Alþýðublaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. JULI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ Ungur Vestmannaeyingur í starískynningu hjá Alþingi Þingmenn alveg eins ogfólk erflest í blaðinu Dagskrá í Vestmannaeyj- um birtist á dögunum bráðskemmti- legur pistill um störf Alþingismanna eftir Ólaf Jóhann Borgþórsson, sem nýlega útskrifaðist úr 10. bekk Bama- skólans í Vestmannaeyjum. Ólafur Jóhann brá sér í starfskynn- ingu á Alþingi og naut þar leiðsagnar Árna Johnsen, þingmanns Vest- mannaeyja. Á Alþingi sat Ólafur Jó- hann nefndarfundi og þótti það hin merkasta lífsreynsla. ,J?yrst fór ég á nefndarfundi og hef ég þar brotið blað í sögu Alþingis því að ég er fyrsti nemandinn sem sit nefndarfundi og er það Áma að þakka en einnig þeim Sigríði Önnu Þórðar- dóttur og Einari K. Guðfinnssyni sem eru formenn nefndanna," segir Ólafur Jóhann í grein sinni, og heldur áfram: „Það er alveg ótrúlega mikil vinna að vinna sem alþingismaður og þá er ég ekki að tala um setuna í alþingishús- inu heldur alla vinnu sem felst í því að sitja í nefnd, þetta er mikið meira en flestir halda... Svo sat ég þingfundi og enn og aftur var komið aftan að mér í sambandi við það hve fáir þingmenn sitja í salnum, en það er ekki alveg að marka vegna þess að allir þingmenn hafa sjónvörp inni á skrifstofum sín- um." Ólafur Jóhann segir frá kynnum sínum af þingmönnum og þykir hon- um Árni Johnsen bera af öðrum mönnum sem þar eru við störf: „Arni Johnsen kynnti mig fyrir flestum sem „Sá sem ég kynntist best á Alþingi var hann Arni Johnsen og er hann miklu hressari og skemmtilegri en flestir aðrir menn sem ég þekki. Hann kenndi mér margt." sitja á þingi og þótti mér það nú ekki leiðinlegt að hitta þessa þekktu menn sem maður sér á hverju kvöldi í sjón- varpinu svo alvarlegir að manni er það næst að fara að grenja. En raunin er sú að þetta eru alveg hreint bestu menn og það ótrúlega er að þeir eru flestir alveg eins og fólk er flest. En sá sem ég kynntist best á Alþingi var hann Arni Johnsen og er hann miklu hressari og skemmtilegri en flestir aðrir menn sem ég þekki. Hann kenndi mér margt..." Ólafur Jóhann telur það koma sér illa fyrir þingmenn að einungis sé kosið til Alþingis á fjögurra ára fresti og segir: „Það er mikill ókostur fyrir sjálfa þingmennina að kosið sé með svona stuttu millibili, því þeir vita ekki um hvort þeir verði kosnir á þing um næstu kosningar, tel ég það vera helsta ókostinn við starfið." Ólafur Jóhann telur kostina þó meiri en gall- ana. „Starfið er mjög fjölbreytt og eru oft mjög skemmtilegar ræður sem fluttar eru á Alþingi... Kaup og kjör eru kannski ekki mikil en auðvitað fer það eftir því hver viðmiðunin er. Mið- að við alla þá vinnu sem alþingismenn leggja á sig til að stjórna landinu eru kjörin þau sem áður sagði. Ráðherrar fá hins vegar mikil fríðindi, sem mér Ólafur Jóhann um alþingismenn: „En raunin er sú aðþetta eru alveg hreint hestu menn ogþað ótrúlega er aðþeir eru flestir alveg eins ogfólk erflest." ¦ Haneshjónin verða ekki framseld samkvæmt dómi Héraðsdóms vorum ringluð ánægð - segir Donald Hanes en úrskurðurinn var lesinn upp á íslensku. „Við vorum mjög ringluð þegar dóm- arinn las upp úrskurðinn því það var ekki túlkur að þessu sinni og við vissum ekki niðurstöðuna fyrr en við vorum komin út úr dómssalnum," segir Donald Hanes en lögmaður Haneshjónanna hefur lýst því yfir að hjónin muni reyna að ná sam- komulagi við bandarísk stjórnvöld, ef þau verði ekki framseld þýði það jafn- framt að þeim verði ekki vísað úr landi. Að sjálfsögðu erum við ofsalega ánægð og einkum og sérílagi að vita það að þetta fer ekki sjálfkrafa fyrir Hæstarétt. Við teljum þó að bandaríska sendiráðið muni reyna að hafa áhrif á að þessu verði áfrýjað. Ákæruvaldið mun taka ákvörðun um það á næstu dögum hvort niðurstöð- unni verði áfrýjað. er kunnugt um en ég ætla ekki að telja upp hér." Að lokum fer Ólafur Jóhann fögr- um orðum um starfsfólk Alþingis: „Á Alþingi vinnur alls konar fólk, en allt er það mjög kurteist hvort sem það er