Alþýðublaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. JULI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ Mikil gremja er meðal fasta- gesta Þjóðarbókhlöðunnar yfir naumt skomum opnunartíma safnsins. En safninu er lokað klukkan 17 á virkum dögum, og þjóðdeildin, þar sem grúskarar sækja föng sín í skjöl og skræður fyrri alda, er lokað allar helgar. í Jóhannes Nordal: Opnar hann Þjóðabókhlöðuna... safnstjóminni sitja menn á borð við Jóhannes Nordal, prófessor Véstein Ólason og fyrrverandi borgarstjóra Egll Skúla Ingibergsson og menn furða sig á að fræðatröll á borð við þá skuli ekki hlutast til um betra aðgengi að fjársjóðum þjóðdeildarinnar. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Alþingi tvisvar rætt það ófremdarástand sem ríkir ( þessúm efnum. Málið var rætt fyrir skömmu á fundi yfirmanna stofnunarinnar, en hvorki gengur né rekur... Menn bíða nú með eftirvaent- ingu mikillar kvikmyndar um Þingvelli, vatnið og lífríki staðar- ins, sem kvikmyndagerðar- maðurinn Valdimar Leifsson hefur unnið að síðustu árin. En hann rekur kvikmyndafyrirtæki ásamt konu sinni, Bryndfsi Kristjánsdóttur. fyrrum ritstjóra Vikunnar og núverandi formanns Umhverfismálaráðs Reykja- vikurborgar. Frækileg myndskeið af fálka að rífa í sig rjúpu, bleikjur i ástaleik og jafnvel stöku urriða- tröll í hyljum Öxarár eru meðal þess lostætis sem bíða áhorf- enda. I vikunni voru tveir kafarar, þoir Bjarni Heiðar Gestsson og Birgir Valgarðsson að kafa í Peningagjá til að hreinsa rusl sem rummungar á full mörgum prómillum höfðu hent í hana um helgina. Þá notuðu þeir tækifærið og tóku nokkur myndskeið af glitrandi myntinni i botni gjárinnar, sem Valdimar vantaði einmitt í myndina... Meðal þeirra sem nú sitja við skriftir og stefna á jólabókar- markaðinn er enginn annar en vor ástsæli leiðtogi, Jón Baldvin Hannibalsson. En hann undirbýr nú bók, þar sem hann fjallar jafnt um menn og málefni. Jón Baldvin er sem kunnugt er í hópi þeirra sem ekki nenna að skafa utan af hlutunum ef hann kýs að orða þá á annað borð, og er ekki að efa að afskaplega marga fýsir mjög að sjá palladóma hans um ýmsa samferðamenn. Bókin verður gefin út af Máli og Menningu, og væntanlega verða það sögulegar sættir með hinum fyrrverandi formanni og forlaginu. En á sínum ti'ma lentu þeir Halldór Guðmundsson útgáfustjórí í nokkuð harðri ritdeilu um Nóbel- skáldið okkar, Halldór Laxness, og kommúnismann. Ritstjóri af hálfu forlagsins er enginn annar en metsöluhöfundurinn Guð- mundur Andri Thorsson en aðdrætti heimilda og umsjón með gögnum hefur með höndum Kolbrún Bergþórsdóttir, blaða- kona á örblaði jafnaðarmanna... Hofsós er að verða menningarmiðja Norðurlands vestra rétt einsog fyrr á öldum þegar danskir kaupmenn fluttu þangað evrópska menningar- strauma. Höfuðprýði staðarins og helsta aðdráttarafl er Vesturfara- safnið en helsti hvatamaðurinn að því var Valgeir Þorvaldsson bóndi á Vatni. Vaxandi straumur gesta er að safninu, en því hefur bæst mikilvirkur liðsauki í gervi nýs umsjónarmanns, sem er Vigdís Esradóttir. Hún er nýflutt á Hofsós ásamt manni sínum Einari Unnsteinssyni trésmið og listamanni. Safnið mun enn aukast að vegsemd á næstu árum þegar í tengslum við það verður sett niður Stephansstofa í minningu hins ástæla skálds úr Klettafjöllum Vesturheims, Stephans G. Stephanssonar. En Alþingi samþykkti á síðasta vetri að beita sér fyrir stofnun Stephansstofu og valdi henni að Mórður: Flutti tillöguna um Stephansstofu... sjálfsögðu stað á Hofsósi í tengslum við Vesturfarasafnið. Sá sem flutti tillöguna á þinginu var jafnaðarmaðurinn Mörður Ámason... r Ioktóber eða nóvember hyggst Geimverufélagið halda ráð- stefnu hér á landi um fljúgandi furðuhluti og fær þá hingað til að halda fyrirlestur Wendel Stevens. En hann er fyrrverandi flugstjóri í bandaríska hemum, sem varð fyrir þeirri lífsreynslu að fá heimsókn geimskips meðan hann flaug vél sinni í háloftunum. Upp frá þvi' hefur Wendel helgað líf sitt rannsóknum á fljúgandi furðuhlutum, og