Alþýðublaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. JULI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ crlent Balkanskagann og til fyrrverandi Sovétríkjanna, heldur hafa mafíósar frá Rússlandi, Ukraníu, Georgíu, Serbíu, Búlgaríu. Rúmeníu og jafnvel Kína, sett upp útibú þar, oft í sam- starfi við ungverska glæpamenn, en austur-evrópskir glæpamenn sækja stöðugt í sig veðrið. Kennt er fimm til sex daga í viku, frá 7.30 á morgnana til 17 um eftir- miðdaginn, og það kennir margra grasa meðal þess sem kennt er, til dæmis tölvuglæpir og peningaþvott- ur. Nemendur læra einnig stjórnunar- tækni og sumar kennslustundirnar hafa skxítin nöfn, eins og mannleg reisn, í stuttu máli er kennt allt það sem hefur farið framhjá fyrrum kommúnistaríkjunum á undanförnum 40 árum. Bandaríkin greiða ferðir og kostnað meðan á námi stendur. Kennslustundirnar fara fram á þremur eða fjórum tungumálum og er notaður túlkur, fjarstýrt vídeó og kvikmyndasýningar. En nemendurnir sjálfir valda oft vonbrigðum. Þótt ætlast sé til að þeir séu í góðu formi og við góða heilsu er engu líkara en að í leikfimisalnum sé samankominn megrunarklúbbur Gauja litla, en ekki atriði úr Miami Vice. að er einnig þáttur í vandamálinu að lögreglumennirnir eru ekki ein- ungis í slæmu formi heldur eru þeir ekki sérlega klárir. Löggubrandarar í austantjaldslöndunum gefa glögga mynd af þeirri sjálfsmynd sem er haldið að lögreglunni. Eða sem dæmi: Hversvegna er orðið Lögregla málað stórum stöfum á ungversku löggubfianna? - Svo þeir finni bfl- anna þegar þeir þurfa að fara aftur á stöðina. Eða þessi hér: Afhverju eru ungverskir lögreglumenn alltaf þrír saman. Svo að það sé einn sem getur lesið, annar sem getur skrifað og sá þriðji til að hafa auga með hættuleg- um menntamönnum." Ef að austur-evrópskir lögreglu- menn hafa á sér orð fyrir heimsku, eru alríkislögreglumennirnir sem kenna við akademíuna betur skólaðir í snerpu og harðfylgi og nota það óspart til að innprenta nemendum sínum hæfileika til að koma upp um glæpamenn. Þeir hafa verið innbland- aðir í frægar lógregluaðgerðir eins og Umsátrið um Waco í Texas og rann- Austur-evrópskir mafíósar fremja glœpi sem voru óhugsandifyr- ir árið 1989 og lögregl- an á þessum stöðum hefur ekki hugmynd um hvernig hún á að bregð- ast við þeim. Þeir stunda einskonar hvíta þræla- sölu, smygla hræddum sveitastelpum frá Rúm- eníu, Ungverjalandi og löndunum á Balkan- skaga í hóruhúsin i Amsterdam, bjóða uppá ofbeldisfulla „vernd" á b'órum og veitingahús- um, og setja upp mála- myndafyrirtæki og stunda flókið peninga- þvætti. Þeir eru vel vopnaðir og hika ekki við að beita þeim. Á síð- asta ári var vel á annar tugur sprenginga í bör- um og næturklúbbum í Búdapest. í Maí hafði lögreglan handtekið 15 lykilpersónur úr glæpa- samtökum en komst sið- an að þvi að liklega höfðu sprengingarnar átt að dreifa huga lög- reglunnarfrá því að rannsaka ólögleg olíu- viðskipti sem voru virði margra hundruða millj- óna. sókn sprengingarinnar í World Trade Center. Þá eru sterk tengsl milli Bandarískra glæpasamtaka og austur- Evrópu og í New York eru tvær deild- ir innan lögreglunnar sem vinna ein- ungis að skipulögðum rússneskum glæpum. sem voru virði margra hundruða milljóna. Fiðsk ið skiptum glæpamónnum í þrjá hópa, segja kennararnir við nemend- ur í kennslustund um gíslatöku. „Hræddan krakka, oftar en ekki und- ir áhrifum áfengis, sjálfsmorðingjann sem vill að lögreglan drepi hann, og morðingjann. Það verður að spyrja glæpamann- inn hvort