Alþýðublaðið - 08.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.07.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1997 ujfmun Pverholti14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéöinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiöja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Það skiptir máli hverjir stjórna Því er stundum haldið rram að ekki skipti máli hverjir stjóma hinum vestrænu lýðræðisþjóðfélögum, því svo lítill munur sé á flokkum og fylkingum. Þessi klisja hefur líka ratað inn í stjóm- málaumræðu á íslandi, þar sem hún er jafn innihaldslaus og í um- ræðu í öðmm lýðræðisþjóðfélögum. Það skiptir nefnilega miklu máli hverjir stjóma. Segja má að hin raunverulega stefna ríkisstjóma hvarvetna felist í fjárlögum viðkomandi ríkja. Og staðreyndin er sú að vinstri stjómir leggja allt aðrar áherslur heldur en hægri stjómir. Stjómir jafnaðarmanna em félagslega sinnaðar, þær leggja ríkari áherslur á almenna menntun, heilbrigðisþjónustu og öryggisnet fyrir alla sam- borgara auk opins og náins samstarfs við aðrar þjóðir. Stefna hægri stjóma felur oft í sér hið gagnstæða eins og finna má í áherslum ís- lensku hægri stjómarinnar, þar sem heilbrigðisþjónustan er langs- velt og hinir eldri og veikari verða fyrir búsifjum af völdum stjóm- arinnar, menntamál eru homreka samfara margvíslegri einangmn á alþjóðavettvangi. Þegar kosningabaráttan var í algleymingi í Bretlandi í vor létu nokkrir baráttujaxlar á íslandi sig hafa það að halda því fram að enginn munur væri á breska Verkamannaflokknum og íhalds- flokknum þar í landi. Þessir úrtölumenn héldu því fram að ekki væri hægt að sjá muninn á stefnu þessara flokka og því skipti kosn- ingasigur Verkamannaflokksins engu og hefði ekkert fordæmis- gildi. Hafi einhverjir verið í vafa á vordögum, þá geta menn sann- færst nú þegar Gordon Brown fjármálaráðherra bresku ríkisstjóm- arinnar hefur lagt fram fmmvarp sitt til fjárlaga, fyrsta fjárlaga- fmmvarp Verkamnnaflokksins í 18 ár. Bresku fjárlögin bera nútíma jafnaðarstefnu glöggt vitni. Jafn- framt bera þau vott um skynsamleg viðbrögð við sértækum aðstæð- um í bresku og evrópsku fjármálalífi. Fjárlögin em fyrsta skrefið í þá átt að endurbæta velferðarkerfið. Og bresku jafnaðarmennimir gera eins og skoðanasystkin þeirra annars staðar á Vesturlöndum, þeir líta til menntamála og heilbrigð- ismála. Framlög til skóla og sjúkrahúsa verða aukin um sem svar- ar til 409 milljarða íslenskra króna. Sérstakt átak gegn atvinnuleysi verður meðal annars fjármagnað þannig að lagður er sérstakur skattur á einkavædd stórfyrirtæki sem á að skila allt að 600 millj- örðum króna í ríkissjóð. Þannig verður stórátak til að draga úr at- vinnuleysi ungs fólks og þeirra sem búið hafa við langtímaatvinnu- leysi fjármagnað. f fjárlagaræðu sinni lagði breski fjármálaráðherrann áherslu á þau stefnumið jafnaðarmanna að auk félagslegs öryggis fyrir alla væri stefnt að tækifæmm fyrir alla. í samræmi við þetta er gert stórátak í baráttunni gegn atvinnuleysi, þar sem ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára sem verið hafa atvinnulaust um lengri tíma mun fá tilboð um atvinnu eða menntun á næstu misserum. Gordon Brown fjármálaráðherra benti á hvemig breska þjóðfé- lagið hefði á síðustu ámm íhaldsstjómarinnar þjáðst af óstöðug- leika, atvinnuleysi, of litlum fjárfestingum og sóun mannauðs og hæfileika. í fjárlagaræðu sinni undirstrikaði Brown að menntun hefði algeran forgang í fmmvarpinu enda væri hún lykillinn að framtíðinni. Árangur af efnahagslífi framtíðarinnar byggðist á fjár- mögnun til skólamála í dag. í samræmi við þetta eru milljarðar punda settir til viðbótar í mennta- og skólamál í Bretlandi. Vissulega em skattar á stórfyrirtæki hækkaðir, og þeir eru einnig hækkaðir á áfengi og tóbak. En til að örva fjárfestingar í atvinnu- lífinu em skattar á smáfyrirtæki og meðalstór fyrirtæki lækkaðir. Þegar litið er á helstu áherslur hinna bresku jafnaðarmanna eins og þær birtast í fjárlagaframvarpinu sést glöggt að það