Alþýðublaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ÖRSOQ Cl R Iapríl var femínistinn Helga Kress fyrsta konan í 85 ára sögu Háskólans til að verða for- seti heimspekideildar. Fleiri tillög- ur komu fram en Helga hlaut yfir- gnæfandi stuðning. Varaforseti Helga Kress: Nýkjörinn eildarforseti með þrjár bækur í fæðingu... deildarinnar var kjörinn Jón G. Friðjónsson, prófessor í ís- lensku. Konur innan deildarinnar beittu sér fyrir kjörinu beinlínis til að hnekkja karlveldinu innan hennar. Þess má geta að Helga varð á sínum tíma fyrst kvenna til að fá lektorsstöðu við hina fjöl- mennu heimspekideild, þegar hún var ráðin lektor í íslensku fyr- ir erlenda stúdenta árið 1971. Hún varð síðan önnur kona til að verða prófessor við deildina, þeg- ar hún var skipuð prófessor í al- mennri bókmenntafræði og enn eru konurnar bara tvær. Helga er fjölvirk og um þessar mundir eru að koma út hjá Rannsóknastofu í kvennafræðumþrjár bækur, sem hún á höfundarréttinn að. Eitt er ritgerðasafn tileinkað stofn- anda Kvennasögusafnsins, Önnu Sigurðardóttur, þar sem Helga er ritstjóri, annað er safn erinda sem flutt voru á ráðstefnu um ís- lenskar kvennarannsóknir og Helga ritstýrir með Rannveigu Traustadóttur, en loks kemur svo út bókin Yfir dyrum fóstru sem geymir greinasafn Helgu sjálfrar... Besti vinur Alþýðublaðsins, Páll Pétursson félagsmála- ráðherra, opnaði í síðustu viku nýja vinnumálaskrifstofu sem ríkið rekur. Á sínum tíma stóð mikill Gissur Pétursson: Enn einn gæðingurinn á garða Framsóknar... styrr í þinginu um að vinnumiðl- anir sveitarfélaganna skyldu flutt- ar til ríkisins en Páll hafði þó sitt fram eftir harðar deilur. Nú er Páll búinn að ráða að skrifstofunni nýjan forstjóra, sem í anda mann- úðar Framsóknarflokksins sagðist í útvarpi ætla að nota lögguna til að elta uppi atvinnuleysingja sem reyndu að afla sér aukatekna með svartri vinnu. Hann leitaði að sjálfsögðu ekki langt yfir skammt, heldur valdi til starfans fyrrverandi formann ungra Framsóknar- manna, Gissur Pétursson... Hér kann þó Alþýðublaðið að vera á hálum ís hinnar sam- tryggðu spillingar, því nýi forstjór- inn á vinnumálaskrifstofunni mun halda því fram, að Alþýðublaðið þurfi ekki að kvarta undan sínum hlut við stofnun skrifstofunnar. Einn af þeim sem undirþjó málið og sat við hlið ráðherrans, þegar það var kynnt var nefnilega eng- inn annar en Hrólfur Ölvisson. En hann er rekstrarstjóri Alþýðu- blaðsins... Einn af þekktustu gleðigjöfum landsins er Örn Árnason leikari, sem hefur skemmt land- anum jafnt í Imbakassanum á Stöð tvö sem Spaugstofunni á Örn Árnasona: Hnýtir flug- ur til að losa sig við stress... Ríkisjónvarpinu, er einn þeirra mörgu leikara sem er orðinn hel- tekinn af stangaveiði. Hann á raunar ekki langt að sækja veiði- bakteríuna, því faðir hans Árni Tryggvason hefur meðfram ævi- löngum leikaraskap verið á hand- færum frá Hrísey sérhvert sumar. Það vita hinsvegar færri, að Örn Árnason er með flinkari fluguhnýt- urum landsins, og lærði þá iðju hjá frænda sínum Jóhanni Þor- steinssyni sem er einn af heið- ursfélögum Stangaveiðifólags Reykjavíkur. i síðasta tölublaði Sportveiðiblaðsins kom fram að þegar leikarinn er að deyja úr stressi veit hann ekki betri afslöppun en hnýta flugur. lila höldnum lesendum Alþýðublaðs- ins er bent á þessa aðferð til að losa sig við stressið... Þrátt fyrir svolítinn sigur femínista