Alþýðublaðið - 01.07.1997, Síða 6

Alþýðublaðið - 01.07.1997, Síða 6
6______________________________________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 stjórnmál ■ Á sumarþingi Alþýðuflokksins fyrr í þessum mánuði var lögð fram og samþykkt ályktun um stjórn fiskveiða sem hér birtist Þörfá endurskoð Alþýðuflokkurinn, Jafnaðar- mannaflokkur Islands, ítrekar þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að ráðast nú þegar í heildarendurskoðun á lögunum um stjóm fiskveiða. Endurskoðunin skal taka mið af eftirfarandi sjónarmiðum: í upphafi fiskveiðiárs skal liggja fyrir ákvörðun stjómvalda um leyfi- legan hámarksafla í hverri fiskteg- und. Fiskveiðiheimildum skal ekki út- hlutað á skip eins og nú er gert, held- ur skal rétturinn til að nýta auðlind- ina leigður eftir neðangreindum regl- um. Aflaheimildir skulu boðnar til leigu til eins árs í senn á opnum upp- boðsmarkaði. Leigugjald skal renna í ríkissjóð. Þá munu núverandi kvótahafar hafa rétt til að leigja af ríkissjóði sama heildarafla eftir tegundum og skip þeirra hafa við breytingu lag- anna. Akvarða skal gjald á tonn eftir fisktegundum og skal gjaldið greitt af verðmæti landaðs afla. Þessi réttur núverandi kvótahafa fellur niður á fimm árum og skal 1/5 af heildaraflamarki færast í frjálst uppboðskerfi á ári. Þeir sem keypt hafa kvóta í núver- andi kerfi hafa afskrifað hann að fullu á fimm árum þannig að bókfært virði hans er ekkert að fullnaðaraf- skrift lokinni. Ef um aukningu á heildarafla milli ára er að ræða skal aukningin færast í hið frjálsa kerfi. Við upphaf aflaheimilda skal við það miðað að veiddur afli verði unn- inn í fiskvinnslustöðvum í landi, verði aflinn unninn um borð í vinnsluskipum þá skal koma sérstakt álag á verð þannig að jafnaður verði aðstöðumunur land- og sjóvinnslu. Rétt til að bjóða í fiskveiðiheim- ildir hafa allir íslenskir ríkisborgarar og lögaðilar. Við upphaf nýrra Jaga um stjórn fiskveiða skulu skip sem nú hafa veiðileyfi í íslenskri lögsögu eiga rétt á að veiða þær aflaheimildir sem seldar hafa verið. Yfirvöldum er heimilt að takmarka nýskráningu skipa nema önnur sambærileg skip falli út í staðinn. í Ijósi reynslunnar skal síðan ákveða hvort takmörkun sé nauðsyn- leg, eða hvort samkeppnin um veiði- heimildirnar sé nægjanlegt aðhald á stærð skipastólsins. I nýjum lögum skal kveðið á um að allur afli sem veiddur er í xslenskri lögsögu verði seldur í gegnum ís- lenska fiskmarkaði. Með þessu ákvæði er tryggt að ís- lenskir vinnsluaðilar sitja við sama borð hvað varðar möguleika á öflun hráefnis til vinnslu innanlands. Upp munu rísa sérhæfo fisk- vinnslufyrirtæki og einnig sérhæfð útgerðarfyrirtæki þannig að í báðum tilfellum mun verða leitast við að há- marka arðinn af veiðum og vinnslu. Sömu reglur um eignaraðild er- lendra aðila, skulu gilda um sjávarút- vegsfyrirtæki og fyrirtæki í öðrum greinum. Engin ástæða er til að banna eign- araðild erlendra aðila ef aflaheimild- ir eru leigðar til eins árs í senn og afl- inn seldur gegnum íslenska fisk- markaði. Heimilt verði að ákvarða skiptingu heildarafla milli einstakra skipa- og bátaflokka og bjóða aflaheimildir miðað við það. I núverandi kerfi hafa veiðiheim- ildir flust í vaxandi mæli frá hefð- bundnum vertíðarbátum til stærri togskipa og hugsanlegt