Alþýðublaðið - 26.06.1997, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 26.06.1997, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Allir sem fylgjast með listum hafa fyrir löngu tekið eftir fjölbreyti- legum verkum Roni Hom af ýmsum fyrirbærum íslenskrar náttúru og menningar. Hvert sem farið er um í vestrænum listheimi má sjá ljós- myndir af jafnkunnuglegum kenni- leitum og Bláa lóninu, Landmanna- laugum og fjárréttum frá ýmsum landshomum. Ég er alltaf jafngáttað- ur á dræmum undirtektum landans við þessari ljósu og leyndu land- kynningu Roni Hom, þótt ekkert væri fjær henni en líta á verk sín sem auglýsingu fyrir landið. En alltaf sannast betur og betur hve vankunnugir við erum þegar raunveruleg upplýsing er annars veg- ar. Roni Horn hefur ekkert til saka unnið en vera frægur og kostgæfinn listarmaður sem hvarvetna vekur at- hygli fyrir fágaða list sína. Þó virðist sem slíkir eiginleikar eigi lítt upp á pallborðið hjá okkur því Hom er mun þekktari meðal annarra þjóða fyrir tryggð sína við Frónið. En fátt er svo með öllu illt...; og þó svo að það hljómi sem hreinasta þversögn þá hefur andvaraleysi okk- ar ef til vill treyst rúmlega tuttugu ára kynni Roni Hom af landinu. Hún hefur verið látin blessunarlega í friði enda endurgeldur hún afskiptaleysið hvarvetna með stóískri ró og lítilli sem engri fyrirferð. Hún hefur kom- ið hingað meir en 20 sinnum og ell- efu af þeim skiptum hefur hún dval- ið hér lengur en mánuð. Þessi snagg- aralega listakona frá New York hefur oft lýst því yfir að ferðalögin hingað séu henni nauðsyn sem hún kunni þó ekki að skilgreina til hlítar. fslandshvöt Roni Horn er hvorki sprottin af menningarlegri ofurást á landinu né nokkru öðru tilfinninga- legu hagsmunapoti heldur virðist sem framandleikinn - hið gagnstæða - laði hana hingað. Hver sem tekið hefur sér far með flugvél til New York hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að finna meiri and- stæður á plánetunni þótt ekki sé lengra frá Hudson-ósum til Reykja- ness en 5 til 6 tíma flug. Það er óhjá- kvæmilegt að menn verði fyrir drjúg- um menningarhnykk þegar þeir fara milli þessara tveggja áfangastaða. Hnykkurinn felst ef til vill ekki svo mjög í menningarlegum and- stæðum. Á Keflavíkurvelli er rnaður alltént alltaf nær Ameríku andlega séð en annars staðar á Islandi. Með landnámi Coca Cola, McDonald.s og Pizza Hut, ásamt kynstrum af austur- lenskum og ítölskum matsölustöðum þarf núlifandi Bandaríkjamönnum ekki að finnast þeir eins umkomu- lausir og listmálaranum Ross Brow- ne, sem lýsti Reykjavík árið 1867 sem einhverjum aumasta stað sem hann hefði augum litið. Munurinn á New York og nágrenni Keflavíkur er mestur þegar menning fyrmefnda staðarins er borin saman við náttúru þess síðamefnda. Er ég lentur á annarri plánetu; - geta and- stæðurnar á jörðinni verið svona magnaðar? Það er eitthvað þessu líkt sem virðist hafa heillað Roni Hom og hún telur sig finna ineð öllum skynfærum sínum. Að minnsta kosti telur hún sig geta fundið lyktina af íslensku landslagi, og á þá væntan- lega við nálægðina við náttúruna, ekki aðeins í beinum skilningi heldur óbeinum þegar manni finnst sem rnaður geti mnnið saman við náttúr- una