Alþýðublaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 4
i ALÞYÐUBLAÐIÐ erlcnt MIÐVIKUDAGUR 9. JULI 1997 Gamlar lc ^ögreglan í Austur Evrópu hefur ekki roð við skipulögðum glæpasam- tökum, en löggur einræðisríkjanna hafa ekki langa reynslu af mafíósum. Nú hefur Bandaríska Alríkislögreglan sett upp skóla í Austur Evrópu. Það er föstudagseftirmiðdagur í Búdapest, syfjulegur tími þar sem verkamennirnir hætta snemma til að búa sig undir helgina, sólin skín á Danube og ferðamennirnir spóka sig með myndavélar á stóru Hapsburg torgunum, aðrir fá sér kaffi eða bjór fyrir framan kaffihúsin. I bönkum miðbæjarins er verið að telja innkomu dagsins. Hinu afslapp- aða andrúmslofti í einum banka er skyndilega ógnað, þrír vopnaðir menn ryðjast inn skömmu fyrir lok- un. Þeir eru með grímur fyrir andlit- inu, veifa byssun og öskra: - Látið okkur hafa helvítis pening- ana. Þeir skipa öllum að leggjast á gólf- ið. Allir hlýða. Einn úr hópnum þrífur poka, hleypur bak við gjaldkerastúk- urnar og fyllir hann af peningum. Nokkrar konur æpa, flestar liggja grafkyrrar. Því næst hlaupa þeir út og taka með sér kvenkyns gísl úr hópi viðskiptamannana. Þeir hlæja og óska hver öðrum til hamingju meðan þeir draga skelfingu lostna konuna út í bíl fyrir utan bankann. Skammt frá bankanum eru 29 lög- reglumenn og ein lögreglukona, þau hafa ekki hugmynd um ránið. Þau eru nemendur við nýjan skóla Banda- rísku alríkislögreglunnar, útibú henn- ar í Austur - Evrópu. Löggurnar sem eru allar frá Póllandi og Ukraníu, eru staddar í kennslustund um yfirheyrslu og viðtalstækni, sem þrír bandarískir fíkniefnalögreglufulltrúar stjórna en þeir starfa í sérstakri deild á vegum ríkisins sem á að halda eiturlyfjum frá Bandaríkjunum og stjórna aðgerðum þar að lútandi. au vakna við hringingu klukkan fimm næsta morgun. Kennararnir segja þeim að bankinn hafi verið rændur og ungverska lögreglan hafi beðið um hjálp frá skólanum. Þeir fá þær upplýsingar að ræningjarnir séu álitnir vera Bandaríkjamenn með sambönd í Ungverjalandi. Nemend- urnir fara á staðinn, klæddir skóla- búningunum, ljósum buxum og póló- skyrtum. Það sem þeir ekki vita er að bankaránið var sviðsett æfing alríkis- lögreglunnar, ræningjarnir voru leik- arar, byssurnar tómar og peningunum og gíslunum var skilað skömmu eftir ránið. En nú reynir á hæfni nemend- anna. p Xess essi lögregluakademía, sem er betur þekkt undir nafninu Inter- national Law Enforcement Academy, hefur hægt og hljótt verið að þjálfa austur- evrópska lögreglumenn, í þeirri von að betri löggæsla muni skapa betri samfélög þar sem Banda- ríkin hafi meiri áhrif. Búdapest var kjörin staðsetning, ekki aðeins hefur hún bestu samgöngur í vestur, á bunin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.