með kjöri Helgu Kress í embætti forseta heim- spekideildar miðar hægt í jafnrétt- ismálum i Háskólanum. i frétta- bréfi Háskóla íslands er lýst breytingum á stöðum við Háskól- ann á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þar kemur fram, að af þrett- án nýráðningum eru aðeins fjórar konur. Þær eru Ebba Þóra Hvannberg, sem varð tölvudós- ent, Bryndís Benediktsdóttir lektor í heimilislæknisfræði, Ólöf Ásta Ólafsdóttir dósent í geisla- læknisfræði og loks var Sigríður Þorgeirsdóttir ráðin lektor í heimspekilegum forspjallsvísind- um... Við fyrstu sýn virðist jafnréttis- baráttan í Háskólanum ganga betur innan stjórnsýslu skólans. Af tíu nýjum starfsmönnum sem þar voru ráðnir á fyrstu þremur mánuðum ársins eru nefnilega sex konur. Þegar grannt er skoð- að kemur þó í Ijós, að karlarnir eru ráðnir I störf sem virðast í fljótu bragði þyngri og háttsettari en þau sem konurnar eru ráðnar í. Foringi Vesturbæjarhlaupa- hópsins, Ólafur Þorsteinsson, bróðir Kristínar Þorsteinsdóttur fréttakonu varð þannig deildar- stjóri á fjármálasviði, Axel Axels- son (sonur Axels heitins í Rafha) varð innkaupastjóri, Skúli Svanur Júlíusson sem var áður inn- kaupastjóri varð deildarstjóri fast- eigna, og Sverrir Guðmunds- son deildarstjóri á rannsókna- sviði. Allir karlarnir voru þannig ráðnir í stjórnunarstöður. Aðeins tvær kvennanna náðu þeirri upp- hefð og hinar fjórar eru titlaðar fulltrúar.. Meðal stangaveiðimanna er flugan Krafla vel þekkt, en hún er sköpunarverk eins af þekktari fluguhnýturum og veiði- mönnum landsins, Kristjáns Gíslasonar. Kraflan kom fyrst fram árið 1977, þá í sex mismun- andi litbrigðum, og hefur reynst afburða fiskin á lax. Nú er Kraflan hinsvegar í fyrsta sinni á boðstól- um frá Kristjáni í túpuformi og reyndir veiðimenn á borð við Eggert Skúlason spá því að Kröflutúpan verði heitasta agn veiðimannsins í ár... Kristján Gíslason lætur sér ekki nægja að hnýta flugur og veiða laxa, heldur er hann einnig góðkunnur veiðibókahöf- undur. Nú í haust gefur Forlagið út þriðju bók hans, og hún er um þá laxa sem Kristján þekkir öðrum betur, enda ber hún nafn þeirra, Ofurlaxar... Mikil starfsemi er jafnan um helgar í þjóðgarðinum á Þingvöllum, þar sem landverðir bjóða upp á lengri og skemmri Séra Heimir: Dúndurpré- dikun í Þingvallakirkju... gönguferðir, sérstaka dægrastytt- ingu fyrir börn og stundum eru fyrirlestrar um merk, söguleg efni. Þingvallanefnd, sem lýtur skel- eggri forystu Björns Bjarnason- ar menntamálaráðherra, hefur sömuleiðis nýverið sent frá sér glæsilegt göngukort, sem gert er af myndlistamanninum Gylfa Gíslasyni. Þar eru helstu ömefni merkt inná, og allar gönguleiðir. Um helgar eru þar að auki af og til messur, sem séra Heimir Steinsson fyrrum útvarpsstjóri og núverandi staðarhaldari sér um. Prédikanir séra Heimis þykja sér- lega merkar, enda öðrum þræði guðfræðilegir fyrirlestrar á alþýðu- máli, og þvi vel sóttar. Um helg- ina var þannig troðfull kirkja hjá séra Heimi... Síðustu daga hafa örsagnir Al- þýðublaðsins sagt frá vaxandi vægi herra Ólafs Ragnars Grímssonar í utanríkismálum. Fleiri dæmi eru um að erlendir Ólafur forseti: Talar um ut- anríkismál í Suomi... aðilar snúa sér stundum beint til forsetaskrifstofunnar til að leita eftir afstöðu íslands, sem ríkis- stjórnin fer að sjálfsögðu með. Fyrir skömmu mun þannig for- setaskrifstofunni hafa borist erindi frá