Alþýðublaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 MIÐVBLHDID Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Réttlætið og ríkissaksóknarinn Fyrir nokkru var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur sögulegur dómur, þegar fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins var sýknaður af ákæru ríkissaksóknara um meiðyrði. Það er óþarfi að rifja upp mála- vexti í smáatriðum en það var höfðað að kröfu fyrrverandi fangelsis- málastjóra, sem taldi að sér vegið vegna skrifa Hrafns Jökulssonar um fangelsismál. Dómarinn í málinu sýknaði ritstjórann á þeim forsend- um að opinberir embættismenn yrðu að una því að fjallað væri um störf þeirra á gagnrýninn hátt. Hann sagði ennfremur að réttarkerfið yrði að taka mið af breyttum tíðaranda og að til skamms tíma hefðu verið kveðnir upp dómar í meiðyrðamálum sem þættu fráleitir núna. Dómurinn er því ánægjulegur vottur um að ferskur gustur hafx borist inn í lognmollulegt og staðnað dómskerfi. En þótt Héraðsdómur Reykjavíkur hafi komist að þeirri niðurstöðu, að embættismenn séu ekki hafnir yfir gagnrýni, þýðir það vitanlega ekki að þar með sé búið að gefa út veiðileyfi á persónur þeirra og einkalíf. Það er ekki ýkja langt síðan íslenskt dómskerfi var þannig rekið að einn og sami maðurinn rannsakaði tiltekið mál, sótti það fyrir rétti og kvað síðan upp dóm. Nú er sem betur fer búið að kasta rekunum á þetta rangláta og siðlausa kerfi. Uppá síðkastið sjást þess hinsvegar nokkur merki að ákveðnir fjölmiðlar séu albúnir að rjúfa gröfína og klæða sig í helbrækur hins dauða kerfis. Allir sæmilegir menn hafa til dæmis skömm á því hvemig Helgarpósturinn hefur mánuðum saman Iagt Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómara í einelti. Ofstæki ritstjóra Helgarpóstsins í garð Pét- urs er orðið svo blint að dálkahöfundur HP, Þorgeir Þorgeirson (sem er lítill aðdáandi íslenskra dómara) fékk sig fullsaddan og mæltist til þess að HP færi skrifa af skynsamlegu viti um íslenskt dómskerfi í stað þess að veitast að einstaklingum. Tilmæli Þorgeirs eru vitanlega einkum til marks um óbilandi bjartsýni en hafa ber í huga að hann er maðurinn sem dröslaði íslensku dómskerfi til Strassborgar þar sem það fékk rækilega yfirhalningu. Málfrelsið er heilagt en það felur ekki í sér að fjölmiðlar hafi heilag- an rétt til að taka menn af lífi án dóms og laga. Síðustu daga hefur stað- ið mikil ófrægingarherferð á hendur Hallvarði Einvarðssyni ríkissak- sóknara og þar er sannarlega skotið fyrst og ekki einu sinni haft fyrir því að spyrja svo. Er hann sakaður um glöp í starfi? Vanrækslu? Hef- ur maðurinn valdið opinberu hneyksli með embættisfærslu sinni? Nei, reyndar ekki. Hallvarður þykir almennt hafa staðið sig vel í vanda- sömu embætti ríkissaksóknara, þótt ekki sé hann óumdeildur. Hvað er málið? I aðalfréttatíma Sjónvarpsins í fyrrakvöld var löng frétt, lapin uppúr DV, um að Hallvarður Einvarðsson sé „í alvarlegum fjár- hagskröggum“. Þá voru viðskipti hans við Landsbankann rakin en þeim lauk á því að bankinn eignaðist húsið. Síðan skýrði ábúðarfullur fréttamaðurinn frá því að í júní hefði Hallvarður flutt í sumarbústað sinn að Vatnsendabletti í landi