Alþýðublaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. JULI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ erlent Dómari í Oklahoma bannar þýska stórmynd Tintromman er full af klámi Úrskurðar dómari í Oklahoma. Nasistaaðferðir, segja mannréttindasamtök. Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkj- unum gengur nú hús úr húsi og sækir myndbönd með þýsku stór- myndinni Tintromman sem fékk ósk- arsverðlaun sem besta erlenda mynd- in árið 1979. Dómari hefur úrskurðað að myndin sé ósiðleg þar sem það bregður fyrir myndum af kynferðis- legri snertingu milli unglinga yngri en 18 ára í myndinni. Michael nokkur Camfield var bú- inn að leigja myndina og ætlaði að fara að horfa á hana þegar lögreglu- menn bönkuðu á dyrnar. Þeir höfðu fengið nafnið hans hjá eiganda mynd- bandaleigunnar. Það voru baráttusamtök gegn klámi, sem nefna sig Oklahomabúar fyrir börn og fjölskyldur, sem höfð- uðu málið, en þeim þótti senur í myndinni mjög hneykslanlegar. Lögreglan hóf strax aðgerðir til að framfylgja dómnum. Fyrst var haft samband við bókasöfnin um að skila inn öllum eintökum sem þau kynnu að hafa undir höndum og auk þess alla eigendur myndbandaleiga í fylk- inu. beita hreinum Gestapoaðferðum," segir talsmaður þeirra Joann Bell, en samtökin ætla að fara með málið aft- ur fyrir dómstóla. Hún líkir aðgerðum lögreglu við upptöku myndanna við bókabrennurnar í Þýskalandi. „Ég hafði náð að horfa á næstum því alla myndina, að mínum dómi er þetta mjög merkileg mynd sem ætti að njóta verndar. Ég mótmælti auðvit- að, en það var ekkert hægt að gera," segir Michael Camfield. Útfærsla Volker Schlöndorff á meistaraverki Giinther Grass fellur greinilega ekki allstaðar í jafn góðan jarðveg. Það sem einum þykir Ust þykir öðrum arg- asta klám. Stórmyndin Tintromman fjallar um lítinn dreng sem neitar að verða fullorðinn. Hún er full af barnaklámi, segir í dómnum í Oklahoma. Mannréttindasamtökin ACLU í fylkinu hafa lýst yfir hneykslan sinni á dómnum og framferði lögreglunnar. „Þetta er mynd sem að fjallar um Þýskaland nasismans, það er eins og lögreglan hafi lært að henni. Þeir Úr alfaraieið Saxafónn forsetans velgir dönsku löggunni undir uggum Rokk arie jassa Heimsins voldugasti saxó- fónleikari mun heimsækja Kaupmannahöfn þann tíunda og ellefta júlí og hefur það orðið lögreglumönnum tilefni til að kanna aðstæður á þeim stöðum sem munu leika jass þessa tilteknu daga með tilliti til öryggismála. Saxófónleikarinn sem heit- ir reyndar Bill Clinton er ekki mikið fyrir að afhjúpa fyrir- ætlanir sínar þegar hann fer í opinberar heimsóknir en alls verða hundrað uppákomur á vegum Copenhagen Jass Festival, þessa sömu daga. Danir eru vissir um að það renni jassblóð um æðar bandaríska forsetans enda sýndi það sig þegar hann var í heimsókn í Prag um árið en þar stökk hann uppá svið og lék af fíngrum fram. En blaðafulltrúi bandaríska sendiráðsins í Kaupmanna- höfn er ekki jafn viss. „Hann spilar á saxafón, það er alveg rétt," segir Steve Strain. „En ég er ekki viss um þetta með jassinn. Ég hef alltaf séð hann fyrir mér sem náunga sem kann að meta „Rokk og Ról." Danir eru orðnir pirraðir á því að Hvíta húsið hefur enn ekki viljað gefa nákvæmlega upp hvenær Clinton er vænt- anlegur til Danmerkur, aðeins að hann muni dvelja þar þessa tilteknu daga. Mýbitnir fá frítt að boröa Berlingske Tidende segir frá sérkennilegu tilboði hjá veitinga- húsi í þorpi einu í Svíþjóð. Mýbit getur gert heimsóknir til fallegra staða að óþægilegri upplifun ef maður er viðkvæmur fyrir því en mý hefur mjög þroskaða bragð- lauka og ákveðin smekk þannig að fólk verður mismikið fyrir barðinu á því, í þokkabót er orðið erfitt að finna vörn gegn bitvargnum. í bænum Áre í Danmörku hefur ver- ið fundið uppá eins slags sárabót fyrir fórnarlömbin því þar er hægt að kaupa sérstakt bæjarkort sem veitir afslátt að allskyns afþrey- ingu og fær sá sem getur framvís- að fimm mýbitum ókeypis mið- degisverð á veitingahúsi í bænum. F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboöum í eftirfarandi verk: „Staöahverfi, reiö- og göngustígar, jar&vinna og yfirborö". Helstu magntölur eru: (Reiðstígar: 2.590 m (Göngustígar jarðvegsskipti: 550 m (Göngustígar malbikun: 5.970 m2 Verkinu skal lokið fyrir 15. nóv. 1997. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudeginum 1. júlí 1997 gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: mi&vikudaginn 9. júlí 1997 kl. 14.00 á sama stað. gat 102/7 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í stíga- og gatnagerð á ýmsum svæðum vestan Reykjanesbrautar. Verkið nefnist: „Ýmissmáverk1997". Helstu magntölur eru: (Uppúrtekt: (Fyllingar: (Malbik: (Hellu-& steinlagnir: (Steypa: (Ræktun: 3.200 m3 3.000 m3 4.400 m2 1.300 m2 650 m2 5.000 m2 Skilad. síðasta verkhluta er 1. nóv. 1997. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri frá þri&judeginum 1. júli gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboöa: fimmtudaginn 10. júlí 1997 kl. 11.00 á sama stað. gat 103/7 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríklrkjuvegi 3 - Simi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Netfang: isr@rvk.is 1997

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.