Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ ÖRSOGUR Alþýðubandalagið í Hafnarfirði þykir hafa teflt vel útfærða refskák í átökunum sem nú geisa um meirihlutann í bæjarstjóminni. Einn hvassasti ásteytingsteinninn á mögulegu samstarfi þess og Alþýðuflokksins var talin misklíð Ingvars Viktorssonar, bæjar- Ingvar Viktorsson og Magnús Jón Árnason: Virðast sáttir um Ingvar sem bæjarstjóra... stjóra og Magnúsar Jóns Árnasonar, oddvita Alþýðu- bandalagsins, og var álitið að Magnús gæti aldrei sætt sig við hann sem bæjarstjóra kæmi til meirihluta A-flokkanna. Á heppi- legum tíma læddi Alþýðubanda- lagið því hinsvegar inn í um- ræðuna að það gæti vel sætt sig við Ingvar út kjörtímabilið. Það styrkti stöðu þeirra krata, sem vilja slit meirihlutans. í upphafi núverandi ölduróts kom Alþýðu- bandalagið því einnig á framfæri að ryfi Alþýðuflokkurinn sam- starfið við Jóhann G. Berg- þórsson og félaga væri sá möguleiki í stöðunni að Magnús Jón og þæjarfulltrúi Alþýðu- þandalagsins, Lúðvík Geirsson, verður minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins falli það sem eftir lifði kjörtímabilsins, og tryggðu sam- þykkt fjárhagsáætlunar. Þegar frásagnir fjölmiðla um í að- draganda helgarinnar bentu eindregið til að slit núverandi meirihluta væru í vændum kom Stöð tvö því á framfæri um munn Hauks Hólms, fréttamanns, að minnihlutastjórn krata væri hins- vegar ekki hugsanleg af hálfu Alþýðubandalagsins. Þessi tafl- mennska bendir því eindregið til að Magnús Jón sé ákveðinn í því að komast aftur inn í bæjar- stjórnina, og hefur að sögn flokksbræðra hans í Firðinum fullan hug á því að verða innan skamms forseti bæjarstjómar í meirihlutastjóm A-flokkanna... Til skamms tíma tóldu margir, að Magnús Jón Árnason væri á förum úr bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði, og við forystuhlutverk- inu tæki þá Lúðvík Geirsson, sem er annar bæjarfulltrúi Alþýðubandalagins í bænum. En taflmennska Magnúsar Jóns í tengslum við átökin um meirihlutann í bænum benda til að fararsnið sé að renna á hann. Það kann meðal annars að standa í sambandi við það, að Alþýðubandalagsmenn í Hafnar- firði hafa engan sérstakan áhuga á því að Lúðvík festi sig á bæjar- málasviðinu, því þeir ætla honum stærri hlut. Lúðvík, sem hefur verið formaður Blaðamanna- Ólafur Ragnar Grímsson: Eftir að hann lét af þing- mennsku... félagsins í um það bil áratug, á nefnilega ekki langt að sækja pólitiska hæfileika því faðir hans er enginn annar en Geir Gunnarsson, sem var alþingis- maður Alþýðubandalagsins í Reykjanesi um áratugaskeið. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson lét af þingmennsku eftir að hafa verið kjörinn forseti tók við af honum varamaður hans, Sigríður Jóhannesdóttir, úr Keflavík. Hafnfirsku allaballarnir telja hinsvegar langt í frá sjálfgefið að hún verði áfram þingmaður kjördæmisins, og ætla Lúðvík það hlutverk að vinna sætið undir Hafnarfjörð við fyrsta tækifæri... r Asunnudaginn afhenti Magnus Skaaden, sveitarstjóri Sveio kommune, sem í íslendingasögunum var nefnd Sviða, Hafnfirðingum að gjöf afar haganlega hlaðna vörðu úr fimm tonnum af norsku grjóti. Varðan, sem bæjarstjórinn hlóð sjálfur á tveimur dögum ásamt norskum múrara á Hvaleyrarholti, er ná- kvæm eftirlíking af Flókavörðu, sem stendur á útnesinu Ryvarden á Sviðu. Þar lágu áður mörk Rogalands og Hörðalands, og þaðan segir Landnáma að Flóki Vilgerðarson hafi á sinum tíma lagt f fræga ferð sína til Islands, ásamt dætrum sínum þremur,. Faxa hinum suðureyska og Þórólfi smjör. Áður hlóð hann þó vörðu, og norskar heimildir stað- festa að þar sem Flókavarða stendur nú á Ryvarden hafi einmitt staðið varða öldum sam- an. Áður en Flóki fór frá Islandi í fyrri ferð sinni hingað kom hann við í Hafnarfirði, og fann þar dauðan hval á eyrinni, sem að sögn Landnámu