er að nauð- synlegt verði að hafa áhrif á að veiðimunstrið og samsetning afla verði sem fjölbreyttast. Þar sem takmarkanir gilda eða eru taldar nauðsynlegar, á veiðum utan lögsögunnar, skulu sömu reglur gilda og innan lögsögu. Afli utan lögsögu er þó undanskilinn ákvæði um lönd- un á fiskmarkaði. Ef um að ræða tilraunaveiðar eða leit að nýjum fiskimiðum geta þó aðrar og frjálsari reglur gilt. Þegar verði skipuð fimm manna nefnd á vegum flokksins til að annast nauðsynlega heildarendurskoðun á lögum um stjóm fiskveiða í samræmi við þau atriði sem talin hafa verið upp hér að framan. Frumvarp til breytingar á lögum um stjóm fiskveiða og fmmvörp til laga um nauðsynlegar breytingar á öðmm lögum þessum tengdu, skulu lögð fram á komandi haustþingi. Frekari útfærsla Aflaheimildir sem útgerðir leigja í skjóli forgangsréttar af ríkinu gegn föstu gjaldi verða að vera nýttar af viðkomandi útgerð, þó er heimilt að skipta á aflaheimildum milli útgerða á jöfnu verðmæti. Utreikningar á jöfnu verðmæti byggi á gjaldi eftir tegundum til ríkisins. Pottur aflaheimilda sem upp verð- ur boðinn á frjálsum uppboðsmark- aði mun verða lítill x' upphafi, en stækka jafnt og þétt á fimm árum. Að fimm árum liðnum verða allar afla- heimildir leigðar á uppboði. Hugsa má sér eftirfarandi útfærslu á upp- boði aflaheimilda: Akvörðun um heildarafla næsta kvótaárs eftir tegundum skal liggja fyrir í byrjun júlí ár hvert. Þann 1. ágúst skal bjóða upp aflaheimildir sem nema 3/12 af heildaraflamarki. Þann 1. september skal bjóða upp 1/12 af heildinni og þannig áfram mánaðarlega og fer síðasta uppboðið fram I. maí. Engin uppboð fara fram í júní og júlí, en uppboð fyrir næsta kvótaár hefjast þann 1. ágúst með 3/12 af heildaraflamarki og hringur- inn endurtekur sig. Greiðsla skal fara þannig fram að hluti sé greiddur við uppboð og hluti tekinn af aflaverðmæli við sölu á fiskmarkaði. Velta má fyrir sér regl- um um hvort nýting fyrr keyptra heimilda skal hafa áhrif á rétt aðila til að bjóða á næsta uppboði. Heimilt verður að setja takmarkan- ir á heildarkaup einstakra aðila ef sýnt þykir að veiði/vinnslugeta þeirra er ekki í neinu samræmi við keyptar aflahlutdeildir og þannig megi ljóst vera, að einungis sé um spákaup- mennsku að ræða. Aflaheimildir sem keyptar eru á uppboði geta gengið kaupum og sölum á eftirmarkaði, en ríkið mun innheimta aukagjald við eigendaskipti á aflaheimildum. Gerð verði sérstök athugun á af- komu land- og sjófrystingar, og heimilt verður að setja álag á afla- heimildir sem notaðar verða á frysti- skipum til að jafna afkomumun á þessum tveimur greinum frystingar. Hægt er að halda smábátum í sér aflapotti, sé það talið fýsilegt. Veiðileyfi til skipa Ákveðinn fjöldi skipa hefur í dag veiðileyfi innan íslenskrar lögsögu. Sum þessara skipa eru í dag án afla- heimilda og hugmyndin gengur út á það að unnt verði að kaupa veiði- heimildir á þessi skip á uppboðs- markaði. Varðandi ný skip verði fylgt svipuðum reglum og nú eru í gildi varðandi nauðsyn þess að úrelda eldri skip til að nýskráning geti farið fram. Hægt er að hugsa sér að þegar aflaheimildir aukast verði hægt að rýmka þessar reglur eitthvað og einnig að mögulegt verði að rýmka fyrir ákveðinn flokk báta/skipa, ef nauðsynlegt er talið að hafa áhrif á samsetningu