Alþýðublaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 1
+ MÞBUBMÐIB Þriðjudagur 1. júlí 1997 Stofnað1919 84. tölublað - 78. árgangur ¦ Reykjavíkur- borg styrkir Reður og rallý Reykjavíkurborg hefur ákveðið að styrkja Reðurstofu Islands með 300 þúsundum króna, Gus Gus hópinn með einni milljón króna og Rallý Reykjavik með tveimur milljónum, átta hund- ruð þúsund á þessu ári og tóif hundruð þúsund á næsta ári. Síma- skráin á tölvu Símaskráin verður fáanleg fyrir tölvur síðar á þessu ári. Anton Kjærnested, ritstjóri Símaskrár- innar, segir að tölvusímaskráin verði tilbúin ekki síðar en 20. nóvember. I fyrstu verður skráin einungis fyrir PC-tölvur. Áætlað er að hún kosti fjögur til flmm þúsund krónur og verður skráin uppfærð allt að þrisvar á ári. Það er fyrirtækið Úrlausn-Aðgengi sem vinnur skrána fyrir tölvur. ¦ Sameiningin Jákvæö áhrif á verð húsa Magnús Leópóldsson, hjá Fast- eignamiðstöðinni, segir að sam- eining Reykjavíkur og KjaJar- ness muni eflaust leiða til hærra fasteignaverðs á Kjalarnesi. Það hafi ekki gerst enn, en allt bendi til þess að svo verði. Hann segir fólk jákvæðara fyrir að athuga með kaup eigna á Kjalarnesi en það var fyrir sameiningu. Húsbréfin og bankarnir Arfavitlaust og hrein móðgun - segir Ari Skúlason og segir þjónustuna ekki skána við aö flytja kerfiö yfir í bankana. Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum er sama sinnis „Þetta er alveg út í hött, það er ver- ið að veifa því að þjónustan eigi að verða betri og ódýrari, en það hefur ekki orðið, til dæmis hjá Pósti og síma, þjónustan með húsnæðislánin skánar örugglega ekki við að fara yfir til bankanna. Og að gera hana dýrari er arfavitlaust og hrein móðg- un," sagði Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Is- lands, þegar hann var inntur eftir mati hans á fyrirhuguðum flutningi húsbréfakerfisins yfir til bankanna, sérstaklega þegar skoðuð er niður- staða í skýrslu Húsnæðisstofnunar þar sem segir orðrétt: „Slfk breyting nær skammt til frekari framþróunar húsnæðislána og er helsti veikleiki hennar að hún er ekki til þess fallin að lækka kostnað við rekstur hús- bréfakerfsins. Þvert á móti mun kostnaður geta aukist..." „Ef eitthvað vit á að vera í svona aðgerðum þá á það að leíða til lækk- unar á gjöldum, allavega að halda þeim óbreyttum. Það á ekki að koma til greina að neytendur borgi meira fyrir það eitt að færa húsbréfin yfir til bankanna, þar sem alls ekki er víst að þjónustan verði nokkuð betri. Ég hef efasemdir um þetta," sagði Ari Skúlason. „Einkavæðing á ekki að ganga út á það að þeir hagnist einír sem fá þjón- ustuna til sín, heldur einnig við- skiptavinirnir. I sjálfu sér hefðum við ekkert sagt við þessu, hefði það leitt til ódýrari þjónustu og betri. Þama er greinilega um það að ræða að bank- arnir treysta sér ekki til að gera þetta fyrir þann peníng sem Húsnæðis- stofnun gerir í dag. Þá er þetta einka- væðing í þágu bankanna gegn al- menningi í landinu og við hljótum að mótmæla því mjög kröfugt, þegar verið er í nafni einkavæðingar, að leggja álögur á fólkið í landinu. Um það snýst málið," sagði Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. — ~^—,_, ¦ Ágúst Kvaran hljóp tæpa 90 kílómetra Varð númer 1326 -af 11.271 þátttak- enda Ágúst Kvaran tók þátt í „Comrades Marathon" í Suður- Afríku 16. júní s.l. Hlaupnir voru 89,9 km eða ríflega tvöfalt meira en venjulegt maraþon sem er 42,2 km. Agúst fór vega- lengdina á 7 klst. og 57 mínút- um sem er ágætur tími. Hann varð númer 1.326 af 11.271 þátttakendum sem luku hlaup- inu svo að skráð sé, en sá síðasti þeirra var 11 klst. á leiðinni. Sólarlag á Seltjarnarnesi Það var fallegt sólarlagið á miðnætti sunnudags. Fjöldi fólks var við strandlengjuna á Seltjarnamesi og fylgdist með þegar sólin hné til viðar. -sme Mjólkursamsalan 70 metra kjarni úr Langjökli Sjötíu metra borkjarni var boraður úr Langjökli í leiðangri sem farinn var á jökulinn um páskana. Kjarninn verður rannsakaður í sumar og með- al annars verða könnuð öskulög til að grafast fyrir um aldur jökullaganna. Umsjónarmaður borunarinnar var Þorsteinn Þorsteinsson, sem í gær- morgun flaug til Grænlands, þar sem hann verður við rannsóknir á Græn- landsjökli í sumar. Leiðangurinn var á vegum Landsvirkjunar og átti aðal- lega að kanna vatnasvið Þingvalla- vatns. Þorsteinn, sem hefur kannað myndun jökulíss á vegum þýskrar heimskautastofnunar hyggst einnig kanna legu og lögun kristalla í jökl- inum, en þannig má fá hugmyndir um hvernig áfallinn snjór breytist í ís. Sömuleiðis verður reynt að nota samsætumælingar til að fá upplýs- ingar um veðurfar fyrri alda, en þar sem jökullinn er svokallaður þíðjök- ull, þar sem áfallið bráðnar að sumr- inu, er erfitt að greina ísalög hvers árs, og því er talið ólíklegt að þessi aðferð gefí jafn góða raun og við rannsóknir íslendinga á Grænlands- jökli. Iskjarninn er nú geymdur í frostkulda geymslunnar í Mjólkur- samsölunni, þar sem Emmess ísinn fyllti allt áður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.