Alþýðublaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ skooanir ÞRiÐJUDAGUR 1. JULI 1997 MPTDUBIMB Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Utgáfufélag Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjórí Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrof Prentun Ritstjórn Fax Áskriftarverð kr. 1 Alþýöublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Sigurjón M. Egilsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 HBK ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 .500 m/vsk á mánuði. Mikilvægt að kenna bæði ensku og dönsku í þeirri miklu umræðu um skólamál sem fram hefur farið að undanförnu í íslensku samfélagi hafa margir látið í ljósi mismunandi skoðanir á því hvaða vægi tungumál eigi að hafa í grunnskólanámi. Tilefnið er m.a. það að nýverið var kynnt álit svonefndrar stefnumótunarnefndar við endur- skoðun aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla, sem hefur verið gagnrýnt fyrir að draga taum enskunnar fram yfir dönsku. Álit stefnumótunarnefndar er vissulega leiðbeinandi við gerð aðals- námskráa en öll útfærslan er eftir og fjöldi fólks vinnur nú að gerð aðal- námskráa. Það er einnig áhorfsmál hvort sú aukna áhersla sem nefndin leggur til að verði á kennslu í ensku verði á kostnað dönskukennslu, það þarf engan veginn að túlka skýrslu nefndarinnar sem aðgengileg er öllu áhugafólki um skólamál á þann veg. Þar er bent á að aukin alþjóðasamskipti geri kröfur um góða tungumála- kunnáttu, ekki síst hjá smáþjóðum. Reyndar er það svo að flestar aðrar þjóðir hafa orðið að horfast í augu við þá þróun að enska er eins konar helsta fjölþjóðatungumál þeirra sem þurfa að beita öðru tungumáli fyrir sig en móðurmáli. Sem „annað tungumál" hefur enskan mikla yfirburði yfir aðrar tungur, í hvers konar fjölþjóðlegum samskiptum, s..s. ráðstefn- um, tölvusamskiptum og öðrum fjarskiptum. Hin gífurlegu ítök engilsax- nesku í menningarheiminum, sérdeilis í veröld kvikmyndanna hafa e.tv. verið áhrifaríkust í þessu sambandi. Islendingar verða að horfast í augu við þessa þróun eins og aðrar þjóð- ir. Mörg börn hérlendis skilja nokkuð í ensku við upphaf skólagöngu, m.a. vegna sjónvarpsnotkunar og tölvuáhuga. Áhugi barna beinist því töluvert að enskunni og er sjálfsagt að virkja hann í skólanum. í framhaldi af þessu Ieggur nefndín til að enskukennsla hefjist í 5. bekk og samræmt próf verði í ensku í 7. bekk. Eftir sem áður er talið mikilvægt er að nemendur kynnist a.m.k. einu Norðurlandamáli og lagt er til að áfram verði haldið að kenna íslenskum nemendum dönsku sem annað erlent tungumál auk ensku. Það er alls ekki lagt til að dregið verði úr dönskukennslu, heldur er lagt til að kennslan verði endurskipulögð þannig að heildarstundafjöldi verði sá sami og nú er, en námið taki færri ár og hefjist í 7. bekk. Með þessu eru taldar meiri lík- ur á markvissu námi í dónsku. Hér er— ekki verið að leggja til grundvall- arbreytingu heldur einungis breytingu á framkvæmd og útfærslu á dönskukennslu. Flestir viðurkenna mikilvægi þess að íslendingar haldi áfram að rækta hinn samnorræna menningararf og þróa áfram samskipti okkar við bræðraþjóðirnar annars staðar á Norðurlöndum. Það er af þeim ástæðum sjálfsagt og nauðsynlegt að halda áfram að kenna dönsku og kynna börn- um norræna menningu. Það er hins vegar framkvæmdaatriði með hvaða hætti það er gert og hvort byrjað er að kenna árinu fyrr eða síðar. Megin- atriði málsins er að ekki er dregið úr heildarstundafjölda og áherslan verð- ur mikil á dönskuna eftir sem áður.