Alþýðublaðið - 09.07.1997, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 09.07.1997, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ1997 Trvggvi Þór Aðalsteinsson skrifar frá Svíþjð um aðild EMU1999 Svíþjóð hefur nú verið í hópi adildarríkja Evrópubandalags- ins (EB) í tvö og hálft ár, en meirihluti kjósenda lýsti sig fylgj- andi adild í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 1994 og mikill meirihluti sænska þingsins greiddi atkvæði með inngöngu í bandalagið. Enn eru Evópumálin og EB eitt aðalmálið í sænskri pólitík. Nú snýst umræðan mest um Efnahags- og myntbanda- lagið (EMU) og hvort Svíar eigi að taka þátt í því. Sumir eru fylgjandi fullri adild, aðrir vilja bíða og sjá til og enn aðrir vilja að Svíþjóð standi utan við myntbandalgið. Skiptar skoðanir eru meðal stjómmálaflokk- anna og sömuleiðis innan flokkanna, ekki síst meðal jafnaðarmanna. Samkvæmt fyrri ákvörðunum inn- an EB mun EMU taka til starfa 1 janúar 1999. Ekki er sjálfgefið að öll aðildarríki Evrópubandalagsins fái þá þegar inngöngu. Löndin verða að uppfylla viss skilyrði og ná ákveðn- um mörkum varðandi verðbólgustig, ríkisfjármál, stöðu gjaldeyris og vexti. EMU-umræðan í sænska þing- inu, stjórnarráði og á vettvangi EB hefur af hálfu Svía mest snúist um þrjú atriði: Samskipti landanna í EB sem verða aðilar að EMU og hinna sem standa utan við. Kröfur EMU-samkomulagsins um stöðuleika í ríkisfjármálum. Réttarstöðu nýs sameiginlegs gjaldmiðils (euro). Þessi atriði öll hafi pólitíska þýð- ingu og em flókin og jafnvel tækni- leg eðlis, sem erfitt er fyrir venjulegt fólk að setja sig inn í og hafa skoðun á. Umræðan meðal almennings minnir á umræðuna fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um aðild að EB, sem snérist mikið um aukin yfirráð EB yfir aðildarríkjunum. Fólk hefur áhyggjur af að með aðild landsins að EMU fái Svíar enn minna ráðið um eigin mál. Fólk óttast að valdið flytjist frá stjómmálmönnum til emb- ættismanna sameiginlegs evróps seðlabanka, þar sem aðeins er tekið tillit til peninga- og gjaldeyrismála og ekki til annarra þátta þjóðfél- agsins. Fjármál og aðstæður ríkjanna era þar að auki svo ólík að erfitt er að taka ákvörðun um t.d. vexti og gjaldeyri, sem hentar öllum aðildar- ríkjunum. Hætta er á að niðurstaðan verði einhvers konar málamiðlun, sem í raun passar engum. Að dómi þeirra, sem era þessarar skoðunar, er málunum betur komið í höndum þjóðkjörinna stjómmálamanna hvers lands. Þeir þekkja aðstæður heima fyrir og verða að líta á hvert mál í breiðu samhengi. Afstaða jafnaðarmanna Jafnaðarmenn sitja við stjómvöl- inn í Svíþjóð eins og löngum áður. Afstaða þeirra til aðildar að EMU hefur afgerandi þýðingu í umræð- Jafnaðarmenn vilja bíða og sjá til unni næstu vikur og mánuði. Margt bendir til að EMU-málið muni bera hátt í kosningunum næsta haust, en þá verð þingkosningar og jafnframt kosið til sveitarstjóma og héraðs- þinga. Um skeið hefur verið beðið eftir því að jafnaðarmanna lýsi stefnu sinni í EMU-málinu. Fyrstu boðin komu nýlega þegar flokksstjórnin tók ákvörðun, sem er mikilvægur vegvísir fyrir umræðu og ákvörðun á þingi flokksins í september næst komandi. Flokksstjómin valdi „bíða og sjá til“ stefnuna og telur ekki nauðsynlegt að Svíþjóð gerist aðili ópuríkja getur ekki byggst á völtu gjaldeyrissamstarfi“, skrifar leiðara- höfundurinn. Þjóöaratkvæöagreiðsla um EMU? Samkvæmt skoðanakönnunum hefur stuðningur Svía við EB minnk- að síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Ef kosið væri um máli núna er vafasamt að meirihlutinn myndi segja já. Hik jafnaðarmanna verður að skoða m.a. í þessu ljósi og að aðeins ramt ár er til næstu kosninga. Stjómarandstæðingar kvarta sáran yfir „skoðanleysi" jafnaðarmanna og vilja fá skýrari afstöðu. Meðal stjómarandstæðinga hafa komið fram tillögur og kröfur um þjóðar- atkvæðagreiðslu um EMU. I fyrstu lýstu jafnaðarmenn