í orðsins fyllstu merkingu. Island með augum Á veglausri göngu Hve Ijúft er að vaka og leyfa draumum að fljúga í lognværu hátt í brekku. Gefa þeim vængi sem veðrin hafa barið og vallanesmóarnir þerrað í mjúku grasi. Horfa á þá sigra er sorgirnar fljúga undan. Sjá þá næra hvert bam á veglausri göngu. Þótt sumir missi flugið fæðast nýir. Falli stjörnur koma aðrar í Ijósið. Lífið er hringdans. Hrynjandin leikur þess. Hróp og söngur tjáning þess og kveðja. í lágmæltri golunni leitum við sarnt að því sem lífinu gildi veitir. Fjöldanum stefnu. Hvert ætlar þú maður í miðri iðandi kös mannlífsins hér? Hvert erferðinni heitið? Ljóöið er eftir Jón frá Pálmholti og er tekiö úr bókinni Söngvar um lifið. Ljóð 1958 - 1988, sem er endurskoöuö heildarútgáfa af kvæöum skáldsins á þrjátíu ára tímabili. Þaö er bókaútgáfan Hringskuggar sem gaf bókina út. Roni Horn En þannig er það með New York; - manni finnst sem maður gæti sam- stundis mnnið saman við menningu hennar. Það er nefnilega svo merki- legt með menningu borgarinnar við Myndlist | Halldór B. Runólfsson skrifar Munurinn á New York og nágrenni Keflavíkur er mestur þegar menn- ing fyrrnefnda staðarins er borin saman við nátt- úru þess síðarnefnda. Er ég lentur á annarri plánetu; - geta andstæðurnar á jörðinni verið svona magnaðar? mynni Hudsons að hún er jafn óplægð, óræð og dyntótt og náttúra Islands. Á báðum stöðum læra rnenn að lifa einhverju jarðbundnu land- nemalífi í sátt við hverfulleikann án þess að brjóta um það heilann hvað sé komið eða hvað sé á leiðinni. Auðvitað eru þetta hreinar getgát- ur sem gaman væri að bera undir Roni Hom. Þó gæti verið fullt eins gagnlegt að spyrja bækur hennar á hinni einstaklega upplýsandi sýningu listakonunnar í Gallerí Ingólfsstræti 8. Sex bókanna byggja á myndum, en tvær em jafnframt prýddar text- um. Verk á borð við Veme.s Joumey, Selections og Pooling Waters em einhvers staðar mitt á milli bókverka, ljósmynda og textagerðar án þess að úr því fái skorist hverjum flokki þær tilheyri helst. Það sem gerir bókverk Hom svo sérstæð innan þeirrar litríku flóm sem þær tilheyra er að hún neitar að láta uppi hverjar séu aðaláherslumar. Bókverk ést oftast upp á örskömm- um tíma lfkt og leyndardómurinn þverri eða hverfi þegar verkinu hefur verið flett nægilega oft. Stundum þarf ekki að fletta þeim nerna til hálfs til að vita nákvæmlega lokin. Hins vegar em bækur Hom eins og bestu miðaldaprent; þær laða áhorfandann til sín hvað eftir annað því þær láta alltaf einhverju ósvarað. Býr hrifkrafturinn í prentinu, pappímum, textanum, skurði mynd- anna eða einhverju öðru sem áhorf- andanum hefur ekki tekist að nema til fulls? Það er óhætt að segja að með því að gefa bókverkinu þá óræðu merkingu sem ef til vill felst í menningarlegu umhverfi hennar og náttúrulegu upplagi draumaeynnar sem hún heimsækir minnst árlega, hafi Roni Hom stýrt bókverkinu út úr því öngstræti sem það sat fast í sem smellin hjálist en lítið meir. Eða hvemig skyldu íslenskir áhorfendur með allt sitt grúskyndi upplifa þessa hógværu en efnisríku sýningu henn- ar? Gaman væri að vita það áður en sýningin er öll. Henni lýkur 29. júní.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.