Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ skooanir ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI 1997 UHNIUIU Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Betri lífshættir -NLFÍ 60 ára Mikil umræða hefur verið að undanförnu um óhefðbundnar lækn- ingar og náttúrlækningar. Tilefni þessarar umræðu eru margvísleg, m.a. 60 ára afmæli Náttúrulækningafélags fslands og ráðstefna sem haldin var á Sauðárkróki um sl. helgi undir heitinu „Heilsa og heil- brigðir lífshættir" á vegum NLFÍ, Sauðárkróksbæjar, heilbrigðisráðu- neytis og Sjúkrahúss Skagfirðinga. Jónas Kristjánsson sem stundum hefur verið nefndur frumkvöðull náttúrlækningastefnunnar á íslandi var boðberi þeirrar klassísku hug- myndafræði að með skynsamlegri fæðu og lifnaðarháttum mætti bæta heilsu og heilbrigði landsmanna og efla mótstöðuafl líkamans gegn sjúkdómum. NLFÍ var stofnað á Sauðárkróki 5. júlí 1937, en Jónas var þá héraðslæknir Skagfirðinga. Náttúrlækningafélagsmenn hófu útgáfu ritsins Heilsuverndar árið 1946 en unnu jafnframt að því að gera draumsýnina um heilsuhæli sem starfaði í anda náttúrulækningastefn- unnar að veruleika. Og heilsustofnun NLFÍ var sett á laggirnar árið 1955. Þar hafa tugþúsundir landsmanna notið hvfldar og endurnæring- ar og bætt heilsu sína. Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri heilsustofnunar NLFÍ vakti at- hygli á því í blaðagrein fyrir nokkru að á alþjóðlegri spástefnu í heil- brigðismálum í Washington í fyrra hefði komið fram sú skoðun að á næstu árum ætti eftir að verða viðhorfsbylting gagnvart heilbrigðis- málum, sem m.a. fæli í sér að sættir tækjust með þeim sem stunda hefðbundnar lækningar og óhefðbundnar. Starfsfólk í heilbrigðisgeir- anum myndi í framtíðinni taka mun meiri þátt í að boða breyttan lífs- stfl, þ.e. breytt mataræði, meiri hreyfingu og slökun. Ein ástæða þess að óhefðbundnar lækningar eru í brennidepli er auð- vitað sú að heilbrigðiskerfið hefur beðið ákveðið skipsbrot með því að útgjaldaþörf kerfísins hefur vaxið stjórnvöldum í augum. Stjórnvöld og almenningur sameinast um að leita leiða til að koma í veg fyrir og draga úr þörfinni fyrir að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús eða leita eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins með öðrum hætti. Óhefðbundnar lækningar og heilbrigðir lifnaðarhættir almennings fela í sér stórkostlegan sparnað fyrir þjóðarbúið þegar litið er til lengri tíma. En með þeim er því miður ekki komið í veg fyrir fjárþörf heil- brigðiskerfisins í dag. Ríkisstjórnin verður því að svara fjárþörfinni með þeim pólitíska hætti sem hún telur réttlætanlegan. Til að halda uppi sams konar þjónustustigi og var fyrir nokkrum árum t.d. á sjúkra- húsunum þarf mun meira fjármagn að koma til sögunnar. En heilbrigð- ari lífshættir skila til lengri tíma meiri árangri og þjóðhagslegum sparnaði. Það er talið að meira en helmingur alha sjúkdóma eigi rætur að rekja til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Islendingar verða eins og nágrannaþjóð- irnar að horfast í augu við afleiðingar af of mikilli áfengisneyslu og reykingum, sem bitna af hörku á heilbrigðiskerfi landsmanna. Árleg neysla sykurs nemur 55 kg á hvert mannsbarn