í dyravörslu, mötuneyti eða þingmenn Ur alfarakið og ráðherrar. Það var virkilega gaman að tala við fólkið og það vinnur greinilega vegna þess að það hefur áhuga á því sem það er að gera og ég á þeim bestu þakkir fyrir og þau hjálp- uðu mér mikið og gerðu starfsfræðsl- una mjög skemmtilega." Glæpsamlegar skooanir borgarstjórans Cathérine Mégret borgarstjóri í Vitrolles í Frakklandi á yfir höfði sér eins árs fangelsisdóm og ríf- lega 3.000.000 milljóna króna sekt fyrir ummæli sem höfð voru eftir henni í þýska dagblaðinu Berliner Zeitung í vor. Cathérine er ákærð fyrir hatursfull orð sín í garð út- lendinga sem 587 sækjendur telja að ýti undir kynþáttahatur og kyn- þáttamisrétti. Mál borgarstjórans var tekið fyrir rétt í Aix-en- Provence 30.júní síðastliðinn. Þegar Mégret hlustaði á upp- töku af viðtalinu sem birtist í þýska dagblaðinu við réttarhöldin sagði hún: „Jú, ég kannast við að þetta sé mín rödd... Ég er ekki orð- in minnislaus, en í dag get ég ekki fullyrt að ég hafi sagt þetta. Enda eru liðnir margir mánuðir frá við- talinu. Eg er búin að gleyma því hvað ég sagði [...] það er ekkert sem sannar að innihaldi þessarar segulbandsspólu hafi ekki verið breytt." Orðin sem höfð voru eftir Cathérine í Berliner-Zeitung og hún er ákærð fyrir hljómuðu á þessa leið: „Kynþættir eru mis- munandi... Munurinn liggur í gen- unum. Þeir innflytjendur sem maður hittir haga sér eins og þeir séu heima hjá sér... Þeir hugsa eins og nýlenduherrar. Þeir eru hér að- eins peninganna vegna." Tvö hundruð öryggislögreglu- menn stóðu vörð fyrír framan dómshúsið í Aix meðan á réttar- höldunum stóð, enda yfir fimm hundruð áheyrendur samankomnir í réttarsalnum. Um helmingur þeirra voru stuðningsmenn Mégret og Þjóðernisfylkingarinnar. Þegar stutt hlé var gert á vitnaleiðslum fór hin ákærða úr réttarsalnum í fylgd með eiginmanni sínum, Bru- no Mégret varaformanni Þjóðern- isfylkingarinnar, og ávarpaði stuðningsmenn sína: „Ég fullvissa ykkur um að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að ná fram sigri hins góða yfir hinu illa." Og eiginmaðurinn bætti við: „Það er ekkert á þessari kasettu sem ekki samræmist stefnuskrá Þjóðernis- fylkingarinnar." Cathérine náði kjör borgarstjóra þegar hún fór í framboð sem lepp- ur eiginmanns síns í sveitastjórna- kosningum í Vitrolles í vetur og sigraði. Bruno Mégret var í fram- boðsstraffi um þær mundir en hann er einn aðal áróðursmeistari Þjóðernisfylkingarinnar. Formað- ur fylkingarinnar, Jean-Marie Le Pen, hefur illan bifur á þessum unga og metnaðargjarna manni, sem hikaði ekki við að tala um „galdraofsóknir" áður en réttar- höldin í máli eiginkonu hans hófust. Le Pen vill vera einráður í sínum flokki og lfkar illa við Mé- gret. Það var honum mikill léttir að hann skyldi ekki ná þingkosn- ingu í vor jafnvel þótt Fylkingin hafi ekki fengið nema einn þing- mann, Jean-Marie Le Chevallier, borgarstjóra í Toulon. Lögmaður samtakanna SOS- kynþáttahatur (SOS Racisme) Ala- in Lhote sem tók til máls eftir rétt- arhlé í máli Mégret kaus að beina athygli kviðdómenda að vitnis- burði Cathérine; „skömmustuleg- um kynþáttahatara sem hefur ekki einu hugrekki til að standa við orð sín." Annar sækjandi, Alain Molla, fór fram á einn franka í skaða- og miskabætur. „Þessi réttarhöld eru sögulegur atburður, enda hin fyrstu sinnar tegundar í Frakk- landi. Um leið eru þau mikilvæg því það er áríðandi að bregðast við...; kynþátta- og útlendingahat- ur eru ekki skoðanir sem á að vernda, þær eru glæpsamlegar." Sækjandinn hafði varla lokið orð- um sínum þegar truflun varð á framgangi réttarhaldanna. Einn dómaranna í málinu hafði tekið eftir því að einn af fjórum verjend- um Cathérine Mégret var að taka réttarhöldin upp á segulband, en slíkt er stranglega bannað með lögum. Verjandinn var samstundis ákærður fyrir brotið og færður til yfirheyrslu af dómslögreglu. Ekki er búið að dæma í máli Cathérine Mégret, en saksóknari fór fram á að borgarstjórinn í Vitrolles yrði settur í kjörbann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.