flotans, með tilliti til aðstæðna hverju sinni. Allur afli á fiskmarkað Mikil umræða hefur verið um hvort framkvæmanlegt sé að allur afli verði seldur í gegnum íslenska fiskmarkaði. Oft og tíðum snýst um- ræðan um tæknileg atriði og eru rök- in gegn þessu iðulega þau sömu og voru viðhöfð gegn mörkuðunum á sínum tíma. Öllum má vera ljóst að vandalaust er að selja allan botnfiskafla á fisk- markaði í ljósi þeirrar reynslu sem af þeim hefur fengist. Þar er frekar varðandi tímabundnar veiðar og veiðar á tegundum sem fiskast í miklu magni á stuttum tíma sem áhyggjuraddir hafa heyrst. Þar hefur einkum verið rætt um sfld- og loðnu- veiðar og ekki verði séð hvemig þær veiðar falli að uppboðsmarkaði. Hafa ber í huga að eðli uppboðs- markaða er að sýna „rétt“ verð á afla á hverjum tíma og það liggur í hlut- arins eðli að verði framboðið meira en eftirspumin, þá lækkar verð og svo öfugt. Ætla verður útgerðaraðil- um eðlilegt vit og að þeir reyni á hverjum tíma að fá sem hæst verð fyrir afla sinn. Útgerðarmenn ráða í dag á hvaða markaði þeir landa/selja hvexju sinni, það mun ekki breytast. Þeir munu stýra afla inn á landssvæði eftir framboði og eftirspurn og boð í afla mun miðast við fastákveðna löndunarhöfn, að sjálfsögðu er kaup- anda og seljanda heimilt að ákveða í sameiningu að aflanum verði landað annars staðar eftir uppboð og munu væntanlega semja um það í slíkum tilfellum. Markaðirnir sjálfir munu verða mjög virkir í að halda góðu sam- bandi, bæði við seljendur og kaup- endur, þannig að framboð og eftir- spum haldist sem mest í hendur og í dag er mikið um samband milli aðila í þessum veiðum og vinnslu og sífellt verið að semja um Iandanir út og suður. Útgerð skips er einnig heimilt að bjóða í afla af eigin skipi hræðist þeir verðhrun og eftir að afli hefur einu sinni verið seldur á fiskmarkaði bannar ekkert frekari sölu á honum milli aðila. Eignaraðild útlendinga Það er á allra vitorði að erlendir aðilar em þegar þátttakendur í „ís- lenskum“ fiskvinnslufyrirtækjum. Betra er fyrir alla aðila að eignarhald útlendinga lúti skýrum og sambæri- legum reglum og í öðram íslenskum fyrirtækjum, inn í sjávarútveginn geti komið erlent áhættufjármagn í stað erlends lánsfjármagns. Hræðsla unt að útlendingar eignist íslensku fiskimiðin ætti að vera úr sögunni ef aflaheimildir eru seldar og aflinn seldur á íslenskum fisk- tfiarkaði. Það gengur ekki að segja eins og svo margir segja „við verðum að búa við núverandi kerfi þö það sé veru- lega slæmt, því það næst aldrei sam- staða um annað kerfi“. Rök á rnóti breytingu á kerfinu, sem segja að ekki sé hægt að breyta því vegna þess að við vitum ekki hvað við fáum í staðinn, eru engin rök heldur svartasta afturhald og hræðsla við breytingar. Milliþinganefnd telur að það sé Alþýðuflokknum algjör nauðsyn að koma fram með skýra stefnumótun um stjóm fiskveiða þannig að kjós- endum gefist nægur tími til að kynna sér hana fyrir næstu kosningar, sem munu að áliti nefndarinnar snúast að stóram hluta um fiskveiðistjórnun- ina. Milliþinganefnd telur að það sé Alþýðuflokknum algjör nauðsyn að koma fram með skýra stefnumótun um stjórn fiskveiða þannig að kjósendum gefist nægur tími til að kynna sér hana fyrir næstu kosningar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.