Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 8
m WOfíWWKX eXPNESS Nýtt aðalnúmer 5351100 MMWBLMB Fimmtudagur 26. júní 1997 82. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk WOfíUJWJK EXPfíCSS Nýtt aðalnúmer 535II00 Fimmtán ár á valdi séríræðinganna Eg fékk hægðalyf í stað hjartalyfja - segir Sigrún Marinósdóttir sem sendi læknunum það um hæl og sagði það gagnast þeim betur „Ég vil fá skaðabætur frá þessum læknum sem neituðu að sjúkdóms- greina mig, gáfu mér röng lyf og gerðu mig að sjúklingi í fimmtán ár," segir Sigrún Marinósdóttir sem er fimmtíu og sex ára gömul og gengur á fund Landlæknis í dag klukkan hálf tólf með bunka af kærum á hendur hinum ýmsu læknum sem hún telur að hafi sýnt vanrækslu. „Það er dýrt að vera sjúklingur og ég vil ekki að afkomendur minir standi uppi með skuldahala eftir minn dag. Ég er búin að berjast fyrir því í fimmtán ár að fá þessa menn til að viðurkenna að ég sé með hjartabilun en allt kom fyrir ekki. Fyrst í stað fór ég til sérfræðings sem úrskurðaði að ég væri með gigt, með þessa gigt þurfti ég síðan að klöngrast allt fram til dagsins í dag vegna þess að það er deginum ljósara að hjartasérfræðing- ur fer ekki að rengja gigtarfræðing- ana vini sína. Einn hjúkrunarfræð- ingur bætti svo um betur og sagði að ég væri geðveik. En ég er ekki ókunnug þessum málum þar sem ég hef unnið sem læknafulltrúi meðal annars á bráðamóttökunni og þekki því nákvæmlega hvernig mórallinn er. Ég skyldi sumsé vera gigtveik hvað sem tautaði og raulaði þó ég væri orðin blind á öðru auganum, Fyrst í staö fór ég til sérfræðings sem úrskurðaði að ég væri með gigt, með þessa gigt þurfti ég síðan að klöngrast allt fram til dagsins í dag vegna þess að það er deginum Ijósara að hjartasérfræð- ingur fer ekki að rengja gigtarfræðingana vini sína. Einn hjúkrunar- fræðingur bætti svo um betur og sagði að ég væri geðveik. búin að missa tilfinningar í tám og fingrum, og blá og þrútin af bjúg. Eitt sinn var ég meðvitundarlaus í þrjá sólarhringa og gat ekki svarað dyrabjöllu og síma og það var sent björgunarlið heim til mín. Þá er líka dæmigert fyrir þessa menn að í eitt sinn fékk ég hægðalyf Þá er líka dæmigert fyrir þessa menn að í eitt sinn fékk ég hægðalyf en ekki hjartalyf, ég sendi lækninum það til baka og sagði sama og þegið. Það gagnast þér sjáfísagt betur en mér. en ekki hjartalyf, ég sendi lækninum það til baka og sagði sama og þegið. Það gagnast þér sjálfsagt betur en mér. 20 maí gafst heimilislæknirinn minn uppá þessum mönnum og byrj- aði að gefa mér hjartalyf og það var eins og ég fengi vængi, skömmu síð- ar fór ég loksins í hjartaþræðingu og það er eins og ég hafi fengið nýtt líf eftir fimmtán ára helvíti. Ólafur Ólafsson landlæknir hefur svarað í bréfi til Sigrúnar að hann harmi að samskipti hennar við lækna hafi ekki verið sem skildi en embætt- ið fái þó ekki séð að um mistök hafi verið að ræða. En barátta Sigrúnar gegn sérfræðingavaldinu heldur þó áfram. „Ég hef tekið það loforð af aðstandendum mínum að inn á sjúkrahús fari ég aldrei aftur nema steindauð," sagði Sigrún að lokum. Náungakærleikur danskra skreppur saman Meðan frændur vorir Svíar eru hættir að elskast nema endrum og sinnum hafa Danir fundið út úr því að þeir eru hættir að bera umhyggju hver fyrir öðrum á sama hátt og þeir gerðu fyrir tuttugu árum síðan. Það segja að minnsta kosti nið- urstöður lítillar könnunar þar sem eínungis tíu af 977 svöruðu því til að þessu væri farið á hinn veginn, Danir elskuðu náungann meira. „Við erum sífellt að skipta um atvínnu, áhugamál, vini og elskhuga í síbreyti- legu lífi, sem ekki gerir ráð fyrir tíma og plássi til að brjóta heilann mikið um hvert annað," segir Johannes Ander- Velknmin um borð arf irjuna Baldur Daglegar ferðir með víðkomu í Flatey sen samfélagsfræðingur við Háskól- ann í Álaborg. Hann skellir skuldinni á velferðarsamfélagið líkt og margir kollegar hans. „Danir borga skatta og hafa því hætt að standa saman, segir hann en Anna Lokke sagnfræðingur er á öðru máli og segir að náungakærleikurinn sé síst minni í dag. „Við höfum látið ríki og sveitarfélógum eftir félagslegu ábyrgðina, en þrátt fyrir það mundum við ekki taka því létt ef nágrannar okkar syltu. Á nítjándu öldinni voru vannærðar mæður á götum úti með bórnin sín án þess að fólk fyndi til persónulegrar ábyrgðar," segir hún. Margir danskir fræðingar sjá þó teikn á lofti um að Danir séu á hægfara leið aftur til náungakærleikans, og nefna þar til dæmis heimsóknarvini, og sjálfboðavinnu að ýmsum mannúðar- málum. Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 438-1120Stykkishólmi 456-2020Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.