hefur orðið gmndvallarbreyting. Það skiptir því máli hverjir stjóma. Það skipt- ir meira að segja miklu máli! œ I i n Letingjarnir og atvinnuleysið Páll Pétursson bjagaöur undan oki Sjálfstæöisflokksins Páll Pétursson félagsmála- ráðherra gerði á dögunum samkomulag við bankana um að hækka kostnað almennings af húsbréfalánum. Þetta var liður í þeirri áætlun að færa húsbréfin frá Húsnæðismála- stofnun til viðskiptabankanna. Bankamir treystu sér ekki til að annast um kerfið nema fá meira fyrir en Húsnæðisstofh- un hefur þurft fyrir sinn snúð. Þrátt fyrir að við blasi að kosmaður aukist skal eigi að síður gera breytingar. Ástæðan er sú, að í desember síðastliðn- um var Páll Pétursson kvalinn til að fallast á þá kröfu Sjálf- stæðisflokksins að einkavæða húsbréfakerfið. Um þetta hefur nú verið gert sérstakt “heiðurs- mannasamkomulag" milli Páls og bankanna, einsog það var kallað í trúnaðarbréfi milli manna í bankakerfinu. Samkomulagið mun hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir lántakendur. Þessvegna neitar ráðherrann tilvist heiðurs- mannasamkomulagsins. Sama gera bankamir. Líkast til hafa þeir rétt fyr- ir sér. Það em nefnilega vandfundnir heiðursmenn í hópi þeirra, sem komu að málinu. Breyttur bóndi Páll Pétursson er umdeildur í dag. Við því er ekkert að segja, það ein- faldlega fylgir stjómmálamönnum. Á löngum þingferli þótti hann gjam- an vera sá innan Framsóknarflokks- ins sem haft hefur hvað mestar taug- ar til fátæks fólks. Á góðum stundum hefur meira en örlað á réttlæti hjá Höllustaðabónda. Menn höfðu því nokkrar væntingar til hans, þegar hann gekk í björg Sjálfstæðisflokks- ins. En með ráðherradómi kveður við nýjan tón. Páll er ekki lengur sá sami. Svo virðist sem hann gangi er- inda annarra, og láti hvem ráðherra Sjálfstæðisflokksins á fætur öðmm hnuðla sér niður einsog þreyttri rollu af Auðkúluheiðinni. Það virðist því miður orðinn plagsiður ráðherra Framsóknarflokksins. Um umskipti Höllustaðabóndans em fleiri dæmi en tilraunir hans til að einkavæða húsbréfi. Kaldar kveöjur Nýlega vom gerðar breytingar á greiðslu atvinnuleysisbóta. Með þeim missir fólk allan rétt eftir að hafa verið atvinnulaust í fimm ár. Þegar ráðherrann var spurður hvað atvinnulaust fólk geti gert eftir að hafa verið án atvinnu í fimm ár, var svarið einfalt: Þið verðið bara að leita ykkur að vinnu! Það var og. Einhvem tíma hefði heiðarlegum mönnum þótt þetta nið- urlægjandi framkoma gagnvart fólki, Getur verið að félags- málaráðherrann hafi aldrei hugleitt í hvaða stöðu atvinnulausir eru? Getur verið að hann haldi að allir þeir sem hafa verið atvinnulausir í langan tíma séu það að eigin ósk? sem hefur lent í hörmulegri ógæfu langvarandi atvinnuleysis. Getur ver- ið að félagsmálaráðherrann hafi aldrei hugleitt í hvaða stöðu atvinnu- lausir em? Getur verið að hann haldi að allir þeir sem hafa verið atvinnu- lausir í langan tíma séu það að eigin ósk? Getur verið að ráðherrann geri sér ekki grein fyrir að meginhluti þessa fólks er sárt, beygt og að því þyki sem lífið og samfélagið hafi haíhað sér? I orðunt ráðherrans liggur ásökun um það, að atvinnuleysið stafi af ódugnaði viðkomandi. Hann er í raun að segja: Þeir sem búa við langvarandi atvinnuleysi em letingj- ar! Þetta em kaldar kveðjur til þeirra, sem búa við einna ömurlegust örlög í þjóðfélagi okkar í dag. Ég er ekki ég „Ég er ekki ég, ég er annar“, söng Megas á sínum tíma. Hvað varð um uppreisnarmanninn, sem áratugum saman bauð forystu síns eigin flokks byrginn, ef honum sjálfum bauð svo við að horfa? Hvar er skæmliðinn úr Húnaþingi sem lét sér annt um fátækt fólk? Hann situr í hægindi ráðherrans niður í Hafnarhúsinu við Reykjavík, og stangar úr tönnum sínum síðustu stórsteikina meðan einnota aðstoðar- menn gera fyrir hans hönd leynileg samkomulög um að maka króka bankanna á kostnað neytendanna. Desertinn í veislunni felst svo í því að hæða atvinnuleysingjana, og brigsla þeim um leti. Hvenær linnir niðurlægingu Framsóknar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.