Alþýðublaðið - 08.07.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.07.1997, Blaðsíða 1
■ Fé fæst ekki til viðgerða Ómetanleg handrit liggja undir skemmdum Ögmundur Helgason: Samanburöurinn við Dani er okkur í óhag. „Sum ómetanleg handrit eru mork- in og skemmd, fyrir utan öll þau eyð- andi óhreiríindi og gróm sem hefur sest á þau,“ segir Ögmundur Helga- son forstöðumaður handritadeildar í Þjóðarbókhlöðu, en handritadeildin þar er framhald af Ámasafni og geymir yngri handrit, marga ómetan- lega dýrgripi. „Þegar húsið var byggt var gert ráð fyrir fullkominni viðgerðarstofu handrita og gamalla bóka,“ segir Ög- mundur. „Hún stendur nú fullbúin en ónotuð þar sem fjármagn fæst ekki til að ráða starfsmann. Sem dæmi um verðmætt handrit sem liggur undir skemmdum er afrit af Passíusálmum sem Hallgrímur Pétursson skrifaði með breytingum sínum og er það lík- lega sú útgáfa sem hann vildi að væri endanleg útgáfa sálmanna. Það er varla hægt að handfjatla þetta handrit líkt og mörg önnur sem svipað er ástatt um en við höfum reynt að setja handritið í umbúðir svo að það sé hægt að fletta því. Hart deilt á Þórhildi Það er rangt hjá Þórhildi Þor- leifsdóttur, að Leikfélag fslands hafi ekki óskað eftir samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur í sumar, segir Karl Pétur Jónsson, mark- aðsstjóri LÍ. Við óskuðum skrif- lega eftir því, en fengum aldrei nein svör af eða á. Karl Pétur telur útilokað, að Þórhildur hafi ekki vitað um bréf þeirra. „Þegar komið er með verk- efni af þessari stærðargráðu getur það varla farið ffamhjá leikhús- stjóranum." Hann segir einnig, að Leikfé- lagið hafi ekki tapað á samstarfi við aðila utan þess í fyrra. Sjá bls. 7 Fjölnir boðar til Málfundar Hið fjöruga menningartímarit Fjölnir boðar til málfundar síðdeg- is í dag kl. 17.30 í blaðsölutumi Fjölnis að Bankastræti 8 í Reykja- vík. Þar munu listfræðingamir Halldór Bjöm Runólfsson og Hannes Sigurðsson bítast á um samband íslenskrar menningar við umheiminn, en Halldór Bjöm mun ræða hvemig undiriægjuháttur ís- lenskrar intellígensíu gagnvart er- lendum straumum og stefnum hef- ur komið í veg fyrir að íslendingar meti sína eigin menningu að verð- leikum, en Hannes ntun hreyfa andmælum og rekja sín sjónarmið. Við höfum verið að taka við dýr- gripum frá Danmörku, alveg full- komlega viðgerðum, það má reikna þann kostnað í tugum milljóna og það sýnir hug Dana til þessara mála því það var hvergi í samningum að þeir ættu að skila þeim þannig. Það verð- „Sumarlokanimar hafa bitnað á deildinni, segir Reynir Tómas Geirs- son prófessor við Kvennadeild Landsspítalans. „Þær hafa aðallega bitnað á Kvensjúkdómadeildinni en við emm ekki með sama magn að- gerða og áður. Við framkvæmum „Það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að þjóðgarðurinn verði formlega stofnaður á þessu ári,“ seg- ir Sturla Böðvarsson alþingismaður og formaður undirbúningsnefndar um stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi en nefndarmenn hafa skilað tillögum sínum til Guðmundar Bjamasonar umhverfisráðherra. A sínum tíma samþykkti ríkis- stjómin tillögu Össurar Skarphéðins- ur að segja sem svo að samanburður við Dani er okkur í óhag. Við sitjum sjálf á haug af gömlum handritum og bókum hér heima sem liggja undir skemmdum og það fæst ekki fjárveit- ing til að ráða einn starfsmann til við- gerða. Flest öll okkar handrit hér á bráðaaðgerðir en hinar verða að bíða auk þess sem við þurfum að vera ákveðnir í að útskrifa fólk.