Alþýðublaðið - 09.07.1997, Page 2

Alþýðublaðið - 09.07.1997, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ1997 Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Utgáfufélag Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Áskriftarverð kr. 1 Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Sigurjón M. Egilsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 HBK ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 .500 m/vsk á mánuði. Stækkun Atlantshafs- bandalagsins í Madrid eiga nú leiðtogar aðildaníkja Atlantshafsbandalagsins með sér einn sögulegasta fund, sem áratugum saman hefur verið haldinn innan bandalagsins. Tilefnið er stækkun Nató til austurs. Þessi kaflaskil í sögu bandalagsins eru ótrúlega mikilvæg. Það segir hinsvegar merka sögu um hraða breytinganna í kjölfar kalda stríðsins, að í dag ganga flestir út frá stækkun sem sjálfgefnum hlut, og yppta tæpast brúnum. Frá því seinni heimsstyrjöldinni lauk hafa þó fáir atburðir gerst, sem frá sjónarhóli friðar í heiminum standast samjöfnuð við ákvörðunina um stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs. Tólf ríki, sem áður tilheyrðu hinu hrunda áhrifasvæði kommúnismans, hafa sótt um inngöngu. Ástæðan fyrir því er einföld. f fimmtu grein stofnskrár bandalagsins er lýst yfir, að árás á eitt ríki jafngildi árás á öll. Það þýðir í reynd, að öll ríkin innan bandalagsins njóta vamarmáttar hins ægisterka vopnabúrs Bandaríkjahers. Þetta er skjólið, sem hinir gömlu fylgihnettir hinna föllnu Sov- étríkja eru að sækjast eftir. Þessi ríki hafa lært af biturri reynslu, og óttast að for- tíðin gangi aftur í framtíðinni. Saga þeirra síðustu áratugi er lituð af kúgun er- lends valds, og enn skaka rússneskir þjóðemissinnar skellum að nágrönnum sínum. Aðild að Nató væri því langbesta tryggingin sem þessi ríki hafa nokkm sinni í gervallri sögunni fengið fyrir friði. Það ríkir þó ekki fullkomin eining um stækkun Nató. Áhrifamenn á borð við Henry Kissinger telja að stækkun sé óæskileg, af því hún geti veikt styrk banda- lagsins. Það er gilt sjónarmið. Hitt hefur orðið ofaná, að stækkun drægi úr lík- um á átökum í Evrópu, sem gætu einnig ógnað heimsífiðnum. í Madrid er þvx ekki deilt um hvort eigi að stækka bandalagið, heldur hversu mikil stækkunin eigi að vera í þessari lotu. Bandaríkin, studd af fslandi, hafa látið uppi þá skoð- un, að það sé heppilegast að hleypa aðeins þremur löndum inn í bandalagið að þessu sinni. Þessi ríki em Pólland, Tékkland og Ungveijaland. Öll em sjálf- sagðir þátttakendur í fyrstu hrinu. Þau hafa lagt mikið fjármagn í að efla her- styrk sinn, em að byggja upp stjómkerfit samkvæmt vestrænum lýðræðishefð- um, og hafa náð góðum árangri í efnahagsmálum. Þau uppfylla því öll skilyrð- in sem em sett fyrir aðild nýrra ríkja. í hinu alþjóðlega samfélagi skiptir líka miklu, að um hana ríkir lítill ágreiningur. Nokkur önnur ríki hafa hinsvegar sótt fast að í fyrstu lotu verði fimm nýjum ríkjum hleypt í Nató. Þar em fremstir í flokki Frakkar, auk annarra þjóða S-Evr- ópu. Þessi ríki vilja að auk hinnar þriggja ofantöldu verði Rúmernu og Slóven- íu boðin aðild. Bæði löndin hafa sóst hart eftir aðild, og skemmst er að minn- ast heimsóknar slóvenska utanríkisráðherrans til fslands fyrir skömmu, þar sem hann falaði stuðning okkar. Það er margt sem mælir með aðild Rúmeníu. í tvennum skilningi má segja að landið standi á einskonar krossgötum. Frá sjón- arhóli landafræðinnar myndi aðild Rúmeníu samhliða aðild Póllands styrkja vemlega suður og austurvæng Nató, og þarmeð hafa mikið gildi fyrir önnur að- ildarríki í Suður Evrópu. En jafnframt hafa Rúmenar sérstaka stöðu á alþjóða- vettvangi, þvf þeir hafa bæði góð tengsl við hina gömlu fjendur, Grikki og Tyrki, en einnig við ísrael og Arabalöndin. Aðild Rúmeníu er því álitlegur kost- ur af mörgum ástæðum. Þrátt fyrir harða málafylgju Frakka með Rúmeníu er nú orðið Ijóst, að afstaða Bandaríkjanna verður ofan á. Það kann að hafa áhrif á samstarfið innan Nató. í