leiddi til þess að hann skýrði hana Hvaleyri.. Af því tilefni sagði Ingvar Viktorsson í ræðu sinni, að samkvæmt því ættu Hafnfirðingar innan bæjar- marka sinna eitt allra elsta ömefni á landinu. Hann gat þess líka að gjöf vörðunnar gæti þó ekki talist upphaf samvinnu milli Sveio og Hafnarfjarðar, því samkvæmt texta Landnámu hefði það þegar staðið með nokkrum ágætum í ellefu hundruð ár... Undir stjórn feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar heldur veldi Frjálsr- ar fjölmiðlunar áfram að þenjast út með svipuðum hraða og al- heimurinn. Fyrir helgina tilkynnti FF þannig um þátttöku sína í nýju stórfyrirtæki á sviði umhverfisaug- lýsinga, en undir það falla til dæmis flettiskilti, auglýsingar á strætisvögnum og skýlum SVR. Hið nýja fyrirtæki er byggt á sam- steypu þriggja annarra fyrirtækja á þessu sviði. Þau eru Merkis- menn hf sem hefur verið í eigu Birgis Ingimarssonar og Gunn- ars Trausta, Neonþjónustan, en Guðmundur Baldursson raf- virkjameistari hefur átt hana að mestu leyti og verður stór hluthafi í hinum nýja auglýsingarisa. Þriðja fyrirtækið er svo Eureka, sem Örn Sigurðsson, lögfræð- ingur, hefur veitt forstöðu. Fyrir- tækið verður til húsa í Súðavogin- um þar sem Neonþjónustan var fyrir, og hvorki meira né minna en 40 manns starfa hjá því. Þó búið sé að stofna fyrirtækið og tilkynna um það með pompi og pragti vek- ur óneitanlega athygli að ekki virðist komin niðurstaða með nafn á krógann... Frjáls fjölmiðlun er þar að auki orðin aðaleigandi öflugasta vefmiðlara landsins sem feðgamir stofnuðu með samruna tveggja internetfyrirtækja, sem þeir keyptu nýlega. Það voru fyritækin Miðheimar og Skíma og nýja fyrir- tækið ber einmitt heiti þess, Skíma hf. Fyrir helgina var boðið til veglegs teitis í tilefni þess að nýja fyrirtækið opnaði stassjón í Eyjólfur Sveinsson: Lét sig ekki vanta þegar internet- fyrirtækið Skíma tók til starfa í nýju húsnæði... húsakynnum Frjálsrar fjölmiðl- unar í Brautarholti. Eyjólfur Sveinsson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, og þar sáust líka stinga saman nefjum undir vegg með blik hins pólitíska samsæris í augum þau Björn Bjamason menntamálaráð- herra og helsta stjaman í fjöl- miðlastabba Eyjólfs, Kolbrún Bergþórsdóttir, aðdáandi Bjöms... Kristilega útvarpsstöðin Ómega útvarpaði i síðustu viku hvatningu til hlustenda að beina bænum sínum gegn vík- ingahátíðinni. Svo virðist sem bænhiti stöðvarinnar sé allmikill. bæði hellirigndi fyrri hluta hátíðar- innar og eins gerði gerningaveður við Færeyjar, þannig að lang- stærstur hluti skipalestar víkinga frá Noregi komst ekki til landsins. Af því tilefni sendi þekktur hag- yrðingur úr hópi lesenda eftirfar- andi vísu: Norskir þreyja nauð og vá niðskœldinna klerka, Ómega menn argirfá andskotann til verka. Einn aðaleigandi hinnar nýju Skímu hf er ung kona, Dagný Halldórsdóttir. Framlag hennar til inetnetfyrirtækisins var annað fyrirtæki, undir sama nafni, sem hún stofnaði sjálf árið 1994. Það er óhætt að segja að Dagný sé spútnik innan viðskiptaheimsins þó hún hafi haft vit á að láta lítið fara fyrir sér. Hún er aðeins 38 ára gömul, rafmagnsverkfræðing- ur að mennt, og stofnaði gömlu Skímu árið 1994. Dagný er gott dæmi um sókn ungra, velmennt- aðra kvenna innan viðskiptalífs- ins, og nú er hún semsagt orðin forstjóri Skímu hinnar nýrri, sem er ein þyngsta staðan í hinni nýju veröld upplýsingamiðlunar á (s- landi... Árni Johnsen: Mætti með gítarinn í afmæli móður sinnar og lék óskalög fyrir hana... Isíðustu viku var haldið upp á 75 ára afmæli annarrar merkis- konu, í Vestmannaeyjum. Það var engin önnur en konan sem ber ábyrgð á Árna Johnsen, sjálf Ingibjörg Johnsen, móðir þing- mannsins. Veislan var að sjálf- sögðu haldin í Sjálfstæðishúsinu í Eyjum, og fjöldi manns heiðraði Ingibjörgu. Ámi var að sjálfsögðu