er einn vinsæl- asti fyrirlesari á þessu sviði... Það verður reyndar mikið geim í Selmúlanum í kvöld, þegar Geimverufélagið heldur aðalfund sinn í húsakynnum Sálarrann- sóknaskólans. Ástæðan er sú, að verur utan úr geimnum hafa að sögn félagsmanna sýnt l'slend- ingum óvenju mikla athygli síð- ustu misseri, og á fundinum í kvöld munu tveir, jafnvel þrír, sjónarvottar greina frá reynslu sinni... Ein vinsælasta ölstofa höfuð- þorgarinnar er írska kráin Dubliners í Hafnarstræti, sem fyrst og fremst selur hinn indæla írska mjöð sem kenndur er við Guinnes. Eigendur hennar eru þrír, þar af er aðeins einn íslendingur, Bjarni Guðmunds- son. Einn Iri er í hópnum, Patrick Keegan og þriðji maður- inn er Daninn Björn Horgen. Þremenningarnir kynntust í Round Table félagsskapnum, en þeir gegndu allir alþjóðlegum embættum á vegum hans. Þegar því lauk langaði þá til að halda vináttunni áfram í einhvers konar viðskiptum og datt í hug sú langsótta hugmynd að stofna irska krá á mörkum hins byggi- lega heims. Frá því er skemmst að segja, að The Dubliners náði skjótt brakandi vinsældum, enda stöðugt boðið upp á lifandi, írska tónlist. Nú hafa þremenningarnir heldur betur fært út kvíamar. í desember síðastliðnum stofnuðu þeir nefnilega nýja krá undir sama nafni, en að þessu sinni í Innsbruck í Austurríki. Að sögn kostaði um 70 milljónir að setja hana upp, en velgengni hennar er slík að þorstlátir Austurríkis- menn standa í biðröðum hvert einasta kvöld til að komast í Guinnes bjórinn... F/rir dyrum stendur að ráða nýjan framkvæmdastjóra að Alþýðuflokknum en Karl Hjálmarsson hefur nú afráðið að láta af störfum eftir farsælan feril í erfiðu og vanþakklátu starfi. Meðal ungra jafnaðarmanna, sem mikið hafa látið til sín taka í starfi Alþýðuflokksins á síðustu árum er áhugi á því að einhver úr þeirra röðum verði ráðinn til starfans. í því sambandi er einkum nefnt nafn Eiríks Bergmann stjórn- málafræðings, sem um þessar mundir er að Ijúka framhaldsnámi í Kaupmannahöfn... Fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins og margreyndur metsölu- höfundur Ingólfur Margeirsson hefur nú dregið sig úr skarkala höfuðborgarinnar að sumarsetri sínu í Hrísey í Eyjafirði, þar sem Ingólfur Margeirsson: Við skriftir í Hrísey... hann situr önnum kafinn við skriftir. En fyrir jólin eru væntan- leg bersöglimál sem hann skráir eftir forvitnilegum geðlækni, Esra Péturssyni. Hann var á sínum tíma þrautryðjandi sálgreiningar hér á landi, og á að baki merkilegt lífshlaup. Ekki er að efa að þegar þeir Esra og Ingólfur leggja saman verður afraksturinn meira en forvitnilegur... Annar rithöfundur sem hefur náð gífurlegum vinsældum síðari árin er heimspekingurinn Gunnar Dal. Bækur hans um heimspeki hafa náð alþýðuhylli og fáir hafa haft jafn mikil og jákvæð áhrif á breytni landans og hann með skrifum sínum. Nú er von á enn einni bók úr penna hans, og að þessu sinni er það skáldsaga, sem mun fjalla um konur og ástina. Gunnar býr annars í Hveragerði og gerir pílagrímsreisur til höfuðborgar- innar sérhvem mánudag og hefur þá gjaman aðsetur í hjarta borgarinnar á Cafe Paris þar sem hann miðlar kaffinautum af speki langrar ævi... Egilsstaðir standa á jörð, sem er í eigu ríkisins og þarmeð í umsjá landbúnaðarráðuneytisins. í síðasta mánuði átti bærinn stórafmæli og af því tilefni fékk hann landið undir sjálfum sér keypt af ríkinu, og greiddi fyrir 7.5 milljónir króna. Það þótti raunar sérstakt afmælisverð. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæm- inu voru hinsvegar ekki hafði með í ráðum og haft er eftir Agli Jónssyni á Seljavöllum, oddvita Egill Jónsson: Fannst lítill stór- hugur í Guömundi Bjarnasyni... Sjálfstæðisflokksins í kjördæm- inu, að honum hafi þótt ríkið sýna svo merku bæjarfélagi lítinn stórhug með því að selja Egil- staðabæ landið i stað þess að gefa, einsog hefði náttúrlega ver- ið gert ef réttir menn hefðu verið landbúnaðarráðherrar.... Aumingja Halldór Ásgríms- son á ekki sjö dagana sæla. Alþýðublaðið hefur áður greint frá því hvernig Davíð Oddsson er sífellt að þrengja að stöðu hans sem utanríkisráðherra með því að skáka honum beinlínis til hliðar einsog í Sigurðarmálinu, eða hrammsa undir forsætisráðuneyt- ið mikilvæga stefnumótun í utan- ríkismálum. Þar má nefna stórmál á borð við stækkun Nató og tengsl Islands við Evrópusam- bandið. Nú hefur það bæst við hremmingar Halldórs að þekking og reynsla Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á utanríkis- málum draga hann stöðugt meira inn í slikar umræður gagnvart er- lendum stórmennum. Forseta- embættið, sem áður var hlutlaust í slíkum efnum, er því allt (einu farið að skyggja allverulega á Halldór. Persónuleg afskipti Ólafs Ragnars urðu þannig til þess að hin mikilvæga yfirlýsing frá Bill Clinton um stöðu Leifs heppna Eiríkssonar barst á 17. júní. Þannig er það Ólafur sem hefur hafið gagnsókn íslendinga gegn tilraunum Norðmanna til að stela frá okkur Leifi heppna, þó það ætti auðvitað að vera á hendi ut- anríkisráðherrans. Menn tóku líka eftir að þegar forseti Italíu kom hingað i opinbera heimsókn á dögunum, að þá héldu forsetamir tveir blaðamannafund, þar sem Evrópumálin voru greind af þeim saman með nokkrum brilljans, en utanríkisráðherra kom þar hvergi nærri. Þannig hefur aumingja Halldór allt í einu lent í tangar- sókn þeirra Davíðs og Ólafs Ragnars, sem eru á góðri leið með að skipta utanríkimálunum á milli forsætisráðuneytisins og for- setaskrifstofunnar... Einn þekktasti stangaveiðimað- ur landsins er Árni Baldurs- son. Hann hefur haft ýmsar ár á leigu, þar á meðal Laxá í Kjós. Á dögunum gerði hann tilboð í Langá á Mýrum ásamt Runólfi Ágústssyni lögfræðingi og odd- vita Þjóðvaka á Vesturlandi. Ingvi Hrafn Jónsson skaut þeim félög- um ref fyrir rass, einsog frægt er orðið af blaðaskrifum, og eru þeir Runólfur víst lítt ánægðir með vinnubrögð Ingva Hrafns. Nú heyrum við að Árni hafi vent sínu kvæði í kross og keypt veiðibúð- ina Litlu fluguna af KK eldri, Kristjáni Kristjánssyni semhefur rekið hana með einstaklega per- sónulegu sniði í hvorki meira né minna en átján ár... hmumcgin "FarSide" eftir Gary Larson Þegiöu eða ég sný í þig slæma auganu. f i m m fornum vegi Hver viltu að verði næsti biskup? Einar Eyjólfsson: Karl Sigurbjörnsson. Asta Kristinsdóttir: Karl Sigurbjörnsson. Sigurjón Tracy: Karl. Það liggur ljóst fyrir. Haraldur Sigfússon: Eg held það verði Sigur- björnsson. Gunnlaugur Magnússon: Ég veit það ekki. Þessi prestamál, mér finnst þau vera búin að skemma fyrir kirkjunni. v i 11 m q n n Hey, let's stúd the fökking túna. Svangur Þórsmerkurfari f DV. Richard Nixon er án efa einn merkast forseti Bandaríkjanna á þessari öld. (...) Watergate máliö breytir engu um það. Víkverji Morgunblaðsins. Jónas [Kristjánsson] talaði oft fyrir daufum eyrum og mátti þola harkalega gagnrýni, m.a. frá starfsbræðrum sínum sem gerðu lítið úr hugmyndafræði hans um samspil heilsufars og heilbrigðra lífshátta. Gunnlaugur K. Jónsson forseti NLFÍ um upphafsmann náttúrulækninga á Islandi í Mogga. Svona er að vera á undan sinni samtíö. Rosalega svekktur. Kristmar Ólafsson framkvæmdastjóri landsmóts ungmennafélaganna um ölvun þáttakenda í Borgarnesi um helgina. Úr Degi-Tímanum. Tíð kennaraskipti, mikiö vinnuálag, yfirvinna, tvö störf, misjafn árangur nemenda, verkföll. Þorlákur Axel Jónsson menntaskólakenn- ari í DT. [Hafnarfjarðarkratar] eru eins og hin tragíska hetja nýróman- tíkurinnar: efnilegir en dæmd- ir til óhamingju. Birgir Guðmundsson í DT. Jón Baldvin er einn mesti stjórnmálaspekingur vinstri manna á síðari árum. Karl Ormsson í Velvakanda Morgun- blaðsins. Það er auðvitað gott og bless- að að geta sleppt því að kaupa nýjan bíl eitt árið eða hætt við sólarlandaferðina til að geta komið unglingunum sínum í almennilegan skðla. Björn Ingólfsson lesandi í DT. GXJEEF Svo er um okkar ást í milli sem hús standi hallt í brekku, svigni súlur, sjatni veggur, sé vanviðað; völdum bæði. Úr Bryngerðarljóðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.