Alþýðublaðið - 08.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.07.1997, Blaðsíða 6
6_________________________' - ' ' "____________ALPÝÐUBLAÐIÐ________’ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚCÍ1997 LANDSPITALINN .../ þágu mannúðar og vísinda... Hjúkrunarfræðingar óskast 1) á taugalækningadeild Landspítalans, deild 32-A nú þegar eöa eftir samkomulagi. Fastar næturvaktir koma til greina. Starfsaöstaöa á deildinni er góö. Að- aláhersla er lögö á hjúkrun og endurhæfingu sjúk- linga meö vefræna taugasjúkdóma og á hjúkrun aldraðra. Skipuleg fræösla er á deildinni og starfsað- lögun meö reyndum hjúkrunarfræðingum. Upplýs- ingar veitir Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 560-1300. 2) á göngudeild geðdeildar Landspítalans. Á deild- inni er veitt þjónusta viö bráöveika, eftirmeöferö og stuðningsmeðferð. Því er um aö ræöa fjölþætta og áhugaverða hjúkrun. Upplýsingar veitir Guörún Guönadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 560-2600. Meðferðarfulltrúi óskast á áfengis og vímuefnaskor aö Teigi í 100% starf. Reynsla af 12-spora vinnu æskileg. Umsóknir berist fyrir 20. júlí n.k. til Guðrúnar Ág. Guömundsdóttur, dagskrárstjóra, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 560-2890. ' | - s Laun samkv. gildandi samningi viökomandi stéttarfélags og fjármáiaráöherra. Umsóknareyöublöö fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti fS og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum veröur svaraö þegar ákvöröun um ráöningu hefur veriö tekin. V_______________________________________________________/ F.h. Hitaveitu Reykjavlkur Gatnamálastjóra, Rafmagnsveitu Reykajvíkur, Vatnsveitu Reykjavíkur og Pósti og síma h.f. er óskaö eftir tilboðum í verkiö: „Endurnýjun veitukerfa - 4. áfangi 1997, Langholtsvegur o.fl.“ Endurnýja skal dreifikerfi hitaveitu og annast jarövinnu fyrir veitustofnanir í Langholtsvegi, Rauöageröi og Skálagerði. Helstu magntölur: - Lengd hitaveitulagna í plastkápu alls 3.000 m - Skurölengd 3.400m - Steyptar stéttar 2.200 m2 - Hellulögn 140 m2 - Þökulögn 300 m - Malbikun 600 mz Verklok: 15. október 1997. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miövikudaginn 9. júlí 1997, kl. 11.00 á sama staö. F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskaö eftir tilboöum i ýmis smáverk í austurhluta borgarinnar: „Austurborg, ýmis smáverk II 1997“. Helstu magntölur eru: Gröftur: 6.500 m3 Holræsalagnir: 380 m Grúsarfylling: 6.100 m3 Malbik: 7.700 m2 Hellulögn: 160 m2 Steypt stétt: 340 m2 Verkinu skal aö fullu lokiö 15. okt. 1997. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudeginum 8. júlí 1997 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa: miövikudaginn 16. júlí 1997, kl. 11.00 á sama staö. gat 105/7 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Netfang: isr@rvk.is MINNING Jóhann Möiler Djúp skörð hafa undanfarið verið höggvin í raðir íslenskra jafnað- armanna. Bestu menn verkalýðs- hreyfingarinnar eru horfnir af vett- vangi. Vart var fréttin af andláti Guð- mundar J. Guðmundssonar komin til vitundar er sú frétt barst að Jóhann G. Möller væri farinn sömu leið. Þeir voru um margt líkir. I sitt hvorum stjórnmálaflokknum, en þó af sama meiði. Fullir réttlætiskenndar í enda- lausri baráttu fyrir bættum kjörum al- þýðufólks, ástríðupólitíkusar, sem létu hjartað ráða. Annar bassi, hinn tenór. Ég kynntist Jóhanni, vart orðinn táningur, er ég hafði séð um af- greiðslu Alþýðublaðsins á Siglufirði í fjarveru hans er hann þurfti að sækja vinnu suður um heiðar um skeið. Seinna reyndist hann meira en haukur í homi er við strákamir á Siglufirði gengum í að endurreisa KS eftir nokkum dvala. Bragi Magg, Helgi Sveins, Jónas Asgeirs og Elli Magg voru boðnir og búnir sem eldri og reyndari menn að beina ákafa okkar strákana á réttar brautir, en Jó- hann var sá sem var tilbúinn að taka að sér forystuna með þeim smitandi dugnaði sem einkenndi hann. Þannig var hann ætíð. Dugnaður Jóhanns var með ólík- indum. Hann var ekki bara verka- lýðsleiðtogi. Hann var líka verka- maður, sem stóð sína pligt á sínum vinnustað í Síldarverksmiðjunum. Jóhann var ekki bara einn af forystu- mönnum Alþýðuflokksins á Siglu- firði um árabil. Hann bar líka út Al- þýðublaðið í hvert hús, sá um flokks- heimilið og vann verkin. Jóhann var ekki bara bæjarfulltrúi sitjandi í fjölda nefnda og í fjölda stjóma. Ég sé hann enn ljóslifandi