Það er samdóma álit flestra kennara að hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá hafa mál þróast þannig í grunn- skólunum að vægi námsgreina fer einna helst eftir því hvort þær eru kenndar til samræmds prófs. Og það er áfram lagt til að danska geti verið meðal samræmdra prófa. Nefndin legur til að prófað verði samræmt í fjórum greinum . Tilhögun verði sú að alltaf verði prófað samræmt í íslensku og stærðfræði, dregið verði um hvort prófað verði úr ensku eða dönsku annars vegar og samfé- lagsgrein eða raungreinum hins vegar. Lagt er til að unnið verði að gerð samræmdra prófa í verk- og listgreinum, þannig að í framtíðinni verði prófað samræmt í fimm greinum, þar af einni verk- eða listgrein. Af þessu má sjá að áfram verður lagt til að íslenskt námsfólk kynnist öðrum norrænum tungum samtímis því sem fólk byrjar fyrr en áður að læra ensku. Reyndar er álitamál hvort ekki megi almennt leggja enn meiri áherslu á tungumálakennslu í grunnskólum heldur en kemur fram í títt- nefndu áliti stefnumótunarnefndarinnar. Staðreyndin er sú að börn eru afar næm gagnvart tungumálum og eiga auðveldara með að tileinka sér ný tungumál eftir því sem þau eru yngri. Þess vegna mætti álykta sem svo að tungumálanám verði þróað með þeim hætti á næstu áratugum að börn læri erlend tungumál æ fyrr. Við lifum í heimi sem hefur stöðugt og vaxandi þörf fyrir samstarf og samvinnu á sem flestum sviðum. Segja má að tungumálakunnátta sé for- senda heilbrigðra samskipta jarðarbúa. Verndun jarðarinnar, ræktun lífsins og þróun ábatasamra viðskipta byggjast á gagnkvæmum skilningi þeirra sem byggja kringlu heimsins. Tungumál eru því ekki einungis góður bíssniss og nauðsynleg fyrir viðskiptalíf og efnalega velferð á komandi öld heldur eru tungumál sá miðill sem drýgstur er fyrir kraftbirtingu bræðralags og áframhaldandi lífs á jörðinni. Réttindi sjúklinga og aðstand- enda langsjúkra barna Nú í þinglok voru afgreidd frá Al- þingi lög um réttindi sjúklinga, þar sem tekin er saman í einum laga- bálki fjöldi atriða sem snúa að rétt- indum sjúklinga. Mikil vinna var lögð í að gera þessi lög sem best úr garði í heilbrigðis- og trygginga- nefhd Alþingis. Pallbord Asta Ragnheiður Jóhannes- dóttir skrifar Fjölmargar breytingar til bóta voru gerðar á upprunalega frumvarpinu og ríkti góð sátt um þær hjá þingmönn- unum sem sæti eiga í nefndinni, jafnt í stjórn sem í stjónarandstöðu. Þó töldum við í stjórnarandstöðunni að lengra þyrfti að ganga í að auka rétt langsjúkra barna og aðastandenda þeirra. Lögðum við til ýmsar frekari rétt- arbætur sem því miður náðu ekki fram að ganga að þessu sinni. Hámarksbið á biðlistum þrír til sex mánuðir í nýju lögunum segir að ef sjúk- lingur þurfi að bíða eftir meðferð skuli læknir, sem hann leitar til, gefa skýringar á biðinni ásamt upplýsing- um um áætlaðan biðtíma. Hér er ekki nógu langt gengið. Nauðsynlegt er að bæta úr því ástandi sem biðlista- fólkið býr við. Nú eru um 7 þúsund á biðlista eft- ir læknisðagerð og fæstir vita hversu lengi þeir munu þurfa að bíða. Því er nauðsynlegt að gefa sjúklingi kost á bókun aðgerðar og miða við að bið- tími eftir aðgerð verði ekki lengri en þrír til sex mánuðir eftir eðli sjúk- dóms. Staða lanqsjúkra barna þarf að bátna Skylt er að gera allt sem unnt er til að sjúkt barn fái að þroskast og njóta lífsgæða þrátt fyrir veikindi og með- ferð eftir því sem ástand þess leyfir. Hlífa ber börnum við ónauðsyn- legum rannsóknum og aðgerðum. Sjúk börn, sem dveljast á heil- brigðisstofhun, eiga rétt á að hafa foreldra eða aðra nána vandamenn hjá sér og skal sköpuð aðstaða fyrir þá eftir því sem kostur er. Þetta er réttur sem kominn er í lög en ennþá búa sjúk börn og foreldrar þeirra við mikið óréttlæti þegar greiðsla ferða- kostnaðar er annarsvegar. Það bitnar verst á landsbyggðarfólki