Alþýðublaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 8
worwwioe express Nýtt aðalnúmer 5351100 AUYIIlIINfl Þriðjudagur 1. júlí 1997 84. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk WORWW/DE EXPRESS Nýtt aðalnúmer 5351100 Hong Kong komið undir stjórn Kínverja Valdaskiptin fóru fram á miðnætti Idag hefur Kína yfirráð yfir Hong Kong og þegar síðasti breski rík- isstjórinn sigldi burt í nótt á kon- unglegu bresku fleytunni, var settur punktur aftan við 156 ára gamla sögu breskra yfirráða yfir þessum hluta Kína. Sex milljónir frjálsborins fólks hafa þar með verið afhent kommún- istastjórninni í Kfna en þar með bundinn endir á breska nýlendustjórn en jafnframt er Hong Kong síðasta mikilvæga nýlendan í breska heims- veldinu sem áður stjórnaði fjórðungi veraldarinnar - stærsta heimsveldi sem þekktist fyrr eða síðar í heimin- um. Fjögur þúsund manna herlið kom frá Kína til landsins strax í dögun eft- ir valdaskiptin er sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af Robin Cook ut- anríkisráðherra Bretlands en hann var viðstaddur hátíðarhöld í tengsl- Samkvæmt sameinginlegri yfirlýs- ingu breskra og kínverskra stjórn- valda frá 1984 verður kapítalíska módelinu í Hong Kong ekki breytt næstu fimmtíu árín. Stjórnvöld í Pek- ing eru með glýju í augunum af auð- sæld Hong Kong og sagt er að í gangi sé eins konar sáttmáli milli kommúnistaelítunnar og auðkýfing- anna, óbeint var Hong Kong orðinn stuðningsmaður kínverskra stjórn- valda áður en valdaskiptin fóru fram. Saman ætla þessi öfl að vernda stöðu Hong Kong dollarsins og treysta markaðinn núna eftir valdaskiptin. Sögusagnir herma að það sé leynileg áætlun í gangi í Peking um að dæla allt að 160 billjónum dollara inn á markaðinn ef viðskiptavildin dvínar eftir valdaskiptin. Kína er nú stærsti fjárfestir í Hong Kong, og ef Hong Kong fer í niður- ekki kommúnísk hugmyndafræði séu hinar raunverulegu ógnir við kapítal- ismann. Fjölmiðlar í Hong Kong héldu að sér höndunum það sem af er að þessu árí þegar kemur að umfjöllun um Kína. Fjölmiðlar voru meðal annars hvattir til að lýsa atburðunum á Torgi hins himneska friðar, ekki sem blóð- baði, eða fjöldamorði, heldur með öðru og jákvæðara orðalagi eða bara tala um, fjórða júní." Helsta dagblaðið felldi niður fyrir mörgum mánuðum daglegu skop- teikninguna Lily Wong, sem tók kommúnistastjórnina í Kína einatt háðulegum tökum. Það hefur einriig verið gert ljóst að hálfu kínverskra stjórnvalda að allur stuðningur við Tíbet og Taiwan, verði ekki þolaður. Ótti Kínverskra stjórnvalda við mótmæli fólks sem er íbúar Hong Kong mótmæla áætlunum um að takmarka einstaklingsfrelsi og afnema réttinn til að mótmæla að vild. Hætt er við að hömlur verði á einstaklingsfrelsi íbúa Hong Kong í framtiðinni þrátt fyrir að kínversk stjórnvöld muni gera alit til að treysta Hong Kong dollarinn. um við valdaskiptin ásamt Karli Bretaprins. Vestrænir fjölmiðlar hafa verið duglegir að spá hruni Hong Kong í kjölfarið á valdaafsal- inu en öfugt við allar spár, stendur hagkerfið í blóma. Fasteignaverð hefur löngum verið lykillinn að vel- meguninni, en það hefur risið hæst í sögu borgarríkisins á þessu ári. Það sama er að segja um hlutabréfamark- aðinn. Margir auðmenn í Hong Kong hafa reyndar spáð því að viðskiptin verði enn betri í kjölfar umskiptanna. Hvaða sem kemur til með að stjórna öríögum Hong Kong, er líka víst að íbúarnir nálgast þau í fínu efnahags- legu formi. Viðskiptaelítan í Hong Kong er í stórviðskiptum við Kína. Fyrirtæki þeirra veita um fimm milljónum Kín- verja á meginlandinu atvinnu og greiða auk þess fyrir erlendum fjár- festingum í Kína en Hong Kong hef- ur orðið hágæða, þjónustuhagkerfi meðan iðnaður hefur færst yfir á meg- inlandið þar sem er ódýrt vinnuafl. fallið fara margir kínverskir fjársjóð- ir niður með því, sú staðreynd við- heldur bjartsýni margra viðskipta- jöfra ekki síður en kínverskt stolt, en veröldin bíður eftir að dæma kín- verska stjórn í samanburði við þá bresku. Demókratar í Hong Kong, vilja meira lýðræði auk þess sem þeir vilja stærra velferðarkerfi og styrkja vinnulöggjöfina sem margir óttast að dragi úr samkeppnishæfni þjóðarinn- ar. En Kínverjar munu draga úr öll- um tilburðum í átt til frekari velferð- ar. Carson Wen, ungur talsmaður við- skiptahagsmuna Kína og Hong Kong, sagði fyrr á árinu að ákaflega lítið væri eftir af hugmyndafræði kommúnista í Kína. Kínversk stjórn- völd hefðu jafnvel aðvarað nýlendu- stjórnina að eyða of miklu á fjárlóg- um til velferðarmála. Kommúnismi sé hvaðeina sem stjórnendur ríkisins segi að hann sé. Spillingin. óreiðan. lögleysan og vinavæðingin í Kína, en vant að mótmæla hvenær sem því þóknast, er mikill. Atburðirnir á Torgi hins himneska friðar árið 1989, voru reiðarslag fyrir íbúa Hong Kong, þyrptust þeir í milljónavís út á göturnar til að mótmæla blóðugri kúgun, kínverskra stjórnvalda á kín- verskri alþýðu. Það eru því engin raunveruleg merki þess að hagsældin í Hong Kong snúi kínverskum stjórnvöldum í frjálslyndisátt. Þvert á móti. Qian Qichen utanríkisráðherra Kína, lýsti því yfir fyrr á þessu árí í hinu asíska Wall Street Journal, að minningarsamkomur um atburðinn yrðu bannaðar í Hong Kong framtíð- inni og einnig persónulegar árásir á kínverska leiðtoga. Valdataka Kína í Hong Kong eru mikil prófraun fyrir kínversk stjórn- völd, heimurinn mun fylgjast með hvernig til tekst, og það mun gera stöðu þeirra á alþjóðavettvangi mun verri ef þeir taka á því með öfugum klónum. „Hvaða lykt er þetta, hr kommissar? Armstrong hikaði. Svo brosti hann. . „Þetta er lyktin í Hong Kong. Þetta er lyktin af peningum." Úr bókinni Noble house eftír James Clawell. 1981. Velkomin um borð § rferjuna Baldur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.