stjómatíð de Gaulle gengu Frakkar úr hemaðarsamstarfinu árið 1966. Það em aðeins tæp tvö ár síðan þeir lýstu sig reiðubúna til að ganga inn í það á nýjan leik en málum hefur undið þannig fram, að nýlega lýsti Jacques Chirac yfir, eft- ir fund með Jospin forsætisráðherra, að enn sé ekki trmabært fyrir þá að koma aftur inn í hemaðarsamstarfið. Ákvörðun Nató um aðverða ekki við óskum Frakka um að leyfa Rúmenum aðild að Nató í fyrstu hrinu, mun ekki minnka stffni Frakka í garð bandalagsins. Lyktir málsins em óneitanlega talsverður ósigur fyrir Frakka, og þess er að vænta að í framhaldinu vinni þeir markviss- ar en áður að því að auka vægi Evrópusambandsins í hemaðarsamstarfi vest- rænna ríkja. Frakkar hafa allra þjóða frekast reynt að draga úr vægi Nató í Evr- ópu og auka þess í stað þunga Vestur-Evrópusambandsins, sem þeir vilja gera að einni stoð Evrópusambandsins. Það myndi hinsvegar veikja hemaðarsam- starf Evrópu og Bandaríkjanna, og þarmeð tenginguná yfir Atlantshafið. Óneit- anlega hefði slík þróun slæm áhrif fyrir öryggi íslands. Hér á landi hefur ekki alltaf ríkt fullkomin eining um afstöðuna til stækkun- ar Nató. Síðustu tvö árin hafa ítrekað spunnist á Alþingi hreinskiptin, stundum hvöss, orðaskipti um afstöður einstakra flokka, ráðherra og að lokum ríkis- stjómar. Jafnaðarmenn hafa stutt mjög fast kröfu Eystrasaltsþjóðanna um inn- göngu í Nató þegar í fyrstu lotu, einsog Sjálfstæðismenn einnig. Engin önnur ríki era í jafn tvísýnni stöðu, og það ber að riija upp, að Rússar hafa lagst mjög harkalega gegn aðild þeirra. Af þessum sökum er það mjög brýnt, að tekin séu af tvímæli um vilja Nató til að hleypa Eystrasaltsþjóðunum inn í skjól sitt. Stað- an er hinsvegar sú, að nú er ljóst, að Eystrasaltsþjóðimar verða ekki þátttak- endur í Atlantshafsbandalaginu í fyrstu lotu. Það er hinsvegar mjög mikilvægt, að frá Nató komi skýr yfirlýsing um afstöðu til aðildar þeirra í framtíðinni. Það er því ekki síst í þessu ljósi skynsamlegt af ríkisstjóm íslands að styðja afstöðu Bandaríkjanna um að einungis þijú ríki verði tekin inn í Nató að þessu sinni. Það eykur líkumar á, að skammt verði til þess að næsti ríkjahópur verði tekin inn, og þarmeð aukast möguleikar vinaþjóða okkar við Eystrasalt á að komast lífhöfnina sem þeir sjálfir hafa kosið. Alþýðublaðið telur því, að afstaða ríkisstjómarinnar sér hárrétt miðað við aðstæður innan Atlantshafsbandalags- ins. az I i n Sjanghæjaður á galeiðuna Þorgeir Þorgeirson, rithöfundur, er einstök bæjarprýði þar sem hann gengur með tagl sitt silfurhært og virðulegan staf um miðbæinn. í kringum 1970 varð hann, líklega án þess að vita það, átrúnaðargoð ungra manna sem höfðu dálæti á góðum stíl. Þá skrifaði Þorgeir meitlaðar greinar með gagnrýni á ýmislegt það sem honum þótti miður fara í þjóðlífinu, og gaf út merkilegt greinasafn, sem hann kallaði Uml. Þeim skrifum hefur hann haldið áfram allar götur síðan. Meitluð gagnrýni Meðan aðrir hafa fært sig um set í tilvemnni, og sumir tekið á sig gervið sem þeir hötuðust við fynum, hefur Þorgeir haldið fjarlægð sinni ffá valdinu og stofhunum samfélagsins, og haldið uppi sinni persónulegu gagnrýni á það sem hann telur að betur færi með öðmm hætti. Að því leyti er hann tölu- vert mikilvægur hluti af því, sem stundum er kölluð samviska þjóð- arinnar. Ömgglega má kalla hann samvisku miðbæjarins. Margur gæti glaðst yfir minnu. Þorgeir er eðlilega á móti stjómmálaflokk- um, sem hann hefur margsinnis bent á að hafa bmgðist í hveiju mannréttindamálinu á fætur öðra. Fáir hafa enda haft jafn frækilega sigra og hann gegn því valdi sem flokkamir hafa á ríkisvaldinu, þó hann hafi að sönnu þurft atbeina erlendra dómstóla til að leggja hið innlenda vald í móðurætt. Þar af leiðandi er hann líka á móti flokksblöðum, einsog Alþýðu- blaðinu, eða hefur að minnsta kosti á þeim hæfilegan fyrirvara. Allt er það af hinu góða, og líklega væri margt betra á vegi ef fleiri sveifluðu brandi gagnrýninnar með jafh markvissum hætti og