Alþýðublaðið - 15.07.1997, Page 1

Alþýðublaðið - 15.07.1997, Page 1
T ■ Hannes Hólmsteinn Gissurarson varö æfur þegar honum var hafnað sem viömælenda í umræöur á Rás 2. Jón Baldvin vildi ekki skiptast á skoöunum við Hannes, sem klagaði í útvarps- stjóra og Markús Örn. Hannes Hólmsteinn kemur víða við. Er aftur orðinn pistlahöfundur í útvarpinu, en það er ekki allt Verður með þætti í sjónvarpi fram að aldamótum - þar sem viðfangsefnið verður 20. öldin „Hann er að vinna fyrir okkur, eða réttara sagt fyrirtæki sem heitir Alvís og Hannes Hólmsteinn mun koma að þessum þáttum," sagði Helga Rein- hardsdóttir, á skrifstofu framkvæmda- stjóra Ríkissjónvarpsins, en skrifstof- an hefur falið Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni ásamt fleirum, að gera átta þátta röð um ísland á 20. öldinni. - Nú erþað skrifstofa framkvcemda- stjóra sem rœður harm til verksins en ekki dagskrárstjóri, en er þaðfátítt að skrifstofa framkvœmdastjóra ráði og ákveði dagskrá sjónvarpsins? „Það er ekki óalgengt þegar er ver- ið að gera eitthvað sem við köllunt sérstaka viðburði, stór verkefni sem taka langan tíma. Þá þarf dagskrár- stjóri ekki að greiða þetta af sínu rekstrarfé. Hann er meira með dægur- málahliðina. Þetta er verkefni sem er gert á fleiri árum.“ - En er þetta fjárfrekt verkefni? „Það held ég ekki. Eg vil ekki ræða hvað við borgum fyrir þetta, en það er ekki dýrara en við borgum fyrir svona þætti.“ Þættimir verða átta og verða sýndir til aldamóta. Reiknað er með að tveir þættir verði sýndir á þessu ári, tveir á næsta, tveir 1999 og tveir árið 2000. Helga Reinhardsdóttir segir að ekki hafi fleirum verið gefinn kostur á að gera þessa þætti. Hannes Hólmsteinn Gissurarson kemur víðar við. Hann hefur kvartað við útvarpsstjóra og Markús Öm Ant- onsson vegna þess að hann fékk ekki að vera með í umræðum á Rás 2. Forsaga málsins er sú að ákveðið var að hafa umræður urn vinstri sveiflu í Evrópu. Helsi valkosturinn var að fá Jón Baldvin Hannibalsson og Geir Haarde til að skiptast á skoð- unum. Jón Baldvin samþykkti að vera með en ekki Geir. Þá var leitað að öðr- um manni og eftir nokkra leit var ákveðið að biðja Hannes Hólmstein að mæta Jóni. Hann samþykkti það en Jón tók ekki í mál að ræða þetta mál við Hannes Hólmstein. Ur varð að Jón Baldvin og Ámi M. Mathiesen skipt- ust á skoðununt. Hannes Hólmsteinn brást illa við, sætti sig ekki við að hafa verið hafnað. Hann kvartaði sem fyrr segir vegna þessa. Pétur Guðfmnsson útvarpsstjóri sagði í samtali við Al- þýðublaðið kannast við að Hannes hafi ekki verið sáttur og að hann hafi komið athugasemdum á framfæri, þó einungis munnlega. Markús Öm Ant- onsson brást við erindi Hannesar og leitaði skýringa hjá starfsfólki Rásar 2. Sigurður G. Tómasson, dagskrár- stjóri Rásar 2, réð Hannes Hólmstein sem pistlahöfund. Kristínu Ólafsdótt- ur ritstjóra og Leifi Haukssyni aðstoð- ardagskrárstjóra. sem hafa verið í sumarfríi, var sagt að Hannes kæmi til starfa, án alls samráðs við þau. ■ Ríkisútvarpið Titringur á rásinni Allt eins er búist við að margir dagskrárgerðarmanna á Rás 2 hætti störfum vegna fyrirhugaðra breyt- inga hjá Ríkisútvarpinu. Það sem helst stendur í fólkinu er ótti um að sjálfstæði Rásar 2 muni skerðast. Sviðsstjóri samfélagssviðs, sem mun taka við af dagskrárstjórum