ian Flemming hefði sjálfsagt tekið Dagbækur svarta sauðarins með sér, líflegar minningar Richards Mcinert- zagen, ævintýraspæjara í anda James Bond, eða All night at Mr Stan- hurst's. Þá hefði hann tekið það nýjasta eftir sakamálagoðið Ray- mond Chandler og eitthvað eftir Gra- ham Greene. HBAffltHtDUR KRISTBJARNARDOTTK „Helst vil ég lesa í Hundrað ára einsemd í öllum sumarleyfum og litlu söguna hennar Kristínar Ómars- dóttur um afmælisveisluna," segir Hrafnhildur Kristbjarnardóttir skrif- stofumaður. „Svo get ég lesið smá- sögurnar hennar Karenar Blixen aft- ur og aftur og aftur, sérlega Gestaboð Babettu. Svo mundi ég taka Sölku Völku með mér í fríið. Þetta eru mín- ar bækur." ÞÓBDÍ8 HUPPSDáTTIR „Ég myndi taka með mér Dýra- garðsbörnin, segir Þórdís Filipsdóttir nemi. „Og eina ljóðabók, Alla leið hingað eftir Nínu Björk Árnadóttur. Svo er ég ekki búin að klára bókina hennar mömmu (Vigdísar Grímsdótt- ur), Z, ég myndi því taka hana með lfka." FSTER ASRHRSnrn-TIR „Ég myndi lesa Barnet, eftir Benjamin Spock, mér veitir ekkert af," segir Ester Ásgeirsdóttir sem er nýbúin að eiga barn. Þetta er gjöf frá mömmu og heljarmikill doðrantur, ég þarf að hafa mig alla við. Kannski myndi ég líka taka með mér hið klassíska meistaraverk, Afreksverk Palla og Togga." HT/ARfSTSnnTTB „Ég myndi taka eitthvað létt," seg- ir Elíza Geirsdóttir. É"g vil ekki sitja og lesa heimsbókmenntirnar í sól- inni. Ég myndi taka með mér teikni- myndasögur, Lukku Láka og geim- sögur og eitthvað nálægt því." gWDBIKJABTAHggDBI „Ég tæki með mér Þórberg, fs- lenskan aðal og kannski Qfvitann," segir Sindri Kjartansson. „Svo á ég líka ævisögu Keith Richards, ég myndi kannski lesa hana. Ég tæki ef- laust ekkert fleira." HAIIARMARSDOTTIR „Ég myndi vilja taka Lfnu Langsokk og Lotta flytur að heim- an," segir Halla Einarsdóttir 5 ára. „Ég myndi lfka vilja taka með mér Börnin í Ólátagarði." HMARQRNKR18TJAN8S0N „Ég ætla að taka með mér bókina Syngjum, söngbók MFA, og gítar- inn, síðan ætla ég að syngja uppúr henni," segir Heiðar Örn Kristjáns- son. „Ef ég fer í frí les ég lítið yfír- höfuð. Ég les frekar á veturnar þegar ég er heima. Ég ætla að syngja í sum- ar." Sumarlestur John Keats Keats fór eiginlega aldrei í neitt raunverulegt sumarfrí. Hann hafði eiginlega ekki efni á því og þessar fáu ferðir sem hann fór frá Hamp- stead eða London, voru vegna skrift- anna. Hann ferðaðist þó aldrei nema að hafa með sér heildarsafn verka Shakespeare og þegar hann fór í göngutúr um Skotland árið 1818 tók hann með sér enskar þýðingar á Dan- te. I fpock

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.