Kópavogs. Af þessu tilefni var birt við- tal við bæjarstjórann í Kópavogi, rétt einsog hættulegur glæpamaður væri nú á kreiki innan bæjarmarkanna. Dómsmálaráðherra var líka tekinn tali og hann sagði reyndar að hann vissi ekki um neitt sem gæfi tilefni til sérstakra aðgerða og að embættismaðurinn „sem ætti í hlut“ uppfyllti þau lagaskilyrði sem gerð eru til dómara og saksóknara. Um hvað var þá fréttin? Hverju var fréttastofa Sjónvarpsins að koma á framfæri? Að Hallvarður Einvarðsson eigi í fjárhagserfiðleikum, það var allt og sumt. Fréttamaðurinn virtist reyndar ekki hafa fyrir því að hlusta á sjálfan sig, því hann tilkynnti þjóðinni (eftir að hafa sagt henni að Hallvarður væri fluttur í sumarbústað) að „þau atriði sem fram hafa komið um fjárhagskröggur ríkissaksóknara gefa með öðrum orðum ekki tilefni til sérstakrar skoðunar dómsmálaráðuneytisins." Frétta- stofa Sjónvarpsins hefur aldrei verið sérlega framsækin eða djörf. Það hefur ekkert komið fram um að Hallvarður Einvarðsson sé að verða gjaldþrota, og sjálft dómsmálaráðuneytið telur ekki tilefni til sérstakr- ar skoðunar á fjármálum hans. Draga menn orð Þorsteins Pálssonar, dómsmálaráðherra, um þetta efni í efa? Hallvarður er að sönnu hátt settur embættismaður, en hann er líka prívatpersóna. Hann hlýtur að eiga rétt á því einsog hver annar að hin helgu vé einkalífs hans séu virt. Opinberir starfsmenn eru ekki lengur alfriðaðir en það þýðir ekki að fréttamenn með gúrkubragð í munnin- um geti haft af þeim mannorðið einsog ekkert sé. skoðanir Sinnuleysi „Andlegur dauði hefst með værð, sívaxandi stemningssljóleik, hug- sjónahruni og ást á sveitalífi." Svo mælti Þórbergur Þórðarson. Margt bendir til þess að ást Islendinga á sveitalífi sé að aukast um þessar mundir. Að minnsta kosti virðast allar aðrar forsendur fyrir andlegum dauða íslendinga vera fyrir hendi. Værðin er ríkjandi í íslensku skólakerfi. íslensk böm koma illa út úr alþjóðlegum samanburðarrann- sóknum á kunnáttu í stærðfræði og náttúrufræði. Spekingar skeggræða um þetta vandamál, en eru ekki sammála um lausnir. Sumir vilja taka aftur upp 30 ára gamalt námsefni, aðrir segja að þessar greinar fái of lítið vægi. Sem merkir að of mikið sé kennt af öðm. Ekki er þó auðfundið, þridji mqdarinn | hvað það er sem bömin kunna of vel. Ein rót vandans liggur að minnsta kosti í augum uppi. Islendingar gefa enn skólabömum þriggja mánaða skólafrí, sem er meira en tíðkast í öðrum löndum. Þau fá einfaldlega minni kennslu en önnur böm. Þetta vandamál er hins vegar ekki hægt að leysa. Það kostar peninga. Værðin birtist líka í því að enginn mótmælir því að skorið sé eitt ár af menntaskólanum, án þess skólafólki sé það bætt upp á nokkum hátt. Ekki er hægt að sýna fram á það með neinum rökum að íslendingar séu of gamlir þegar þeir verða stúdentar. Hins vegar taka of margir stúdents- próf, miðað við þá sem síðan taka há- skólapróf. Það er Ijóst. Enn það kost- ar peninga að bjóða upp á fjöl- breyttara nám. Hver á líka að borga það? Tryggvi Gíslason og Morgun- blaðið hafa fundið lausnina, væntan- lega í Englandi og Ameríku. Taka upp skólagjöld og miða aðgang fólks að námi við efnahag, því að ekki má takmarka hann vegna