frændum vorum Finnum, þar sem Ólafur Ragnar er beðinn um að halda erindi á ráðstefnu um Eystrasalt og skýra þar afstöðu íslands til ákveðinna þátta. Málið varð hið vandræðalegasta því Finnar höfðu satt að segja afar lít- inn áhuga á að heyra álit íslenska utanrikisráðherrans. Niðurstaðan mun hafa orðið að forsetinn mæt- ir en flytur öðru vísi erindi en Finnar báðu um... Stærsta sýningartjald landsins reis nýlega að Lónkoti skammt utan við Hofsós, en þar hefur Jón Snæbjörnsson byggt upp ferðaþjónustu sem nýtur vaxandi vinsælda ferðalanga um Skagafjörðinn. Tjaldið verður jöfnum höndum notað undir dansleiki, listviðburði og vörusýningar. Góð aðstaða var fyrir að Lónkoti fyrir þreytta og þyrsta ferðalanga, þvi Jón bóndi hefur af frábæru hugviti breytt gamla fjárhúsinu í gistihús og þar sem kýr bauluðu áður í fjósi er kominn einstaklega notalegur bar... Sálarrannsóknaskólinn blómstar undir stjórn skólastjórans Magnúsar H. Skarphéðinssonar og siðasta árið hafa nemendur skólans lagt á sig mikið sjálfboðaliðastarf við að safna sögum af huldufólki. Mýgrútur slíkra sagna er til frá fyrri tímum en skipulegt átak í söfnun heimilda um huldufólk hefur nú legið niðri í tæpa öld. Áætlað er að safnrit með úrvali huldufólkssagna komi út í vetur. Auk Magnúsar skólastjóra hafa það einkum verið Reynir Baldursson, einn af aðstandendum skólans, og Una Hrönn Kristinsdóttir sem hafa stýrt vinnunni. Magnús og sveit hans hafa meðal annars heimsótt elliheimili víðs vegar um landið til að safna efni og afraksturinn verið meiri en þau áttu í upphafi von á... “FarSide” eftir Gary Larson Heyrðu. Ætlar þú að lesa tímaritið Fjölni? Einar G. Einars: Erla Kristjánsdóttir: Ég býst við að ég kynni Ég kannast ekkert við það. mér það. Borgar Magnason: Já. Júlíus Ólafsson: Óli Herbertsson: Nei, ég les það örugglega Ég veit það ekki. ekki. m q n n Bubbi er sennilega efni í póli- tíkus. Garri í DT. Flugleiðum hefur meðal ann- ars tekist að gera það ásætt- anlegt að ferðast með Saga Class, en áður þótti það hið mesta bruðl. Þorkell Sigurlaug’sson í Viðskiptablaðinu. Of snemmt að vera svartsýnn. Tryggi Guðmundsson umsjónarmaður- maður Eddu hótelanna í DT. Nú er ekki lengur tekið gilt að harðstjórar kalli sig “lýðræð- islega" á þeim forsendum að þeir stjórni „í þágu fólksins". Jakob F. Ásgeirsson stjórnmálafræðingur í Mogga. Enginn veluppalinn einstak- lingur tekur sér orðið píka í munn. Ragnhildur Vigfúsdóttir i DT. Það er því Ijóst að konur sækj- ast eftir kennslu og umönnun- arstörfum til þess að geta gegnt ýmsum hiutverkum sínum. Þorsteinn Hákonarson framkvæmdarstjóri í DV. Svo þeim er ætlað það hlutverk? Bakarameistarinn og synir hans, bökuðu vöru sína af til- finningu, þeim var í mun að framleiðsla þeirra væri ekki “bara“ bakarísvara, heldur eitthvað sem fólk hafði unun og ánægju af að snæða. Jóhannes Proppé syrgir lokun síns bakarís í DV. Greinilega sannur sælikeri. Ólafur Thors er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir menn. Hannes Hólmstein Gissurarson í Mogga. Bandaríkjamenn eru með hamborgararass og þar eru til slagorð eins og „feitt er fal- legt“ og samt máttu sofa hjá klappstýrunni. Magnús Einarsson í DV. Lesendabréf um Bandríkjamenn í DV. MT'Ht L’ ilfTT— Það verður aldrei vel stjómað fyrr en þeir taka við stjómartaumunum sem langar ekki til þess. Platón.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.