eins og gefur að skilja. Ferðakostnaðarreglur mjög óréttlátar gagnvart foreídrum Nú fá foreldrar sem þurfa að vitja barna sinna sem dvelja á sjúkrahúsi aðeins greidda eina ferð til þeirra á viku, jafnvel þó að heimsóknin sé sannanlega liður í umönnun barns. Dæmi um það eru mæður ungbarna sem dvelja á vökudeild Landspítal- ans hér í Reykjavfk. Mæður sem þurfa að gefa þeim brjóst daglega, en búa t.d. á Selfossi eða í Keflavík og þurfa að sinna öðrum börnum sínum heima, fá aðeins eina ferð í viku greidda þó að þær fari á milli heimil- is og sjúkrahúss daglega og jafhvel Við reyndum að ná fram allmörgum frek- ari réttarbótum til handa sjúkum börnum og foreldrum þeirra, en án árangurs að þessu sinni. oftar. Það er réttlætismál að for- eldrar eða nánir vandamenn sjúkra barna eigi sama rétt og sjúklingur til greiðslu ferðakostnaðar vegna heim- sókna á sjúkrahús, enda sé heim- sóknin liður í umönnun barns. Við reyndum að ná þessari sanngjörnu breytingu inn í lögin um réttindi sjúklinga en hún fékk ekki hljóm- grunn. Á Norðurlöndum þykir sjálf- sagt að samfélagið styðji sjúk böm til að geta haft einhver samskipti við fjölskyldur sínar, bæði foreldra og systkini. Heilbrigðisnefndin var sam- mála um að í lögin yrði sett ákvæði um slík samskipti með setningunni: „Systkini og vinir mega eftir því sem kostur er heimsækja sjúkt bam sem dvelst á heilbrigðisstofhun." en meirihlutinn var ekki tilbúinn að styðja það að samfélagið kæmi til móts við kostnað sem af þessu gæti hlotist fyrir þá sem hafa um langan veg að fara. Á Norðurlöndum er greidd ein ferð f mánuði vegna heim- sóknar systkina og við í minnihlutan- um lögðum til að það sama gilti einnig hér. Komá þarf til móts við mikil útgjöld fjölskyldna sjúkra barna Það getur verið mjög kostnaðar- samt fyrir fjölskyldur ef veikt bam er í fjölskyldunni. Foreldrar missa jafn- vel vinnu eða verða að hætta henni tímabundið og verða fyrir tekjumissi vegna þess. Við teljum að samfélagið þurfi að koma til móts við mikinn kostnað fjölskyldna veikra barna og lögðum til heimild til að greiða dagpeninga til foreldra eða náinna vandamanna sem þurfa að dvelja fjarri heimili sínu vegna veru sjúkra barna á sjúkrahúsi eða vegna læknismeðferð- ar á meðan á dvölinni stendur. Slik heimild er ekki óeðlileg í ljósi þess að slíkir dagpeningar eru greiddir vegna aðgerða og dvalar erlendis, en sem betur fer eru þessar aðgerðir nú í æ ríkara mæli gerðar hér á landi. Áfallahjálp verður að koma til a sjúkrahúsun- um Nú eru engir sérfræðingar á sjúkrahúsunum til að styðja sjúklinga eða aðstandendur þeirra þegar þeir fá alvarlegar upplýsingarum heilsufar sitt eða afleiðingar sjúkdóms. Prestar hafa sinnt þessu með ágætum en þörf er á frekari áfallahjálp s.s. sálfræði- þjónustu og aukinni félagsráðgjöf. Við lögðum því til að inn í lögin kæmi ákvæði þess efnis að í kjölfar þess að alvarlegur sjúkdómur grein- ist hjá bami skuli barnið, foreldrar þess eða nánir vandamenn eiga kost á félagslegum og andlegum stuðn- ingi sérþjálfaðs áfallahóps á vegum barnadeilda sjúkrahúsa. Þá skyldu foreldrar eða nánustu vandamenn sjúkra barna hafa aðgang að félags- legri aðstoð vegna þeirra útgjalda sem langvarandi sjúkdómur og með- ferð hjá sjúku barni hefur í för með sér fyrir fjölskyldu þess. Þessar til- lögur fengust ekki samþykktar. Það er einnig nauðsynlegt að ráð- herra setji sérstakar reglur um úrræði fyrir sjúklinga vegna meintra lækna- mistaka, óháð því hvort sönnuð verði sök eða ekki. I framtíðinni þyrftum við einnig að eiga sérstök lög um þetta efni, eins og eru t.d. í Dan- mörku. Höfundur er alþingismaður a I I c r i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.