Alþýðublaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 . .. f'WSf&í :•-• '• *<?'*/’* /;iMi _ V -m<J9ppf'4>d ,7 r^^aymggn f ',■ y i 7“/w I •®, Mn/A* 'iT'nía 1 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fékk að fara með Ögmundi Helgasyni niður í allra helgasta vígi handritadeildar Þjóðarbókhlöðu Við geymum þetta bara í rólegheitum „Arfur fyrri alda er í Amasafni en þetta er arfur síðari alda,“ segir Ög- mundur Helgason forstöðumaður handritadeildar í Þjóðarbókhlöðu, en handritadeildin er einskonar fram- hald af Amasafni. Alþýðublaðið hef- ur að undanfömu skrifað um það ófremdarástand að ekki skuli fást fjármagn til að ráða einn viðgerðar- mann á fullkomna viðgerðarstofu sem deildin hefur yfir að ráða.“ „Handritin hjá okkur em þau sem fóm ekki til útlanda auk þess sem deildin geymir yngri handrit, marga ómetanlega dýrgripi skálda, allt frá rómantíkinni og fram til skálda eins og Þórbergs og Laxness,“ segir Ög- mundur Helgason og felst á að leyfa blaðamanni að koma með sér niður í það helgasta vígi Þjóðarbókhlöðunn- ar. „Það var alltaf þurrt og gott í Landsbókasafninu," segir Ögmund- ur. „Það var ekki til raki, enda er það ótrúlega gott hús og vel byggt, þegar maður kom niður í neðsta kjallara sá I einu horni í næst- helgasta vígi deildar- innar gefur að líta kassa sem merktur er gömlu Fylkingunni, og hefur þá væntanlega að geyma fundargerð- ir. Fólk hefur uppi allskyns óskir þegar það afhendir deildinni bréf eða handrit. Mörg innsigiuð umslög má ekki opna fyrr en árið 2000. Einu bréfi fylgdi kvöð um að ekki mætti opna það fyrr en árið 2030 og þá að við- stöddum presti. „Við geymum þetta bara í rólegheitum.“ hvergi bilbug á steypunni. Það var kannski of þurrt, en það var skárra en andskotans rakinn. Hér er komin fullkomin geymsluaðstaða, með hár- réttu hita og rakastigi, sem er töluvert annað en í venjulegri vinnuaðstöðu, að því leytinu geymist þetta betur en áður. Það er því grátlegt að ekki skuli vera hægt að halda starfinu áfram með viðgerðum. Það hefur ekki fengist styrkur á þessum fjárlögum til viðgerða en ég vona að það verði breyting þar á við næstu fjárlög. Það er til fólk í landinu sem er sérstak- lega menntað til þessara hluta og hér er fullbúin viðgerðarstofa en ónotuð þar sem fjármagn fæst ekki til að ráða starfsmann. Það væri yfir um nóg að gera þótt það væru fleiri en einn forvörður, tveir þrír væru dropi í hafið, en það eru mikil vonbrigði að það skuli ekki fást fjármagn til að ráða í eitt einasta stöðugildi. Það er geysileg vinna sem liggur að baki I ]pt j :>pur Að hn K V ;c p • •/ 'n:>-n ki ÆÍÍj^ÍJ.’f f V 1 £C V. O A 1 x h M -i' »1 fi •yr j fofA Iv^rtífvf -'ý rc ll.f -U/í jU 'L: Við erum með fáein skinnhand- rit frá 15 og 16 öid, mörg eru svo morkin og illa far- in að það er mjög varhugavert að handfjatla þau. slíkum viðgerðum, það þarf að leysa hverja einustu bók upp í frumparta sína. Við höfum verið að taka við dýr- gripum frá Danmörku, alveg full- komlega viðgerðum, það má reikna þann kostnað í tugum milljóna og það sýnir hug Dana til þessara mála því það var hvergi í samningum að þeir ættu að skila þeim þannig. Það verður að segja sem svo að saman- burður við Dani er okkur í óhag. Við sitjum sjálf á haug af gömlum hand- ritum og bókum hér heima sem liggja undir skemmdum og það fæst ekki fjárveiting til að ráða einn starfsmann til viðgerða. Flest öll okkar handrit hér á hand- ritadeildinni þarfnast aðhlynningar þó svo að þau geti litið vel út á yfir- borðinu, auk þess sem urmull bóka liggur undir skemmdum. Meðan við vorum í sambýli við Þjóðskjalasafn- ið gátu þeir stundum bjargað okkur en nú nýtur þess ekki lengur við. Það var bara vegna liðlegheita hjá þeim. Auðvitað tók fyrir það þegar við fluttum.“ „Við erum með fáein skinnhandrit frá 15 og 16 öld, mörg eru svo mork- in og illa farin að það er mjög var- hugavert að handfjatla þau, sum blöðin hafa blotnað og orðið fyrir raka og síðan fúlnað. Það er mikið gróm sem hefur sest á þau. Það koma líka eyðandi sýrur úr höndum manna auk þess sem blek er misgott. Þetta er sá hluti af arfi okkar íslendinga sem ekki fór úr landinu, það er til hábor- innar skammar fyrir okkur að geta ekki sýnt þetta viðgert og fínt.