Alþýðublaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 Minning Klemens Tryggvason hagstofustjóri Eftir fyrsta námsár mitt á Englandi fannst mér tímabært að kveðja sjó- mennsku og vegagerð í sumarvinn- unni og starfa nær fræðunum. Eg knúði því dyra á Hagstofu Islands enda kunnugur í Amarhvolnum, þar sem Torfi Hjartarson tollstjóri og Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: faðir minn heitinn voru uppeldis- systrasynir frá Ólafsdal og hafði systir mín hafið störf á Tollstjóra- skrifstofunni áratug áður. Klemens hagstofustjóri tók mér strax vel. Komst ég fljótt að því að ég starfaði nú hjá einum vandaðasta 4. flokki 1992 - 15. útdráttur 4. flokki 1994 - 8. útdráttur 2. flokki 1995 - 6. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS II HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Leyfi til sölu notaðra ökutækja í apríl sl. tóku gildi lög nr. 20/1997, um breytingu á lögum nr. 69/1994, um sölu notaðra ökutækja. í lögunum er kveð- ið á um að hver sá sem vill reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki skuli hafa til þess sérstakt leyfi við- skiptaráðherra. Einnig er kveðið á um að viðskiptaráðu- neytið skuli halda skrá yfir þá sem leyfi hafa til starfsemi samkvæmt lögunum. Þess er hér með óskað að allir þeir sem reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki sendi uppiýsingar þar um til viðskiptaráðuneytisins, þ.e.a.s. afrit af leyfisbréfi og gildri starfsábyrgðartryggingu. Gerð verður skrá yfir alla leyfis- hafa með hliðsjón af þeim upplýsingum sem berast ráðu- neytinu. Þeir sem ekki verða á skrá 15. ágúst n.k. en reka þrátt fyrir það verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki mega eiga von á því að sölustað þeirra verði lokað í kjöl- farið. Viðskiptaráðuneytið 7. júlí 1997 embættismanni landsins, dugnaður- inn og ósérhlífnin með ólíkindum. Allur starfsandi á Hagstofunni laut einnig í þessa átt. Verkefnin voru nánast óþrjótandi, enda hvíldi hluti stjómsýslu ríkisins beint á sumum þeirra. Axlaði Klemens með fádæm- um vel þá ábyrgð og trúnað sem þessu fylgdi og aldrei heyrði ég nokkurn tíma einn eða neinn bera brigður á hans störf eða niðurstöður. Spara Islendingar þó ekki háu tónana yfirleitt í hagsmunabaráttunni og stjórnmálum. Klemens var reyndar fæddur inn í stjómmál þjóðarinnar, faðir hans Tryggvi Þórhallsson var forsætisráð- herra og ritstjóri. Gífurlegar þjóðfé- lagsbreytingar áttu sér stað á upp- vaxtarárum hans. Gullkistan í fiski- miðunum var að opnast fyrir alvöm og þjóðin bókstaflega flykktist í kaupstaðina, héraðanna á milli. Kjör- dæmin riðluðust og harðýðgi stjóm- málanna mikið. í þingrofsmálinu varð til dæmis heimili forsætisráð- herrans fyrir grjótkasti og bömin á heimilinu fóm hönd í hönd með vin- um sínum í skólann af ótta við að- kast, en Klemens var þeirra elstur. Má ímynda sér þvflíkt brunnið hefur á honum í þessunt látum, þótt snemma hafi hann tamið sér ein- beitni. Til dæmis átti hann góðan hest sem faðir hans taldi sig þurfa að selja. Klemens brá snærisspotta utan um háls gæðingsins og vék ekki frá honum alla leið niður á bryggju. Streymdu tárin niður kinnamar. Engan þekkti ég sem kynntist Klemensi ósnortinn. Þvflíkur höfð- ingi sem hann var í öllu fasi, skemmtilegur viðræðu, fróður, lang- minnugur og hjartað gull. Við héld- um alltaf góðu sambandi og rosalega gladdi það mig alltaf mikið ef hann tók eftir því sem ég var að fást við. Hrós hans var svo sannarlega vega- nesti inn í framtíðina. Eg votta eftirlifandi eiginkonu mína dýpstu samúð, sem og ættingj- um og vinum öllum. Klemens minn Tryggvason hvfli vært í náðarfaðmi drottins. Guðlaugur I’ryggvi Karlsson Ór alfaraleið Þróunarkenning Darwins og örkin hans Nóa á Ararat fjalli „Maðurinn er kominn aföpum.