Alþýðublaðið - 04.07.1997, Síða 1

Alþýðublaðið - 04.07.1997, Síða 1
Föstudagur 4. júlí 1997 Stofnað1919 87. tölublað - 78. árgangur ■ Sókn ætlar að stefna ríkinu Skandall að við höfum ekki réttindi - segir Guörún Óladóttir formaður Sóknar. „Það er skandall að ríkisstarfs- mönnum sé mismunað á þennan hátt,“ segir Guðrún Óladóttir formaður Sóknar. „Ekki báðum við um þessar breytingar, hvað þá að taka yfir skyld- umar en ekki réttindin. Félagið hefur ákveðið að fylgja þessu máli eftir fyr- ir dómstólum.“ Mismununin á sér einkum stað í sambandi við fæðingarorlof og Lífeyr- issjóði. „Konum er stórlega mismunað á vinnumarkaði eftir því hvort þær teljast opinberir starfsmenn eða ekki,“ segir Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur Sóknar. „Ég hef lengi verið að hamra á þessari mismunum. Það er fullt af kon- um sem eru að vinna hjá ríkinu sem njóta ekki sambærilegra kjara við op- inbera starfsmenn. Þær halda til dæm- is ekki sfnum launum í fæðingarorlofi. Með breytingum á lögunum í fyrra em sóknarkonur orðnar ríkisstarfs- menn og það er greinilega til þess tek- ið í hveiju skyldumar em fólgnar, þeg- ar kemur að réttindum er sóknarkon- um og hinum óhreinu bömunum hennar Evu vísað í kjarasamninga og bráðabirgðalög. Þetta brýtur gegn jafnræðisreglum stjómarskrár stjóm- sýslulaga, segir Lára V. Júlíusdóttir." Tölvuskortur „Hér em oft biðraðir eftir tölv- um, það þekkja það allir hér,“ seg- ir Haraldur Guðni Eiðsson for- maður Stúdentaráðs en stúdentar við Háskóla íslands em 5.826 en einungis 138 tölvur em til afnota fyrir nemendur, þar af em margar þeirra uppteknar við kennslu til sjö á kvöldin. f Háskóla íslands er nú verið að vinna að hugmyndum um námsnet en 30 til 40 prósent nem- enda em reiðubúnir að stunda sitt nám eingöngu gegnum intemetið. „Hugmyndir varðandi að nýta að intemetið meira við störf og kennslu em góðar en ef þettta á að nýtast nemendum sem skildi þarf að fjölga tölvum,“ segir Haraldur Guðni en hann benti einnig á að nokkrar byggingar skólans em ekki nettengdar. Flókavarða „Ég kem síðan hingað 13. júlí með fjölskyldu minni til að afhjúpa vörðuna á Vík- ingahátíðinni," segir Magn- us Skaaden sveitastjóri á eyj- unni Sviðu eða Sveio eins og hún heitir á norsku, en hann kom hingað sérstaklega með norskt gijót til þess að hlaða vörðu á Hvaleyrarholtinu í minningu ffægasta sveitunga síns, Hrafna Flóka sem á að hafa hlaðið vörðu nákvæm- lega á þessum stað er hann sigldi til landsins. Frásögn Landnámu af fundi íslands hefst einmitt með því að Flóki Vilgerðarson leggur upp frá Smjörsundi á Sviðu. Víkingar em ekki sérstakt áhugamál Magnúsar en hann ætlar þó að fylgjast vel með á hátíðinni. ■ Vísindamenn eru að þróa sjampó Gráu hárunum útrýmt - en of seint fyrir John Mayor Vísindamenn hafa fundið að- ferð til að koma í veg fyrir grá- ar hæmr. Þeir plata hárfumumar til að framleiða litarefni, löngu eftir að þær em hættar. Vonir standa til þess að bráð- lega verði hægt að framleiða vökva sem í stað þess að lita eins og nú er gert, gefur hárinu aftur náttúmlegan lit. Þetta er í fyrsta sinn sem litarfrumur hárs- rótarinnar hafa verið ræktaðar á tilraunastofum en vísindamönn- unum hefur einnig tekist að vekja frumur sem að liggja í dvala í gráum hársrótum og hrinda þannig af stað fram- leiðslu litarefnis. Þessar fréttir vekja von í brjósti þeirra fjölmörgu sem grána snemma á ævinni og eyða ófáum stundum í að plokka eða lita gráu hárin. En sitt sýnist hverjum. Breski höfundurinn Jilly Cooper, spyr hvort fólk vilji virkilega sjá gamalt fólk, með andlit eins og nýkomið úr djúpfrystingu, með ljósa eða lit- ríka æskulokka. En fyrir flesta eru þetta gleði- tíðindi, en eins og breskt blað benti á, koma þau því miður of seint fyrir John Mayor. fyrir alla fjölskylduna «SN HAÐUB SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600, mn Á 70 ára afmælisári 66°N hefur úrvalið af sport- og útivisfarfatnaði aldrei verið meira. Stöðug þróun hefur átt sér stað í framleiðsluaðferðum og unnið er úr bestu fáanlegum efnum á hverjum tíma. SIX-TEX öndunarfatnaðurinn, sem unninn er úr hágæðaefninu ENTRANT Gll, er einn sá vin- sælasti j dag enda mætir hann kröfum hörðustu neytenda landsins. POLARTEC FLEECE, EÐALFLÍS er mjúkur og hlýr fatnaður með mikið einangrunargildi, framleiddur í þremur mismunandi þykktum. 66°N eru^þeir fyrstu á íslandi sem framleiða EÐALFLÍS úr vindheldu- og vatnsfráhrindandi efni í verslunum 66°N er einnig mikið úrval af regn- og hlífðarfatnaði, úlpum og kuldagöllum á börn og fullorðna. SJÓKIAÐAGERÐIN HF.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.