Alþýðublaðið - 10.07.1997, Side 1

Alþýðublaðið - 10.07.1997, Side 1
■ Fyrirtæki á Vestfjörðum 25 milljónir úr vinnudeilusjóðum „Við erum að vinna í uppgjörinu núna,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Vinnuveitendasambandinu um greiðslur úr vinnudeilusjóði Sam- bandsins til fyrirtækja á Vestfjörðum. „Þetta verða um 25 milljónir sem verða greiddar í allt.“ Þegar Sjúkraliðar fengu greitt úr verkfallsjóði fyrir tveimur árum var þeim gert að greiða skatt af því, mál- ið fór fyrir dómstóla sem úrskurðaði skýrt um það. Aðspurð hvort þetta væru skattskyldar tekjur sem fyrir- tækin fengu greiddar núna svaraði Kristín: „Það er fyrirtækjanna að svara því.“ „Ég geri ráð fyrir því að þær séu skattskyldar, fyrirtæki sem skila hagnaði borga tekjuskatt. Ég geri ráð fyrir að sömu reglur gildi og fyrir aðrar tekjur. Ég mun þó bera það upp við endurskoðandann minn,“ segir Konráð Jakobsson framkvæmda- stjóri Harðfrystihússins í Hnífsdal. Nauðguðu og drapu Þýska vamarmálaráðuneytið hefur farið fram á tafarlausa rann- sókn á staðhæfingum um að sex þýskir hermenn hafi stundað manndráp og nauðganir í frístund- um sínum, rneðan þeir vom í þjálf- unarbúðum fyrir friðargæsluliða í Bosníu í apríl 1996. Sönnunargagnið er myndbands- spóla með upptökum sem þeir hafa útskýrt sem senur úr borgarastyij- öldinni í Bosníu sem þeir hafi tek- ið í frístundum. Vamarmálaráð- herra Þýskalands hefur lýst því yftr að þessari ótrúlegu hegðun her- mannanna verði refsað með há- marksrefsingu, verði þeir fundnir sekir. ■ Víkingahátíðin og trúarlega útvarpsstöðin Omega Víkingahátíð beðið bölbæna Ég vil hvetja fólk til að biðja fyrir útvarpinu,11 segir ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar „Við setjum okkur ekki neitt inn í bænir fólks, hvorki gegn þeim eða hitt. Ef þetta er smekkur þeirra sem ráða þessari útvarpsstöð, þá verða þeir að eiga það við sig,“ segir Jón Halldór Jónasson ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar, einn þeirra sem standa að víkingahátíðinni sem hófst í gær. En á kristilegu útvarpsstöðinni Omega, sem útvarpar trúarlegu efni, kom fram maður, sem fór með bæn. I miðri bæninni hóf hann skyndilega að hvetja fók til að biðja gegn Vík- ingahátíðinni, auk þess sem einnig var hvatt til bæna gegn byggingu hofs og nokkrum öðmm fyrirbærum sem honum taldist til að væm Guði ekki þóknanlegar. “Fólk má biðja fyrir því sem það vill og ekki nema gott eitt um það að segja. Við óskum þeim hinsvegar blessunar," segir Jón Halldór. „Ég veit ekki afhverju hann var að óska eftir því að það væri beðið gegn hátíðinni þetta er friðsamleg mannelsk hátíð. Ég vil hér með hvetja fólk til að biðja fyrir útvarp- inu.“ Jón Halldór benti ennfremur á að það yrði sungin miðaldamessa í kelt- neskum stfl á sunnudag klukkan 3, lokadegi hátíðarinnar, en allur messusöngur verður með þeim hætti er munkar á íslandi og frlandi sungu á 9. og 10. öld. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í neinn sem tengdist Omega stöðinni í gær. IPíSilS ■■■■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.