“ Þessi staðhæfing Ians Pimlers jarð- fræðings og prófessors við háskól- ann í Melboume í Astralíu hljómar eins og tímaskekkja. Flestir hafa eflaust haldið að sköpunarsagan væri útrætt mál og að við mennim- ir væru búnir að samþykkja þróun- arsöguna sem byggir á kenningum Darwins. Samkvæmt fréttum sem berast okkur frá Sydney í Astralíu er þó Ijóst að bæði afturhaldssemi og trúarþorsti upplýstustu manna nú í lok tuttugustu aldar geta tekið á sig furðulegustu myndir. í vor lagði Ian Pimler fram kæm á hendur Allen nokkurum Roberts í nafni „neytendaverndar". Sak- sóknari viðurkenndi öll atriði kærunnar, en sagði viðskiptalög ekki ná yfir ákæruatriðin jafnvel þótt Roberts héldi frammi villandi staðhæfingum. Roberts segist hafa vísindalegar sannanir fyrir því að hann hafi fundið örkina hans Nóa og vom þær gerðar hálfopinberar árið 1992. Tveimur ámm síðar fór Pimler í ferð til að kanna leyfar arkarinnar sem Roberts telur vera í Tyrklandi. Þegar hann kom á stað- inn sem Robertws hafði tiltekið var þar fyrir vörður sem reyndist heita Salih Bayrakuta og vera prófessor við háskólann í Ataturk. Hann ját- aði fyrir Pimler að tómir peninga- kassar háskólans nytu góðs af straumi strangtrúaðra kristinna ferðamanna sem hafa flykkst að örkinni um leið og hann samþykkti að örkin væri ekkert annað en nýtt „Loch Ness skrímsli". Roberts slapp með 2500 dollara sekt fyrir misnotkun á höfundar- rétti, en Ian Pilmer ætlar óhikað að áfrýja dómnum. Hann hefur áhyggjur af uppgangi skoðanna Roberts og stuðningsmanna hans. „Fyrir mér er það grundvallarat- riði að hver sem er geti ekki haldið fram hverju sem er á þeim forsend- um að sá hinn sami liafi ákveðið að kalla sig vtsindamann." Roberts er með doktorspróf í kristnum fræð- um frá „Frelsisháskólanum", sem er alls óþekktur, og trúir því stað- fastlega að Guð „hafi skapað manninn í sinni mynd". Hann trúir því einnig að dag einn fyrir sex þúsund áram hafi „Javé sagt við Nóa: Smíðaðu þér örk og svo fram- vegis." Og hann telur sig hafa „sannanir“ fyrir því að leyfar af örkinni sé að finna á hinu tyrkneska Araratfjalli. Pimler lýst illa á hve góðar undirtektir hugmyndir Ro- berts hafa fengið og ritaði bók sem hann kallar Logið fyrir Guð, skyn- semin gegn sköpunarhyggjunni eft- ir heimsókn sína á fjallið góða. Peter Pockley vísindablaðamað- ur í Sydney segir að: „ Við réttar- höldin í Sydney haft sköpunarsinn- ar í fyrsta skipti í sögunni þurft að svara ásökunum um vísindalegar og hugvitslegar blekkingar sínar. “ Samt vildi Sackville dómari í mál- inu ekki gera of mikið mál úr þeim. Hann hefði getað fellt mótúrskurð við dóminn sem féll Aparéttarhöld- unum árið 1925 í Tennessee í Bandaríkjunum, er kennari var dæmdur fyrir að hafa kennt kenn- ingar Darwins, en kaus að láta það eiga sig. En baráttu Pilmers og sköpunar- sinnanna er hreint ekki að ljúka. „Það er ekki nóg að sanna að Allen Roberts hafi haft rangt fyrir sér þegar hann taldi sig hafa fundið sannanir fyrir tilvist arkarinnar hans Nóa til að sanna að örkin hans Nóa hafi aldrei verið til,“ er álit Carls Wielands, en hann er for- stöðumaður Creation Science Foundation: „Menn ættu að gæta þess að rugla ekki Allen Roberts og sköpunarsinnunum saman.“ Wi- eland og samstarfsmenn hans ætla að kæra Pimler fyrir bókina sem þeir segja fulla af lygum og hafa skipað nefnd til að finna í henni þau atriði sem myndu duga þeim til að höfða meiðyrðamál. En það er ekki allt. Carl Wieland á hagsmuna að gæta í málinu; Stofnun hans stendur fyrir rannsóknum á „svœði Allens Roberts". Pimler og menn Wielands gætu því virst sammála. En sú er hreint ekki raunin. „Þeir hafa sjálfir staðsett örkina hans Nóa á svœði ekki langt frá Ararat fjalli," segir Pimler. Það mætti halda að örkin hans Nóa væri í tísku. Deilunum er í það minnsta ekki lokið. Og svo hefur Pimler bæst liðsauki annarra fræðimanna, meðal annars heimspekinga og mannfræðinga, sem í haust hafa boðað til alþjóðlegrar ráðstefnu í bænum Romainville í nágrenni Parísar sem bera mun yfirskriftina „Til stuðnings Darwin". i >lih ,ij nv, ólj.lO l/.J'J » ! •!{ O v U U,VU UM 1VJ lIHI - r n u V $ J i', V yj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.