í landinu, og gos- drykkjaneysla nemur 130 lítrum á ári. Það er því óhjákvæmilegt að umræðan um heilbrigðismál muni einnig snúast um neysluhætti lands- manna á næstunni. En ástæður þess að einstaklingar og hópar leita nýrra leiða til að lifa lífinu í sátt við náttúruna og umhverfið, lfkamann og sálina eru mun fleiri. í stressuðu stórborgarumhverfi er eðlilegt að margvíslegar leið- ir séu prófaðar til að auka lífsfyllingu og lífsgæði fólksins. Það er skynsamlegt af heilbrigðisyfirvöldum og reyndar öllum stjórnvöldum í landinu að horfast í augu við þá fjölbreytni sem ríkir í óhefðbundn- um lækningum og lifnaðarháttum í landinu. Margvíslegir valkostir og tilraunir til að bæta líf fólks er vænleg leið til að skila árangri með tím- anum. Hvarvetna í hinum vestræna heimi gefa menn nú vistvænum lifnað- arháttum, lífsglöðu tilfinninga- og sálarlífi meiri gaum en áður, þar sem viðurkennt er að slík lífsgæði skipta manneskjuna meira máli en vélræn og efnisleg velgengni. Þegar litið er til framtíðar er einnig vert að hafa í huga að heilbrigðir einstaklingar fara saman við heilbrigt þjóðfélag. Frumkvöðulsstarf Náttúrulækningafélags íslands verður seint ofmetið og Alþýðublaðið sendir félaginu bestu afmæliskveðjur. Lykilspurning 21. aldarinnar Er líklegt að auðlindir jarðar geti skilað næstu kynslóð 4 milljarða ófæddra jarðarbúa auknum lífsgæð- um? Ef við leiðum hugann að ástandinu í hrjáðum hornum heimsins og at- hugum grunnþarfirnar, sem eru fæði, klæði og húsaskjól virðist því fljótsvarað: „Eins og framvinda sög- unnar hefur verið virðist það óyfir- stíganlegt." Lífhvolfið hefur nýtt sér tilveru jarðarinnar í 3,6 milljarða ára þar sem tegundum lífs hefur sífellt farið fjölgandi - samt með nokkrum dýf- um í gegnum árþúsundin. Náttúru- hamfarir hafa jú sett strik í reikning- inn. Er hægt að taka undir þau varnað- arorð, sem hljómað hafa undanfarin 20 ár, að æðsta lífvera jarðarinnar, maðurinn sjálfur, stefni lífinu í meiri hættu á næstu öld en allar náttúru- hamfarir jarðsögunnar samanlagðar? Ef þessi fullyrðing er rétt þarf að endurskoða skilgreiningu fræði- bókanna á hugtakinu skynsemi. Greind mannskepnunnar víkur í vax- andi mæli fyrir græðgi hennar. Kannski væri réttara að segja að græðgin hafi ýtt greindinni til hliðar. Varnaðarorð 7. áratug- arins Varnaðarorð 7. áratugarins eru á góðri leið með að verða að bláköld- um veruleika. Þynning ósonlagsins, loftlags- breytingar gróðurhússins, jarðvegs- eyðing sem nemur orðið einum hekt- ara lands á sekúndu hverri og útrým- ing tegunda í milljónavís. Mengun andrúmslofts, jarðvegs, ferskvatns Pallborð Einar Valur Ingimundar- son skrifar og sjávar vex með degi hverjum og eitt hundrað þúsund mannverur látast daglega af völdum þessara umhverf- ishörmunga og vannæringar. Er þetta vitfirrt veröld sem við hrærumst í? Þegar viðskiptahagsmunir verða fremri lífinu sjálfu er óhætt að segja að maðurinn sé kominn úr tengslum við uppruna sinn, það er efnin sem hann er mótaður úr og náttúruna sem hefur þróað hann til þessarar eigind- ar. Vopnakapphlaup síðustu áratuga Frammistaða um- hverfisráðherrans og hjálparkokka hans er með ólík- indum. Ráðuneyt- ið er orðið þjón- ustustofnun iðnað- ar- og