mættur með gítarinn, og spiiaði óskalög fyrir mömmu. Miklar og góðar ræður voru haldnar í af- mælinu, og meðal ræðumanna var til dæmis hinn hressilegi leið- togi Hvítasunnumanna í Eyjum, Snorri Óskarsson, kenndur við Betel. Sá sem sló þó í gegn var :b:Gaui bæjó einsog leiðtogi Sjálf- stæðismanna í bæjarpóliti'kinni, Guðjón Hjörleifsson er nefnd- w Iopnunarteiti Skimu Wvakti at- hygli að auk Björns Bjarna- sonar var mættur einn þingmað- ur annar, en það var Kristján Pálsson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi. En hann hefur upp á síðkastið sinnt mál- efnum tölvuheimsins af stakri natni. Ástæðuna má rekja til vara- þingmanns hans, Viktors B. Kjartanssonar í Keflavík (sem er bróðir hljómlistarmannsins Magn- úsar Kjartanssonar aðalstuðn- ingsmanns Jóhanns Gunnars Bergþórssonar í innanflokksdeil- um íhaldsins í Hafnarfirði). Viktor kom inn á Alþing á síðasta vetri og vakti athygli fyrir að gagnrýna harkalega sjálfan samgönguráð- herrann, Halldór Blöndal fyrir slælega framgöngu gagnvart sól- risugreinum sem tengdust tölvu- heiminum. Viktor þótti slá margar keilur með framgöngu sinni og stuðningsmenn Kristjáns töldu að hann kynni að sækja að Kristjáni í næsta prófkjöri. Þessvegna hef- ur nú Kristján tekið upp málsvöm fyrir tölvuheiminn til að vera ekki síðri en varaþingmaðurinn. Mál manna er þó að hann þurfi ekki að óttast um sinn hag, því fáir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi styrkt sig jafn mikið og hann síðasta vetur... hinarnegin "FarSlde" efiir Gary Larson Sérhæfðar dánartilkynningar. fimm á förnum vegi Ferð þú í bíó yfir sumarmánuðina? Sigurlín Helgadóttir: Já, ef ég á pening. Síðast sá ég First wife's club. Kolbeinn Björgvinsson: Nei, nánast aldrei. Gyða Björg Jóhannsdótt- ir: Já frekar. Ég fór síðast á Con Air. Steinn Kári Ragnarsson: Já, mjög oft. Men in black er síðasta myndin sem ég sá. Þór Bæring Olafsson: Ég fer alveg rosaleg oft í bíó. Lfka á sumrin. Ætli ég hafi ekki séð One fine day síðast þegar ég fór. v 111 m q n n Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég fengið að njóta undan- farna daga sem frjáls maður með fjölskyldu minni og dóttur og vona að almannaheill hafi ekki beðið skaða af. Ólafur Kristjánsson, meintur ræningi, í DV. Hvalveiðimenn eru ekkert ann- að en sjóræningjár og öll verslun með hvalaafurðir er ólögleg. Paul Watson í DV. Ég kem af fjöllum. Það hefur ekkert verið rætt við mig og ég hef engan heyrt minnast á þetta nema Hreggvið. Ásgeir Hannes Eiríksson, ein af fyrrver- andi stoðum Borgaraflokksins, um vænt- anlegt framboð í borgarstjórnarkosningun- um, f DV. Ég kannast ekkert við þetta. Ingi Björn Albertsson um sama mál i sama blaði. Bændur eru íhaldssamasta stéttin í öllum löndum og við búum að því að hafa verið lengi algert bændaþjóðfélag. JMG í DV. Það er engin samkeppnisöfl sem knýja kvótaeigendur til að leka gróðanum til almennings. Markús Möller f DV. Hafið er ekki kjörbúð þangað sem við getum sótt ákveðna tegund í ákveðnu magni þegar okkur hentar. Grétar Mar Jónsson skipstjóri, í DV. Það er oft mikilvægara að vera í réttum flokki, koma úr réttri ætt eða hafa verið í rétt- um menntaskóla á réttum tíma - eða jafnvel hafa spilað fór- bolta með réttu liði - frekar en það sem menn hafa annars til brunns að bera. Marjatta Isberg í DV. Ég er svo mikið landsbyggðar- barn að mér fannst sumarið aldrei koma þegar ég var í Reykjavík. Sólborg Steinþórsdóttir, hótelstjóri á Höfn, (DV. Ég held því ákveðið fram að betra sé að vera djarfur en varkár og hik- andi, því að gæfan er kona og ef þvinga á hana til undirgefni verða menn að beita hana valdi og þjarma að henni. Reynslan sýnir að hún þýðist oftar þá menn sem svo fara að en hina sem láta stjórnast af kaldri yfirvegun. Úr Fursta Machiavellis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.