sig andvfga slík- um hugmyndum en hafa breytt um tón og telja það ekki útilokað. Göran Persson forsætisráðherra vill samt gjaman hafa frjálsar hendur í hugs- anlegum samníngum um EMU eftir 1999 og telur því meira eða minna bindandi niðurstöðu úr þjóðarat- kvæðagreiðslu óæskilega. I skoðana- könnun, sem gerð var í fyrra, var „Pólitískt samstarf Evrópuríkja getur ekki byggt á völtu gjaldeyrissamstarfi" segja gagnrynendur EMU. að EMU frá byrjun 1999. Hags- munum Svía sé vel borgið þótt þeir fari sér hægt í sakimar og sjái til um sinn. Ef flokksþingið fylgir þessari stefnu skapast betri möguleikar innan flokksins til umræðna og síðari ákvörðunar. Nú era skoðanir skiptar og þótt ætla megi að meðal flokksforystunnar séu þeir fleiri en færri, sem vilja aðild strax 1999, vilja þeir ekki reyna að keyra í gegn slíka stefnu. Margir Svíar hafa hafa látið í ljós andstöðu og efasemdir um adild að EMU og era jafnaðarmenn þar engin undantekning. í blöðum jafnaðarmanna koma fram gagnrýnar raddir, m.a. í tímaritinu Tiden, sem nýlega helgar leiðar blaðsins þessu málefni. Blaðið studdi ákaft aðild Svíþjóðar að EB og telur mikilvægt að treysta samstarf f Evrópu. Blaðið telur hins vegar að EMU sé ekki til þess fallið. „Pólitískt samstarf Evr- Atvinnumálin og EMU eru nátengd mál. Ef Svíar segja nei við aðild að EMU missa þeir tækifæri tii áhrifa á þróun atvinnumála í Evrópu. m.a. spurt um hvort fólk væri fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um EMU-ntálið. 62% aðspurðra svöraðu því játandi. Ennfremur kom í ljós að andstæðingar aðildar að EMU voru helmingi fleiri en hinir, sem vildu að Svíþjóð gerist aðili að myntbanda- laginu. Kannanir hafa líka sýnt að áhugi fólks fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um mikilvæg pólitísk mál hefur aukist. Að sjálfsögðu eru ekki allir jafn- aðarmenn tvístígandi og óvissir um hvert beri að stefna varðandi EMU. Stjóm samtaka kristinna jafnaðar- manna samþykkti nýlega að mæla með því við þing samtakanna, sem verður haldið í lok júlí. að Svíþjóð beri að sækja um aðild að EMU 1999. Formaður samtakanna, Bemt Ekholm, sem jafnframt er þingmað- ur, er ákafur stuðningsmaður aðildar. Niðurstaða þess þings getur haft áhrif á sjálfu flokksþinginu í septem- ber. Hins vegar hafa bæði samtök ungra jafnaðarmanna og kvenna- samtök jafnaðarmanna ákveðið að bíða um sinn með ákvörðun í málinu. Ástæður fyrir aðild að EMU Jan Andersson, sem á sæti á Evrópuþinginu, er meðal þeirra sem er fylgjandi aðild Svía að EMU. Andersson fer m.a. með atvinnu- og félagsmál. Hann skrifar nýlega í blað evrópskra jafnaðarmanna europa nytt og fjallar þar um afstöðuna til EMU: Hann segir m.a.: f fyrsta lagi mun skýr efnahagsstefna þar sem lítil verðbólga og jafnvægi í rekstri ríkis- ins era mikilvægir þættir, tryggja lága og stöðuga vexti. í öðru lagi mun Svíþjóð ekki geta rekið aðra stefnu í peningamálum en EMU þótt landið velji að standa utan við samtökin. í þriðja lagi er sam- eiginlegur gjaldmiðill besta aðferðin til að halda fjármálöflunum í skefj- um. Ríkin í EMU verða mun sterkari en önnur ríki í gagnvart vafasömum fjármálaumsvifum og peningabraski og að geta staðið gegn slíku er mikilvægt hverju lýðræðisríki. f fjórða lagi er trúlegt að þau lönd sem ekki verða með í EMU munu ekki hafa sömu möguleika til áhrifa í öðram sameiginlegum málum í Evrópu, s.s. útvíkkun EB og at- vinnumálum. Jan Andersson segir ennfremur að það sé mikilvægt að tengja EMU- málið atvinnumálunum, en atvinnu- málin og baráttan gegn atvinnuleysi hefur verið það mál sem Svíar hafa lagt hvað mesta áherslu á innan EB. Jan Andersson heldur áfram og segir: „Hvort sem okkur líkar betur eða ver verður EMU að veruleika innan fárra ára“. Og Andersson spyr: „Hvaða stefnu ætti Svíþjóð að hafa í peninga- málum sem væri önnur en sú sem EMU hefur? Auðvitað enga aðra“.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.