hann sé særður, til að sýna að þér sé annt um velferð hans. Þú verður að setja tilfinningar þínar til hliðar við velferð gíslanna. Það hljómar eins og tónlist í eyrum mfn- um þegar þeir spyrja, „Hvað gerist ef ég kem út." Menn kunna að spyrja sig afhverju slfkrar þjálfunar sé þörf í fyrrum kommúnistaríkjunum. Það hafa alltaf verið ofbeldisfull bankarán. Afhverju að fá alríkislögreglumenn alla leið frá Bandaríkjunum til að þjálfa lögreglu- menn í vestrænum aðferðum. Það er þó mörgum áhyggjuefni, bæði í Washington, Bonn og í London, að rússneska mafían er orð- in svo valdamikil að hún ógnar bæði félagslegum og efnahagslegum stöð- ugleika fyrrum kommúnistalandanna sem standa fyrir á lýðræðislegum brauðfótum. Meðan ríkin aðlaga sig hægt að lýðræðislegum háttum eftir margra áratuga langt einræði, í taugaveiklun undir í kastljósi vestrænna nágranna, bjóða þau uppá gróðrastíu fyrir glæpasamtök. Eftir að kommúnism- inn féll um haustið og veturinn 1989 var það óljóst næstu tvö árin eða svo hvort það væri yfirhófuð einhver í forsvari. Það var jafnvel vafamál hvað væri leyfilegt og hvað væri bannað, meðan að ný lög voru sert og nýjar ríkis- stjórnir kosnar. Mafían sótti í sig veðrið. „Skipulagðir glæpir elfldust og döfnuðu eins og hver önnur milli- ríkjaviðskipti," segir Itzvan Icnacz yfirmaður í Ungversku lögreglunni. „Allir fagmenn sem fást við glæpi viðurkenna að það hafi orðið miklar breytingar um alla Evrópu. Glæpa- menn af ólikum þjóðernum hafa komið á samböndum mun hraðar en lögreglan í þessum löndum. Landa- mærin standa opin og fólk með illt í huga streymir að. Þau færðu sér óreiðuna í nyt. Glæpamenn sérhæfa sig nú í ákveðnum tegundum glæpa og hafa bundist samtökum sem gera þeim auðveldara fyrir. Það er komin upp valdapíramídi í glæpaheiminum, fólkið á toppinum fær hugmyndirnar meðan aðrir sjá um að vinna verkin, þegar peningarnir streyma inn, er strax séð fyrir að þeir séu þvegnir." A Það er li'kara því að megrunarklúbbur Gauja litla sé samakomin f imisalnum heldur en þjálfaðir lögreglumenn. leik- Lustur-evrópskir mafíósar fremja glæpi sem voru óhugsandi fyr- ir árið 1989 og lógreglan á þessum stöðum hefur ekki hugmynd um hvernig hún á að bregðast við þeim. Þeir stunda einskonar hvíta þræla- sólu, smygla hræddum sveitastelpum frá Rúmeníu, Ungverjalandi og lönd- unum á Balkanskaga í hóruhúsin í Amsterdam, bjóða uppá ofbeldisfulla „vernd" á börum og veitingahúsum, og setja upp málamyndafyrirtæki og stunda flókið peningaþvætti. Þeir eru vel vopnaðir og hika ekki við að beita þeim. A síðasta ári var vel á annar tugur sprenginga í börum og nætur- klúbbum í Búdapest. í maí hafði lög- reglan handtekið 15 lykilpersónur úr glæpasamtökum en komst síðan að því að líklega höfðu sprengingarnar átt að dreifa huga lögreglunnar frá því að rannsaka ólögleg olíuviðskipti \»/ng\ 'ngversk blöð hafa haldið því fram að mafíuleiðtogar hafi ætlað að myrða Erno Kiss yfirmann rannsókn- arlögreglunnar, og láta gera sprengju- árásir bæði á skrifstofu hans og aðal- bækistöðvar lögreglunnar. Ótal stjórnmálaflokkar á svæðinu hafa tengsl við viðskipti sem eru tengd mafíunni, en það hindrar ennfrekar baráttuna gegn glæpum. Eitt helsta vandamál kennarana frá Alríkislögreglunni er að undir komm- únistastjórninni var lögreglan notuð sem félagslegt kúgunartæki. Orð hennar voru aldrei dregin í efa og hugmyndir um vestrænt lýðræði og borgarleg réttindi voru ekki til. Allar breytingar kosta þvf langa og hæga þróun. Sú staðreynd að almenningur borgar laun