námsgetu. Þessu mótmælir enginn. Því veldur værðin, sem er fyrsta stig andlega dauðans. Menntun á vissulega að vera forréttindi, forréttindi þeirra sem kunna að meta hana, vilja læra eitthvað og bæta sig. En hér viðurkennir enginn önnur forréttindi en þau sem fylgja peningum. Stemningssljóleikinn kemur fram í umræðum um sameinaðan jafnaðar- mannaflokk. Það langar alla til sam- einast, vera í sigurliðinu, senda Sjálf- stæðisflokkinn í frí og svo framvegis. En af hverju á að senda Sjálfstæðis- flokkinn í frí? Verður hinn flokkurinn þá ekki að hafa aðra og betri stefnu í ríkisfjármálum, í málefnum vinnu- markaðsins, í einkavæðingu og einkavinavæðingu, og síðast en ekki síst, í menntamálum? Hefur slíkur flokkur burði til að móta sér stefnu í þessum málum? Þarf ekki einhver umræða að fara fram fyrst? Á nýi Jafnaðarmannaflokkurinn að vera með eða á móti aðild að ESB? Er hægt að svara því fyrr en menn vita hvort aðildin sé hagstæð stefnumál- um flokksins eða ekki? Flokkur sem hefur enn ekki mótað sér nein mark- Menntakerfi sem býr við værð dafnar ekki. Flokkar sem hrúgað er upp í snarhasti og algjöru stemningsleysi munu aldrei hrífa nokkurn kjósanda. Og utanríkisstefna án hugsjóna getur ekki snúist um annað en eigingirni og hagsmunapot. mið, getur ekki ákveðið hvort ESB- aðild sé leið að þeim markmiðum. Skortur á hugsjónamennsku sést best á umræðum um utanríkismál. Vera Bandaríkjahers á landinu hefur verið eitt langvinnasta og harðvítug- asta ágreiningsmál seinustu áratuga. Nú eru aðstæður í því máli gjör- breyttar, Bandaríkjamenn eru greini- lega reiðubúnir að endurskoða málið, en engin umræða á sér stað meðal Islendinga. Málinu er frestað ár eftir ár með leynilegum viðræðum í kalda- stríðsstíl. Sumir trúa raunar enn á mátt Bandaríkjahers, aðrir eru enn á móti, en flestum er alveg sama. Deilan er farin að snúast um peninga, eins og allt annað. Nú stendur yfir mikil NATO-hátíð í Madrid, þar sem sífellt fleiri þjóðir sækjast eftir aðild. Hvemig hafa Islendingar nýtt sér sína NATO- aðild? Hafa stjómvöld lagt eitthvað til málanna þar? Þegar kemur að málefnum Kína og Austur-Tímor hafa allir skoðun, enda em þessar þjóðir langt frá okkur. Innan NATO sitja Islendingar hins vegar á fundum með Tyrkjum, sem virða ekki einu sinni landamæri til að ofsækja Kúrda. Þjóð sem sjálfsagt er að styðja ef Iraksher ræðst gegn henni innan eigin landamæra, en ekki ef Týrkir ráðast inn í Irak til að drepa þá. Hvemig er hægt að verja NATO-aðild Islands ef við þegjum um svona mál á fundum? Raunar em Kúrdar þjóð sem býr við samfelld landamæri og gæti þess vegna myndað þjóðríki. Miklu fremur en Króatar, sem rokið var upp til handa og fóta til að viðurkenna fyrir einni borgarastyrjöld síðan. En nú hafa hugsjónimar hrunið. Kannski hafa Islendingar einungis samúð með þjóðemisstefnu hvítra Evrópumanna. Menntakerfi sem býr við værð dafnar ekki. Flokkar sem hrúgað er upp í snarhasti og algjöru stemnings- leysi munu aldrei hrífa nokkum kjós- anda. Og utanríkisstefna án hugsjóna getur ekki snúist um annað en eigin- gimi og hagsmunapot. Nú ætti að vera góður tími til að skreppa upp í sumarbústað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.