fyrir mér á síldarverksmiðjulóðinni með fjölda verkamanna í kring um sig ræðandi málefni líðandi stundar. Það var nefndin, þar sem hann naut sín best. Ég sé Jóhann ljóslifandi fyrir mér á sfldarþrónum reynandi að koma vit- inu fyrir hrokafullan ungan marxista frá Vestfjörðum, sem reyndar átti síð- ar eftir að verða formaður Alþýðu- flokksins og sammála Jóhanni í einu og öllu. Jóhann var ekki bara for- maður KS. Hann var líka leikmaður og skipuleggjandi. Ég sé hann enn fyrir mér með sinn sérkennilega leikstíl, hendumar uppfettar, sem lýsti þeirri umhyggju sem hann bar fyrir góðri boltameðferð. Sömu um- hyggju og hann bar til fólksins, verkalýðshreyfingarinnar, flokksins, blaðsins og fjölskyldunnar. Jóhann var ekki bara. Hann var allt í öllu. Jóhann Möller var gæfumaður. Þau Lena áttu sex sérstaklega mann- vænleg börn, mikinn kvennablóma, fimm stúlkur og einn strák. Helga, sem var elst, var skólasystir okkar hjóna. Hún dó við mikinn söknuð fyrir fimm árum. Kristján, eini strák- urinn, er forseti bæjarstjómar á Siglufirði og baráttufélagi í Alþýðu- flokknum. Við Bigga vottum þeim öllum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. I kosningabaráttu fjögurra Alþing- iskosninga naut ég stuðnings Jó- hanns Möller með ráðum og dáð. Stuðningur hans var jafn einlægur og skammimar sem hann veitti mér fyr- ir að voga mér í prófkjör á móti sitj- andi þingmanni þar áður. Hvoru tveggja fæ ég honum seint full þakk- að. Kjördæmið þolir ekki neina sundrungu í okkar röðum. Siglfirskir jafnaðarmenn sjá nú að baki sínum einarðasta baráttumanni. En hug- sjónir hans lifa með okkur áfram og það verður okkar hlutverk að bera þær fram til sigurs. Þannig hlúum við best að minningu Jóhanns G. Möller. Jón Sæmundur Sigurjónsson Kynjaverur Stjörnubíó: Men in Black *** Aðalleikendur: Tommy Lee Jones, Will Smith, Linda Fierentino. Berast lífverur utan úr geimnum? Og búa þær um sig á jörðinni? Vissu- lega, og í Bandankjunum er leynileg stjómardeild þeim til eftirlits. Hefur hún meira að segja nokkrar þeirra í aðalstöðvum sínum. Aðrar em hins vegar mannskæðar og em vel vopn- aðir kappar sendir þeim til höfuðs. Þessi vísindaóramynd er hressileg og mun skírskota til ungmenna. A náttúrugripasafninu í Chicago Háskólabíó: Relic **l/2 Aðalleikendur: Penelope Ann Miller, Tom Sizemore. Risaeðlur vom uppi á forsögulegu skeiði eins og framhjá gestum kvik- myndahúsa mun ekki hafa farið og gestir á náttúmgripasafninu í Chicago fá hér á að kenna. Þangað em send bein úr útdauðum dýmm frá Suður-Ameríku og fágæt skriðdýr. Af hlýst uppvakning á náttúmgripa- safninu sem á hátíðarsamkomu setur allt á annan endann og ósköpum veldur. Vel gerð mynd að vísu en reynir á trúgimi áhorfenda. Vart munu þó vegfarendur á Hlernmi greikka spor- ið: Islenska náttúmgripasafnið er ekki á jarðhæð. Kvikmyndir | Haraldur Jóhannsson skrifar Fangauppreisn í háloftum Bíóborgin: Con Air * Aðalleikendur: Nicholas Cage, John Cusack, John Malkovich. í Bandaríkjunum fer flutningur fanga á milli réttarsala og fangelsa á milli fram í þyrlum. Flytja þær árlega um 150.000 fanga. Snýst mynd þessi um uppreisn fanga í þyrlu og yfir- töku hennar og síðan eftirför lög- reglu. Úr verður hrottafengin spennumynd. Asamt nokkrum öðmm varð kvik- mynd þessi tilefni umsagnar í Time 30. júní 1997: „Skynlaus árátta gagn- tekur nú spennumyndir, æsingarþörf er orðin leið ánetjun... bakfall í mannlýsingum er upp bætt með víg- um... Vanheilir á geði, líkt og Steve Busceni í Cone Air em sýndir sem broslegir, ekki ógeðfelldir, slánar... Leikarar hafa ekki alltaf þurft að bera sig sem landgönguliðar til að sýna karlmennsku sína. Hve mörgum þrjótum káluðu Clark Gable og Cary Grant á leikferli sínum í Hollywood? Sárafáum því að mannslíf, jafnvel sakamanna, vom þá í háum metum. Ef til vill voru gömlu kvikmyndimar einfeldningslegar en einfeldni hlýtur að vera tekin fram yfir óhamin manndráp sem umbreyta spennu- myndum í Bosmu í þágu skemmt- anagerðar og arðs.“ ER SPIIIHG HNAN TRYGGINGASTOFNUNAR RKISHS? Aö gefnu tilefni vilja samtökin Lífsvog auglýsa eftir fólki sem farið hefur í læknisskoðun vegna örorkumats hjá læknum innan veggja Tryggingastofnunar ríkisins og þurft að greiða fyrir matið. Upprætum spillingu innan heilbrigöiskerfisins! Stjórn Lífsvogar. Ásdís Frímannsdóttir, s: 566 6898 Guðrún M. Óskarsdóttir, s: 561 1587

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.