lögreglunnar og þeir eiga að þjóna honum er að komast inn fyr- ir höfuðskel lögreglunnar þó það ger- ist hægt. Það var ekki hugsað fallega til lögreglunnar áður fyrr og þeir voru sjálfir þrjóskari. Núna hlusta þeir og gera sér grein fyrir að það fara breyt- ingar í hönd. egar nemendurnir í FBI skólan- um mæta á vettvang eftir hið svið- setta bankarán, gera þeir tvö mistök eins og skot. Hópur blaðamanna hef- ur verið fenginn til að standa við dyrnar til að gæða þetta raunveruleg- um blæ og þeir ætla að gleypa lög- regluna með spurningum. Pólska og Úkraníska lögreglan snýr hinsvegar uppá sig og neitar að svara. I komm- únistarfkinu höfðu fjólmiðlar engan sjálfsagðan rétt á upplysingum. Mis- tök númer tvö eru þau að enginn nemendanna biður um að fá að sjá myndbandsupptóku af atburðunum, en öryggismyndavélar eru staðsettar um allan bankann. Þeim finnst það óhugsandi að nokkur hafi kært sig um að ýta á takkann þegar ránið átti sér stað. Hugmyndin um að borgari lið- sinni lögreglu er enn of framandi í ljósi fortíðarinnar. I löndum eins og Ungverjalandi, Póllandi, Tékklandi, þar sem laun á bilinu 30 til 32 þúsund á mánuði eru álitin góð, eru lúxusbílar eins og Mercedes Benz og BMW dæmigerðir farkostir mafíósa og sjálfkrafa skot- spónar lögreglu. Alþjóðlegir bflþjófn- aðir og aðferðir við þá eru rækilega ræddar í skólanum. Á kvöldin er farið í eftirlitsferðir. Eitt slíkt kvöld er stöðvuð lúxusbif- reið og pappírar bílstjórans skoðaðir, þeir eru í lagi. Hinsvegar er unglings- stúlka um það bil fimmtán ára í aftur- sæti bifreiðarinnar og hún reynist luma á tveimur stolnum greiðslukort- um. Þegar komið er á lögreglustöðina getur enginn leitað á stelpunni því annað velþekkt vandamál úr austur - evrópsku lögreglunni er komið upp. Það eru engar lögreglukonur. Kven- kyns túlkur breska blaðamannsins er beðinn um að leita á stelpunni en hún neitar. Austur-evrópskir mafíósar ffemja glæpi sem voru óhugsandi fyr- ir áríð 1989 og lógreglan á þessum stöðum hefur ekki hugmynd um hvernig hún á að bregðast við þeim. - Ætlarðu að leggja okkur alla í hættu ef hún er vopnuð, segja lögg- urnar forviða og virðast ekki hugleiða að hún væri að stofna sjálfri sér í hættu með því að samþykkja. Eitt kvöldið er farið að pylsugerð og lögreglubflnum lagt á planinu fyrir aftan hana. Hvað erum við að gera hér spyr blaðamaðurinn forviða: - Þetta er glæpasvæði, er svarað. Stundum fleygja verkamennirnir pylsum út um gluggann og vinir þeirra hirða þær svo upp á næturnar. Lág laun eru eitt vandamál sem lögreglan þarf að etja kappi við. Þau hafa bæði áhrif á andrúmsloftið innan lögreglunnar og skera stundum úr um hæfni þeirra sem veljast til að ganga í hana. „Það er pólitísk spuming hvort við getum att kappi við skipulögð glæpa- samtök," segir fyrrum liðsforingi úr hernum. „Hún hefur ekkert með okk- ur að gera, heldur spyr hún hvernig samfélag Ungverjaland vill verða. Þú þarft að vera fífl eða illa haldinn af þráhyggju til að sinna þessu starfi. Eg fer heim með fimmtíu þúsund flórint- ur (17.500) á mánuði." Þ.K.Á stal og stældi úr The Sunday Times. Vel kom i n um borð iunaRaldur i Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar.438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax:438-1093 Stykkishólmi ÍHSlfiíIÍN ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200 BEINN SÍMI 5S3 1236 íi!í>íiSirN Bíll ársins 1997 ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200 BEINNSIMI553 1236

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.