Þorgeir Þorgeirson. I hinu dapurlega sýnishomi ís- lenskrar blaðamennsku sem enn gengur undir nafhinu Helgarpósturinn em reglulegar greinar Þorgeirs alla- jafna hið læsilegasta og inni- haldsríkasta. Nú hefur þó sannast á hinum óháða þjóðfélagsrýnanda að það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Það er komið á daginn, að þessi einlægi gagnrýnandi hinnar spilltu samtryggingar, sem gegnum öldina hefur með einum eða öðmm hætti litað stjómmálalífið, hefur óafvitandi verið sjanghæjaður á pólitíska galeiðu í gegnum skrif sín í Helgarpóstinn. Hann er nefnilega, án þess að vita það, orðinn húskarl Alþýðu- bandalagsins gegnum Helgarpóstinn. Pólitísk krumla Um þessi örlög sem örlagadísir hlutuðu honum óumbeðið fer Þorgeir nokkmm orðum í síðasta pistli sínum, þar sem hann kemur meðal annars að þeim málaferlum sem Jón Ólafsson, höfuðfjandi Helgarpóstsins, hefur nú hafið gegn ritstjóranum Páli Vilhjálmssyni: „Ef betur stæði á mundi ég ...óska Páli Vilhjálmssyni til hamingju með rannsóknina og málaferlin. En fjendur Páls ritstjóra þekkja til fleiri apparata en dómskerfis miðalda. Þeir hafa rann- sóknarblaðamenn á sínum snærum. Og nú hefur Páll játað það sem þetta launaða lið hefur á hann bor- ið. Alþýðubanda- lagið á 40% af tækinu sem gefur HP út. Ekki neita ' ég því að mér ’ brá við þessi tíðindi. Á sínum tíma ’ hóf ég regluleg skrif í HP á þeirri forsendu að það væri í eigu starfsfólksins. Það fannst mér gott fyrirkomulag. En ég veit ekki hvort ég hefði slegið til með þessi ritstörf hefði ég vitað, sem satt var, að pólitískur flokkur væri með krumluna í ljármálum blaðsins. Það ætti út af fyrir sig ekki að vera neinn háski þó heiðarlegur, pólitískur flokkur ætti hlutabréf í blaðaútgáfu. En hvar er heiðarlegan pólitískan flokk að hafa? Undanfarin áratug a.m.k. hefur íslenska pressan verið á hröðum hlaupum frá pólitísku flokkunum sem áður fyrr áttu dagblöðin hér og stjómuðu þeim." . b œ I i n Kvapholda risi ,JÞað hefur verið ámátlegt að sjá kvapholda risa Morgunblaðsins laf- móðan á hlaupum undan Sjálfstæðis- flokknum. Hann þraut fljótlega ör- endið. Og nú liggur hann dasaður við túngarðinn og þrífst á eftirmæla- greinum og fasteignaauglýsingum. Orðinn að víðáttumiklu Nekrópóh's borgaralegs „hlutleysis.“ Dagur og Tíminn mnnir saman í Síamstvíbura sem forðaði sér á handahlaupum burt af Framsóknar- heimilinu og í fang einhverra ljár- magnseigenda. Situr nú í kjöltu DV og skelfur af skoðanahræðslu. Því DV er líka voveiflegt skoðanaeftirlit. Alþýðublaðið og Vikublaðið hírast enn í heimahúsum sinna örvasa for- eldra við dapurlegan kost blaðastyrkja og skylduáskrifta. En fijáls pressa? Hún er ekki bara utan seilingar heldur utan hugsunar íslenskra blaða- manna.“ Hollráð Þorgeir kveðst að sönnu engin dæmi þekkja um að Alþýðubanda- lagið hafi skipt sér af efnistökum blaðsins. Hann getur þess þó, að sér hafi stundum þótt sem útfærsla HP á hugmyndum úr hans eigin greinum hafi „ilmað af gamla flokksveldis- eineltinu.“ Sömuleiðis hefur hann á köflum orðið var við hlífð blaðsins L við „góða flokksmenn." Á þessu veit Þorgeir Þorgeirson aðeins eitt ráð: „Nú þyrfti Páll að losa sig íyrst við hlut allaballa í útgáfunni og síðan við hlut þeirra í uppeldi sínu. Þá gæti hann farið að stýra fyrsta fijálsa miðlinum á íslandi.“ Heimsmet í heiðarleika Nú ætti krítískur lesari að sjálf- sögðu að spyija sjálfan sig, hvort að þessu leyti sé nokkur munur á Alþýðublaðinu og Helgarpóstinum? En það er einmitt mergurinn málsins. Það er enginn munur. Bæði blöðin em í eigu stjómmálaflokka. Eini mun- urinn er sá, að í tilviki Alþýðublaðsins vita allir um tengsl flokks og blaðs. Öðm máh gegnir um Helgarpóstinn. Ritstjóri hans, sem prédikaði heiðar- leika í blaðamennsku, hefur frá fyrstu tíð breitt yfir nafn og númer. Hann sagði lesendum sínum aldrei frá því að Helgarpósturinn væri að stærstum hluta í eigu stjómmála- flokks. Það er líklega heimsmet í heiðar- leika.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.