rásar eitt og rásar tvö, mun heyra beint undir framkvæmdastjóra útvarpsins, Mark- ús Öm Antonsson, og hann mun, samkvæmt þessu, verða ígildi yfirrit- stjóra. Þetta ásamt öðru hefur orðið til þess að fólk hugsar sér til hreyfings. Innan útvarpsins er talið víst að hvorki Margrét Oddsdóttir, dagskrár- stjóri Rásar eitt, né Sigurður G. Tóm- asson, dagskrárstjóri Rásar tvö, komi til greina sem sviðsstjórar samfélags- sviðs. Maxim Gorki slær í gegn „Bókin hefur rokselst. Margir þeir sem kaupa bókina hafa lesið hana áður og eru að rifja upp göm- ul kynni, aðrir em að nálgast hana í fyrsta sinn. Ein kona keypti fjög- ur eintök og sagðist ætla að gefa sonum sínum til að minna þá á að vera ævinlega góðir við móður sína,“ segir Ami Einarsson versl- unarstjóri Máls og menningar um metsölu á Móðurinni eftir Maxim Gorki. í tilefni 60 ára afmælis síns lét forlagið endurprenta fyrstu skáld- söguna sem það gaf út, Móðurina eftir Maxim Gorki. Af þeim 10.000 eintökum sem komu til landsins 10. júní eru einungis um 450 eftir. Bókin er seld á táknrænu afmælisverði, kostar einungis 60 krónur, og ætti því engum að vera um megn að fjárfesta í henni. Það er ekki einungis hægt að gera góð kaup í Gorki því sérstakt afmælisverð er nú á kiljum Uglu- klúbbsins og eru þær seldar á tæp- ar 500 krónur stykkið. Kiljumar rjúka út og einn viðskiptavinur lét sig ekki muna um að festa kaup á 35 kiljum í einni og sömu búðar- ferð. Að sögn Áma Einarssonar em söluhæstu kiljumar Haustskip og Falsarinn eftir Bjöm Th. Björns- son, Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason, Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson, Veröld sem var eftir Stefan Zweig, Hús and- anna eftir Isabel Allende og Lesið í snjóinn eftir Peter Höeg. ■ Guðmundur Marinósson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á ísafirði, um óeiningu innan flokksins og umræður um nýtt framboð næsta vor Kaffihúsakjaftæði og athyg I issýki - á meðan engin rök koma fram, segir formaðurinn „Ég hef heyrt af þessu, það er alltaf til fólk sem ekki er sátt. Þetta kemur aðallega frá einum manni sem er hald- inn athyglissýki. Ég afgreiði þetta sem kaffihúsakjaftæði á meðan engin rök koma fram. Meirihlutinn er nánast búinn að efna öll sín kosningaloforð og mun ljúka eða hefja allar fram- kvæmdir sem talað var unt áður en kjörtfmabilinu lýkur,“ sagði Guð- mundur Marinósson, formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Isa- firði, vegna óánægju með störf flokksins í meirihlutasamstarfi í bæj- arstjóm, en hana skipa ftmm sjálf- stæðismenn og einn krati. 1990 buðu sjálfstæðismenn fram tvo lista, D-lista og í-lista. Þegar Guðmundur var spurður hvort þær væringar væru að koma aft- ur upp á yftrborðið, sagði hann þetta snúast fyrst og fremst um einn mann. “Þetta er einn maður sem talar um að allir séu vondir við sig, þetta er at- hyglissýki. Ég hef heyrt að verið sé að tala um sérframboð, en blæs á það meðan ég hef fæ engin rök,“ sagði Guðmundur og benti á að auðvelt sé að koma af stað sögum. Óli Lúðvíksson sagðist hafa heyrt af óánægju, en kannaðist ekki við að menn væm famir að ræða saman af alvöru um sérframboð. “Ég vil reyna til þrautar í eigin flokki áður en ég geri nokkuð annað," sagði Óli.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.