“ Sem dæmi um verðmætt handrit sem liggur undir skemmdum er afrit af Passíusálmum sem Hallgrímur Pétursson skrifaði með breytingum sínum og er það líklega sú útgáfa sem hann vildi að væri endanleg út- gáfa sálmanna. „Það er varla hægt að handfjatla þetta handrit líkt og mörg önnur sem svipað er ástatt um en við höfum reynt að setja handritið í um- búðir svo að það sé hægt að fletta því. Við fengum sérstakan styrk til þess að ráða viðgerðarmann til að gera við gömul kort og það er auðvit- að jákvætt en vandamálið er bara svo víðfeðmt.“ Ögmundur sýnir mér lítið galdra- kver á skinn. Hann tekur síðan upp annað handrit og segir: „Héma er dæmi um hvemig farið var með kaþ- ólska skinnið, það var bundið um lút- erskar rímur.“ Heilu hillumar af ljótu grænu bandi blasa við. „Páll stúdent reyndi að bjarga því sem hann gat á síðari hluta 19 aldar og límdi reiðinnar býsn af handritum inná sínum tíma í hræðilega ljótt band. Það þarf að gera við þetta allt og setja inn í heppilegt band. Þetta var gert af góðum hug en eins og við vitum í dag er lím af hinu illa, og í dag er það ekki notað. Það er í raun meira aðkallandi að bjarga pappím- um af því að skinnið er í eðli sínu miklu sterkara." Það er allra handa efni sem berst inn á Handritadeildina. Gömul sendi- bréf, bækur, handrit og dagbækur. „Hér er meðal annars að finna handrit frá fyrsta fjórðungslækninum á Austfjörðum. Þeir hafa verið svo hraustir að læknirinn hefur farið að dunda sér við að snúa rímum yfir á latínu. Það er náttúrulega fáránlegt að hann hafi látið sér detta það til hugar en skemmtilegt í ljósi menn- ingarsögunnar." í einu homi í næsthelgasta vígi deildarinnar gefur að líta kassa sem merktur er gömlu Fylkingunni, og hefur þá væntanlega að geyma fund- argerðir. Fólk hefur uppi allskyns óskir þegar það afhendir deildinni bréf eða handrit. Mörg innsigluð um- slög má ekki opna fyrr en árið 2000. Myndir Sölva Helgasonar hafa verið viögerðar sem betur fer. segir Ög- Einu bréfi fylgdi kvöð um að ekki mætti opna það fyrr en árið 2030 og þá að viðstöddum presti. „Við geym- um þetta bara í rólegheitum.“ Ögmundur sýnir blaðamanni þrjú nýkomin handrit til dæmis eina handskrifaða þýðingu úr Skáleyjum frá því um 1800, en þau berast í mis- munandi ástandi, yfirleitt em þau grútskítug og í bágu ásigkomulagi. „Flest handritin em afrit, mörg þeirra mjög merk enda em fmmritin oft glötuð. Bækumar eru sumar í skinn- böndum, aðrar í gömlum spjöldum, menn tóku oft spjöldin af gömlum biblíum eða sálmakverum og settu á þær og stundum áttu þeir stimpla til að þrykkja á þær skraut. Mörg handritin em bastarðar. Eitt þeirra sem hefur að geyma Egilssögu er að hálfu leyti handskrifað, en síð- an hefur eigandanum áskotnast prentað eintak sem hann setur líka inn í spjaldið en skrifar síðan allar orðalagsbreytingar milli textanna. „Slfk handrit em ekki síst merkileg •fyrir þær sakir að þau segja ekki litla sögu um ástina á efninu,“ mundur. „Sumir eiga prentaðar bækur sem hefur týnst úr en skrifa það sem vant- ar á blöð og bæta inn í handritin.“ Myndir í gömlum handritum em sjaldgæfar en þegar þeim bregður fyrir hefur myndlistarmaðurirm jafn- an sína eigin samtíð í huga. A einni myndinni bregður Njáli á Bergþórs- hvoli fyrir og lítur hann út eins og blómlegur bóndi í Ámessýslu á seinni hluta 18 aldar. En safnið hefur einnig að geyma handrit skálda frá þessari öld sem hafa mikla þýðingu fyrir textarann- sóknir og einstaka hyggið ungskáld hefúr komið handritum sínum á safn- ið. Sum handritin sýna glögglega vinnsluferlið, önnur koma upp um ótrúlega nákvæmni þar sem handrit- in em að litlu leyti frábmgðin endan- legri útgáfu. Sendibréf og dagbækur frá fyrri hluta aldarinnar hafa mikið gildi fyrir samtímasögu enda er vægi rannsókna á persónulegum heimild- um alltaf að aukast í sagnfræði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.