landbúnað- arráðuneytis og gengur jafnvel enn harðar fram í sví- virðunni eins og nótt hinna subbu- legu starfsleyfa ber vitni um. hefur einmitt undirstrikað geðveikina í gerð okkar hér á jörðinni. Við- skiptaforsendur vopnasölu virða ekki lífið því grundvallarhugmyndin að baki henni er dauðinn. Nýjum ríkjum er ekki hleypt inn í Natóklúbbinn nema þau kaupi vopn fyrir milljarða dala. Þótt ekkert stórveldanna vilji við- urkenna að undirstaða velmegunar þeirra sé í raun vesöld vanmáttugri þjóða og ójöfn tekjuskipting sé í raun undirrót alls ills á meðal manna, gengur boðberum heilbrigðrar skyn- semi illa að koma sjónarmiðum sín- um til verklegra framkvæmda. Svo vitnað sé til Páls Skúlasonar: „Lífið hér á jörðu verður illbærilegt nema að réttlæti ríki í skiptingu gæða, vinátta og ást blómstri og unnt sé að njóta sjálfræðis. Þetta er ekki einhver tilbúningur okkar mannanna, geðþótta okkar eða duttlunga, því að það er náttúran, lífið sjálft, sem kennir okkur þetta." Umhverfismál og íslend- ingar Hvernig hefur svo hinum stórgáf- uðu löndum okkar gengið að feta sig á braut umhverfisverndarinnar, hefur græðgin nokkuð borið gáfurnar ofur- liði? Náttúruauðlindir landbúnaðar héldu íslenskum kynstofni við í þús- und ár og nærðu 100.000 íslendinga bærilega. Dómur nútímamanna um meðferð forfeðranna í landinu er hins vegar sá, að við stöndum nú í skuld við landið sem beri að endurgreiða. Það var ekki fyrr en með eflingu sjávarútvegs sem velmegun varð al- mennari á íslandi og fólksfjólgun tók kipp. Auðlindir sjávar hafa fleytt ís- lendingum í hóp ríkustu þjóða heims, sé miðað við höfðatölu. Nú hefur hins vegar slegið í bak- seglin, fiskistofnar sligaðir með of- veiði, atvinnuleysi hrjáir þúsundir og margir spyrja sig þeirrar spurningar hvort við höfum líka gengið of hart fram þarna. Fól í fyrirrúmi Ýmsir vilja hverfa til stóriðju og virkjana í leiftursókn til aukinna lífs- gæða og traðka niður einn helsta vaxtarbroddinn í íslenskri atvinnu- sköpun, ferðaþjónustuna. Hinn græni litur Framsóknarflokksins hefur vik- ið fyrir þeim öskugráa og nú er kjör- orðið: Fól í fyrirrúmi. Frammistaða umhverfisráðherrans og hjálparkokka hans er með ólíkind- um. Ráðuneytið er orðið þjónustu- stofnun iðnaðar- og landbúnaðar- ráðuneytis og gengur jafhvel enn harðar fram í svívirðunni eins og nótt hinna subbulegu starfsleyfa ber vitni um. Guðmundur Bjarnason fær fall- einkunn mína. Úttekt DV á ráðuneyt- inu á dögunum var hárrétt lýsing: Ráðherra sem snýst eins og vindhani og lítilsigldur ráðuneytisstjóri (þótt hann sé oftast erlendis) sem ekki er starfi sínu vaxinn. Ég er sammála Össuri fyrrverandi umhverfisráðherra í leiðara Alþýðu- blaðsins hinn 10. júlí þegar hann tel- ur að stjórnarandstaðan eigi að móta sér sameiginlega stefnu í umhverfis- málum. Ég vil reyndar ganga lengra og segja: Umhverfismálin eiga að vera burðarvirkið í umræðunni um sameiningu á vinstri vængnum, - greindin gegn græðginni. I þeirri um- ræðu geta hins vegar ekki tekið þátt borgarfulltrúar sem vilja bensín- stöðvar á hvert götuhorn eða menn sem vita ekki hvað er á bak við ystu sjónarrönd. Höfundur er umhverfisfræðingur Q I Q r I Q o I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.