“ Önnur sængurkvennadeildin hefur verið lokuð vegna breytinga á hús- næðinu en sængurkonur hafa þess í stað verið fluttar á dagdeildina. Sam- sonar, þáverandi umhverfisráðherra, um nýjan þjóðgarð á utanverðu Snæ- fellsnesi. I kjölfarið skipaði Össur Skarphéðinsson nefnd til að undirbúa stofnun þjóðgarðs, og skipaði Sturlu formann hennar. Nefndin hefur nú útfært hugmyndir að þjóðgarðinum, og í tillögu hennar er vísað í vemdar- áætlun fyrir svæðið þar sem hug- myndin að þjóðgarði er rökstudd. Nefndin gerir ráð fyrir að strax verði handritadeildinni þarfnast aðhlynn- ingar auk þess sem urmull bóka ligg- ur undir skemmdum. Meðan við vor- um í sambýli við Þjóðskjalasafnið gátu þeir stundum bjargað okkur en nú nýtur þess ekki lengur við.“ kvæmt heimildum blaðsins hefur konum verið bent á að leita eftir heimaþjónustu ef þeim finnst þessi tilhögun óþægileg, en það getur ver- ið ónotalegt fyrir konur sem hafa misst fóstur að vera á sömu hæð og sængurkonur. ráðinn þjóðgarðsvörður til að vinna að framgangi málsins og höfuðstöðv- ar garðsins verði við Gufuskála. Þjóðgarðurinn sjálfur nái frá Dag- verðará, og umlyki jökulinn að Gufuskálalandi. Össur Skarphéðinsson kvaðst mjög ánægður með stöðu málsins. „Utfærsla nefndarinnar er prýðileg, og ég fagna sérstaklega tillögu henn- ar um að þjóðgarðsvörður verði ráð- Spellvirki við Flosagjá Tunnum og hnullungum fleygt í gjár á Þingvöllum Venjulega fleygja gestir smá- mynt niður í Flosagjá á Þingvöll- um, öðru nafni Peningagjá, og óska sér. En aðfaranótt sunnudags hefur óboðnum næturgesti ef til vill fundist sem óskir hans hafi ekki gengið nægilega eftir, því í skjóli nætur gekk hann berserks- gang á brúnni yfir gjána, og fleygði þangað öllu lauslegu niður. Meðal þess sem hann fleygði í Flosagjá voru ruslatunnur sem voru á brúnni, og gríðarstórir hnullungar, sem notaðir eru til að koma í veg fyrir bflaumferð um gjána. ,T>að gerist því miður af og til að aflraunamenn úr Reykjavík koma hingað þegar skemmtistað- imir loka og haga sér einsog villi- menn,“ sagði Guðrún Kristins- dóttir, landvörður. Hún kvað þennan óþokkagest hafa verið af „sterkari sortinni, því steinamir sem hann henti af brúnni em sérhver um 60 kflóa þungir, og þarf að hefja á loft til að fleygja þeim niður í gjána.“ Næturvakt er í þjóðgarðinum, sem haldið er úti þangað til kyrrð er komin i garðinn. „Það er ekki hægt að brýna það nógsamlega fyrir mönnum, hvað það er mikil- vægt að ganga vel um,“ sagði Guðrún. Vændiskona stefnir danska skattinum Tælensk vændiskona hefur stefnt dönskum skattayfirvöldum vegna þess að þau hafa farið fram á að hún greiði skatt af tekjum sín- um, sem nema um 850 þúsund dönskum krónum, en það þénaði hún á veitingahúsavændi á árun- um 1993 til 1994. Lögfræðingur hennar kallar kröfu yfirvalda óþol- andi tvískinnung en dönsk lög leggja ekki blátt bann við vændi en banna hinsvegar að fólk hafi at- vinnu af vændi. Tælenska konan fæddist sem karlmaður en fór í kynskiptingu skömmu eftir að hún fluttist til Kaupmannahafnar. Lög- fræðingur konunnar segir að yfir- völd séu komin í hlutverk alfons- ins í þessu máli. inn strax í sumar. Þetta eru snöfur- mannleg vinnubrögð." „Málið er nú í höndum umhverfis- ráðherra," segir Sturla, „en við gerð unt það að tillögu okkar í nefndinn að náttúruvernd ríkisins yrði falið at vinna frekar að málinu. Það þarf ti dæmis að semja við landeigendur ei landið er þó að mestu leyti í eigu rík isins og Snæfellsbæjar." Ögmundur Helgason heldur á handriti sem Hallgrímur Pétursson ritaði eigin hendi en það hefur að geyma Passfusálmana með ýmsum breytingum Hallgríms og er sjálfsagt sú útgáfa af sálmunum sem Hallgrímur hefði viljað að væri notuð. ■ Sumarlokanir á Kvennadeild Einungis bráðaaðgerðir ■ Þjóðgarðstillaga Össurar verður að veruleika Stofnum þjóðgarðinn á þessu ári - segir Sturla Böövarsson, formaöur undirbúningsnefndar. Þjóögaröurinn mun ná frá Dagveröará umhverfis Jökul að Gufuskálum. Össur: Líst mjög vel á útfærslu nefndarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.